Morgunblaðið - 13.04.1995, Síða 40

Morgunblaðið - 13.04.1995, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ L 1 Syngjandi kirkja Aldarminning Sigurðar Birkis, söngmálastjóra. ÞÓ að söngur og tónlist hafi frá önd- verðu verið snar þáttur í kirkjulífi íslendinga eða um hartnær þús- und ára skeið, var það ekki fyrr en á því Herr- ans ári 1941, sem emb- ætti Söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar var stofnað. Verkefni hans er eins og segir í iög- um: „Að hafa með höndum yfirumsjón og skipulagningu • kirkju- söngs innan þjóðkirkj- unnar.“ Það var þáver- andi biskup íslands, Sigurgeir Sigurðsson, sem hafði forgöngu um stofnun þessa embættis. Honum voru söng- mál kirkjunnar afar hjartfólgin og hann beitti kröftum sínum að fram- gangi málsins í kirkjuráði, á presta- stefnu og loks með lagasetningu Alþingis. Dr. Ármann Snævarr seg- ir í Kirkjurétti sínum að frumvarpið hafi farið greiðlega í gegn um Al- þingi og þó án verulegrar umræðu. Mér er nær að halda, að frá upp- hafi hafi faðir minn haft ákveðinn mann í huga í þetta embætti. Hann var Sigurður Birkis, þá söngkennari og þjálfari Landssambands ís- lenskra karlakóra. Þeirra erinda kom hann oft til ísafjarðar og gisti á æskuheimili mínu. Þess má og geta að Sigurður Birkis stjómaði 100 manna kór á Alþingishátíðinni 1930. Faðir minn og Sigurður vom miklir vinir, og föður mínum var því vel kunnugt um hæfíleika hans og áhuga á kirkjumálum. Sigurður Birkis var fæddur 9. ágúst 1893 að Krithóli í Skagafirði. Foreldrar hans vom hjónin Eyjólfur Einarsson bóndi frá Mælifellsá og Margrét Þormóðsdóttir. Eigi ólst hann þó upp hjá þeim heldur hjá fósturforeidram sínum, séra Valdi- mar og Steinunni Briem, lengst á Staðarstað. Hann stundaði nám í Flensborgarskóla og fór síðan utan til Danmerkur og lagði stund á verslunarfræði og söngnám í Tón- Jistarskóla Kaupmannahafnar í þrjú ár. í eitt ár var hann við framhalds- nám á Ítalíu. Að því loknu hóf hann lífsstarf sitt, sem var alfarið á sviði söngsins. Hann hefur kennt mörg- um söng um dagana, þar á meðal var t.d. Stefán Islandi. Sigurður Birkis varð söngmála- stjóri kirkjunnar 1. september 1941. Stuttu eftir að hann tók við störfum skrifaði hann grein í Kirkju- blaðið og Iýsir þar við- horfi sínu til starfsins og segir m.a.: „Kirkjan hefur alltaf skilið það, hvað söng- urinn er mikil náðarg- jöf Guðs, og því megum við þakka henni af hjarta og mörgum okk- ar kirkjunnar mönnum, allt frá Jóni biskupi Ögmundarsyni, sem fékk fyrsta söngkenn- arann til landsins (1106-1107) og all til séra Bjarna Þorsteinssonar, fyrir allt sem þeir hafa gert fyrir sönginn í landinu." Þá minnist Birkis á orgelin, sem hann segir, að séu komin í flestar kirkjur og að organistar hafi mest og best unnið að söng í byggðum landsins. Hann telur þó enn skorta mikið á, að þeir séu nógu vel undir- búnir fyrir starf sitt. Þar vitnar hann í skýrslur, sem hann hafði safnað um ástand mála, og dregur af þeim þessa ályktun: „Það mun alls ekki fátítt, að prestar geti ekki ekki notað suma sálma við guðsþjónustur, sem þeir þó hefðu kosið, vegna þes að organ- istinn getur ekki spilað lagið.