Morgunblaðið - 13.12.1994, Síða 47

Morgunblaðið - 13.12.1994, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJÚDAGUR 13. DESEMBER 1994 47 AÐSENDAR GREINAR ESB sundrar þióðum í ÞESSUM þjóðaratkvæðakosn- ingum um alla Evrópu er fólk ruglað með svokölluðum gylliboð- um ESB og þeir eru meira að segja með áróður. Bjóða áhrifamönnum stöður í klíkunni, þannig að það skapast hefnigirni og jafnvel hatur á milli nei- og já-manna. Það var gott að Norðmenn sögðu nei, en eftir stendur óvinátta á milli þess- ara já- og nei-flokka. Hatur á meðal fólks sem áður voru vinir, sem seint verður jafnað og varir kannski lengi. Það versta er að ESB-peninga- greifarnir og gróðapungarnir halda áfram iðju sinni. Næst er það íslenska þjóðin, sem þeir beina spjótum sínum að, og það verður hasar á milli manna af því að þjóð- in skiptist í tvo flokka, svo mikill er áróðurinn búinn að vera frá Brussel eins og í Svíþjóð og Nor- egi. Þeir sem eru orðnir heila- þvegnir verða með allskonar áróð- ur og tifa á gylliboðum eins og háskólamennirnir eru látnir gera Næst snýr ESB-mask- ínan sér að íslending- um, að mati Sveins Björnssonar, sem hvet- ur landsmenn til að sameinast í stóru neii. og ýmsir ráðamenn þjóðarinnar, reyna að troða því inn hjá þjóð- inni, að hún verði afskipt úti í ballarhafi. Segja, að við verðum að vera með í Bandalaginu eins og Finnar og Svíar, annars fari allt til helvítis hjá íslensku þjóð- inni. Það kom fram hjá nei-mönnum í Noregi að þeir vildu ekki tapa sjálfstæði sínu. Vildu ekki láta þjóðveija, minnugir verka þeirra í stríðinu, fara að stjórna þjóðinni, sérstaklega fiskimennirnir í Norð- ur-Noregi. Það er kannski annað með Svía, sem seldu þeim kúlur í byssurnar í stríðinu, þó leynt færi, og hafa verið hallir undir þá lengi. Þeir létu líka sjálfstæðið í hendur ESB, þó það munaði litlu, og það varð ólga og læti í landinu. Ætla að græða á safneiningunni við þetta svokallaða bandalag. Búnir að tapa svo mikið á sósíalnum, þar hafði fólk meira kaup atvinnulaust en að vera í vinnu og vann svo „svarta vinnu“ með. Þetta var svona líka í Danmörku og er að verða hér, því miður. Það er af sem áður var þegar á íslandi var bara duglegt fólk og enginn nennti að vera latur. Fyrir eitt starf í iandbúnaði skapast tvö störf í úrvinnslu og þjónustu. Finnar gripu gæs- ina og sögðu já, en það er bara vegna þess að þeir eru margt lengi búnir að vera undir hælum Rússa og vilja ekki lengur vera háðir þeim, sem von er, en þar voru margir á móti ESB-klíkunni og búið að splundra þjóð- inni. Auðvitað höfðu ESB-menn vit á að byija áróðurinn þar, síðan í Svíaríki þar sem það var tæpt. Svo Sveinn Björnsson var það Noregur, sem átti að taka með trompi og gylliboðum, jafnvel að láta einn framámann fá fína stöðu í Brussel, ef hann yrði þægur. Það er voðalegt að Norð- urlandaþjóðirnar skulu hafa látið ESB- maskínuna, peninga- valdið, blekkja sig, splundra Norður- landaráði. Nú ætlar þessi ESB-maskína að ráð- ast að okkur íslendingum með sínu yfírþjóðlega valdi, sem þeir byggja á, og neyða okkur inn til sín hvað sem það kostar. Nóg hafa þeir af heilaþvegnum mönnum hér til að vinna fyrir sig og koma stefnunni inn í kosningar hér á næsta ári. Bjóða gull og græna skóga og ég veit ekki hvað og hvað. Þeir vita að fískinn góða verða þeir að fá frá okkur eða Norðmönnum hvað sem það kostar. Við förum ekki inn í þetta svokallaða bandalag. Látum ekki sjálfstæði okkar falt fyrir einhver gylliboð. Við seljum bara fiskinn til Ameríku, Kína og Japans. Kannski geta svo ESB- löndin fengið afganginn, ef nokkur verður. Norðmenn eiga heiður skil- inn, þó þeir séu ekki miklir vinir okkar nú um stundir. Þeir létu ■ ekki blekkja sig, þó svo að ráða- menn þar í landi vildu láta allt falt, sjálfstæðið, fiskimiðin, olíuna, já og menninguna. Þessir stjórn- endur þar í landi, já-menn, ættu að segja af sér og boða til kosn- inga. Kannski fara nú bráðum þessir afdönkuðu evrópsku pólitíkusar að sjá sína sæng út breidda og breyta lögum sínum til að fá Norðmenn og okkur hin. Þrátt fyrir það meg- um við ekki sofna á verðinum heldur segja stórt nei. Vonandi höfum við kjark og kraft til þess. Höfnum sundrungarstefnu ESB. Höfundur er rann- sóknarlögreglumaður og listmálari. HUSH PUPPIES SKÓR SEM ÞÉR LÍÐUR VEL í Nfc, SKOVERSLUN GÍSLA FERDINANDSSONAR 7K LÆKJARGÖTU 6A REYKJAVÍK SÍMI 91 14711 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.