Morgunblaðið - 13.04.1995, Síða 8

Morgunblaðið - 13.04.1995, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þetta er nú ekkert til að sýna hr. Tobin. Það kemst ekki svo mikið sem skítur úr svifi í gegn- um möskvana sem við notum á íslandsmiðum . . . Ragnar Arnalds á lengstan feril í bingmennsku að baki Meðalaldur þingmanna á kjördegi 45,68 ár Aldurs- og 0 kynskipting 0 Meðalaldur þingmannanna 0 þingmanna erámilli 0 45 og 46 árí 4/ ^ 0 0 ^ Ný á þingi 0 0 Q Áður kjörin ö 0 0 ö 0 0 w 0 0 ö 0 öf oio a . a oq öq a a ^ a oq öq a a a ÖQ a OQ OQ OQO a Of ÖQ ÖQ ÖQ ÖQ OQ a 30-35 ára 36-40 ára 41-45 ára 46-50 ára 51-55ára 56-60 ára 60ára + MEÐALALDUR þingmanna á komandi löggjafarþingi íslendinga er 45,68 ár ef miðað er við kjör- dag. Elstur þingmanna er Egill Jónssop (D), 64 ára. Flokksbróðir hans Ólafur G. Einarsson er 62 ára og Kristín Halldórsdóttir (V) er elst þingkvenna, 55 ára. Yngsti þingmaðurinn að þessu sinni er Lúðvík Bergvinsson (A), sem verð- ur 31 árs í lok mánaðar, og yngst þingkvenna er Siv Friðleifsdóttir (B), 32 ára. Lengstan feril í þingmennsku á að baki Ragnar Arnalds (G). Hann var fyrst kjörinn á þing árið 1963- 1967 og aftur 1971 og hefur því setið í um 28 ár. Meðalaldur þing- manna á 118. löggjafarþingi var 47,6 ár á kjördegi 1991, en hæst- ur var meðalaldur þeirra í kosning- um árið 1911, 51,4 ár. Konum fjölgar Sextán konur hlutu kosningu sem aðalmenn á þingi í kosningun- um nú og eru því einni fleiri en áður. Karlmenn á þingi verða 47 en voru flestir kjörnir 59, bæði 1963 og 1967. Konur fengu kjör- gengi árið 1915 og sat ein kona á þingi að jafnaði frá 1923-1937. Árið 1946 var ein kona kjörin á þing og tvær árið 1949. Árin 1963 og 1967 voru þrjár konur kjörnar til þingsetu og svo hélst til 1983, að þær urðu níu. Árið 1987 náðu 13 konur kjöri og 15 árið 1991, sem fyrr er getið. Préstur ensku biskupakirkjunnar Kannar þörf fyr- ir prestsþjón- ustu hérlendis Séra Steven Mason MIKIL umræða hef- ur átt sér stað á undanförnum árum innan ensku biskupa- kirkjunnar og mótmæl- endakirknanna á Norður- löndum og í Eystrasalts- ríkjunum um aukið sam- starf. Á síðasta ári var undirritað samkomulag kennt við borgina Porvoo í Finnlandi, þar sem kirkju- deildirnar viðurkenna hver aðra. Er það fyrsta skrefið í átt að nánari samvinnu kirkna í norðanverðri Evr- ópu. í kjölfar þessa sam- komulags, svo og komu erkibiskupsins af Kantara- borg og biskupsins Grimsby til íslands, var ákveðið að senda prest frá ensku biskupakirkjunni hingað til lands til að kanna hversu mikil þörf væri fyr- ir prestþjónustu meðal fólks sem búsett er hérlendis en tilheyrir ensku biskupakirkjunni. Séra Ste- ven Mason kom hingað til lands í þessum erindagjörðum fyrir réttri viku og mun messa fyrsta sinni á páskadag kl. 14 í Dóm- kirkjunni, auk þess sem hann þjónar til altaris í messu kl. 8 sama morgun, þar sem séra Ólaf- ur Skúlason predikar. / hverju íelst starf þitt hér? — Ég verð hér aðeins í þrjá mán- uði og á þeim tíma er ætlunin að ég kanni hversu margir tilheyri ensku biskupakirkjunni eða öðrum af því kirkjusamfélagi. Einnig hvaða óskir eru um messuhald fyrir enskumælandi, fyrir sálu- sorgun og aðra prestsþjónustu hér. Ætlunin er ekki að hér verði að jafnaði prestur frá Bretlandi, heldur að kanna hvernig lúterska kirkjan geti þjónustað þetta fólk, t.d. með reglulegum