Morgunblaðið - 13.12.1994, Page 44

Morgunblaðið - 13.12.1994, Page 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Hvert á að stefna? í GEGNUM tíðina hafa það verið viðurkenndar staðreyndir að uppi- staða útflutningstekna okkar Is- lendinga kemur af veiðum og vinnslu sjávarfangs. Á undanförn- um mánuðum hafa farið fram mikl- ar og oft á tíðum hástemmdar umræður bæði í ræðu og riti um gildi framhaldsmenntunar í landinu með tilliti til hlutfalls á milli bók- náms og verknáms og er það stað- reynd að bóknámið hefur verið of- metið á margan hátt og þá beint eða óbeint á kostnað verknáms. Nú er erfitt að alhæfa eða oft á tíðum að skilja þar á milli því að allt bók- nám beinist nú að því að viðkom- andi nemi verði „verkamaður" þeg- ar upp er staðið en ef til vill ekki beinlínis í þeim skilningi sem al- menningur á íslandi leggur í orðið verkamaður. En er ekki góður verkamaður sá einstaklingur, sem vinnur verk sín af þekkingu og ábyrgð? Hvaða menntun sem hann annars hefur að baki. Og eru ekki öll störf jafnmikilvæg þegar allt kemur til alls? Þjóðfélagið er jú bara keðja og hver hlekkur er jafn mikilvægur, því komi rof í keðjuna, þá kemur hrun í kjölfarið. Þessi áhersla á bóknámið hefur tröllriðið þessu samfélagi okkar of lengi, þó svo enn viðhaldist hið hefð- bundna iðnnám sem tengist þó mest þeim iðngreinum sem sjá til þess að við getum viðhaldið lífsgæð- um okkar í formi fasteigna, en er það ekki það sem næstum því hver einasti íslendingur lifir fyrir, að eiga fasteign? Og svo ekki sé minnst á steinsteyptu pólítísku minnisvarð- ana sem stjórnmála- menn keppast um að reisa. Og hvaðan koma aurarnir í þau minnis- merki? Kannski úr verðbréfasjóðunum eða bankakerfínu? Ég leyfi mér að fullyrða að mörg hafa lítinn sem engan tilgang með tilliti til framtíðar. Nú og svo eru þeir sem starfa í þjón- ustunni margþættu sem þetta nútíma þjóð- félag okkar þarfnast, og sífelldar kröfur eru um að hún aukist, ef eitthvað er. Og vissu- lega þörfnumst við góðrar og hag- kvæmrar þjónustu, svo sem í heil- brigðis- og menntakerfi. Ég er nokkuð viss um að ekkert okkar vill skerða þá þjónustu, heldur auka hana ef eitthvað er og það kostar peninga, sem „hvergi“ eru til. Á síðustu árum hafa þó verið að koma fram stöndug iðnfyrir- tæki, sem eru búin að hasla sér völl á erlendum mörkuðum og von- andi er nóg af framsæknu fólki sem er tilbúið að taka áhættu og róa áfram á þau mið og afla nýrra tækifæra á þeim vettvangi. En nú vil ég koma að kjarna málsins og er það mál mér svo mjög hugleikið. Eins og fyrirsögn greinarinnar gefur til kynna, þá eru það menntamál í sjávarútvegi og sú þróun og/eða vanþróun sem þar hefur átt sér stað á undanförn- um árum. Er ég þá eingöngu að tala um iðnnámið sem slíkt og það sem tengist því, þ.e.a.s. grunnnám, fiskiðnaðamám eins og það kallast í dag. Ef við snúum okkur að þessari auðlind okk- ar íslendinga sem sjávarfangið er, þá vita það allir sem það vilja vita (og eru ekki komnir of hátt í fíla- beinsturninn sinn) að þar liggur gull þessar- ar þjóðar grafið. Og við þurfum vissulega að fara að taka fram „gullsigtin" okkar og hirða hveija einustu ögn sem við komum auga á í botni „sigtis- ins“, en ekki aðeins stóru molana. Það krefst auðvitað mikill- ar vinnu, nákvæmni og rannsókna = þekkingar. Og þá erum við kom- in að því sem er stóri þröskuldurinn svo þessi þróun geti orðið að ein- hveiju viti. Okkur skortir