Morgunblaðið - 13.04.1995, Qupperneq 86

Morgunblaðið - 13.04.1995, Qupperneq 86
86 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ný blómaverslun Verið velkomin í nýja blómaverslun í húsnæði Blóma og Ávaxta í Hafnarstræti Aldrei meira úrval af blómum, blómaskreytingum og gjafavörum Kynnið ykkur vikuleg tilboð okkar! ^íoarB Lófy Hafnarstræti 4 4f ‘s"0i 551-11'-'' Gleðilega páska w v::1 í 'W Yfir 30 ára reynsla S.G.Einingahús SG Einingahús hf, Eyrarvegi 37, Selfossi sími 98-22277 fax 98-22833 Sölushrifstofa í Reykjavik 588 11 40 Islensk hús hönnuð og byggð fyrir íslenskar aðstæður. Húsin frá SG eru bæði traust og hlý. VelduSG. Sumartilboð (natural collection) Hreinsir, andlitsvatn og dagnœring allt á kr. 509,- Boots hefur 150 ára reynslu á lækningarmætti jurta og ávaxta. Boots prófar ekki vörumar á dýrum. Hágæða rannsóknar- stofur rannsaka vöruna lengi á sjálfboðaliðum áður en hún er sett á markað. Jafnvel í dag em til sölu allt að því heimalagaðar snyrtivörur án alls eftirlits, varist að kaupa slíkar vörur því þær geta valdið skaða. Boots gætir fyllsta öryggis við val á sérhverju innihaldi. Nat- ural Collection línan inniheldur ávexti og jurtir, eins og t.d. jasmínu sem róar húð og ilmur- inn hjálpar gegn þunglyndi. Mangó inniheldur mikið af A-, B-, B2-, C- og E-vítamínum. Kók- oshnetur mýkja húð og laga slitna hárenda. Rósmarín er ilmlæknandi og styrkir einnig húð og hársvörð. Svona mætti lengi telja. Hvort sem þú vilt slappa af í nærandi freyðibaði eða nota frískadi sturtusápu, lækna þurra húð og djúpnæra illa farið hár, þá er Natural Collection svarið. Gæðavara á góðu verði. Fæst í: Apótek: Árbæjar - Blönduóss - Borgamess - Dal- víkur - Djúpavogs - Egilsstaða - Grafarvogs - Hellu - Hvolsvallar - Hafnar - Kópavogs - Ólafsfjarð- ar - Ólafsvíkur - Patreksfjarðar - Sauðárkróks - Siglufjarðar. Eyjakaup - Fjarðarkaup - Hag- kaup - Heilsug. Kirkjubæjar- klaustri - Lyfsalan Vík - Mangó Keflavík - Venus Sandgerði - Vörahús KÁ, Selfossi. ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Um debetkort KONA hringdi í Velvakanda og sagði frá því að sl. sum- ar hefði hún farið í verslun, greitt með ávísun og sýnt nýlegt vegabréf sitt og talið að hún væri með lögleg skilríki, en annað kom á daginn. Afgreiðslumaður- inn neitaði að taka við ávís- uninni nema hún sýndi de- betkort og sagði að önnur skilríki tæki hann ekki gild. Konan sagðist hafa orðið reið og látið það bitna á afgreiðslumanninum. Þegar henni rann reiðin fékk hún að heyra hans hlið á málinu sem var á þann veg að starfsfólki væri uppálagt að taka engin skilríki nema debetkort gild, því ef það gerði það ætti það á hættu að missa vinnuna. Konunni finnst undarlegt að þetta sé raunin því þeir sem nota debetkort nota líkast til ekki ávísanahefti lengur og þeir sem ekki vilja nota debet- kort geta ekki framselt ávísanir án þeirra. Hvar er Jenný B? Hinrik Líndal skrifaði Vel- vakanda: „Kæri Velvakandi. Astæða þess að ég leita á náðir yðar er sú að ég er að reyna að hafa uppi á manneskju sem ég stóð í bréfaskriftum við fyrir nokkrum árum. Nafn henn- ar er Jenný B. Jónsdóttir. Millinafn hennar gæti verið Berglind eða Bára. Hún bjó á árunum 1986-90 í Ade- leide í Astralíu ásamt fjöl- skyldu sinni, en