Morgunblaðið - 13.12.1994, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 13.12.1994, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 13. DESEMBER 1994 59 BRÉF TIL BLAÐSINS Nokkur orð til Vestfirðinga Börnin og bruna- slysin Frá Guðrúnu Hjartardóttur: í DESEMBERMÁNUÐI á hveiju ári verða mörg börn hér á landi fyrir því óláni að fá slæm brunas- ár. Mörg þessara slysa væri hægt að koma í veg fyrir með aukinni aðgæslu. Framkvæmdastjórn samstarfsátaksins Öryggi barna - okkar ábyrgð vill af þessu tilefni minna foreldra og alla þá sem umgangast börn, á eftirfarandi atriði: * Gæti ávallt fyllstu varúðar nálægt kertum og kertaskreyting- um. Hafið þau ekki á lágum borð- um þar sem börn eru. Aldrei ætti að'skilja börn eftir ein í herbergi þar sem kerti logar. Munið að jóla- skrautið er mjög eldfimt. * í jólabakstrinum verður að huga að því að heitir ofnar og bökunarplötur eru varhugaverð, gætið að börnunum við jólabakst- urinn. Sérstakrar aðgæslu er þörf við bakstur laufabi-auðs og þar sem heit feiti er annars vegar. Gætið að því að feitin ofhitni ekki. Ef eldur kviknar í henni, setjið lokið á pottinn, og slökkvið á hell- unni. Ekki reyna að færa pottinn til. * Sjóðandi heitt vatn til hrein- gerninga og skúringa getur verið mjög hættulegt. Lítið barn á skrið- aldri getur t.d. seilst í skúringa- fötu sem stendur á gólfinu og velt henni um koll án þess að hinn fullorðni, sem er á kafi í hreingern- ingum, taki eftir. Besta vörnin er að hafa vatnið volgt en ekki sjóð- andi heitt. * Passið smábörnin í grennd við jólaseríur. Hugsanlegt er að þau bíti í skrautlegar perurnar. Gamlar jólaseríur geta verið hættulegar. Hendið úr sér gengnum seríum með opnum vírum og ónýtum perustæðum. * Hafið börnin aldrei í eldfimum fatnaði, sem getur fuðrað upp. Þetta eru helst föt úr gerfiefni. Bómullar- og ullarföt brenna ekki eins auðveldlega. * Þegar áramótin nálgast þarf að gæta mikillar varúðar í ter.gsl- um við flugelda. Kynnið ykkur vel allar slysavarnaábendingar sem þá eru gefnar út og fræðið stálp- uðu börnin í tíma um hættuna sem fylgir óvarlegri meðferð flugelda. Skyndihjálp vegna brunaslysa 1. Komdu í veg fyrir frekari brunaáverka. 2. Kældu strax brennda svæðið með vatni (15-20 gráðu heitu í u.þ.b. hálfa klukkustund). Föt sem glóð er í skal fjarlægja strax eða slökkva í þeim með vatni. 3. Búðu um sárið með hreinum umbúðum. 4. Leitaðu læknishjálpar við al- varlegum brunasárum. Gleymum ekki að reykskynjari og handslökkvitæki ættu að vera til á hverju heimili. Að samstarfsátakinu Óryggi barna - okkar ábyrgð stendúr fjöldi félagasamtaka, stofnana og aðila um allt land, en í fram- kvæmdastjórn átaksins sitja full- trúar Foreldrasamtakanna, Land- læknisembættisins, Neytendasam- takanna, Rauða kross íslands og Umferðarráðs. F.h. framkvæmdastjórnarinnar, GUÐRÚN HJARTARDÓTTIR. Blab allra landsraanna! -kjarni málsins! Frá Jónu Sigurbjartsdóttur: ÞÓTT mér sé málið örlítið skylt get ég ekki orða bundist, vegná nýafstaðins prófkjörs framsóknar- manna á Vestfjörðum. Það próf- kjör er kannski ekki um margt frábrugðið öðrum prófkjörum, spurning um völd, peninga, klíku- skap og að sjálfsögðu vinnu. Skoð- un mín á öllu þessu kemur málinu ekki við. Heldur ekki skoðun mín á framsóknarmönnum yfirleitt, enda eru þeir eflaust jafn misjafn- ir og þeir eru margir. En það að þið Vestfirðingar skuluð láta glepj- ast af orðum óþekkts lærisveins Steingríms Hermannssonar, það undrar mig. Getur verið að þið teljið hagsmunum ykkar betur var- ið í höndum viðskiptajöfurs úr Reykjavík, en i höndum manns sem fæddur er