heildstæða, metnað- arfulla stefnu í menntamálum þess- arar greinar til að við getum fylgt þeirri þróun sem er fyrirsjáanleg á næstu árum. Hvenær ætlum við eiginlega að vaxa uppúr þeim „uppastælum" (svo notuð sé nútímaskilgreining á okkar gíruga veiðimannasamfé- lagi) og líta réttum augum á málin og sjá auðævin sem við látum renna milli fingra okkar á hveijum degi? Og það eru sko engir smáaurar sem eru að fara í súginn á þann hátt. Við þykjumst góð út á við, höfum hátt í að vernda okkar hagsmuni gagnvart öðrum þjóðum, og auðvit- að þurfum við þess, en þetta sí- fellda tal um að við eigum nú að fá þetta eða hitt vegna þess að við séum fá og smá og eigum þess vegna að njóta einhverrar sérstöðu Áherzla á bóknámið, segir Anna Sigríður Hjaltadóttir, hefur tröllriðið samfélagi okkar of lengi. á alþjóðavettvangi, sýnir best metnaðarleysið. Hvernig væri að við færum að rækta okkar eigin garð - hann er jú sérstaða okkar. Færum að hlúa að þeim plöntum sem virðast eiga erfitt uppdráttar, svo við tölum ekki um þær „plöntur“ sem við sjáum aldrei sökum okkar eigin fljótfærni og afskrifum þær þar með óhæfar. Ekki er til efs að ef þær fengju þá meðferð, grundvall- aða á staðgóðri þekkingu, sem þær hefðu þurft, þá bæru þær nú þá ávexti sem við þörfnumst svo mjög að fara að sjá í formi aukinna út- flutningstekna. Einhveijum finnst þetta e.t.v. full bjartsýnt, en hvar væru íslendingar í dag án bjartsýni og framsýni fyrri kynslóða? Og til að árangur náist þurfum við fólk með staðgóða þekkingu og áhuga á viðfangsefninu. Og hvað sjávarútvegsfræðsluna varðar, þá erum við rétt að skríða út úr „mold- arkofunum" og má segja að síðustu 20 árin hafi hún verið að hleypa heimdraganum á afgömlum og metnaðarlausum klárhesti og er þar fyrst og fremst um að kenna ótrúlegu áhuga- og/eða þekkingar- leysi ráðamanna þessara mála. Því rétt eins og í sögunni um asnann sem gullið rann út úr eyrunum á, þá hefur asninn verið svo illa van- ræktur að nú koma bara óútfyllt víxileyðublöð úr eyrum hans. Það hefur svosem verið reynt að finna leiðir til úrbóta. Þó virðist enn skorta vilja til virkilegra fram- kvæmda. Nefndir hafa verið stofn- aðar á nefndir ofan, til að fjalla um þessi mál og hafa þeir sem þær hafa setið sjálfsagt verið allir af vilja gerðir til að sjá breytingar. En hver ætlar að framkvæma þær, ábyrgjast þær faglega og leggja metnað sinn í þær? Það er það sem skiptir höfuðmáli. Og þar sem það er ljóst að grunnmenntunin er hálf lömuð og reist á óstöðugum grunni, hvernig getum við þá vænst þróun- ar í allra nánustu framtíð? Nei, nú er tími kominn til að þessum málaflokki sé sinnt af ein- urð og krafti. Tími kominn til að hætta með sýndarmennsku og láta- læti og fara að láta verkin tala. Menntun í þessari grein er háalvar- legt mál og stórpólitískt. Margt þarf að breytast og margur oflát- ungurinn að láta deigan síga, og fara virkilega að líta á það sem skiptir máli, auðlind þessarar þjóð- ar og nýtingu hennar í víðu sam- hengi og á raunsannan hátt. Við verðum að fara að byggja upp gott framhaldsskólakerfi sem tekur á þessum málum og er opið fyrir öllum þeim möguleikum á betri nýtingu þess sem við vitum að við höfum, vannýttum afurðum, öflugri og einbeittari markaðssókn og fyrst og fremst virðingu fyrir því, að við erum með gulleggið okkar í höndunum. Og ef okkur ber gæfa til að grípa í taumana sem allra, allra fyrst, þá eru miklir möguleikar