Morgunblaðið - 13.04.1995, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 13.04.1995, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Stofnandi fyrstu íslensku ferðaskrifstofunnar í einkaeigu á tímamótum MIKIL veðursæld er við Karíbahafið KLETTAFJOLL Vestur Kanada VIÐSKIPIT SNÚAST UMTRAUST „Ferðalög hafa gildi fyrir alla, þau gera ungt fólk fullorðið og fullorðið fólk ungt. Sagan endurtekur sig en ekki ferðasagan vegna þess hve heimurinn breytist hratt nú á dög- um,“ sagði Ingólfur Guðbrandsson ferðamálafrömuður og tónlistarmað- ur meðal annars í samtali sem Guð- rún Guðlaugsdóttir átti við hann um störf hans, en 40 ár eru nú liðin frá því hann stofnaði ferðaskrifstof- una Útsýn og opnaði íslendingum leið til umheimsins svo um munaði. INGÓLFUR Guðbrandsson INGÓLFUR Guðbrandsson er löngv orðin þjóðsagnaper- sóna á íslandi. Umsvif hans á sviði ferða- og tónlistar- mála hafa mörgum þótt með ólík- indum mikil. í samtali við blaða- mann Morgunblaðisns segist hann lítið vera gefínn fyrir að flíka sjálf- um sér, segist heldur vilja ræða um atburði og málefni en um sjálf- an sig og sinn feril. Með semingi segir hann þó frá því hvað vakti áhuga hans á að leggja fyrir sig ferðalög og tónlistarstörf. „Ég ólst upp á prestssetri austur í sveitum og var ekki gamall þegar ég laum- aðist í kirkjuorgelið. Og það var lykt af útlöndum í Vestur-Skafta- fellssýslu á þeim tíma, það strönd- uðu útlend skip í brimgarðinum fyrir utan, margir hlutir á bæjum voru úr þeim komnir. Þetta ásamt öðru hefur kannski vakið áhuga minn á að ferðast, en hvem langar ekki til að ferðast, annað væri óeðii- legt, skortur á eðliiegri forvitni og mannlegri náttúru. Ég hafði snemma ríkt ímyndunarafl. Mig hefur dreymt um fjarlæga staði frá því ég man eftir mér.“ Ekki vill Ingólfur dvelja lengi við æskuár sín. Hann stiklar líka á stóru þegar menntun hans er til umræðu. „Ég tók kennarapróf og las seinna menntaskólann utan- skóla og stundaði nám í erlendum málum við Háskóla íslands, ásamt tónlistamámi hér heima. Það Ieiddi til þess að ég fór tii tónlistar- og tungumálanáms í útlöndum, fyrst í Bretlandi, seinna í Þýskalandi og á ítalíu." Ekkert af þessu finnst honum þó verulega frásagnarvert. Það lifnar ekki að marki yfir honum fyrr en ferðamálin ber á góma. Þá tekur frásögnin að neista af þeim áhuga sem vafalítið hefur verið aflvaki hans brautryðjandastarfa á þessp sviði. „Ég var fjögur sumur fararstjóri í ferðum íslendinga í útlöndum á námsárum mínum. Það var lær- dómsrík reynsla, ekki síst lærði ég hvemig ferðalög eiga ekki að vera,“ segir hann. „Það vantaði alla yfir- sýn, betri skilyrði og aðbúnað fyrir farþegana." Þegar Ingólfur ákvað að stofna ferðaskrifstofuna Útsýn var engin ferðaskrifstofa starfandi hér á landi nema Ferðaskrifstofa ríkins. Það er margra manna mál að Ingólfur Guðbrandsson hafí með störfum sínum í ferðamálum gert almenningi á íslandi kleift að kynn- ast heiminum, langt umfram aðra samtíðarmenn sína. Menningarferðir farnar Fyrstu árin var Ingólfur með menningarferðir um Evrópu sem mæltust vel fyrir og alltaf var upp- selt í. Árið 1958 skipulagði hann svo sína fyrstu ferð til Spánar. „Fram að þessum tíma höfðu ís- lendingar nánast ekkert ferðast nema til náms, aðallega í Kaup- mannahöfn, og í viðskiptaerindum. En. ferðalög til þess að skoða sig um var nánast óþekkt fyrirbrigði á þessum árum,“ segir Ingólfur. Það má því segja að þarna hafí Ingólfur brotið blað í íslenskri ferðamála- sögu. Þessi fyrsta ferð Ingólfs til Spánar var „hrein menningarferð“ eins og hann orðar það sjálfur. „Fólkið í ferðinni var alveg heiliað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.