og uppalinn á Vestfjörð- um og þekkir þarfir ykkar, vonir og þrár á eigin skinni, hefur búið á meðal ykkar og deilt með ykkur kjörum nær allan sinn aldur. Þið um það, en fegin er ég að búa ekki á Vestfjörðum, ef hugsunin ' er sú að sækja beri allt til Reykja- víkur. Pétur Bjarnason hafði ekki að- stöðu til að sækja ykkur heim per- sónulega síðustu vikurnar, hann sat á þingi m.a. til að gæta hags- muna ykkar. Þeir sem ég hef spurt hafa allir sem einn látið mjög vel af Pétri, þið eruð kannski ekki á sama máli, enda svo ekki að sjá á niðurstöðum prófkjörs. Ég hef þekkt Pétur persónulega í meira en 35 ár, lengri tíma en sá sem hlaut fyrsta sætið í prófkjörinu hefur verið skráður í Framsóknar- flokkinn. Ég veit að Pétur er heið- arlegur og duglegur maður og fylginn sér. Hann er vonandi ekki gallalaus fremur en aðrir, enda slíkir menn með afbriðgum leiðin- legir. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Æ, í aðra rönd- ina kenni ég hálfpartinn í bijósti um ykkur, framsóknarmenn á Vestfjörðum. Amma mín var ættuð af Snæ- fellsnesi, ég bý reyndar og á lög- heimili í Vestur-Skaftafellssýlu, og hef átt síðastliðinn 11 ár. Ef til vill opnar uppruni ömmu minnar mér leið til að komast á lista hjá einhveijum flokknum á Vestur- landi. Hvað haldið við, Vestfirðing- ar góðir, ég bara spyr? JÓNA SIGURBJARTSDÓTTIR, Skriðuvöllum 11, Kirkjubæjarklaustri. MARGMIÐLUN Creative Labs - MultiMedia Creative speakers SBS-38 2.850 Creative speakers SBS-300 11.900 Creative speakers SBS-30 1.490 Creative Omni CD-ROM Intemal 19.900 Sound Blaster AWE 32 ASP 39.600 Sound Blaster 16 Value Edition 14.900 Sound Blaster Discovery CD-16 44.900 Game Blaster CD-16 49.900 LEIKIR Outpost PC - CD 5.200 Myst PC - CD 6.300 Megarace PC-CD 4.100 Falcon Gold - PC 4.850 Rebel Assault PC 6.100 Tie Fighter 3,5 5.000 Microsoft Golf Win 2.0 3,5" 5.300 Sim City 2000 3,5" 4.200 Indy Car-racing PC 3,5" 4.500 Microsoft Space Simulator PC 3,5" 5.900 ... nýir titlar væntanlegir! MÝS Home mouse Serial / PS/2 5.500 Mouse II serial PS/2 3,5" 5,25" 5.900 Mousman Corded Bus Mouse 7.500 Pilot Mouse Serial 3.500 15.600 FRÆÐALEIKIR „Edutainment" Microsoft Encarta 1994 Win - CD Microsoft Dangerous Creatures Win - CD Microsoft Cinema 1994 Win - CD Science Adventures II PC - CD Discoveres - CD 3D Dinosaurs - PC - CD 7.000 Space Adventures PC-CD 7.000 Microsoft Musical Instruments - CD 7.. ... auk fjölda annarra titla! MYNDSKANNAR Scanman 32 Win - OmniPage 12.900 INTEL OverDrive ÖRGJÖRVAR OverDrive DX2/50 Single Socket 19.900 OverDrive DX2/66 Single Socket 24.900 OverDrive DX4/100 Single Socket 64.900 OverDrive DX4/75 Single Socket 54.900 OverDrive SX2/50 Single Socket 14.900 NETBUNAÐUR 3Com Etherlink III BNC 3Com Etherlink III TP 3Com Etherlink III EISA BNC 3Com Etherlink III EISATP Intel EtherExpress Pro TP/BNC VINNSLUMINNI SIMM 1MBx9 30P SIMM 4MB 72p 70ns SIMM 8 MB 72p 70ns MÓTÖLD Multimodem ZDX+ Fax 19200Terbo 4.900 19.900 40.000 24.900 AFRITUNAR- STÖÐVAR Jumbo 120 40-120MB 12.900 Jumbo 250 80-250 MB HUGBUNAÐUR ACT! 2.0 Norton Desktop f. Win 3.0 Norton Utilities 8.0 On Target 1.0 3,5" Norton Antivirus HiJack Pro 2.0 3,5" ... svo aðeins lítið eitt sé nefnt! 19.900 24.900 16.900 17.900 14.900 19.900 24.900 12.900 12.900 ANNAÐ 28.900 Adaptec SCSI stýrispjald 24.900 28.900 V7 Mirage ISA skjákort 17.900 11.900 Lightning 365 AT, 3,5" 27.300 Skoðaðu verðið hjá okkur, áðiir en þú heldnr lengra! ÖRTÖLVUTÆKNI Hyqqjum ( atvinnu Skeifunni 17 Sími 568-7220 - 581-1111 %• 9 slum I rslum heima
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.