Morgunblaðið - 13.04.1995, Side 21

Morgunblaðið - 13.04.1995, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 21 Schengen vekur deilur í Frakklandi Pasqua styður Schengen án hiks CHARLES Pasqua, innanríkisráð- herra Frakklands, og einn helsti leiðtogi þeirra Frakka, sem hafa efasemdir um Evrópuþróunina, varði í gær opnun landamæra milli sjö ESB-ríkja. „Ég tel Schengen- samkomulagið vera skref fram á við, ekki síst þegar kemur að beiðn- um um pólitískt hæli... Það er Frökkum mjög mikilvægt,“ sagði Pasqua í viðtali. Aðildarríki Schengen hafa tekið upp sameiginlegar reglur varðandi vegabréfsáritanir til að koma í veg fyrir að menn geti sótt um hæli í fleiri en einu ríki. Þá fer allt vega- bréfseftirlit nú fram á ytri landa- mærum ríkjanna en ekkert eftirlit er á innri landamærum. Samkomulagið hefur komið til umræðu í kosningabaráttunni fyrir frönsku forsetakosningarnar að undanförnu. Jacques Chirac, sem flest bendir til að muni sigra í kosn- ingunum, sagðist í síðustu viku vilja endursemja um Schengen og helsti stuðningsmaður hans, Alain Juppé, sem margir telja að verði næsti forsætisráðherra, sagði jafnvel koma til greina að Frakkar hættu alfarið þátttöku í Schengen-sam- komulaginu. Frambjóðandinn Philippe de Villiers, sem hefur Evrópuandstöðu að helsta stefnumáli, hefur sakað stjórnina um að opna landamæri Frakklands á kæruleysislegan hátt. Eigi Frakkar nú á hættu að ólögleg- ir innflytjendur og eiturlyf flæði inn í landið. Hægrimaðurinn Jean- Marie Le Pen hefur sömuleiðis lýst yfir andstöðu við Schengen-sam- komulagið. Ítalía veikasti hlekkurinn Pasqua viðurkenndi að sam- komulagið væri ekki fullkomið og sagðist hafa mestar áhyggjur af Italíu. „ítalir hafa undirritað sam- komulagið en eru þfærir um að framkvæma það. ítölsku landa- mærin eru þau hættulegustu hvað okkur varðar og við höldum áfram uppi fullu eftirliti þar,“ sagði Pasqua. Hann sagði Þjóðveija einn- ig hafa áhyggjur af því að flótta- menn frá Kosovo-héraði í fyrrver- andi Júgósjavíu streymdu til Þýska- lands frá Ítalíu í gegnum Austur- ríki. „Þjóðveijar íhuguðu jafnvel einu sinni að nýta sér neyðarrétt- arákvæði samkomulagsins," sagði Pasqua. Franski innanríkisráðherrann sagðist sannfærður um að nauðsyn- legt væri að mynda sameiginlegt evrópskt löggæslusvæði. „Málið nýst ekki einvörðungu um landa- mæravörslu. Evrópusambandið verður að taka forystu varðandi þróunarstarf. Ef við æskjum þess að íbúar Afríku dvelji þar en komi ekki hingað verðum við að aðstoða þá,“ sagði Pasqua. Reuter Svínað á lögunum? BREZK lögreglukona ræðir við mótmælanda gegn útflutningi lifandi dýra til annarra Evrópusambandslanda fyrir utan bygg- ingu hæstaréttar í London í gær. í sumum brezkum höfnum hef- ur verið sett bann við skepnuútflutningi vegna ótta hafnaryfir- valda við mótmæli dýravina. HæstíFéttur dæmdi slíkt bann í gær ólöglegt og úr gildi fallið og vildu dýravinir mótmæla dómnum. Japanir hlessa á fisksölubanni • JAPÖNSK stjórnvöld sögðust í gær ætla að grípa til aðgerða þegar í stað til að hægt yrði að aflétta banni Evrópusambands- ins við innflutningi á japönskum sjávarafurðum. Japanskir emb- ættismenn sögðust mjög hissa á þessu banni og að þeir hefðu ekki verið vacaðir við áður en bannið skall á. Þá sögðu þeir koma á óvart á að innflutnings- bannið, sem nökstutt er með að ESB hafi áhyggjur af hreinlæti í japanskri fiskvinnslu, næði einnig til fískvinnslustöðva, sem eftirlits- menn ESB hefðu ekki heiinsótt. Aðilar í japönskum sjávarútvegi lýstu hins vegar yfir reiði sinni