Morgunblaðið - 13.12.1994, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 13.12.1994, Qupperneq 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ZBIGNIE' IWSKI FRUMSÝNING Á JÓLAMYNDINNI: PRÍR LITIR: HVÍTUR Allra síöustu sýningar Aðalhlutverk: Harrison Ford Sýnd kl. 11.15. Allra síðustu sýningar m&m' mmm Sýnd kl. 5 og 7. Sýnd kl. 5 og 9. SlÐASTA SÝNINGARHELGI Allra síðustu sýningar Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 9 og 11.15. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Skemmtileg ævintýramynd fyrir börn á öílum aldri. Vonda galdranornin leggur álög á Valemon konung sem verður að dúsa fanginn í líkama hvítabjörns. Fallega prinsessan er sú eina sem getur leyst hann úr álögunum. Sýnd kl. 5 og 7. FORREST GUHP Jt 140 mín 2 FYRIR 1 Allra síðustu sýningar Sýnd kl. 5. atulega ógeðsleg hroll- apgá skjön við huggu a skóiann I danskri RlR 1 'm ^....(.ujiurinn Allra síðustu sýningar Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 9 og 11. Háskólabíó HASKOLABIO SÍMI 22140 STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS Fjögur brúðkaup og jarðarför ★★★ Ó.H.T. Rás 2 Jólamyndir fj ölskyldunnar Nýjar hljómplötur Fyrir nokkrum árum sendi Pálmi Gunnarsson frá sér jólaplötu sem hann gerði með syni sínum kornungum. I vikunni kom svo út önnur jólaplata, Jólamyndir, þar sem Pálmi syngur með dóttur sinni, en hann segir hana hafa sótt það fast að komast á plast. PÁLMI Gunnarsson hefur lengi verið áberandi í íslensku tónlistar- lífi og sungið inn á fleiri plötur en hann hefur tölu á. Sólóplöturnar eru þó öllu færri, en áhöld um hvort kalla megi Jólamyndir sólóskífu, frekar fjölskylduskífu, því böm hans leggja honum -lið og syngja í sumum lag- anna. Fjölskylduplata Pálmi minnir á að hann hafi gert jólaplötu fyrir mörgum árum með syni sínum og síðan hafi hann eignast dóttur, reyndar tvær, og sú í miðið, Ragn- heiður, hafi beðið um að fá að vera með á plötu ef hann gerði aðra. Reyndar syngi börnin bæði á plötunni, þannig að segja megi að þetta sé fjölskylduplata. Strák- urinn, Sigurður Helgi, sem orðinn er tvítugur, syngur eitt lag og Ragn- heiður, sem er níu ára, syngur eitt lag og með Pálma í öðru, „en að öðru leyti er þetta bara gamli viskíbarkinn", segir Pálmi og hlær. Þó tónlistin sé gefandi, er hún líka ótryggur atvinnuvegur og Pálmi segist ekki vilja ýta undir það að börnin hans fari út í tónlist- ina. „Það er þó sjálfsagt að styðja þau eftir megni ef þau vilja það sjálf,“ segir Pálmi og bætir við að þó Sigurður Helgi hafi verið að gutla við bassann og hafi mikinn áhuga á tónlist, sé hann að læra gullsmíði. „Þau eru vitanlega búin að heyra frá mér hvernig tónlistar- heimurinn er og vita alveg að hverju þau ganga, ég er búinn að ganga í gegnum þetta allt,“ segir Pálmi og kímir. Leitaði eftir íslenskum lögum Pálmi segist hafa reynt að hafa sem mesta breidd í lagavali á plöt- unni, þar á meðal séu þrjú íslensk lög eftir þá Magnús Kjartansson, Eyjólf Kristjánsson og Jón Ólafs- son. „Ég leitaði reyndar eftir því við höfunda að þeir myndu semja og fékk nokkur lög sem ég valdi úr. Mér fannst skipta máli að hafa íslensk lög á plötunni, því við eigum fína höfunda, og svo fékk ég Krist- ján Hreinsson, skáldið í Skerjafirð- inum, til að sjá um íslensku text- ana.“ Pálmi segist hafa tekið plötuna upp að mestu í tveimur hljóðverum og hann hafi fengið til liðs við sig framúrskarandi tónlistarmenn til að leika undir; Gunnlaugur Briem leikur á trommur, Kjartan Valdi- marsson á píanó, Þorsteinn Magn- ússon á gítar, en sjálfur leikur Pálmi á bassa. „Það var sérstaklega gam- an að vinna með þessum mönnum, og þó við höfum unnið eins og skepnur, upp í átján tíma í einu, var vinnan bráðskemmtileg, því þessir strákar eru ekki bara frábær- ir tónlistarmenn, heldur eru þeir svo skemmtilegar persónur,“ segir Pálmi og bætir við að sá góði andi sem ríkti í hljóðverinu skili sér ræki- lega á plötunni. Ekki hrifinn af rokk- eða diskójólum „Ef ég ætti sjálfur að kaupa jóla- plötu myndi ég kaupa plötu sem væri með rólegu yfir- bragði; sem ég get haft á og notað til að ná fram huggulegri stemmningu, og svo finnst mér mikil- vægt að það sé sungið um mannlega