Morgunblaðið - 05.05.1995, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Fyrstu
ÓLAFUR Bjarni og Stefán Gísli
Haraldssynir i Brautarholti í
Skagafirði með fyrstu lömb sum-
arsins en sauðburður er hafinn
Morgunblaðið/Halldór
lömbin
víðast hvar. Að þessu sinni var
fyrsta ærin, sem bar á þeim bæ,
tvílembd og komu þau i heiminn
aðfaranótt sumardagsins fyrsta,
FRÉTTIR_______________________
Afkoma ríkissjóðs fyrstu þrjá mánuði ársins
Tekjur ríkisins mun
meiri en áætlað var
AFKOMA ríkissjóðs var betri
fyrstu þijá mánuði ársins en gert
var ráð fyrir og skýrist það einkum
af því að skatttekjur af vöruinn-
flutningi landsmanna urðu hærri
en áætlað var.
Tekjur ríkissjóðs urðu 1,8 millj-
örðum meiri fyrstu þijá mánuði
ársins en áætlanir ijárlaga gerðu
ráð fyrir. Þá urðu útgjöldin 300
milljónum lægri en áætlað var.
Bolli Bollason skrifstofustjóri í
ijármálaráðuneytinu segir að þótt
tölur fyrstu þriggja mánaða ársins
segi lítið um árið í heild reikni ráðu-
neytið með að fjárlagatalan, 7,5
milljarða rekstarhalli, eigi að stand-
ast. Ljóst sé að á móti auknum
útgjöldum, sem komi fram síðari
hluta ársins, hækki tekjurnar.
Meiri tekjur af VSK.
Heildartekjur ríkissjóðs urðu
26,6 milljarðar króna og heildar-
gjöld 31,7 milljarðar króna fyrstu
þijá mánuði ársins. Því nam rekstr-
arhallinn 5,1 milljarði en í greinar-
gerð frá fjármálaráðuneytinu, sem
lögð var fram á ríkisstjórnarfundi
á þriðjudag, segir að þetta sé 2,1
milljarðs betri útkoma en reiknað
hafði verið með.
Þar munar mestu í innheimtu
virðisaukaskatts eða tæplega millj-
arði króna og skýrist sú viðbót nær
alfarið af meiri tekjum af innflutn-
ingi sem hefur aukist mun meira
en áætlað var. Sú þróun kemur
einnig fram í viðbótartekjum af
innflutnings- og vörugjöldum.
Þá eru tekju- og eignarskattar
talsvert meiri en gert var ráð fyrir
og telur íjármálaráðuneytið að
batnandi afkoma einstaklinga og
fyrirtækja liggi að baki. Þá eru
vaxtatekjur langt umfram áætlun
fjárlaga. Á móti vegur að tekjur
af tryggingagjaldi eru nokkuð
lægri en spáð hafði verið.
Áhrif af kennara-
verkfalli
Gjöld á sama tímabili urðu 300
þúsund krónum lægri en greiðslu-
áætlun sagði fyrir um. Almenn
rekstrargjöld stofnana urðu 200
milljónum lægri en áætlað var.
Mesta frávikið frá greiðsluáætlun
er hjá menntamálaráðuneyti, eða
440 milljónum lægri útgjöld og er
kennaraverkfallið helsta ástæða
þess.
Rekstrartilfærslur urðu heldur
hærri en greiðsluáætlun gerði ráð
fyrir. Þar munar mest um greiðslur
til almannatrygginga, eða 500
milljónir umfram áætlanir, einkum
vegna sjúkratrygginga. Þá koma
nýgerðir kjarasamningar til með
að auka ijárþörf almannatrygginga
um 1,3 milljarða umfram ijárlög.
Minni lánsfjárþörf
Hrein lánsfjárþörf ríkisins nam
9,5 milljörðum fyrstu þijá mánuði
ársins sem er tveimur milljörðum
undir áætlun. Verg lánsfjárþörf,
þ.e. hrein lánsijárþörf að viðbætt-
um afborgunum af löngum lánum,
nam 17,6 milljörðum, sem er einn-
ig tveimur milljörðum undir áætl-
un. Þetta stafar af betri rekstraraf-
komu ríkissjóðs en gert var ráð
fyrir í upphafi árs. Á sama tíma í
fyrra var hrein lánsijárþörf 12,2
milljarðar og verg lánsijárþörf 20
milljarðar.