á því að við arfleiðum börnin okkar ekki að erlendum skuldum, heldur „gullhænu“ sem verpir mörgum, mörgum gulleggj- um. Höfundur er fiskiðnaðarmaður og leiðbeinandi við Sjávarútvcgs deildina á Dalvík - VMA. ___________AÐSENPAR GREIÍMAR_ Sjávarútveg-sfræðsla « ** Anna Sigríður Hjaltadóttir Lágtekj uálögur komnar í stað hátekjuskatts Á UNDANFÖRNUM árum hefur verið rekinn mikill áróður fyrir að tengja greiðslu fyrir ýmsa þjónustu samfélagsins tekjum manna. Menn segja sem svo, að hátekjumennirnir geti sjálfir borgað fyrir matinn sinn á sjúkrahúsunum, svo dæmi sé tek- ið. Á sama tíma má ekki minnast á, að tekjuskattshlutfall hækki með tekjum. { ráði er að fella niður þenn- an óverulega hátekjuskatt, sem nú er í gildi. Tekjutenging hlunninda og gjalda umfram tekjuskatt er nú þegar komin í ógöngur. Ráðstöfun- artekjur hjóna með börn aukast ótrú- lega lítið, þótt vinnutekjur þeirra hækki frá skattleysismörkum í rúm 200.000 alls. Um þverbak keyrir á næsta ári, þegar húsaleigubætur með tekjutengingu taka gildi í sum- um sveitarfélögum. Þær munu skerðast um 24% af því, sem sam- anlagðar tekjur íbúa. leiguhúsnæðis fara fram úr 125.000 á mánuði. Þessi skerðing leggst við aðrar tekju- tengdar álögur. Þær geta orðið þess- ar: % Staðgreiðsla skatta 41,84 Barnabótaauki, skerðing (1,2,3,) 4 böm (7,13,18,) 22 Vaxtabætur/húsaleigubætur, skerðing 6/24 Lífeyrissjóður 4,25 Stéttarfélag (1-3) 2 LÍN, tekjutengd afborgun af námslánum (4-7) 5 Frádráttur af tekjuauka alls 81,09/99,09 Afgangurinn af tekjuauka verður enginn hjá hjónum í leiguhúsnæði með 4 börn, ef stéttarfélagsgjaldið er 3% eins og dæmi munu vera um. Það er þó ekki á nema nokkuð tak- mörkuðu tekjubili sem frádráttarlið; irnir leggjast allir saman. Hátekjur verða hins vegar ekki skattlagðar um nema 42% í stað 47% eins og er á þessu ári, og annar frádráttur er að jafnaði enginn. Vissulega er það ein- ungis takmarkaður hópur fólks, sem greiðir af námsskuldum. Af- borganirnar falla hins vegar á þann tíma sem fjölskyldan er að koma sér fyrir í þjóðfélaginu, börnin eru að vaxa úr grasi, baslað er við að eignast þak yfir höfuð- ið, þótt launin séu að jafnaði ekki há. Tekju- tengd afborgun af námslánum er því til- finnanleg viðbót við aðrar álögur. Afborganir af lánum, sem voru tekin 1992 og síðar, hefj- ast tveimur árum eftir námslok (eng- inn er farinn að greiða af þeim) og eru að lágmarki um 50.000 á ári, en annars 5% af tekjum og hækka í 7% eftir 5 ár. Lægri talan var not- uð í töflunni, vegna þess að enn eru allmörg ár þar til nokkur fer að greiða 7% af jaðartekjum sínum vegna námslána, og á þeim tíma gætu aðrir frádráttarliðir lagast. Afborganirnar verða tekjutengdar við 83.333 á mánuði (59.524 frá 6. ári afborgunar), en við 62.500 sam- kvæmt eldra kerfi og þá er afborg- unin 4% af tekjum. Draga mætti úr þyr.gstu álögun- um þegar nú í desember. T.d. mætti ákveða, að samanlögð skerðing vegna húsaleigubóta eða vaxtabóta og barnabóta verði aldrei meiri en t.d. 10-15% fyrr en sæmilegum miðlungstekjum er náð. Það fiækir að vísu málið, að þeir sem leigja húsnæði saman mynda ekki alltaf fjölskyldu. Afborganir af námslán- um ættu einnig að taka nokkurt mið af öðrum álögum. Það má velta fyrir sér hugmyndafræðinni á bak við reglurnar um húsaleigubætur. Sú skýring blasir við, að félagsmálaráðherra hafi verið að marka þá stefnu, að konur með börn, eða feður, ynnu heima á heimilum