Morgunblaðið - 13.04.1995, Side 38

Morgunblaðið - 13.04.1995, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI SNÚAST UM TRAUST sviðum næmari en gerist og geng- ur. Kennarar mínir í tónlist tóku snemma eftir þessu. Þetta er erfitt að skilgreina með orðum en samt er þarna um að ræða tilfinningu sem ræður miklu í lífi fólks, jafn- vel því hvort það er þess umkomið að gera eitthvað sem aðrir ekki geta gert. Ferðalög breyta lífi fójks. Ég hef átt mikinn þátt í því að íslendingar fór að ferðast. Ýmsir hafa veitt því athygli að íslenskt þjóðlíf hefur breyst við þetta. Það er orðið miklu opnara, fjölbreytni hefur aukist og heimóttarsvipurinn er að hverfa af fólki þannig að nú þekkir maður ekki lengur íslendinga úr i mann- hafi Evrópu. íslendingssvipurinn leyndi sér lengi vel ekki.“ Fóru með mat að heiman „Fyrst ferðuðust íslendingar með mat að heiman í stórum stíl, kistur af hangikjöti og saltfíski, mikið til vegna þess að fólk hélt að það væri enginn ætur matur fáanlegur annars staðar,“ segir Ingólfur. „Oftast var þó farangur fólksins á heimleið meira vanda- mál. Menning þjóða sést á því hvernig þegnamir ferðast og hvert. Þjóðir þriðja heims landanna hafa t.d. sinn eigin ferðastíl. íslendingar hafa til skamms tíma ferðast á svipaðan hátt, með ótal pinkla, hlaðnir í bak og fyrir. Þetta sér maður enn í dag í Afríkulöndum og í Suður-Ameríku t.d. Dæmigert fyrir útnesjamennsku smáþjóða er að þeim fínnst engin ástæða til að fara til annarra landa því allt sé best hjá þeim sjálfum. Slík menningarleg innilokun verður alltaf undirrót hnignunar. Það má tengja alla menningu heimsins við ferðalög. Allar framfarir mann- kynsins hafa tengst ferðalögum, allt frá því menn fóru að fleyta sér frá strönd á fmmstæðum bátum í leit að nýjum löndum. Þannig upp- götvuðu menn smám saman heim- inn. Ferðalög og þekkingarleit hafa alltaf farið saman. Flestar ferðir íslendinga eru inn- kaupaferðir eins og sýnir sig í því að ferðaeyðsla þeirra er mest utan hins eiginlega ferðamannatíma. Það sést á línuritum frá Seðlabank- anum yfír eyðslu íslendinga erlend- is. Það er eins og fólki fínnist ferð- ir eiga að ganga út á innkaup, það er gagnstætt mínum hugsunar- hætti. Góð ferðalög eru mikill skóli og mjög lærdómsrík. Afar fáar ferðir íslendinga eru af menningar- BV Hand- lytti- vagner UMBOÐS- OG HEILDVERSLUNIN SMIÐJUVEGUR 70, KÓP. SlMI 564 4711 ’FAX 564 4725 legum toga. Með því að sýna fyrir- hyggju og sparnað gæti fólk auð- veldlega farið í heimsreisur, með því t.d. að sleppa einhveiju af styttri ferðum sínum en fara í lengri ferðir með aðeins lengra millibili. Það mætti kannski ætla að nú- tíma fjölmiðlun gefí fólki nokkum veginn rétta mynd af heiminum, en ég fullyrði að þvl fer víðs fjarri. Þrátt fyrir alla þessa fjölmiðlun hefur almenningur afar takmark- aða heimsmynd og mjög einhæfa. Mynd fjölmiðla af heiminum er oft- ast tengd átökum og voðaverkum en sýnir engan menningarlegan þverskurð af heiminum. Það kynn- ist enginn heiminum að neinu gagni öðruvísi en að skoða hann sjálfur. Það er eitt mesta ævintýrið sem lífíð býður okkur.“ Heimsreisur til stórbrotinna staða „Heimsreisur þær sem ég hef staðið fyrir em ekki dýrar ef grannt er skoðað. Miðað við tíma- og vega- lengd og gæði aðbúnaðar eru þær ódýmstu ferðirnar á markaðnum. Flugið frá íslandi er hlutfallslega dýrast. Ég hef náð hagstæðum samningum við ýmis flugfélög I Austurlöndum sem fljúga með fólk á langleiðum fyrir 4 til 5 krónur á flugkílómetrann. Það borgar hins vegar 15 til 20 krónur á lægstu fargjöldum milli íslands og ná- grannalandanna, og oft tvöfalda þá upphæð fyrir ferð með strætis- vagni innan Reykjavíkur. Markmið Heimsklúbbs míns er að kynna fólki það fegursta sem heimurinn hefur að bjóða og við bestu skilyrði sem hægt er að fá, frægustu náttúrfyrirbrigðum og mannvirkjum og frægum sögustöð- um, jafnframt því að verða vitni að ólíku mannlífi og menningu í framandi umhverfí. Það sem mér