Morgunblaðið - 05.05.1995, Síða 11

Morgunblaðið - 05.05.1995, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 11 AKUREYRI LILJA Birna, Jenný og Elvar Steinn taka við hjálmunum sínum úr hendi St-efáns Jónssonar. Sjómenn ÚA-togara sömdu um fiskverð Snertir ekki gerð kjara- samninga UM 600 sjómenn í Sjómannafélagi Akureyrar, á Akureyri, Grenivík',' Dalvík og Hrísey munu fara í verk- fall sem skellur á 25. maí næstkom- andi hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Sjómenn á togurum Útgerðarfé- lags Akureyringa gerðu nýverið samning við félagið um 2% hækkun á markaðstengingu afla, hún var 15% en eftir samninginn fá sjómenn 17% af heildaraflanum greiddan sam- kvæmt verði sem gildir á mörkuðum. Þessi samningur hefur í engu áhrif á boðað verkfall að sögn Konráðs Alfreðssonar, formanns Sjómannafé- lags Eyjafjarðar. Hann sagði sjómenn lengi hafa verið óánægða með það fískverð sem ÚA greiddi og barist fyrir breytingum. Þeim hefði tekist að semja um dálitla hækkun við sinn vinnuveitanda en það væri atriði sem ekki snerti gerð kjarasamninga. „Okkar samningar hafa verið laus- ir frá áramótum 1992-1993 þegar sett voru bráðabirgðalög á verkfall okkar manna. Það þykir tími til kom- inn að gera kjarasamning, en okkar viðsemjendur virðast ekki fást að samningaborðinu öðruvísi en með hótunum," sagði Konráð. „Ég er ekki alltof bjartsýnn, okkar brýnasta mál er að fá lausn á verðmyndun aflans, það hefur verið í lausu lofti um langt skeið og mál til komið að botn fáist í það atriði í komandi kja- rasamningum." Sjö ára börn fá hjálma FÉLAGAR í Kiwanisklúbbnum Kaldbak færa öllum 7 ára börnum á Akureyri reiðhjólalijálma og fánastengur á reiðhjól sín á morg- un, laugardaginn 6. maí. Hjálm- arnir verða afhentir við verslun- armiðstöðina Sunnuhlíð frá kl. 11 til 14 en þeir sem ekki eiga heim- angengt á þessum tíma geta vitjað hjálma sinna hjá Júlíusi Fossberg, forseta klúbbsins, eða Stefáni Jónssyni, umsjónarmanni með verkefninu. Þetta er í fimmta sinn sem klúbbfélagar gefa akureyrskum börnum reiðhjólahjálma og hafa þeir á þessum tíma gefið tæplega 1.300 þjálma sem mælst hefur vel fyrir bæði meðal barnanna og for- eldranna. Sjóvá/Almennar, Frissi fríski og Bifreiðastöðin Stefnir styrkja Kiwanismenn vegna þessa verkefnis. Vorsýning Myndlistar- skólans ÁRLEG vorsýning Myndlistarskól- ans á Ákureyri verður opnuð á morg- un kl. 14 í húsakynnum skólans í Kaupangsstræti 16. Að þessu sinni verða sýnd loka- verkefni þeirra nemenda sem eru að ljúka námi í dagdeildum skólans, málunardeild og grafískri hönnun, og útskrifast að loknu fjögurra ára námi. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 11 til 18 og lýkur 28. maí. Erindi um alzheimer ÞÓRA Ákadóttir hjúkrunarfræðing- ur flytur erindi á síðasta fundi vetrar- ins hjá Félagi aðstandenda alzhei- mer-sjúklinga á Akureyri og ná- Stærö 42 mm. 250 kr./stk.* Stærö 52 mm. 275 kr./stk.