þætti í textun- um. Ég er ekki hrifinn af rokk- eða diskójólum,“ segir Pálmi, „án þess að ég hafi þó nokkra fordóma fyrir slíku. Ég kann bara að meta rólega stemmn- ingu um jólin, þegar fólk er að gleðjast með sínum nánustu." Pálmi segist ætla að kynna plötuna á einfaldan hátt því þó tíminn fram að jólum sé oft tími mikils hamagangs og láta, vilji hann frekar reyna að halda stemmningunni sem er á plötunni og treysta á að fólk þekki hann það vel að hann þurfi ekki að kynna hana með látum. „Ég er núna að ljúka við myndband, sem ég legg mikla vinnu í, og svo vona ég að plötunni verði jafn vel tekið í útvarpi og síðustu jólaplötu sem ég gerði. Ég ætla að standa og falla með plötunni; legg hana í dóm fólksins." Morgunblaðið/Rúnar Þór PÁLMI Gunnarsson segist kunna að meta rólega stemmningu um jólin. Bráðskemmtileg trúartónlist TONLIST III j ó m p 1 a t a MIRIAM Miriam, söngur: Miriam Óskarsdótt- ir. Hljóðfæraleikarar: Óskar Einars- son pianó og hljómborð, Páll E. Páls- son bassi, Jóhann Ásmundsson bassi, Jóhann Hjörleifsson trommur og slagverk, Gunnlaugur Briem tromm- ur, Kristiim Svavarsson saxófónn, Óskar Guðjónsson saxófónn, Sigurð- ur Flosason saxófónn, Friðrik Karls- son gítar, Karl Jóhannsson gítar, Sigurður H. Ingimarsson gítar, Einar St. Jónsson trompet, Veigar Mar- geirsson trompet, Einar Jónsson bás- úna, Stefán R. Hös- kuldsson þvei-flauta, Emil St. Friðfinnsson franskt hom, Sigurður Smári Gylfason túba. Bakraddir: íris Guð- mundsdóttir, Guðný Einarsdóttir, Ester Daníelsdóttir, Rannvá Olsen, Sigurður H. Ingi- marsson, Óskar Einars- son, Hjalti Gunnlaugs- son, Helga Bolladóttir, ásamt kór. Útsetningar og stjórn upptöku: Osk- ar Einarsson. Upptökur og hljóðblöndun: Tóm- as Tómasson. Útgef- andi: Hjálpræðisherinn, 53,12 mín., 1.999 kr. SONGRODD Mir iam nýtur sín vel þessari tónlist. í TILEFNI af 100 ára afmæli Hjálpræðishersins á íslandi á þessu ári hefur verið gefin út hljómplata, þar sem Miriam Óskarsdóttir, kap- teinn í Hjálpræðishernum, syngur innlend og erlend lög á léttum nótum með trúarlegum textum. Að mati þess sem þetta skrifar hefur tekist vel upp með val á lög- um og útsetningar þeirra, en heið- urinn af þeim á Óskar Einarsson, sem jafnframt leikur á píanó og önnur hljómborð á plötunni. í tónlistinni má greina ýmsa strauma úr léttari tegundum tón- listar, en boðskapur textarma er skýr: „Lofaðu skaparann sérhvern dag“. Það er óvenjulegt að klæða slíkan boðskap í búning djass- og dægurlaga en mér virðist það ganga fullkomlega upp í þessu til- felli. Bæði er, að söngrödd Miriam nýtur sín vel í þessari tónlist og eins hitt, að útsetningar Óskars eru greinilega unnar af tilfinningu og skilningi á viðfangsefninu. Ekki má heldur gleyma framlagi ann- arra, tónlistarmanna sem þarna koma við sögu, en í þeim hópi eru valinkunnir spilarar svo sem fram kemur í kynningu hér að framan. Af einstökum lögum á plötunni er vert að vekja sérstaka athygli á lagi Óskars Einarssonar við texta Guðna Einarssonar, í vinfengi við Salómon, sem er eina frumsamda lag plötunnar og sérlega vel úr garði gert að mínu mati, bæði hvað varðar uppbygg- ingu og tengingu lags og ljóðs. Páll E. Páls- son sýnir þarna skemmtileg tilþrif í bassaleik og saxafón- sóló Óskars Guðjóns- sonar gleður einnig eyrað í þessu lagi. Af öðrum lögum, sem höfðuðu sérstaklega til undirritaðs, má nefna I’ll not turn back og Kvöldbæn, en hið síð- arnefnda er afar fal- legt lag og vel fiutt, þar sem góður gítar- hljómur Friðriks Karlssonar og smekk- leg meðferð Óskars Einarssonar á.Hamm- ond-orgeli njóta sín vel. Eins má nefna skemmtilega reggí-útsetn- ingu í laginu Helg lind og djassaða sveifluútsetningu í anda Glenn Miller í laginu Syngdu í dag, svo nokkur lög séu nefnd. Á þessari plötu er boðskap krist- innar trúar komið á framfæri með nýstárlegum hætti og hún undir- strikar, að það er hægt að lof- syngja Drottin með fjölbreyttari hætti en í sálmum eingöngu. Tón- listin er létt og þægileg og textarn- ir vel við hæfi 'á fæðingarhátíð Frelsarans, sem nú fer í hönd. Þetta er plata sem léttir lund og boðskapur hennar á erindi til allra. Sveinn Guðjónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.