“ Þó telur hann undravert, hvað sumir organistar hafa komið á góðum kirkjusöng þrátt fyrri stutt nám og erfíðar ástæður. Hann telur brýna þörf á að hlú betur að organistum, veita þeim betri starfsskilyrði og meiri menntun. í því skyni stofnaði Sigurður Birkis söngskóla þjóðkirkj- unnar, sem segja má að hafi verið undanfari Tónskólans. í greininni, sem kalla má eins konar stefnuyfirlýsingu, ræðir Birk- is um kirkjukórana, hve mikil sé þörfin á stofnun þeirra með formleg- um hætti. Þar má segja, að hafí orðið vakning. Á embættisferðum sínum um landið og að tilhlutan hans vora stofnaðir hátt á annað hundrað kirkjukórar. Kóramir bók- staflega „sprattu upp“ hver af öðr- um, hvar sem hann fór líkt og her- deildirnar hjá Napóleon forðum daga. Þá hvetur Birkis til þess, að söngkennarar barnaskóla séu jafn- framt organistar, og bendir á, að grundvöll að kirkjusöng verði að Syngjandi kirkja er sigr- andi kirkja, segir Pétur Sigurgeirsson, sem hér skrifar um Sigurð Birk- is, fyrsta söngmála- stjóra þjóðkirkjunnar. leggja hjá bömunum. Á þetta leggur hann mikla áherslu og segir: „Eg er enn sömu skoðunar og þegar ég byrjaði á starfinu, að maður verður að gera allt sem hægt er til þess að undir- staðan að safnaðarsöngnum sé lögð hjá börnunum, að börnunum séu kenndir sálmar og sálmalög." Þar var Birkis forspár er við hugsum til hinna mörgu nýstofnuðu barna- kóra kirkjunnar sem er nýjasti vaxt- arbroddurinn í söngstörfum kirkj- unnar. Minnist ég þess, er við hjónin voram hér á kyrrðardögum fyrir síðustu páska, og vorum hér við guðsþjónustu, hvernig börnin önn- uðust að heita má alfarið, bæði messusvör og safnaðarsöng, og gerðu það bæði listrænt og af mik- illi kunnáttu, - svo að aðdáun vakti. Hver veit nema landsmót bamakóra kirkjunnar verði innan skamms. Þó að Birkis leggi áherslu á kirkjukóra, þá dregur hann ekki úr nauðsyn þess að söngurinn sé al- mennur og segir: „Nauðsynlegt er, að hver einasti maður syngi með, því að takmarkið er að kirkjusöngur verði almennur í öllum kirkjum," ítrekar hann. Að ná-því marki er - þegar á allt er litið - hið fullkomna takmark. Ein fyrsta minning mín um Sig- urð Birkis er frá bernskuáram í for- eldrahúsum heima á ísafirði, er við söfnuðumst saman við grammófón- inn og hlustuðum hugfangin á hljómplötu með einsöng hans. Kynni okkar urðu bæði löng og góð. Ég var einn í hópi þeirra mörgu sem hann kenndi tónfræði í guðfræði- deild Háskólans. Þar starfaði hann í 30 ár. Lýsingu á störfum Sigurðar Birk- is mætti gefa með sömu orðum og skráð era í bréfi Páls postula: „Stunda þetta, ver allur í þessu!“ Pétur Sigurgeirsson FYRIR SUMARDAGINN FYRSTA! SKÓVERSLUN KÓPAVOGS Hamraborg 3, símii 554-1754 I kr. 3.500 /ÍAERCURV Kr. 3.580 Póstsendum J St. 31-38 , hvítt/blótt ■ # n tnn I St. 32-38 Svart, hvítt Ljósaskór ' Kr. 3.600 SIGURÐUR Birkis, fyrsti söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, f. 1893, d. 1960. (Tím. 4: 12.) Birkis gaf sig óskiptan og heils hugar að köllun sinni. yinnugleði hans var dæmalaus. Áhuginn geislaði út frá honum, hlý- hugur hans og vinarþel. Hann var djúpt hugsandi, viðkvæmur, tilfinn- ingaríkur og glaðsinna. Hann hló svo hvellt og bjart og smitandi. Þegar hann skellihló, fékk hann alla með sér í hláturinn. Innst inni var hann mikill