Morgunblaðið - 13.12.1994, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 13.12.1994, Qupperneq 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Opið bréf til mennta- málanefndar Alþingis Framhaldsskólalögin og starfsmenntir 3. grein Nokkur augljós atriði í frumvarpinu sem stuðla að miðstýringu og mismunun í 7. gr. frumvarps- ins er fjallað um verk- efni skólanefndar og er þar Qallað m.a. um skipulag fjármála, hins vegar er ekki stakt orð um skyldur skólanefndar varðandi stjórnunarlegt skipu- lag skólans sem er afar mikilvægt í rekstri allra fyrir- tækja og stofnana. Þar er heldur ekki minnst á stöðu skólanefndar varðandi samskipti við atvinnulífið og skyldur nefndarinnar að hlú að þeim tengslum. í raun er ekki ætlast til að skólanefnd eigi mikið Vandadir lebur- og rúskinnsjakkar frumkvæði sem getur beint starfi skólans inná arðsöm námsvið- fangsefni né raskað áhrifum ráðuneytisins. í 11. gr. er ijallað um starfsfólk skóla. Þar eru mörkuð og lögbundin stöðuheiti og stjómunarleg starfsskipting. Ekki er tekið tillit til skóla- gerða og markmiða hvers skóla en allt hef- ur það áhrif á hvaða stjórnunarlegt munst- ur hæfir. Augljóst er að lögbinding rekstr- arstarfa er hemill á stjórnunarlega þróun skóla og óskynsamlegt að telja eitt stjórnunarmunstur betra en annað og að það form sem nú er almennt notað sé svo frábært að sjálfsagt sé að lögleiða það. Eðlilegra er að skólanefnd og Vaskhugi Islenskt forrit með öllu sem þarf fyrir Fjárhagsbókhald t/ Sölukerfi t/ Birgðakerfi t/ Viðskiptamannakerfí t/ Verkefnabókhald t/ Launabókhald t/ Félagakerfi t/ Vaskhugi sýnir og prentar ótal skýrslur. Hringið og við sendum bækling með nánari upplýsingum. V^Váskhugi hf. Grensásvegi 13 • Sími 682 680 • Fax 682 679 Ef ætlunin er að efla verk- og starfsmenntir, er, að mati Steinars Steinssonar, óhjá- kvæmilegt að breyta mati og viðhorfum til þeirra. skólameistari hvers skóla velji það stjórnkerfí sem hentar þeim mark- miðum sem viðkomandi skóli setur sér. í 20. gr. svo og í tuttugustu og áttundu grein er fiallað um nám- skrár og aðalnámskrá framhalds- skólans. Aðalnámskránni er ætlað það hlutverk að vera viðmiðunar- námskrá í einstökum greinum. Viðmiðunarnámskrá er ágætt tæki til að halda utan um námsefni og gæði kennslunnar en þess verður að gæta að hún taki ekki frum- kvæði og ábyrgð frá skólum, kenn- urum ogi leiðbeinendum. I 20. gr. fer strax að brydda á miðstýrðum bremsuákvæðum gegn þróun með ákvæðum um tímafjölda og kennsluskipan og í 28 gr. er geng- ið enn lengra, þar er aðilum sem eiga að vera skilgreiningaraðilar gefið vald til að blanda sér í verk- svið skóla og kennara, verkefni sem er örugglega betur komið í höndum skólamannanna og á að vera samkeppnismál í milli kenn- ara. í 23 gr. er fjallað um námsmat og er Rannsóknarstofnun uppeldis- og ménntamála falið verkefni varð- andi próf og úrvinnslu þeirra. Vafalaust er ágæt þekking fyrir hendi í þeirri stofnun hvað varðar almenn fræði en nokkuð annað gildir þegar um sérhæfðar starfs- menntir er að ræða. Samkeppni er það tæki sem er líklegast til að standa vörð um gæði og framfarir og því tæki