Lántökur ríkisins námu 15,2
milljörðum króna á tímabilinu eða
einum milljarði lægri en áætlað
var. Innlend lánsijáröflun hefur
gengið treglega það sem af er ár-
inu en áætlanir fjármálaráðuneytis-
ins gerðu ráð fyrir því. Erlendar
lántökur nema 11,2 milljörðum
nettó sem er samkvæmt áætlun í
upphafi árs. I fyrra námu erlendar
lántökur ijórum milljörðum nettó.
v Morgunblaðið/Árni Sæberg
HELLEN M. Gunnarsdóttir frá Rannsóknarþjónustu Háskólans, Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra, Sigmundur Guðbjarnason, prófessor og formaður stjórnar Samstarfsnefndar atvinnulífs og
skóla, og Gissur Pétursson, fulltrúi Starfsfræðslunefndar fiskiðnaðarins.
Tilboði í
Norðurá
hafnað
STJÓRN Veiðifélags Norðurár hef-
ur hafnað tilboði Péturs Pétursson-
ar um leigu á ánni til fimm ára,
1996 til 2000. Bauð Pétur rúmlega
160 milljónir á umræddum fimm
árum auk nýs veiðihúss á svæðinu
Norðurá 2.
Pétur bauð bankatryggingar fyr-
ir fjármununum og sagði evrópska
veiðiskrifstofu í samvinnu við-sig.
Aðalfundur Veiðifélags Norðurár
er á næstu grösum og vafalaust
verður mál þetta rætt þar fram og
til baka.
„Það er mikil þversögn í því sem
Pétur heldur fram og þeim veru-
leika sem við þekkjum sem höfum
staðið í því að selja veiðileyfi um
árabil, innanlands sem utan. Við
höfum unnið að því hörðum hönd-
um síðustu árin að ná niður verði
veiðileyfa og árangurinn er umtals-
SILUNGSVEIÐI hefur farið
vel af stað, Jón Þ. Einarsson
fékk þessa sex vænu urriða
fyrsta daginn í Elliðavatni.
verður, enda hafa viðsemjendur
okkar sýnt mikinn skilning á stöðu
markaðarins. Svo kemur svona til-
boð sem skapar bændum óraun-
hæfar væntingar, skaðar þá þróun
sem verið hefur í verðlagsmálum
og það jafnvægi sem hefur verið
að nást milli verðlagningar veiði-
vatna og greiðslugetu veiðimanna.
Getur hreinlega sett allt á byijunar-
reit á ný. Það er fráleitt annað en
að þessir menn verði að hækka
verulega verð veiðileyfa og það er
Ijót atlaga að íslenskum stanga-
veiðimönnum," segir Friðrik Þ.
Stefánsson, formaður SVFR.
Sporðaköst
Frágengið er, að þeir Börkur
Bragi Baldvinsson og Eggert
Skúlason fréttamaður vinni saman
sex nýja þætti í syrpunni „Sporða-
köst“ á komandi sumri. Gerð þátt-
anna hefur legið niðri um tíma, en
alls hafa tólf þættir litið dagsins
Ijós, verið sýndir á Stöð 2 og gefn-
ir út á myndböndum. Hafa þeir
notið mikilla vinsælda meðal veiði-
manna. Að sögn Eggerts Skúlason-
ar er búið að velja „tökustaði", en
ekki er endanlega útséð um hveijir
verða „andlit“ hvers þáttar utan í
tveimur tilvikum. Eggert verður
sjálfur andlit þáttar sem fjallar um
Laxá í Leirársveit og Ámi Baldurs-
son í þætti sem fjallar um Laxá í
Dölum og Langá. Þá verða þættir
um Haffjarðará, vötn á fjöllum í
Húnaþingi og Rangárnar. Sjötti
þátturinn verður liklega frá Laxá
á Refasveit.
Vertíðarlok
Skemmtinefnd SVFR lýkur sinni
vertíð á föstudagskvöldið með síð-
asta opna húsi vetrarins. Valin-
kunnir veiðimenn lýsa í máli og
myndum tveimur af eftirsóttustu
svæðum félagsins, Halldór Þórðar-
son og Walter Lenz ræða um neðsta
svæðið í Norðurá, frá Laxfossi, og
skírskota til júníveiða. Jón G. Bald-
vinsson fjallar síðan um svæði 1
og 2 í Stóru-Laxá.