messum á ensku. Ég er rétt að hefja störf svo að ég get enn sem komið er litla grein gert mér fyrir þessu. Hvaða prestsþjónusta hefur staðið þeim sem tilheyra ensku biskupa- kirkjunni til boða hér á iandi hing- að til? — Boðið hefur verið upp á mán- aðarlegar guðsþjónust'Ur fyrir þá sem eru enskumælandi. Prestar varnarliðsins þjónusta þetta fólk og tilheyra ýmsum kirkjum, t.d. meþódista- og baptistakirkjunni. Þeir Bretar sem ég hef hitt hér og gifst hafa inn í íslenskar fjöl- skyldur, hafa lagað sig að fjöl- skyldusiðum og sækja kirkjulegar athafnir í lúterskum kirkjum. Hver er meginmunurinn á ensku biskupakirkjunni og lút- ersku kirkjunni? — Það er erfitt að segja. Ef til vill má líkja ensku biskupakirkjunni við einhverskonar stak- stein á milli lútersku kirkjunnar og þeirrar kaþólsku. Þar með er þó ekki sagt að hún sé einungis blanda eða millistig þeirra. Þeir sem starfa innan hennar eru eins misjafnir og þeir eru margir. Fjöi- margir eru hlynntir lútersku kirkj- unni en aðrir eru kaþólskari en páfjnn. Ég get nefnt sem dæmi um afstöðu kirkjunnar í ýmsum mál- um, að það er undir hveijum og einum biskupi komið, hvort hann leyfir giftingu fráskilinna. Prestar mega giftast og konum var nýlega leyft að taka prestvígslu, sem ► Steven Mason er fæddur árið 1965 í Lincolnskíri, nærri Peterborough. Átján ára hóf hann nám við St. Daniels- háskólann í Wales, þar sem hann lagði stund á guðfræði og hagfræði í þrjú ár. Mason starf- aði í tvö ár í Lundúnum með heimilislausu fólki og föngum á skilorði. Að því búnu lagði hann stund á guðfræði við Cuddes- don í Oxford í þrjú ár. Hann tók prestsvígslu árið 1992 og er aðstoðarprestur í Grimsby. Mason hefur starfað með kirkjufélögum á Filippseyjum og leysti af prest biskupakirkj- unnar hjá Evrópuráðinu í Strasbourg síðasta sumar. Hann fékk þriggja mánaða leyfi frá störfum til Islandsfarar en ætlun hans hér er að kanna hversu mikil þörf er fyrir prestsþjónustu við þá sem til- heyra ensku biskupakirkjunni og öðrum tengdum kirkjufélög- um en eru búsettir á íslandi. Mason er ókvæntur en á unn- ustu. mikill minnihluti presta er andvíg- ur. Þess eru nær engin dæmi að fóllc gangi til skrifta. Hvað mess- una sjálfa varðar, er helsti munur- inn sá að fleiri taka jafnan þátt í helgiþjónustunni en presturinn einn og svo skilst mér að hér séu ekki tekin samskot eins og tíðkast hjá okkur. Annars sýnist mér lít- ill munur á lútersku kirkjunni og ensku biskupakirkjunni. Rétt er að taka það fram að fjölmörg önnur kirkjufélög tengj- ast ensku biskupakirkjunni og kallast einu nafni anglíkanar. Leiðtogi þeirra er erkibiskupinn af Kantaraborg. Ég hef m.a. starf- að hjá slíkum kirkjufélögum á Filippseyjum. Hvað með sjálfan þig, ert þú af prestum kom- inn? — Nei, foreldrar mínir eru ekki kirkju- rækið fólk. Mig draymdi hins veg- ar um að verða prestur frá þrettán ára aldri, án þess að ég geti út- skýrt af hverju. Þegar ég lagði stund á hagfræði með guðfræðin- áminu gældi ég við tilhugsunina um að verða verðbréfasali en svo náði trúin yfirhöndinni á ný. Hag- fræðinám mitt hefur gert það að verkum að ég sé kirkjuna fyrir vikið öðrum augum, átta mig lík- lega fremur á því hvað telst hag- kvæmt og hvað óhagkvæmt. Eg er afskaplega jarðbundinn maður. Langaði til að verða verð- bréfasali
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.