Morgunblaðið - 13.04.1995, Page 70

Morgunblaðið - 13.04.1995, Page 70
70 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Faðir okkar, GUÐMUNDUR ÞÓRÐARSON frá Útgörðum, Stokkseyri, lést sunnudaginn 26. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu samúð og vinarhug. Börnin. Elskulegur faðir okkar, SIGURÐUR GUÐMUNDUR GUÐBJARTSSON, Völusteinsstræti 28, Bolungarvík, lést i Sjúkrahúsi ísafjarðar þriðjudaginn 11. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Sigurðardóttir, Pétur Runólfsson. + Móðir okkar og tengdamóðir, MAGNEA JÓHANNESDÓTTIR, fyrrum læknisfrú í Hveragerði, lést á hjúkrunarheimilinu Eir 11. apríl. Guðrún Magnúsdóttir, Hannes Sigurgeirsson, Jóhannes Magnússon, Anna I. Eydal, Skúli Magnússon, Sigríður Snorradóttir. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, EINAR BALDURSSON, Hraunprýði v/Vatnsveituveg, lést 2. apríl. Útförin fór fram í kyrrþey. Arnfriður Felixdóttir, synir, tengdadætur og barnabörn, Anna Baldursdóttir, Fjóla Felixdóttir. EYSTEINN SIG URJÓNSSON -I- Eysteinn Sigur- ' jónsson fæddist 19. febrúar 1923 í Hraurikoti í Aðald- al, Suður-Þingeyj- arsýslu, en ólst upp á Húsavík. Hann andaðist í Land- spítalanum 4. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sigutjón Armanns- son frá Hraunkoti, verslunarmaður, kennari og bæjar- gjaldkeri á Húsa- vík, f. 20.8. 1896, d. 30.3. 1958, og Þórhalla Bjarnadóttir, húsmóðir á Húsavik, f. 6.6. 1905, d. 30.4. 1969. Eysteinn átti sjö systk- ini, Helgu, Arnyót, Bjarna, Höskuld, Þorgrím, Dóru og Ármann sem öll lifa bróður sinn. Hinn 8. apríl 1950 kvænt- ist Eysteinn eftirlifandi konu sinni, Þórunni Kristrúnu EI- íasdóttur frá Stóru-Breiðvík í Suður-Múlasýslu, f. 3.10.1915. Heimili þeirra var að Ásgarðs- vegi 11, Húsavík. Börn þeirra eru Kristján Jón, stjórnunar- og atvinnuráðgjafi, f. 18.6. 1951, kvæntur Sigríði Guð- mundsdóttir, skrifstofustjóra í alþjóðadeild Rauða kross ís- lands; Dagbjört, starfsstúlka á Sjúkrahúsi Húsavíkur, f. 22.7. 1955, gift Kristjáni G. Þor- steinssyni, bifvélavirkja; og stjúpsonur frá fyrra hjóna- bandi Þórunnar, Elías Kríst- jánsson, forsljóri Kemís, f. 11.11. 1938, kvæntur Lisbet Bergsveinsdóttur. Barnabörn- in eru fjögur, Eysteinn, Þór- unn Ýr, Eysteinn Heiðar og Úlfur. Barnabarnabarn er eitt, Elías Guðni. Eysteinn stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1940-1941 og lauk námi í Samvinnuskólan- um voríð 1944. Starfaði við Brauðgerð Sig- tryggs Pétursson- ar á Húsavík 1944- 1946, hjá Erlendi Ó. Péturssyni, á skrifstofu Samein- aða gufuskipafé- lagsins veturinn 1946. Starfsmaður hjá Sparisjóði Húsavíkur og hjá Bifreiðastöð Þin- geyinga 1946- 1950. Starfaði við síldarsöltunarstöð K.J.E. á Húsavík á sumrum og skatta- störf á vetrum milli 1950 og 1955. Framkvæmdasljóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur 1955-1958. Bæjargjaldkeri á Húsavík 1958-1960. Um nokk- urra ára skeið var hann um- boðsmaður fyrir Almennar tryggingar á Húsavík. Árið 1960 hóf hann aftur störf hjá Sparisjóði Húsavíkur og síðar útibúi Landsbanka íslands á Húsavík, sem gjaldkerí og staðgengill útibússtjóra og vann þar til sjötugs er hann hætti vegna aldurs. Eysteinn gegndi mörgum trúnaðar- störfum, var m.a. formaður kjörstjórnar um árabil. Hann var áhugasamur um félags- og menningarmál og var at- hafnasamur í söng- og tónlist- arlífi á Húsavík. Hann var um árabil formaður íþróttafélags- ins Völsungs og Karlakórsins Þryms á Húsavík, í Kirkjukór Húsavíkur, en í þeim kór söng hann til dauðadags. Hann tók m.a. þátt í mörgum Ieiksýning- um hjá Leikfélagi Húsavíkur og var einn af meðlimum Tónakvartettsins á Húsavik, á meðan hann starfaði. Útför