á að beita í fræðslumál- um ekki síður en annars staðar Steinar Steinsson enda er stofnunum hollt að standa frammi fyrir slíku aðhaldi. Það er því vafasamur greiði góðu skóla- starfi að innleiða einokun á við- fangsefninu. Miklu eðlilegra er að bjóða út prófunarstarfið enda er þá unnt að leggja mat á hæfni bjóðenda og semja um kostnað sem er því samfara. Sérstaklega er brýnt að hafa val á prófastofnun- um þegar meta á starfsnám. í 25. gr. er fjallað um samstarfs- nefnd um starfsnám sem skal skip- uð 18 fulltrúun og vera ráðuneyt- inu til ráðuneytis um stefnumörk- un og tengsl skóla og atvinnulífs. Hugsunin hér að baki er góð því hver skyldi hafa áhuga á að efla starfsmenntir ef ekki aðilar vinnu- markaðarins? Reynslan er hins vegar ólygnust og hún hefur ekki verið skoðuð nægilega vel. Iðn- fræðsluráð hefur verið til í áratugi 'og ekki hefur það verið til að auka veg iðnfræðslunnar. Sjávarútvegs- ráð hefur verið til, reyndar til skamms tíma, ekki er að finna miklar framfarir í skjóli þess. Sannleikurinn um stórráð er sá að þar koma saman of margir hags- munir og er hagsmunatog svo mik- ið og óvægið varðandi viðfangsefni líðandi stundar að þangað eiga ekki önnur mál erindi en þau sem ætlunin er að svæfa. Ráðið væri hins vegar gagnlegt ef verkefni þess væru eingöngu tengd framtíð- inni, þar sem reynsla manna væri leidd saman til að spá um þróun atvinnulífsins, samsetningu vinnu- aflsins, tækniþróunina og annað sem hefur áhrif á menntun og verk- efni skólakerfísins til framtíðar. I 27. gr. er fjallað um starfs- greinaráð fyrir starfsgreinaflokka. Hér er um gott mál að ræða þar sem starfsgreinarnar eru gerðar ábyrgar fyrir skilgreiningu á kunn- áttu og hæfni svo og menntunar- þörf til að öðlast starfsréttindi. Það sem hins vegar er athugavert við þessa grein er að menntamálaráðu- neytið ætlar að skipa ráðið til fjög- urra ára. Sjálfsagt er að starfs- greinaráð séu mörkuð í lögunum, en starfgreinarnar sjálfar eiga hins vegar að ráða því hveijir sitja í ráðunum og hafa rétt til að skipta um fulltrúa á löglegum fundum sínum. Það væri t.d. ekki óeðlilegt að starfsgrein skipti um fulltrúa þegar sérstök sérhæfð málefni væru á dagskrá ráðsins. í 28. gr. er fjallað um verksvið starfsgreinaráða. Starfsgeinaráðin eru meginstyrkur frumvarpsins en MOCCA OG RÍÓ stólarnir eru dæmi um stílhreina hönnun sem sameinar notagildi og fegurð. Þeir eru léttir, sterkir og þægilegir. Stólarnir fóst krómaðir, messing húðaðir, hvítir eða svartir. Tré bakið fæst í 8 mismunandi litum og óklæði fæst í fjölbreyttu úrvali, leður eða leðurlíki. Komdu og kynntu þér úrvalið og hvað við getum gert sérstaklega fyrir þig. ^knli konipanflð ^HilHn SlggnlrnKon ýtelnnr itáHHjmmmillrt stofnuð 1960 Smiðjuvegi 2, Kópavogi, sími: 67 21 10 það er út í hött að fela ráðinu að ráðskast með skólana, uppbygg- ingu þeirra og kennsluskipulag. Glundroðinn í þessari grein er sam- bærilegur við það að verkkaupi á mannvirki færi að skipta sér af skipulagi verktakans og gefa fyrir- skipanir hvernig hann ætti að leysa einstök viðfangsefni. Væri svo komið færi þróun fyrir bí sem sam- keppnin stuðlar