fluttist eftir það annað. Hún hafði áhuga á að fara „heim“ til íslands og starfa sem flugfreyja. Ef einhver gæti veitt mér upplýsingar um afdrif henn- ar eða ef hún er búsett á íslandi og sæi þetta, þá vil ég endilega komast í sam- band við hana aftur. Með þakklæti, Hinrik Lindal, Dslervoldgade 46-1, 5800 Nyborg, Danmark. Tapað/fundið Gleraugu töpuðust LÉTT sporöskjulöguð málmgleraugu með munstri á spöngum í grænu hulstri, sem á stóð Ralph Lauren, töpuðust sl. mánudags- morgun líklega á gönguleið- inni frá Seltjamamesi að Menntaskólanum í Reykja- vík. Skilvís finnandi er vin- samlega beðinn að hafa samband við Þóru í síma 617317. Silfurkross fannst STÓR silfurkross með steini fannst sl. þriðjudag fyrir utan Húseigendafélagið, Síðumúla 29, og fær eig- andinn hann afhentan þar gegn greinargóðri lýsingu. Snyrtiveski tapaðist STÓRT grænröndótt snyrti- veski tapaðist í marslok á Skólavörðustíg eða ná- grenni. Skilvís finnandi vin- samlega hafi samband í síma 31214 eða 21868. Gæludýr Týndur páfagaukur LJÓSBLÁR og hvítur páfa- gaukur flaug út um glugga á heimili sínu við Barða- strönd á Seltjarnamesi sl. laugardag, á kosningadag- inn. Geti einhver gefið upp- lýsingar um afdrif hans vin- samlega hringið í síma 625504. Kisa í óskilum GRÁ 3-4 mánaða kettlingur fannst í Akurgerði sl. sunnudagskvöld. Greinilegt er að hún kemur frá góðu heimili því hún er vön gæl- um og góðu atlæti. Eigand- inn er vinsamlega beðinn að hringja í síma 29060. BRIPS Umsjón Guöm. Páll Arnarson í ANNARkl umferð und- anúrslita íslandsmótsins fengu margir vesturspilarar það viðfangsefni að spila út frá þessari hendi gegn þremur gröndum: Vestur gefur, NS á hættu: . Norour ♦ f ♦ ♦ Vestur ♦ ÁDG1085 V ÁD10 ♦ 98 ♦ 96 Vestur Norður Austur Suður 1 spaði 3 lauf Pass 3 grönd Pass Pass Pass Hvaða útspil myndi les- andinn velja? Það flokkast undir óraunsæja vonarhyggju að leggja af stað með spaða- drottningu. Enda var gjald- ið fyrir það útspil 630. Hjartaásinn tryggir vörn- inni á hinn bóginn 500 í eigin vasa! Norður ♦ 9632 f 9 ♦ G ♦ ÁKDG753 Vestur Austur ♦ ÁDG1085 4 4 f ÁD10 IIIIH ▼ K742 ♦ 98 111111 ♦ D76543 ♦96 ♦ 108 Suður ♦ K7 f G8653 ♦ ÁK102 ♦ 42 Eftir hjartaásinn út, tekur vömin þijá slagi á hjarta og sex á spaða. Margir fundu þetta fallega útspil og veittu suðri ráðningu fyrir þessa gírugu þriggja granda sögn. Reyndar tapast þijú lauf einnig með bestu vöm. Aust- ur spilar út spaða og vestur tekur fyrstu tvo slagina á ÁD. Vestur spilar spaða áfram og austur trompar yfir blindum með áttunni. Hjarta yfir á ásinn og enn spaði, gefur vöminni síðan fimmta slaginn á lauftíu. SKÁK Um.sjón Margeir Pétursson ÞESSI staða kom upp á al- þjóðlegu móti í Kaupmanna- höfn í mars í viðureign Dan- anna Erlings Mortensens (2.500) og Curts Hansens (2.630), nýbakaðs Norður- landameistara, sem hafði svart og átti leik. 30. - Hxd3! (En ekki 30. - Dxc3 31. Hxb7 og þaðan af síður 30. - Hel+ 31. Bfl - Dxc3 32. Hxb7 - H8e4?? 