Eysteins fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardag- inn 15. apríl og hefst athöfnin kl. 14.00. + Sambýlismaður minn, faðir og stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, ÁGÚST ÓSKAR LÝÐSSON frá Reykjarfirði, lést í Vffilsstaðaspítala 10. apríl síðastliðinn. Guðfinna Magney Guðmundsdóttir, Júlfana Ágústsdóttir, Vilhjálmur Sigurðsson, Bjarney Elisabet Pálsdóttir, Sævar Benediktsson, Jensfna Guðrún Pálsdóttir, Eysteinn Gunnarsson, Páll Lýður Pálsson, Gfslfna Gunnsteinsdóttir og barnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRHALLUR EINARSSON frá Grindavík, - lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, þann 10. apríl. Jarðarförin fer fram frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 15. apríl kl. 14.00. Kristinn Þórhallsson, Guðrún Jónsdóttir, Helga Hrönn Þórhallsdóttir, Stefán Bergmann, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, afi og tengdafaðir, PÉTUR J. THORSTEINSSON fyrrverandi sendiherra, lést á heimili sínu aðfaranótt miðvikudagsins 12. apríl. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 19. apríl kl. 13.30. Oddný Thorsteinsson, Pétur G. Thorsteinsson, Birna Hreiðarsdóttir, Björgótfur Thorsteinsson, Eirfkur Thorsteinsson, Valborg Snævarr, og barnabörn. ELSKU afi minn. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig núna, núna þegar allt átti að verða svo gott. Þú áttir að vera svo frískur eftir aðgerðina en það var bara svo margt annað sem hrjáði þig sem enginn vissi um og sá sjúkleiki hreif þig með sér yfir móðuna miklu. Þegar svona gerist sjáum við svo glögglega hvað við erum lítils megnug gagnvart hinum æðri máttarvöldum. Elsku afi minn, faðmlög þín voru svo afar blíð og góð og það var alltaf svo gott að koma í faðm þinn. Ég þakka fyrir allar þær stundir og öll þau sumur sem ég fékk að eiga með þér. Síðasta sumar er mér sérstaklega minnisstætt. Það var yndislegt að koma til ykkar ömmu í sumarbústaðinn fyrir austan og fara svo með ykkur aftur til Húsavíkur. Það var svo yndislegt veður og þú varst svo hress og ánægður þrátt fyrir veik- indin. Það var sama hversu slapp- ur þú varst, alltaf varstu tilbúinn til að aka með okkur ömmu um alla firðina fyrir austan og alltaf hélstu ró þinni yfir öllu. Eg man ekki eftir einu einasta skipti þar sem þú byrstir þig við mig. Þú varst alltaf svo blíður og góður. Elsku afi, ég á alltaf eftir að muna eftir hlýju faðmlagi þínu og góðu neftóbakslyktinni af þér sem fylgdi þér alltaf. Ég vona að þér líði betur núna og þú sért búinn að fá bót meina þinna svo að þér geti liðið vel. Elsku afi, þín er svo sárt saknað af öllum og það er sárt að vita að þú gast ekki verið lengur hjá okkur og fylgst með langafabarninu þínu, honum Elíasi Guðna, dafna. Ég er samt svo óendanlega þakklát fyrir það að þú fékkst að kynnast honum og fékkst að líta litla fal- lega brosið hans sem smeygir sér inn í hjörtu allra sem verða þess aðnjótandi. Elsku besti afi minn, orð eru lítils megnug þegar maður kveður jafn yndislegan mann og þig. Ég ætla að muna þig um alla tíð og megi guð vemda þig og blessa og ég vona að mein þín séu öll á bak og burt. Ég þakka þér fyrir allt. Þú gafst mér svo margt sem mun fylgja mér um ókomna tíð. Elsku afi minn, einhvem veginn hélt ég að ég féngi að hafa þig hjá mér um aldur og ævi en svona er víst gangur lífsins og ekkert fær honum breytt. Ég sakna þín sárt og vonandi hittumst við aftur handan móðunnar miklu. Elsku hjartans amma mín, pabbi, Kristján og Lilla, megi guð gefa ykkur styrk og huggun í þessari miklu sorg. Þín elskandi sonardóttir, Þórunn Ýr. Við fregnina um andlát Ey- steins, fymim tengdaföður míns, streyma