að. Starfgreinar- ráðin eiga að halda sig við þann vettvang sem þau eru hæf til og eiga að bera ábyrgð á að skilgreina menntunarþörfina og endurskoða hana miðað við breytta tíma og setja staðla sem prófastofnanir fara eftir. Skólunum ber að treysta fyrir þeirri ábyrgð að annast sinn þátt. Geri þeir það ekki er eina lausnin að skipta um stjórnendur þess skóla sem uppfyllir ekki þær kröfur og staðla sem settir eru. Þessi grein er áberandi dæmi um kaos sem orsakast af því að ekki er við samningu frumvarpsins fylgt ákveðinni reglu um skiptingu ábyrgðar. I 29. gr. er fjallað_ um samstarf skóla og atvinnulífs. í þessari grein er miðstýringarkerfið í fullu fjöri. Ef skóli hyggur á samstarf við at- vinnulífið í viðkomandi héraði ber honum fyrst að snúa sér til Reykja- víkur og biðja valdsmenn þar að tilnefna samstarfsaðila. Ekki er nokkur efí á að heimamönnum er miklu betur treystandi til að finna ötulustu og dugmestu samstarfs- mennina en hið reykvíska félags- málavald. Þessi grein hefði örugg- lega aldrei orðið til í þessari mynd hefðu menn skoðað afdrif góðra hugmynda sém hafa gufað upp í kerfinu á undanfömum áratugum. I 33 gr. er fiallað um endur- menntunarnámskeið, en slík nám- skeið er liður í að efla hagnýta kunnáttu og hæfni. Fyrir atvinnu- lausa geta slík námskeið skipt verulegu máli. í 32 gr. er íjallað um öldungadeildir og augljóst að þessi tvö fræðslusvið njóta ekki sömu aðstöðu í skólakerfinu. Þeir sem nema í öldungadeild þurfa aðeins að greiða gjald sem nemur um þriðja hluta kennslulauna en þeir sem fara í endurmenntunar- nám þurfa hins vegar að greiða allan kostnað að fullu. Það er engu líkara en að arðsamt nám eins og verulegur hluti endurmenntun- arnámsins er sé talið óæskilegt í skólakerfinu. Ef í raun er ætlunin að efla verk- og starfsrpenntir og örva ungt fólk til að hefja nám í þeim mikilvægu námsgreinum er óhjá- kvæmilegt að breyta mati og við- horfum til þeirra. Starfsmenntun er ákaflega mikilvægur grunnur fyrir framhaldsmenntun á sviðum tækni, rekstrar og markaðsmála og ekki hvað síst í landi þar sem smáiðnaður mun um ókomna tíð verða burðarás í sköpun nýrra starfa. Það er þörf fyrir tækni- menntun sem byggist á verklegum námseiningum og því ekkert sjálf- sagðara en að meta þær einingar að fullu til stúdentsprófs, verði það próf enn um sinn tekið gilt sem aðgangur að æðra námi. Það er nauðsynlegt að gera starfsmenntaskólunum kleift að bijóta upp hefðbundnar leiðir í verk- og fagnáminu og byggja upp víðsýnni og meira aðlaðandi braut- ir á eigin vegum og í samvinnu við atvinnulíf í viðkomandi skó- laumdæmum. Leggja þarf áherslu á að nem- endur sem hafa margar verknám- seiningar í stúdentsprófi eigi greiða leið til æðra náms. Eðlilegt væri að Tækniskóli íslands hefði það verkefni að skipuleggja náms-> framboð og kennslu með þeim hætti að henti sérstaklega þessum nemendum. Ekki er að efa að arð- semi slíkrar menntunar myndi skila sér í athafnasömum einstakl- ingum í íslensku atvinnulífi en þeim má vissulega fjölga. Höfundur cr fyrrverandi skólasljóri Iönskólnns í Hafnarfirði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.