fínnst höfða hvað mest til íslend- inga á ferðalögum er hið stór- brotna. Að standa á Góðrarvonar- höfða, Kínamúrnum, sigla út á Stóra kóralrifið fyrir austan Ástral- íu, eða dást að fegurð Klettafjall- anna í Kanada er stórfenglegt, slík- ar minningar verða aldrei teknar frá fólki. Vandlega undirbúnar ferðir og vel heppnaðar eru ævilöng fjárfesting. Enginn tekur minning- ar fólks frá því þótt það geti misst allt annað. Um leið og afkoma fólks batnar ferðast það lengra, um það má sjá dæmi t.d. í Austantjald- slöndunum, jafnvel Rússar eru að Aðeins það Sesta nœst þér 62-62-62 LISTASÖFN Ítalíu geyma marga fjársjóði „Það er eins og fólki finnist ferðir eiga að ganga út á innkaup, það er gagnstætt mínum hugsunar- hætti. Góð ferðalög eru mikill skóli og mjög lærdómsrík. Afar fáar ferðir íslendinga eru af menningarlegum toga.“ verða tíðir gestir í Austurlöndum núna.“ Sambúð ferðalaga og tónlistarstarfa En hvernig skyldi sambýlið hafa verið milli ferðamálafrömuðarins og tónlistarmannsins Ingólfs Guð- brandssonar? „Ég held að listamanni sé mjög nauðsynlegt að upplifa náttúruna •í sem flestum tilbrigðum. Ég hef þá skoðun að í raun og veru^eijgi öll list upptök sín í náttúrunni. Eg skil ekki hvernig nokkur getur orð- ið stórkostlegur listamaður án þess að hafa víðtæka reynslu af lífínu á sem flestum stöðum, slík alheims- reynsla gefur fólki allt aðra sýn á tilveruna. Þannig held ég að lista- maður hafí mikið að sækja í ferða- lög. Það er líka sama hvar við berum niður í sögu listamanna, alls staðar má sjá áhrif ferðalaga. Hugsa sér hvaða áhrif Ítalía t.d. hefur haft á listum, ekki aðeins í tónlist." Hér þagnar Ingólfur um stund en held- ur svo áfram. „Hvaða bókmennta- jöfur í heimmum hefur ekki sótt uppörvun til Ítalíu og hugmyndir í hinn ítalska menningarheim að ekki sé talað um myndlist og tón- list. Fyrir um öld síðan eða svo þá þótti enginn maður fullmenntaður án þess að hann tæki sér ferð á hendur til Suður-Evrópu, aðallega til Ítalíu og Grikklands. Þetta gerði t.d. Fjölnismaðurinn Tómas Sæ- mundsson fyrstur íslendinga. Það er alveg sama hvern við nefnum af stórskáldum Evrópu, Byron heillaðist af Ítalíu, Shelley, Browning. Heine skrifaði Minning- ar frá Ítalíu og Göthe orti mörg sín bestu ljóð á Ítalíu, „Þekkir þú land, þar gul sítrónan grær“, þann- ig'orti Goethe fyrir um 200 árum á Ítalíu. Þessi áhrif bárust jafnvel til íslands, t.d. hjá Davíð Stefáns- syni, að ekki sé talað um Einar Benediktsson, sem orti mörg sín stórbrotnustu kvæði undir ítölskum áhrifum, kvæði eins og Kvöld I Róm eða Einræður Starkaðar. Vissulega hafði þetta líka áhrif á mig, ég var svo gæfusamur að hljóta mína menntun m.a. á Ítalíu. Ég hef farið víða og séð margt síð- an ég var bam í Sveitinni milli Sanda. En allt það hefur aðeins hert þau tök sem hún hefur á hjarta mínu. Ég held því fram að margir okkar bestu listarhenn hafí þá fyrst skynjað hvað er séríslenskt þegar þeir kynntust heimsmenningunni. Tökum mann eins og Jón Leifs, sem íslenska þjóðin fussaði og sveiaði við þangað til núna á allra síðustu árum. Eg man þann mann ákaflega vel, ég var að hefja mitt tónlistar- starf skömmu eftir að hann fluttist heim til íslands. Að mínum dómi er hann sá íslenskasti af íslenskum tónskáldum og var hann þó lang- dvölum erlendis. Hans tónsmíðar eiga eftir að verða rödd íslands í tónlistarsögunni, þótt hann væri hundsaður hér í lifanda lífi. Jóhannes Kjarval komst ungur að heiman, hefði hann verið hér alltaf hefði hann líklega í besta falli orðið miðlungs landslagsmál- ari. Hann kynntist listum, ekki bara á Norðurlöndum heldur líka í Frakklandi og á Ítálíu. Þegar hann dvaldist ( Flórens þá skrifaði hann nafn sitt á ítalskan máta, hann merkti sumar myndir sínar með Giovanni d’Efrey, hann var fæddur á Efri Ey í Meðallandi og kenndi sig þannig við fæðingarbæ sinn, rétt eins og Leonardo da Vinci við sinn. Við Jóhannes vorum reyndar frændur, báðir afkomendur Jóns