Leonardó da Vinci-áætlunin
Fyrstu styrk-
irnir auglýstir
FYRSTU styrkir til samstarfsverk-
efna innan Leonardó da Vincis áætl-
unar Evrópusambandsins og EES um
samstarf á sviði starfsmenntunar á
framhaldsskóla- og háskólastigi og
á sviði endur- og símenntunar í at-
vinnulífinu verða auglýstir í Lögbirt-
ingarblaðinu 5. maí. Styrkirnir falla
undir stuðning við aðgerðir til að
bæta skipulag og fyrirkomulag
starfsmenntunar í aðildarríkjunum.
Þeim er ætlað að efla tungumála-
þekkingu, þróun og útbreiðslu á ný-
mælum á sviði starfsmenntunar.
Bjöm Bjarnason menntamálaráð-
herra sagði að Leonardó-áætlunin
tæki við af svokallaðri Comett-áætl-
un og væri lögð sérstök áhersla á
samskipti og menntun á sviði starfs-
menntunar. Hann sagði að ESB og
EES ríkin ættu aðild að áætluninni
og væru 50 milljarðar lagðir til henn-
ar næstu 5 árin. Hvert aðildarríki
ber ábyrgð á að auglýsa og kynna
möguleika áætlunarinanr í sínu landi.
„Ég hef mikinn áhuga á að íslend-
ingar átti sig á möguleikum áætlun-
arinnar og hafí að markmiði að nýta
sér tækifæri sín sem best því þau
eru mörg. En þó fjármunirnir séu
miklir á okkar mælikvarða er sam-
keppnin hörð. Því þurfa menn að
undirbúa sig vel og setja markið
hátt,“ sagði Bjöm.
Af verkefnum innan Leonardó má
nefna mannaskipti og má reikna með
að ekki færri en 100 íslendingar eigi
þess kost að fara til Evrópu árlega.
Um verður að ræða nemendur á hin-
um ýmsu skólastigum, ungt ófaglært
fólk, kennara og starfsmenn sem
bera ábyrgð á starfsþjálfun í fyrir-
tækjum.
Yfirgripsmeiri en Comett
Menntamálaráðuneytið hefur gert
samning við Rannsóknarþjónustu
Háskólans um að taka að sér rekstur
landsskrifstofu áætlunarinnar. Hel-
len M. Gunnarsdóttir, forstöðumaður
Rannsóknarþjónustu Háskólans,
sagði að Leónardó væri yfirgrips-
meiri áætlun en Comett því iðn- og
framhaldsskólastigið væri innifalið í
henni. Hún sagði að áætluninni hefði
verið hleypt af stokkunum um ára-
mót og yrðu fyrstu styrkirnir aug-
lýstir í Lögbirtingarblaðinu 5. maí.
Styrkirnir næðu til nýjunga í starfs-
menntamálum, t.d. með nýtingu
tölva og ijarkennslu, og tungumála-
náms svo eitthvað væri nefnt. Um-
sóknarfrestur er til 31. júlí.
Hellen kynnti ráðstefnu um starfs-
þjálfun og endurmenntun á Grand
Hótel í Reykjavík 11. maí. Efnt er
til ráðstefnunnar í tengslum við
Leonardó-áætlunina og verða opnun-
arávörp frá fulltrúum menntamála-
ráðuneytis og framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins. Að því loknu
tekur við kynning á Leonardó-áætl-
uninni, starfsemi landsskrifstofu
Leonardós á íslandi og samstarfs-
nefnd atvinnulífs og skóla og hlut-
verki hennar í framkvæmd áætlunar-
innar. Rannsóknarþjónusta Háskól-
ans skráir þátttakendur.
Árangur af Comett
Hjá Sigmundi Guðbjarnarsyni,
prófessor og formanni Samstarfs-
nefndar atvinnulífs og skóla, kom
fram að íslendingar hefðu nýtt sér
Comett-áætlunina með ýmsum
hætti. Haldin hefðu verið 8 nám-
skeið fyrir styrk frá Evrópusamband-
inu, styrkir hefðu verið veittir til
námsgagnagerðar, nemendaskipta
og starfsmannaskipta. Fyrir milli-
göngu Sammenntar hafa um 45
nemendur skóla á háskólastigi farið
í starfsþjálfun í fyrirtækjum eða
stofnunum í öðrum löndum Evrópu.
Á móti hafa komið hingað sjö erlend-
ir nemendur.
Niu starfsmenn íslenskra fyrir-
tækja og stofnana hafa sótt sér
starfsþjálfun og endurmenntun til
Evrópu.