Morgunblaðið - 23.03.1995, Síða 36

Morgunblaðið - 23.03.1995, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Bömum er þrælað út í Malasíu - er okkur sama? NÚ NÝLEGA heyrðust auglýs- ingar í útvarpi frá ákveðnu fyrir- tæki að vörur frá Malasíu væru komnar. Á aðalfundi Félags ís- lenskra stórkaupmanna var rætt um það nýverið að aðild íslands að ESB gæti skert verslunarfrelsi okkar, t.d. varðandi innflutning á vefnaðarvörum frá Asíulöndum. Þessi tvö atriði líta í fljótu bragði ekki út fyrir að vera nátengd, en þau eru það engu að síður. Spum- ingin snýst um hvernig við viljum að viðskiptum okkar við önnur lönd sé háttað. Er okkur sama við hverja við skiptum og við hvaða aðstæður vörumar sem við kaupum em bún- ar til? Félagsleg ákvæði í viðskiptasamningum í alþjóðlegri umræðu, t.d. innan OECD og Aiþjóðavinnumálastofn- unarinnar (ILO), hefur að undan- fömu farið fram mikil umræða um félagsleg ákvæði í viðskiptasamn- ingum. Það er ljóst að grundvallar- mannréttindi em brotin á fólki í mörgum löndum, t.d. í Asíu, Afríku og S-Ameríku. Mörg ríki geta boð- ið upp á ódýrar vörur vegna þess að starfsfólk býr við laun og aðbún- að sem em fyrir neðan allt vel- sæmi. Það versta í þessu máli er að í mörgum löndum, t.d. í Malasíu, er mjög algengt að börn séu látin vinna nær launalaust við ömurlegar aðstæður. í sumum löndum leikur enginn vafi á því að um hreina barna: þrælkun er að ræða. í þessu sambandi er upphæð launa auðvit- að ekki mergurinn málsins, það er auðvit- að meðferðin á böm- unum sem skiptir öllu. Til em alþjóðasátt- málar um mannrétt- indi og réttindi launa- fólks. Ýmsar þjóðir hafa hins vegar ekki staðfest þessa sátt- mála. Umræða um þessi mál á alþjóða- vettvangi snýst mikið um það nú að reyna að verðlauna þróunarríki sem bæta mannréttindi hjá sér. Verðlaunin geta m.a. falist í bættum viðskipta- kjörum, lægri innflutningstoilum o.s.frv. Einnig er rætt um mögu- leika á því að beita viðskiptahöftum sem refsingu gagnvart þjóðum sem þijóskast við. Margar nýiðnvæddar þjóðir eins og t.d. Kína og S-Kórea hafa ekki staðfest neina af þessum grundvallarsáttmálum. Malasía hefur haft fyrir því að ógilda þá. Dæmið um IKEA Neytendur, verkalýðssamtök og fleiri aðilar hafa í mörg ár látið þessi mál til sín taka og reynt að beita þrýstingi. í því sambandi má t.d. minna á baráttuna gegn kynþáttaaðskiln- aði í S-Afríku og bann við innflutningi þaðan. Nýrri dæmi um árang- ur eru líka til. Stór- fyrirtækið IKEA reið á vaðið og hætti að kaupa teppi frá þeim fýrirtækum í Nepal sem voru með böm í vinnu. IKEA krefst þess nú frá framleið- endum í Indlandi og Pakistan að fyrirtækin votti að þau virði al- þjóðlega mannrétt- indasáttmála. í Dan- mörku er verið að gera atlögu að fatakeðjunni Hennes & Maurits vegna þess að ekki stendur skýrt á fatnaðinum hvar hann er búinn til. Vitað er að stór hluti varningsins kemur frá Kína og grunur leikur á að börn vinni við framleiðsluna og að grundvallar- mannréttindi séu brotin á fólki í framleiðslunni. Lítil sem engin umræða fer fram um þessi mál hér á landi. Er okkur sama hvaða vöru við kaupum? Nú veit ég ekki við hvaða að- stæður vörurnar frá Malasíu sem auglýstar voru í útvarpinu voru framleiddar. En ég hef ýmsar ástæður til að ætla að börn vinni Stórfyrirtækið IKEA reið á vaðið, segir Ari Skúlason, en það hætti að kaupa teppi frá þeim fyrirtækjum í Nepal sem voru með börn í vinnu. við framleiðsluna, og það við full- komlega ómanneskjulegar aðstæð- ur. Á mér að vera sama? íslenskir stórkaupmenn vara við aðild að ESB vegna þess að hún geti skert viðskiptafrelsi, t.d. á vefnaði frá Asíu. Við höfum séð hvað IKEA hefur gert í því máli. Viljum við að frelsið sé svo óheft að inn á okkur sé prangað ódýrum vörum sem eru ódýrar vegna þess að börn vinna við framleiðsluna og að grundvallarmannréttindi séu brotin? Til hvers viljum við nota frelsið? ESB vill að einhveiju leyti nota þetta frelsi til þess að bæta mannréttindin í þróunarlöndunum. Er það slæmt? Verið er að vinna að sömu áherslum innan OECD og ILO. Eigum við að segja okkur úr þeim stofnunum? Er okkur sama við hvaða aðstæður vörurnar sem við kaupum eru framleiddar? Ari Skúlason Verðið eigi margir kennarar... „VERÐIÐ eigi margir kennarar, bræður mínir. Þér vit- ið, að vér munum fá þyngri dóm.