* *me6 áletrun og hálssnúru. Einnig mikið úrvai at bikurum og öðrum verðlaunagripum. Afgreiöum fljótt og örugglega hvert á land sem er, buröar- gjaldsfrítt. Pantiö tfmanlega. Gullsmiðir Sigtryggur & Pétur sf. Brekkugötu 5 - P.O.box 53 - 602 Akureyri Sími 96-23524 - Fax 96-11325 Kór Akureyrarkirkju flytur Magnificat KIRKJULISTAVIKA er nú að heljast í Akureyrarkirkju og í til- efni af því flytur Kór Akureyrar- kirkju ásamt kammersveit og ein- söngvurum Magnificat eftir J.S. Bach í kirkjunni nk. sunnudag kl. 17.00. Stjórnandi er Björn Steinar Sólbergsson. Einnig verður á tón- leikunum fluttur Konsert fyrir org- el og hljómsveit í F-dúr eftir Hand- el. Þessir tónleikar eru jafnframt afmælistónleikar kórsins en á ár- inu eru liðin 50 ár frá stofnun hans. Fimm einsöngvarar taka þátt í flutningi verksins með kórnum, Margrét Bóasdóttir, sópran, Marta Halldórsdóttir, sópran, Sverrir Guðjónsson, kontratenór, Óskar Pétursson, tenór og Michael Jón Clarke, bassi. Konsertmeistari kammersveitarinnar verður Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari. grenni sem haldinn verður í dval- arheimilinu Hlíð á morgun. Stefnt er að því að stofna sam- býli fyrir alzheimer-sjúklinga á Ak- ureyri og hefur félagið augastað á hentugu húsnæði. Bandarísk og norsk verk í Listasafninu SÝNING á verkum norsku veflista- konunnar Else Marie Jakobsen og sjö silkiþrykkjum eftir bandaríkja- manninn Peter Halley verður opnuð í Listasafninu á Akureyri á morgun, laugardag, kl. 16.00 en sýningin er liður í Kirkjulistaviku. Else Marie er talin með fremstu veflistamönnum Noregs og hefur átt stóran þátt í að hefja kirkjulist þar í landi til vegs og virðingar. Hún hefur rekið eigin vinnustofu í Krist- iansand frá 1951. Norski sendiherrann á íslandi opn- ar sýninguna en hún er styrkt af norska menntamálaráðuneytinu. Peter Halley er einn helsti for- sprakki strangflatarmálverksins og hefur notið viðurkenningar fyrir list sína allt frá miðjum síðasta áratug. Sýning á verkum hans eru í vestur- sal safnsins og er hún í samvinnu við Mokka-kaffí. Hnattrænar umhverfis- breytingar DR. HALLDÓR Þorgeirsson plöntu- lífeðlisfræðingur flytur fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri á morgun kl. 14.00. Halldór fjallar um hnattrænar umhverfísbreytingar, s.s. veðurfars- breytingar af völdum gróðurhú- salofttegunda og um eyðingu ósón- lagsins, um kolefnishringrásina og bein áhrif af auknu koldíoxíði á lífrí- kið og viðbrögðum þjóða heims við þessum breytingum og tilraunum til að bregðast við vandanum með al- þjóðlegum samningum. Fósturheimili Félagsmálastofnun Akureyrar óskar eftir að komast í kynni við gott fólk sem getur tekið í fóstur barn á öðru ári, er þarfnast sér- stakrar umönnunar. Upplýsingar veita Helga Jóna og Þuríður í síma 25880 milli kl. 13 og 14. 50 ára afmæli Ólafsfjarðarbæjar íslandsmót í dorgveiði á Ólafsfjarðarvatni 6.-7. maí Dorgveiðifélag íslands og Ferðamálaráð Ólafsfjarðar efna til íslandsmóts í dorgveiði á Ólafsfjarðarvatni 6.-7. maí nk. í tilefni 50 ára kaupstaðarafmælis Ólafsfjarðarbæjar. Dagskrá: Laugardagur 6. maí: Kl. 10.00 -11.00 Mæting keppenda á Hótel Ólafsfjörður. Kl. 11.00 Veiði fyrri dags hefst. Kl. 16.00 Veiði fyrri dags lýkur. Kl. 21.00 - 23.30 Veiðisögur og gaman. Sunnudagur 7. maí: Kl. 10.00 Veiði síðari dags hefst. Kl. 15.00 Veiði síðari dags lýkur. Kl. 16.00 Kaffihlaðborð og mótsslit á Hótel Ólafsfirði. Keppni fer fram í tveimur flokkum:, unglinga og fullorðinna. Þátttökugjald er kr. 1.000. Þrenn verðlaun eru veitt í hvorum flokki fyrir þyngsta afla og auk þess verðlaun fyrir stærsta fiskinn. Upplýsingar og skráning er á Hótel Ólafsfirði í síma 96-62272. Ferðamálaráð Ólafsfjarðar. Dorgveiðifélag íslands. rm

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.