Morgunblaðið - 13.04.1995, Page 1

Morgunblaðið - 13.04.1995, Page 1
120 SÍÐUR B/C/D 87. TBL. 83. ARG. FIMMTUDAGUR 13. APRÍL1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/RAX Yasser Arafat grípur til aðgerða gegn ðfgasamtökum á Gaza Hundruð félaga í Ham- as og Jihad handtekin Jerúsalem. Reuter. MIKIL spenna ríkti á Gazasvæðinu í gær milli Frelsissamtaka Pal- estínumanna (PLO) og samtaka íslamskra öfgamanna en af beggja hálfu var því mótmælt að borgarastyrjöld væri yfírvofandi. Diab Al-Louh, háttsettur leiðtogi PLO, sagði að um 300 liðsmenn Ham- as og Jihad hefðu verið teknir fastir í fyrrinótt og gærmorgun. Utanríkisráðherra Bretlands í Póllandi Öruggt um aðild að ESB og NATO Varsjá. Reuter. DOUGLAS Hurd, utanríkisráðherra Bretlands, fullvissaði stjórnvöld í Póllandi um það í gær, að ekkert myndi koma í veg fyrir aðild landsins að Evrópusambandinu, ESB, og Atl- antshafsbandalaginu, NATO. Lech Walesa, forseti Póllands, fagnaði því og sagði, að það tækifæri, sem nú byðist til að sameina Evrópu, mætti ekki fara forgörðum. Hurd sagði. eftir fund með Wlad- yslaw Bartoszewski, utanríkisráð- herra Póllands, að enginn vafi léki á um, að Pólverjar fengju aðild að ESB og NATO þótt ekki væri hægt að tiltaka ártalið nákvæmlega. Walesa kvaðst vona, að Vestur- Evrópuríkin létu það tækifæri, sem nú byðist til að sameina Evrópu alla, ekki fram hjá sér fara en hann hefur gagnrýnt Vesturlönd fyrir að tvístíga frammi fyrir hótunum Rússa. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, er sagður hafa ákveðið að láta til skarar skríða gegn samtökunum í kjölfar sjálfsmorðstilræðis ísl- amskra öfgamanna sem kostaði sjö Israela og bandaríska konu líf- ið sl. sunnudag. Umfangsmiklar aðgerðir Oeinkennisklæddir lögreglu- menn knúðu dyra á heimilum fylg- ismanna öfgasamtakanna í að- gerðunum, sem eru þær umfangs- mestu frá því PLO tók við yfirráð- um á Gaza í fyrravor. Pjöldi liðs- manna samtakanna reyndist þó ekki dveljast heima hjá sér af ótta við handtökur, að því talið er. Arafat hefur verið undir miklum þrýstingi frá bæði ísraelskum stjórnvöldum og bandarískum um að afvopna öfgamenn. Gaf hann út tilskipun um að allir sem ættu vopn skyldu mæta í gær á tilteknum stöðum til þess að láta skrá þau. ísraelska útvarp- ið sagði í gær, að á hádegi hefði enginn gefið sig fram með vopn sín. Skila ekki vopnum Bandarísk stjómvöld fögnuðu ákvörðun Arafats og hvöttu hann til þess að slaka ekki á tilraunum til þess að uppræta samtök öfga- manna. Fulltrúar Jihad gagnrýndu til- skipanir og stefnu Arafats og sögðust ekki myndu skila vopnum nema orðið yrði við kröfum þeirra um að 4.000 manna byggð gyð- inga á Gaza verði lögð niður. Leiðtogar Hamas skelltu skuld- inni á handtökunum á Yitzhak Rabin forsætisráðherra ísraels og sögðu að hann ætti eftir að súpa seyðið af þeim. I gær tilkynnti ísraelska stjórn- in, að Palestínumönnum yrði ekki leyft að yfirgefa Vesturbakkann og Gaza meðan á páskahátíðinni stendur frá því síðdegis í dag og fram á sunnudaginn 16. apríl. Grálúðu- deila óleyst enn Brussel, Madrid. Reuter. FRESTURINN, sem Kanadastjóm hafði gefið Evrópusambandinu, ESB, til að leiða til lykta grálúðu- deiluna, rann út í gær án þess að samningar næðust. Spánverjar ætla að senda þriðja varðskipið á miðin við Nýfundnaland en ESB vonast til, að viðræðum verði haldið áfram. Sendiherrar ESB-ríkjanna krefj- ast þess meðal annars, að væntan- legir samningar um grálúðuveiðam- ar taki til allra, sem hagsmuna eiga að gæta á miðunum undan austur- strönd Kanada, og vilja auk þess, að eigendum spænska togarans Estai, sem Kanadamenn færðu til hafnar, verði bættur skaðinn, þ.e. að sektargreiðslunni verði skilað. Þriðja varðskipið Á fundi sínum í gær tóku sendi- herrarnir enga afstöðu til skiptingar grálúðukvótans en Spánverjar krefj- ast helmingsins eða 13.500 tonna. Spænska vamarmálaráðuneytið til- kynnti i gær, að þriðja varðskipið yrði sent á grálúðumiðin á föstudag. Ekki er vitað hvernig Kanada- stjóm muni nú bregðast við en ýmsir sendiherrar ESB-ríkjanna segjast vona, að hún fari sér hægt meðan reynt sé að fá Spánveija til að slaka á kröfum sínum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.