“ Mér duttu í hug þessi orð úr Nýja testamentinu, en þau standa í hinu almenna bréfí Jakobs (3.1), þegar ég las eitt af mörgum lesendabréf- um eða blaðagreinum þar sem mælst er til þess að kennarar verði sviptir verkfallsrétti vegna þess hve illa það bitnar á heimilum og vinnustöðum þegar ungmennin komast ekki í skóla. í sumum þessara greina er á það bent að sumarleyfí kennara og nemenda sé langt, frí og starfsdag- ar ódrýgi auk þess skólatímann og kennarar fái aukagreiðslu fyrir heimavinnu og fleira. Allt er þetta út af fyrir sig rétt. En samkvæmt nýjum lögum mun frídögum fækka og starfsþagar kennara færast yfír á sumar- leyfi nemenda. Og til- laga um að stytta sum- arleyfíð um mánuð mætti almennri and- stöðu og var aldrei flutt á þingi. Þar er ekki við kennara að sakast, ef sök skyldi kalla. í einni blaðagrein- inni kemur fram að ekki sé alltaf verið að skipta um kennslu- bækur og undirbún- ingsvinna kennara hljóti að sama skapi að vera minni. Vissulega verða margar kennslubækur allt of lang- lífar en kennarar með sjálfsvirð- ingu fylgjast með nýjungum í fagi sínu og miðla þeim til nemenda. Á fyrstu kennsluárum mínum las ég með nemendum kennslubók í jarð- fræði þar sem plánetan Plútó var ekki nefnd og fannst hún þó ári Sjaldan veldur einn þá •• tveir deila, segir Orn- ólfur Thorlacius, sem hér fjallar um verkfall kennara. áður en ég fæddist. Þetta fór ung- ur kennari létt með að leiðrétta en ýmsar aðrar nýjungar í aldarþriðj- ungs þróun fræðanna vöfðust fyrir honum. Það krefst nefnilega meiri vinnu af kennaranum að styðjast við gamalt og úrelt námsefni en nýtt. Saga samningsréttarins Þegar ég hóf kennslu hér á landi, árið 1959, ákvað Alþingi laun kennara og annarra opinberra starfsmanna með lögum. Þessi skipan var þá löngu úrelt, enda liðu stundum áratugir án þess -að lögun- um væri breytt. Árið 1962 fengu Örnólfur Thorlacius (Jyrir(estur á vegum " rteimiCisiðnaðarsKpícmns íNorrœna húsinu 25. mars 1995 kl. 14.00. Quðrún (E,rna Quðmundsdóttir taCar aCmennt um fatahönnun, fagurfrczði og tczkjti. f uðrún ‘Erna f uðmundsdóttir er /góCameistari og deiCdarstjóri við IðnskóCann í fey/gavík- opinberir starfsmenn samningsrétt, þó án verkfallsréttar. Næðust samningar ekki kom til kasta sér- staks kjaradóms sem ákveða átti laun starfsmanna ríkis og bæja, meðal annars með hliðsjón af laun- um á almennum markaði. Kjara- dómur dæmdi kennurum og öðrum opinberum starfsmönnum þá veru- legar launahækkanir. Eftir að aðr- ar stéttir kröfðust samsvarandi launabóta — og fengu þær — sá kjaradómur sér ekki fært að leið- rétta kjör opinberra starfsmanna nema að litlu leyti. Árið 1973 færð- ist samningsréttur um sérmál frá heildarsamtökum opinberra starfs- manna til einstakra stéttarfélaga og 1986 fengu félögin allan samn- ingsréttinn. Meðal tilrauna til að færa kjör opinberra starfsmanna nær al- mennum kjörum launafólks í land- inu var starfsmat, sem unnið var seint á sjöunda áratug aldarinnar. Þar var annars vegar reynt að bera starfmenn ríkis og bæja saman innbyrðis og hins vegar að bera þá saman við menn í hliðstæðum störfum hjá einkafyrirtækjum. Þetta var merkileg tilraun sem gaf svo góða raun fyrir launafólk að ríkisvaldið hafnaði frekari vinnu við starfsmat. Meðal opinberra starfsmanna gætti vaxandi óánægju með kjara- dóm og árið 1976 fengu stéttarfé- lög þeirra samningsrétt með verk- fallsrétti. Kennaraverkföll í nær öllum grannlöndum okkar hafa kennarar rétt til verkfalls en beita þeim rétti mjög sjaldan, þar sem yfírvöld sjá yfírleitt sóma sinn