33. Hxf8+! - Kxf8 34. Df2+ og það er svartur sem verður mát) 31. Hxf8+ (Neyðarúr- ræði því 31. cxd3 — Hel+ er mát) 31. - Hxf8 32. cxd3 - Hxf2 33. Dxf2 - Dxc3 og hvítur gafst upp því hann hefur tapað manni. Fjórir skákmenn komu beint af þessu móti í Kaup- mannahöfn á Norðurlanda- mótið í Reykjavík. Yngsti stórmeistari heims, Ungveij- inn Peter Leko, sigraði ör- ugglega: 1. Leko 8 v. af 11 mögulegum, 2. Maksimenko, Rússlandi 7 v. 3-5. Pinter, Ungveijalandi, Moskalenko, Úkraínu og Glek, Rússlandi 6V2 v. 6. Curt Hansen 6 v. 7. Hector, Svíþjóð 5V2 v. 8. Carsten Höi 5 v. 9-10. Lars Bo Hansen og Peter Heine Nielsen 4 Vi v. 11. Emms, Englandi 3‘/2 v. og 12. Erling Mortensen 2 'h v. Sem sjá má hafa þeir Curt Hansen, Hector, Lars Bo Hansen og Mortensen Iíklega allir verið komnir með hug- ann við Norðurlandamótið. Frammistaða þeirra allra var fremur slök. Merkilegt var að ekkert fréttist af þessu móti fyrr en NM var lokið. Það kom hvorki á Internet né í helstu skákblöð fyrr en um síðustu helgi. Víkverji PÁSKAR eru elzta hátíð kris- tinna manna og raunar mun eldri en kristnin. Rætur þeirra eru frá tímum Hebrea, sem voru hirð- ingjar, sem flökkuðu milli bithaga með sauðfé og geitur. Um þetta má allt lesa í Sögu daganna, sem geymir mikinn fróðleik um páska sem annað úr almanaki okkar. Orðið páskar er komið úr hebr- esku, pesah, og það sést í elztu íslenskum handritum frá því um 1200 og er orðið þar oftast í karl- kyni, eins og raunar í nútímamáli, en einnig finnst það sem kvenkyns- orð í handriti að gömlum norskum lögum og einnig í Noregskonunga- sögum frá byijun 13. aldar. Þar er kvenkynsmyndin páskir, svo sem í Hákonarsögu Hákonarsonar og Þorlákssögu biskups. xxx * ISÖGU daganna segir að aldrei hafi verið getið um almennan gleðskap á páskum, enda tóku páskarnir aldrei við hlutverki vorhátíðar meðal almennings á ís- skrifar... landi, svo sem varð sunnar í Evr- ópu. Því er það vart annað en undantekning til að sanna regluna, er Ólafur Stefánsson heldur páska- gildi í Viðpy árið 1800. Aðal- skemmtun íslendinga var á sum- ardaginn fyrsta, er þeir héldu vor- hátíð og er ástæðan skiljanleg, þar sem sumardagurinn fyrsti þykir oft og einatt of snemma á ferðinni sem vorhátíð miðað við veðurfar. xxx PÁSKAR eru eitt lengsta frí ársins, og þá geta menn hvílt sig frá amstri daglegrar vinnu. Margir fara á fjöll, stunda skíða- íþrótt og skíðalandsmótið er jafnan haldið um páskana._ Að þessu sinni er það haldið á^ ísafirði á hinu nýja skíðasvæði ísfirðinga, en hið gamla fór illa í snjóflóðum í fyrra eins og menn rekur minni til. Sagt er að hið nýja skíðasvæði gefi hinu gamla ekkert eftir og er vonandi, að ísfirðingar geti notið þessa nýja svæðis um ókomna framtíð. NÚ þegar þessi mikla hátíð fer í hönd er ekki úr vegi að hafa uppi nokkur varnaðarorð. Enn er ekki kominn miður apríl og því allra veðra von. Það er þvi nauð- synlegt áður en haldið er á fjöll að huga vel að veðurspám og fara ekki, nema útlit sé gott. Ennfrem- ur má minna á, eins og raunar veðurfræðingur Veðurstofunnar gerði, er síðasta áhlaup gerði og fólk lenti í vegvillum í stórhríð, að hver veðurspá á sinn gildistíma, í raun sinn síðasta söludag eins og mjólkin, og því er nauðsynlegt að hlusta ávallt á nýjustu spána. Skjóttr geta skipazt veður í lofti og því aldrei of varlega farið. ís- land er land andstæðna og því getur gert afar válynd veður. En hvað sem því líður, vill Víkveiji óska lesendum sínum skemmti- legrar páskahátíðar um leið og hann segir: /
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.