alvörumaður. í umsögn sinni um menn og málefni var hann varkár, en sífellt jákvæður, uppörvandi í kennslu sinni og stjórnsýslu. Þessi jákvæðu viðhorf hans voru sprottin af um- hyggju hans og kærleika í garð náungans. Brákaðan reyr braut hann ekki - eins og spáð var fyrir Meistaranum frá Nasaret. Það spratt ávallt eitthvað gott í sporum Sigurðar Birkis. Matthías Jochumsson orti einu sinni í minningu vinar síns: Skjótur varstu vinur og vaskur í för loganum var líkast þitt lífs og sálarijör. Þannig er Sigurði Birkis vel lýst. Hann var skjótur í fasi, snöggur í viðbrögðum, kraftmikill - líkt og „stormsveipur" - gagntekinn, ósér- hlífinn og einbeittur að ná settu marki. í eðli sínu var hann mjög hlédrægur, ég veit það háði honum, en þó framsækinn þegar áhugamál hans áttu hlut að máli og hann „gleymdi" sjálfum sér í hita leiks- ins. Hann var umfram allt val- menni, göfuglyndur góður drengur, samviskusamur og lifandi í trú sinni. Sigurður Birkis lést aðfaranótt gamlársdags 1960. Hér á meðal okkar er eftirlifandi eiginkona hans Guðbjörg Birkis Jónasdóttir, Krist- jánssonar, læknis, en hann var framkvöðull náttúrulækninga hér á landi. Kæra frú Guðbjörg Birkis, þú stóðst við hlið eiginmanns þíns og studdir hann með ráð og dáð í um- fangsmiklu og erilsömu, krefjandi starfi. Já, stundum var söngskólinn á heimili ykkar. Þegar við minn- umst Sigurðar Birkis og þökkum honum brautryðjendastarf, þá átt þú líka sömu þökk og virðingu okk- ar. Við biðjum þér allrar blessunar, börnum ykkar, Regínu Margréti og Sigurði Kjartani, tengdabörnum og fjölskyldum. Syngjandi kirkja er sigrandi kirkja. Tvíefld er sungin bæn, segir máltækið, og því sagði Páll postuli: „Ávarpið hver annan með sálmum og Iofsöngvum og andlegum ljóðum. Syngið og leikið fyrir Drottin í hjört- um yðar.“ (Ef. 5: 19.). Söngmálastjórar okkar hafa hver af öðram í hálfa öld lagt fram alla krafta sína á þeirri sigurgöngu. „Fari einn fyrir, fýlgja hinir,“ kvað Davíð frá Fagraskógi. Þannig hafa þeir Sigurður Birkis, dr. Róbert A. Ottósson og nú Haukur Guðlaugs- son haft forystu í söng og tónlistar- vakningu kirkjunnar. Námskeiðin hér í Skálholti eru einn vottur um það. Þakkir okkar beinast til þeirra allra. Á helgum stað og stórri stund heiðram við sérstaklega og blessum brautryðjandann, þegar öld er liðin frá fæðingu hans. Guð blessi minningu Sigurðar Birkis. Megi verkin sem hann vann kirkju sinni og fylgdu honum inn í himininn vera landi og þjóð til ævar- andi blessunar. Höfundur er biskup. Hressingar- og menningarferð til Mallorka í júní: aersKipuiogo rero a vegum riugieioo rynr uigrarreiagsroiK og t|olSKyldur. i júni eru hlýindi og sólskin sem hentar gigtarsjúklingum svo ógætlega. Áætlunarflug, gegnum Lúxemborg til Palma að degi til. Unnt er að velja um tveggja eða þriggja vikna dvöl. DvaliS er á góðu nútimalegu strandhóteli á Palma Nova. Morgunyerður af hlaðborði og kvöldmatur allan timann. Fluglei&ir bjóöa takmarkaban mióaf jölda á mjög hagstæðu verbi og sérverö fyrir börn. Boðið er upp á skoðunarferðir af ýmsu tagi, kvöldskemmtanir, likamsrækt og félagstarf. Ákvöröun barí að taka sem fvrst- leitið því upplýsinqa strax.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.