í því að greiða þeim þolanleg laun. Það er til marks um ástandið hér- lendis að margir unglingar sem nú eru í framhaldsskóla hafa tafist oftar en einu sinni í námi vegna vinnudeilna kennara. Því miður er reynsla kennara af fullum samningsrétti ekki heldur góð. Að loknu verkfalli 1989 nam þáverandi fjármálaráðherra með bráðabirgðalögum úr gildi sína eig- in samninga við háskólamenntáða ríkisstarfsmenn, meðal annars flesta framhaldsskólakennara. Samt munu Mikilvægi alþj óðasamþykkta Þessi mál leiða hugann að því að við íslendingar höfum staðið okkur illa við að staðfesta alþjóða- samþykktir um mannréttindi, t.d. sáttmála ILO. Við höfum staðfest innan við 20 sáttmála á meðan Norðurlöndin hafa staðfest 60-80. ísland hefur t.d. ekki staðfest sátt- mála ILO nr. 138 um bamavinnu. Auðvitað er barnavinna ekki sams konar vandamál hér á landi og í þróunarlöndunum þannig að stað- festing sáttmálans skiptir litlu fyrir okkur. En það er verið að reyna að bæta kjör bama í þróunarlönd- unum með því að fá ríkisstjórnir landanna til þess að staðfesta þenn- an sáttmála. Það skýtur því skökku við að standa frammi fyrir því að t.d. ríkisstjórnir Kína eða Malasíu geti sagt: Af hveiju þurfum við að staðfesta þennan sáttmála til þess að fá sæmileg viðskiptakjör þegar land eins og ísland hefur ekki stað- fest hann og nýtur samt bestu kjara? Ef við ætlum að taka virkan þátt í samfélagi þjóðanna og njóta trausts verðum við að gæta okkar. Við verðum að taka þátt í því að vera öðrum þjóðum eftirdæmi. Það getum við m.a. gert hvert og eitt með því að vera vakandi yfir því hvaða vörur við kaupum. En við verðum að gera þá kröfu til stjórn- valda og viðskiptalifsins að vera líka á verði. Augljós krafa nú strax er að ríkisstjórnin geri gangskör að því að staðfesta fleiri sáttmála Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. ASI hefur krafist þessa mjög lengi, en íslenska ríkisstjórnin hefur þijóskast við. Höfundur er framk væmdastjóri Alþýðusambands Islands. kennarar ekki afsala sér þessum rétti án þess að í staðinn komi ein- hver trygging af öðru tagi. Fyrir grunnskólakennara varðar miklu, þegar loksins hillir undir einsetinn skóla, að það fáist metið sem fullt starf að kenna við slíkan skóla, sem sagt að kenna einum bekk. Ljóst er að jafnstór stofnun og íslenski grunnskólinn verður tæpast rekinn þannig að meirihluti starfsmanna hans fái aðeins ráðn- ingu í hlutastarf. Þetta þarf ekki að þýða minni vinnuskyldu kenn- ara. Einsetinn skóli er víða í ná- grannalöndum okkar jafnframt heilsdagsskóli. Annað, sem flækir vinnudeilu kennara, er að taka þarf mið af breyttu og á margan hátt auknu álagi á þá. Að hluta til er þetta álag þegar komið fram vegna breytinga á eðli skólastarfs, en auk þess er gert ráð fyrir því í nýjum lögum, eins og að framan er getið. Vitanlega verður það matsatriði hversu mikið af þeim launum sem að lokum verður samið um — von- andi sem fyrst — telst greiðsla vegna aukinnar vinnu og hvað telst raunveruleg kauphækkun. Mér virðist að samninganefnd ríkisins túlki allt eða nær allt sem hún hefur boðið sem kauphækkun. En það dregur dilk á eftir sér, þegar nefndin þarf að semja við aðra hópa launþega, ef hún hefur að eigin mati samið um verulega launahækkun við kennara. Annars vara ég við því að menn fordæmi samninganefnd ríkisins. í henni sitja embættismenn sem gera ekki annað en það sem stjórnvöld mæla fyrir um. En umfram allt bið ég menn hugleiða, áður en þeir kalla kenn- ara til ábyrgðar vegna þess að börnin fá ekki lögboðna kennslu, að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Ef starf kennarans er svo mikilvægt að taka verði af honum verkfallsrétt verður með öðru móti að tryggja honum mannsæmandi laun. Þetta verkfall var raunar strax á fyrsta degi orðið of langt. Vonandi leysist það sem fyrst. Höfundur cr rektor Menntaskólans við Hamrahlíð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.