Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 11 FRÉTTIR Tæplega 30 milljarðar til vegamála næstu fjögur ár Kirkjugarð- urinn í Gufunesi rafvæddur KROSSAR með rafljósi eru komnir á um 400 leiði í Gufuneskirkju- garði. Rafþjónustan Ljós hefur gert samning við Kirkjugarða Reykja- víkur um að leggja rafkerfi í garð- inn og reka það. Fyrirtækið hefur gert sams konar samning um raf- kerfi í Fossvogskirkjugarð og verð- ur byijað á því á næsta ári. Lárus A. Jónsson, framkvæmda- stjóri Ljóss, segir að fyrirtækið, sem hann rekur ásamt Kristjáni Jó- hannssyni, hafi sent þeim, sem séu skráðir fyrir leiðunum, bréf og boð- ið upp á þjónustuna. Viðtökurnar hafi verið góðar og virðist fólk vera mjög ánægt með hana. Rafþjónust- an sér um að hafa kveikt á krossun- um frá byijun jólaföstu og fram á þrettándann gegn föstu gjaldi. Vinna fyrir verndaða vinnustaði Fyrirhuguð vinnsla út- hafskarfa TVO fiskvinnslufyrirtæki í Grundarfirði eru að undirbúa stóraukna vinnslu úthafskarfa. Keyptar verða nýjar vélar til vinnslunnar og húsnæði verður breytt. Heimatogarar munu ann- ast veiðarnar að hluta til en auk þess er verið að semja við inn- lenda og erlenda aðila um hráefn- isöflun. Með því að hefja vinnslu á út- hafskarfa eru fyrirtækin Hrað- frystihús Grundarfjarðar og Sæ- fang að bregðast við minnkandi kvóta hefðbundinna fiskveiða, því úthafskarfi er utan kvóta. Stefnt er að því að vinna fiskinn á vökt- um. Næg atvinna hefur verið í Grundarfirði undanfarið og er talsverður uppgangur í þorpinu. Þegar vinnsla úthafskarfans hefst mun eftirspurn eftir vinnuafli væntanlega stóraukast. ÆTLUNIN er að veita tæplega 30 milljarða króna til vegamála á næst- um fjórum árum samkvæmt vega- áætlun fyrir árin 1995-1998 sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Tæpir 26 milljarðar koma frá mörk- uðum tekjum á þessu árabili, en að auki eru veittir 3,5 milljarðar á þessu tímabili vegna sérstaks fram- kvæmdaátaks. Fjárveitingar skiptast þannig eft- ir árum að á næsta ári verður fjár- veitingin samtals 7.425 milljónir, á árinu 1996 kr. 7.440 milljónir, 7.320 milljónir á árinu 1997 og 7.170 millljónir á árinu 1998. Sér- stakt framkvæmdaátak í vegamál- um er inni í þessum tölum, en hlut- fallslega stærri fjárveitingar eru til þess tvö fyrri árin en tvö þau síð- ari. 1.250 milljónir eru veittar á næsta ári vegna framkvæmda- átaksins, einn milljarður árið 1996, 750 milljónum á árinu 1997 og 500 milljónum 1998. Skipting þessa fjár milli kjördæma fer eftir íbúatölu og litið er á höfuðborgarsvæðið sem eitt svæði þó, það sé í tveimur kjör- dæmum. Bætt eftirlit með þungaskatti skilar 100 milljónum Tekna vegna átaksins er þannig aflað á i.æsta ári að frá mörkuðum tekjustofnunum koma 310 milljónir, framlag úr ríkissjóði er 350 milljón- ir og og lánsfé er 590 milljónir. Vegna þessa hefur bensíngjald þeg- ar verið hækkað um 5,67% og er gert ráð fyrir að þungaskattur hækki um 4% um áramót, en þá Þungaskattur hækkar um 4% um áramót hefur hann og bensíngjaldið hækk- að eins og hækkun byggingarvísi- tölu leyfir. Samtals er ætlunin að afla 1.750 milljóna króna af 3,5 milljörðunum með hækkunum markaðra tekjustofna og til að það mark náist er jafnframt gert ráð fyrir að þungaskatturinn hækki um 0,8% á árinu 1996. í heild er gert ráð fyrir að á næsta ári skili bensíngjald 4.615 milljónum króna, feílómetragjald þungaskatts 1.550 milljónum króna og árgjald þungaskatts 595 milljón- um króna. Þá kemur fram að gert er ráð fyrir að bætt innheimta þunga- skatts gefi af sér 100 milljónir króna árlega næstu fjögur árin, en Vegagerðin tók í ársbyijun 1994 við eftirliti með þungaskatti. Bráða- birgðatölur úr Ríkisbókhaldi sýni að aukið eftirlit hafi þegar skilað árangri. Hjartans þakkir fœri ég öllum þeim, sem glöddu mig meö blómum, gjöfum, skeytum og nœrveru sinni í tilefni af áttrceÖis afmœli mínu. Guð gefi ykkur öllum gleÖilég jól. Þorsteina K. Jónsdóttir, Hanhóli, Bolungarvík. Góð úlpa er hlýjólagjöf Mikið úrval af úlpum með og án hettu. Stærðir 34-50 Póstsendum Laugavegi 21, s. 25580 Lárus segir að nú sé búið að rafvæða um þriðjung Gufunes- kirkjugarðs og feostnaður sé orðinn milli 7 og 8 milljónir króna. Stefnt sé að því að klára garðinn á næsta ári. Þá verði ráðist í að rafvæða Fossvogskirkjugarð og ljúka því verki á tveimur til þremur árum. Krossarnir eru framleiddir á Bjargi á Akureyri, sem er verndað- ur vinnustaður, og hefur Rafþjón- ustan Ljós þegar pantað 2.000 krossa þar. Ljósastæði og snúrur eru síðan framleidd á vinnustofunni Asi í Reykjavík í samvinnu við Ör- yrkjabandalagið. Morgunblaðið/Ámi Sæberg C0recision movements - nákvæmni - RAYMONDWEIL y y unfinished novels er tuímælalaust einhv/er metnadarfyllsta plata sern íslenshir poppamr hafa smídad.” , , ! ottarr proppé, Mor<ninpósfmum 5.1 a.94 nÝ íslensk plaía ”ef einhv/er plata lremur d óvart á jiessari jólavertíd hlrtur jiad ad vera plata birthrnarh, unfinisheil novels. innihaldid 1 er afshaplega ólrht ödru efni sem í bodi er á marhadnum.” sigurdur i>ór salvarsson, ov 15.12.94 Birthmark "untmshed nóvels er líkari plöíu hljómsveitar sem er ad senda frá sér sína fimmtu eda sjöttu plötu; hljómsveitar sem hefur fávad omótad tónmál sitt út í æsar.” GENEVE Árni Motrhíasson, Morgunbladinu 10.12.94 NEST JAPISS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.