og sögðu engin rök vera fyrir aðgerðum af þessu tagi. • KENNETH Clarke, fjármála- ráðherra Bretlands, hefur lagst gegn tillögum um að framlög til Evrópubankans verði aukin. Hann segir nauðsynlegt að end- urskipuleggja starfsemi bankans og draga úr kostnaði við rekstur hans. Clarke bendir á að kostnað- ur vegna 23 manna sljórnar bankans nemi 12% af rekstrar- kostnaði og leggur til að sá kostnaður verði skorinn niður um þriðjung. • BRESKA símafyrirtækið Brit- ish Telecom er í þann mund að hefja samstarf við fyrirtæki í Svíþjóð og Italíu, að sögn Wall Street Journal. Telur fyrirtækið að það eigi mikla möguleika á evrópskum mörkuðum eftir að frelsi í símamálum verður aukið í ríkjum ESB árið 1998. • JACQUES Santer, forseti framkvæmdastjórnar ESB, setti á þriðjudag ráðstefnu um ESB- fjárfestingar á Norður-írlandi. Hvatti hann bresku ríkisstjórn- ina til að styðja friðarþróunina með því að auka framlög sín til héraðsins. Chirac bæt- ir við sig Paris. Reuter. JACQUES Chirac, borgarstjóri Par- ísar, hefur bætt nokkuð við fylgi sitt fyrir forsetakosningarnar í Frakk- landi, samkvæmt nýjum skoðana- könnunum. Kannanir undanfarna daga hafa bent til þess að helstu andstæðingar Chiracs, þeir Edouard Balladur for- sætisráðherra og Lionel Jospin, frambjóðandi sósíalista, væru að sækja í sig veðrið. Samkvæmt könnun IFOP nýtur Chirac stuðnings 27% kjósenda, Jospin 21% og Balladur 19%. Onnur könnun fyrir París Match sýndi Chirac með 26% fylgi, Jospin með 21% og Balladur með 17,5%. Þriðjungur kjósenda er hins vegar enn óákveðinn. ------» ♦ ♦ Winnie fær uppreisn Pretoríu. Reuter. NELSON Mandela, forseti Suður- Afríku, hefur ákveðið að afturkalla brottrekstur eiginkonu sinnar, Winnie Mandela, úr embætti aðstoð- arráðherra til að komast hjá illvígum deilum og réttarhöldum.. Henni var vikið úr embætti í lok mars. í yfirlýsingu frá forsetanum, sem hefur verið í opinberri heimsókn til ríkja við Persaflóa, segir m.a., að líta beri á brottrekstur frú Mandela sem ógildan. Hún sé því enn aðstoðarráð- herra lista, menningar, vísinda og tækni, og eftirmaður hennar víki. Forsetinn mun taka afstöðu til stöðu eiginkonu sinnar í stjóminni þegar hann snýr heim frá Persaflóa í dag. Þau eru skilin að borði og sæng. Er hann vék henni taldi hann rétt að því staðið. Nú hefur komið í ljós að á því séu lagalegir annmarkar. Reuter Geimferja í Gorkí-garði STARFSMENN Gorkí-garðsins í Moskvu dytta að geimfeijunni Búran sem komið hefur verið fyrir í garðinum i miðborg Moskvu þar sem hún verður al- menningi til sýnis. Feijan flaug aldrei vegna fjárskorts. I gær minntust Rússar þess að þann dag árið 1961 var Júrí Gagarín fyrst- um manna skotið út í geiminn. Glœsilegt kynningartilboð til Benidorm l.júní frá kr. 49.730 Verð frá kr. 49.730 m.v. hjón með 2 böm 2-12 ára, 1. júní, 3 vikur. Verð frá kr. 59.960 m.v. 2 í íbúð, Centuiy Vistamar. Við höfum nú fengið viðbótargistingu á Century Vistamar, aðalgististaðnum okkar á Benidorm, á kynningarverði og getum nú stolt boðið þér frábæran aðbúnað í fríinu á Benidorm í sumar. Afar vel búið íbúðahótel með allri þjónustu, allar íbúðir með sjónvarpi, síma, einu svefnherbergi, stofu, baði, eldhúsi og stórum svölum. Góður garður, móttaka, veitingastaður og verslun. Bókaðu strax og tryggðu þér síðustu sœtin í júní. hmifalið í verði: Flug, gisting.fararstjórn, ferðir til ogfrá flttgvelli á Spáni, allir skattar ogfoifallagjöld. Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 624600.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.