fram minningar frá Ás- garðsvegi 11 á Húsavík, sem í fjórtán ár var mér sem annað heimili. I minningunni er hann og staðurinn eitt, svo góður fjölskyl- dufaðir og Þingeyingur sem hann var. Ég sé hann fyrir mér við að sýsla eitt og annað utanhúss sem innan með litlu afastrákunum sem hann var alltaf svo góður, sem og reyndar öllum börnum. Ég minnist hans á gleðistundum fjöl- skyldunnar, á stórhátíðum, við giftingar, skírnir og afmæli og í garðinum á sólríkum sumardög- um eins og þeir gerast bestir hér á landi. Einnig bréfa og sendinga meðan við bjuggum í útlöndum, þótt hann segði oft: „Mamma skrifar miklu betri bréf en ég,“ þá voru línurnar hans ekki síður kærkomnar. Ætíð tengjast þessar minningar hlýju og gleði því hann var maður sátta, ævinlega tilbúinn að gera sitt til að greiða úr málum og gera gott úr hlutunum. Hann var ljúfmenni og öðlingur — gæfumað- ur, elskaður og virtur ekki aðeins- af sínum nánustu heldur hlaut öll- um sem honum kynntust að verða hlýtt til hans, slíkir voru mann- kostir hans. Blessuð sé minning Eysteins Siguijónssonar. Innilegar sam- úðarkveðjur sendi ég Dúddu, Kristjáni, Lillu og Ella og þeirra mökum, bamabörnunum Þórunni Ýr og Eysteini Heiðari, systkinum hans og öðrum vandamönnum. Greta B. Úlfsdóttir. Það var glaðvær hópur sem út- skrifaðist úr Samvinnuskólanum lýðveldisárið 1944. Þijátíu og tveir nemendur víðsvegar af landinu höfðu náð settu marki og fengið í hendur viðurkenningu þar um. Einn í þessum hópi var Éysteinn Siguijónsson, bankagjaldkeri á Húsavík, er lést 4. þ.m. í Landspít- alanum í Reykjavík og mun hann vera fimmti nemandinn sem burt- kvaddur er úr hópi bekkjarsystkin- anna. Ég hygg að okkur nemendun- um hafi fundist, þegar við tókum við prófskírteininu, að nú gætum við horft nokkuð bjartari augum til framtíðarinnar með slíkt vott- orð upp á vasann og fullyrða má, nú þegar við flest höfum lokið ævistörfum við sjötugsaldurinn og lítum yfir farinn veg, að þá finnum við og sannfærumst um að námið í Samvinnuskólanum varð okkur dýrmætt veganesti og stór þáttur í undirstöðunni við lausn á hinum ýmsu viðfangsefn- um á lífsleiðinni. í hvert sinn er einn úr hópnum kveður, alfarinn yfir hin óþekktu landamæri, birtist okkur í hugans ranni sú mynd og minning sem hinn látni skilur eftir. í hópi ungra nemenda, sem ekki er stærri en hér um ræðir, verða kynni mjög náin og sameiginlegt var það okk- ur öllum að við tengdumst traust- um og góðum vináttuböndum sem aldrei hafa rofnað í hálfa öld þótt leiðir okkar lægju til ýmissa átta. Sú minning, sem við skóla- systkinin eigum um Eystein Sig- uijónsson, er ljúf og björt, bland- in þeirri tilfinningu sem höfðar til þess besta í mannlífinu, góð- vildar og vináttu. Hann var prúð- ur, glaður og umfram allt hlýr, strax við fyrstu kynni og ekki skaðaði það manninn að söng- röddin var hans förunautur. Hann á því gilda innistæðu í sjóði minn- inganna. Fyrir tæpu ári hittumst við bekkjarsystkinin, þá fímmtíu ára nemendur Samvinnuskólans. Það var skarð fyrir skildi, söngmann- inn góða frá Húsavík vantaði í hópinn og sárt var að frétta að hann gæti ekki mætt vegna hjarta- sjúkdóms sem nú hefur lagt hann að velli. Við bekkjarsystkini Eysteins, sem næstum öll erum búsett á Reykjavíkursvæðinu, munum ekki eiga þess kost að vera við útför hans sem fer fram frá Húsavíkur- kirkju. Þess i stað stillum við sam- an strengi minninganna og send- um kveðjur og þakkir norður yfír heiðar til hins látna bróður fyrir hinar indælu og skemmtilegu sam- verustundir. Eiginkonu, börnum og ástvinum öllum sendum við innilegar samúð- arkveðjur. Ástvaldur Magnússon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.