Steingrímssonar eldklerks. Það er alveg saman hvar borið er niður í íslenskri list, þeir sem hafa náð lengst í að gera íslenska list sér- staka hafa gert það með því að kynnast heimslistinni. Vissulega hafa ferðalög mín veitt mér tækifæri til þess að kynn- ast mörgu af því besta sem gerist I listaheiminum. Ég hef heyrt margar stórstjörnur t.d. á óperu- sviði. Ég hef hlustað á færustu söngvara syngja í Covent Garden og La Scala og nú fer ég á hveiju sumri með hóp íslendinga I Aren- una í Veróna, sem er stærsta óperu- svið í heiminum. Ég fer I slíka ítal- íuferð í sumar og þá ætlum við að hlusta á óperuna Carmen í Ver- óna.“ Ferðamálin sköpuðu listamanninum svigrúm Hver skyldi vera eftirminnileg- asti tónlistarviðburðurinn sem Ing- ólfur hefur sótt? „Ég vil nefna þegar ég heyrði Wilhelm Furtvangler stjórna Vín- arsinfóníuhljómsveitinni í Beethov- endagskrá á listahátíð í Edinborg fyrir mörgum árum. Það var mikil upplifun. Jafnvel þótt ég gagn- þekkti þessi verk þá fannst mér eins og ég væri að skynja þau í fyrsta sinn. Ég þekkti hvern tón og skynjun mín var svo yfírþyrm- andi að ég hágrét. Sjálfur hef ég stjómað hljómsveitum og kórum og víða farið þeirra erinda. En hitt er svo annað mál að án ferðaskrif- stofurekstursins hefði ég ekki get- að orðið sá aflvaki í íslenskri tón- list sem ég hef þó orðið. Ég skap- aði mér ekki aðeins lífsviðurværi heldur líka svigrúm til þess að styrkja listir meira en menn gera sér kannski grein fyrir. Ég bý ágætlega, en líf mitt hef- ur ekki gengið út á auðsöfnun. Hins vegar hef ég reynt að styrkja efnilega listamenn til náms, einkum tónlistarmenn. Þær tekjur umfram rekstrarkostnað sem þetta fyrir- tæki mitt skilar af sér renna ennþá til menningarmála. Ég veitti til þessa á síðasta ári yfír milljón krón- um. Á þennan hátt hafa ferðamálin og Iistin átt hjá mér samleið. Ég vona líka að ferðirnar mínar hafí eitthvað grætt á því að það var listamaður sem lagði þær upp. Inn- tak minna ferða hefur verið menn- ing, slíkt er óvíða haft í forgangs- röð þegar ferðir eru skipulagðar fyrir fólk. Ég held að margt fólk fari hálf- gerða erindisleysu þegar það ferð- ast. Það telur sig geta af eigin rammleik séð það sem merkilegast er á hveijum stað. Því miður yfir- sést mörgum í þeim efnum. Ég hef meira að segja talað við myndlistar- menn sem fóru til Flórens og sást yfir merkilegustu myndlistarsöfnin þar. Það er heldur ekki sama hvern- ig sagt er frá því sem merkilegt er í menningu, listum, sögu og nátt- úrufræðum. Það hefur mikið að ségja hvernig sá sem segir frá tjá- ir sig. Fyrir mér er hver kynnisferð fyrir sig „performans" eða einskon- ar sýning, þar sem reynt er að varpa ljósi á merkilega hluti og á þann hátt sem eftirminnilegt er. Oft tekst þetta, jafnvel án þess að farþegarnir séu sér meðvitaðir um það, en segja gjarnan: „Þær eru eitthvað svo sérstakar ferðirnar hans Ingólfs." Fararstjóri hefur á vissan hátt í hendi sér hvað fólki er boðið að skoða og sjá. Þarna hef ég oft á tíðum skynjað mig sjálfan með svipuðu móti og stjórnanda stórs kórs og hljómsveitar. Ég flutti fyrstur Mattheusarpassíu Bachs á íslandi og gerði það nokkrum sinn- um með allt að 200 flytjendum. Það er kannski ekki eftirsóknarvert fyrir stjórnandann að hafa svo marga flytjendur en það er hins vegar ávinningur fyrir unga tón- listarmenn að kynnast svo hábor- inni list og fá tækifæri til að iðka hana. Árangur stjórnandans er fólginn í því að hefja flytjendurnar á hærra plan, hátt yfír þann hversdagslega flutning sem við heyrum svo mikið af og er nánast afgreiðsla á tón- verkum. Stórbrotinn flutningur er fólginn í því að ná til allra flytjend- anna og fá þá til að skila því besta sem þeir eiga til — og helst meiru. Ég vona að fararstjórinn í mér hafi notið góðs af tónlistinni, tón- listin er kröfuhörð og þekkir enga málamiðlun. Ég stefni aðeins að fullkomnun í því sem ég reyni að gera.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.