sín- um og færu ekki út á vinnumarkaðinn. í því skyni er séð til þess, að vinna utan heimilis skili minna af sér en góð húsmóðir getur afl- að með því að sjá sjálf um börnin sín og með hagsýni í heimilishaldi. Og þá yrði líka hægt að sýna fram á minnk- andi atvinnuleysi! Skerðing barnabóta- auka hefst neðan skatt- leysismarka, segir Hólmgeir Björnsson, en hann telur það ekki það versta við skattkerfið. Ég set upp dæmi af hjónum með tvö börn, annað yngra en sjö ára, sem greiða 40.000 í leigu á mánuði og eru bæði að greiða af námsskuld- um eftir nýja kerfinu. Húsaleigubæt- ur eru 7.000 + 4.500 (v. 1. barns) + 3.500 (v. 2. barns) + 3.000 (15% af leigu umfram 20.000) = 18.000 (aldrei meira en helmingur leigu). Segjum að annað þeirra, sennilega Hólmgeir Björnsson Fyrri maki Seinni maki Laun 125.000 (viðbótartekjur) 80.000 Barnabætur og barnabótaauki 20.693 0 Húsaleigubætur 18.000 0 Tekjutengdur frádráttur og kostnaður Staðgreiðsla skatta 9.530 28.720 Barnabótaauki, skerðing 4.156 10.400 Húsaleigubætur, skerðing 0 18.000 Lífeyrissjóður 3.825 3.400 Stéttarfélag 1.800 1.600 LÍN, tekjutengd afborgun 2.083 0 Frádráttur alls 21.394 62.120 Annar kostnaður, dæmi Húsaleiga 40.000 0 LÍN, föst afborgun beggja 8.333 0 Barnagæsla 0 16.000 Strætókort 2.900 2.900 Kostnaður og frádráttur alls 72.627 81.020 Afgangs 91.066 Halli 1.020 eiginmaðurinn, hafi náð í vinnu, sem gefur sæmilega miklar tekjur, 125.000 alls, og þar af 90.000 í grunnlaun, stéttarfélagsgjald og greiðsla í lífeyrissjóð takmarkast við þau. Afkoman er samt erfið, og al- mennt er talið æskilegt, að allir hag- nýti þá menntun, sem þeir hafa afl- að, bæði vegna sjálfs sín og samfé- lagsins. Makinn á kost á starfi sem gefur 80.000 í grunnlaun eins og algengt er hjá ríkinu hjá fólki með háskólapróf, en aukatekjur yrðu engar. A að taka því? Sjá töflu Húsaleigubæturnar gera gæfu- muninn meðan tekjurnar eru lágar, en úr því tekur við vonleysið eitt (— eða svört vinna!). Skerðing barna- bótaauka hefst neðan skattleysis- marka, en það er ekki það versta. Ekkert vit virðist í að taka þessari vinnu, jafnvel ekki þegar börnin komast af leikskólaaldri. Barnabæt- ur lækka þá, og afborgun til LÍN hækkar brátt. Hins vegar eru skerð- ingarliðirnir að ganga til þurrðar. Launin eru því að verða nógu há til þess að yfirborgun eða kauphækkun skili sér til iaunþegans. Önnur leið væri að hverfa aldarfjórðung aftur í tímann og eiginmaðurinn tæki að sér aukastarf sem gæfi 80.000. Af- gangs gætu orðið 23.328, en þá þyrfti að reka bíl sem æti upp meiri hlutann af hagnaðinum þegar til lengdar lætur. Innkaup yrðu þó hag- kvæmari. Hver var að fárast yfir auknum vanskilum? Það gæti orðið spennandi að fylgjast með rökfærslu þess (eða þeirra) félagsmálaráð- herra, sem mótaði og setti reglurnar um húsaleigubætur. Alþingi ætti að lögleiða þegar á næsta ári, að skattur af viðbæltum skerðingarliðum megi ekki á neinu tekjubili verða hærri en skattur af hátekjum. Hækkun skattleysis- marka skiptir miklu minna máli. Vegna rýmis sleppi ég frekari hug- leiðingu um skattstiga og dekur við hátekjumenn, nema ályktunarorð- unum: Hálaunamennirnir með 500 þús. til 1 milljón á mánuði og þaðan af meira, hvort heldur er hjá fyrir- tækjum eða í opinberri þjónustu, eru helsti efnahagsvandi þjóðarinnar! Höfundur er tölfræðingur, starfar á Rannsóknastofnun landbúnaðarins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.