Morgunblaðið - 05.05.1995, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Hlutur inn-
lends bjórs
minnkar
MARKAÐSHLUTDEILD innlends
bjórs hefur dregist nokkuð saman
undanfama mánuði. Þannig höfðu
íslensku bjórframleiðendumir tæp-
lega 63% hlutdeild á tímabiiinu jan-
úar til apríl samanborið við um 71%
hlutdeild á sama tíma í fyrra.
Heildarsala bjórs á þessu fjögurra
mánaða tímabili yar alls rösklega 2,1
milljón lítra en var 1,9 miiljónir lítra
á sama tíma í fyrra, sem er um 12%
aukning. Nýjar tegundir hafa á þessu
tímabili náð einhverri fótfestu á
markaðnum. Má þar nefna Faxe,
Lapin, DAB og Orangje Boom sem
hver um sig höfðu 0,3-0,6% hlut á
fyrsta ársþriðjungi.
„Þrátt fyrir að hlutdeildin sé að
minnka varð söluaukning hjá báðum
íslensku framleiðendunum í lítrum
talið,“ segir Benedikt Hreinsson,
markaðsstjóri Ölgerðarinnar Egils
Skallagrímssonar.
Aðspurður um samkeppnisstöðu
fyrirtækisins eftir tollalækkun af
erlendum bjór um síðustu mánaða-
mót segir Benedikt að innlendi bjór-
inn sé ennþá mun ódýrari en sá er-
lendi því fyrirtækið hafí þegar lækk-
að sitt verð. „Við ætlum ekki að
missa þá hlutdeild í markaðnum sem
búið er að að byggja upp. Hins veg-
ar er ljóst að við þurfum að taka
verðlækkunina alfarið á okkur.“
VIÐSKIPTI
Aukin bjórneysla
Markaðshlutdeild framleiðenda í janúar-apríl 1994 og 1995:
Ölgerðin E.S.
Viking brugg
Becks
Heineken
Holsten
m.32,2%
130,4%
135.1%
7,2%
5,8%
5,9%
5,2%
IHII:
Pripps E!^’5%
U,6%
Anhauser lf^5í[%
Aðrir
2,5%
6,6%
Markaðshlutdeild bjórtegunda í janúar-apríl 1994 og 1995:
Egils Gull
22,2%
24,7%
kipting
órsölu 1995 Mi 1994
irum- Jan.-apr., Jan.-apr.,
iðum: lítrar lítrar
Budweiser '6%
Aðrar tegundir
Dósir 1.255.601 1.040.217
Flöskur 309.680 374.854
v.h.-fiö. 161.908 124.082
Kútar 408.641 364.992
Bjórsala
íheild,
jan.-apr.: : 2.135.830 1.904.145
Apótekarar
brutu sam-
keppnislög
SAMKEPPNISRÁÐ hefur kveðið
upp þann úrskurð að innkaupa- og
dreifingarfyrirtæki apótekara í
landinu, Klasi hf., hafi brotið gegn
ákvæðum samkeppnislaga með því
að mæla fyrir um það við apótek
að þau selji ekki vörur frá öðrum
aðila. Jafnframt telur ráðið að sam-
starfssamningur apóteka við annað
fyrirtæki sitt, eignarhaldsfélagið
Sveip sé skaðlegur samkeppni.
Málsatvik eru þau að í júní 1994
barst Samkeppnisstofnun erindi frá
heildversluninni T.H. Arasyni þar
sem kvartað var undan viðskipta-
háttum Klasa. Tilefni kvörtunarinn-
ar var dreifibréf Klasa til hluthafa
sinna þar sem þeim tilmælum er
m.a. beint til hluthafanna að þeir
taki ekki til dreifingar Hudosil-húð-
vörur sem T.H. Arason annast dreif-
ingu á.
Samkeppnisráðs telur ljóst að eig-
endur Klasa og Sveips séu markaðs-
ráðandi í smásölu á varningi sem
seldur er í apótekum. Með því að
senda tilmæli eða fyrirmæli á borð
við þau sem fram hafi komið í dreifi-
bréfinu sé Klasi hf. því að misbeita
ráðandi stöðu sinni. Þar sé um skað-
lega samkeppnishindrun að ræða
skv. samkeppnislögum, auk þess
sem slík háttsemi bijóti í bága við
góða viðskiptahætti í atvinnustarf-
semi í skilningi laganna. Því leggur
ráðið bann við afskiptum Klasa hf.
og Sveips hf. af sölu apóteka á öðr-
um vörum en þeim sem fyrirtækin
dreifa.
Einnig kannaði Samkeppnis-
stofnun samstarfssamning Sveips
og einstakra apóteka. Þar skuld-
binda apótekarar sig m.a. til að
kaupa tilteknar vörur eingöngu af
Sveipi eða Klasa auk þess sem þeir
skuldbinda sig til að hafa ekki á
boðstólum vörur sem að mati Sveips
fást ekki á viðunandi kjörum. Sam-
keppnisráð telur augljóst að slíkur
samningur sé skaðlegur samkeppni.
Samstarfssamingamir hafa þegar
verið felldir úr gildi.
Verða „píparar"
vatnsvirkjar?
Ákveðið að halda áfram starfsemi Ráðstefnuskrifstofunnar
Stöðug aukning á ráð-
stefnuhaldi útlendinga
STÓR sérbúinn jeppi verður á íslandsbásnum á alþjóðlegri sýn-
ingu í Genf þar sem skipuleggjendur funda, ráðstefna og hvatn-
ingarferða hvaðanæva að úr Evrópu munu bera saman bækur
sínar. Ársæll Harðarson, framkvæmdasljóri Ráðstefnuskrifstof-
unnar, fylgdist með er bíllinn var hífður um borð í skip á dögunum.
TILLAGA verður lögð fyrir aðalfund
Félags pípulagningameistara á aðal-
fundi félagsins í dag um að breyta
nafni félagsins í Meistarafélag vatns-
virkja. Jafnframt er gert ráð fyrir að
starfsheiti stéttarinnar verði vatns-
virki en ekki pípulagningamaður.
Þetta starfsiieiti er ekki nýtt í
stéttinni því um eða eftir 1950 tók
hópur meistara í Félagi pípulagn-
ingameistara það upp. Sömu menn
stofnuðu síðan Féiag vatnsvirkja hf.
sem starfað hefur á Keflavíkurflug-
velli og einnig verslunina Vatnsvirkj-
ann hf. í Reykjavík.
Á fundinum í dag verður einnig
lagt til að opna félagið fyrir meistur-
um á landsbyggðinni en fram til
þessa hefur það eingöngu starfað á
höfuðborgarsvæðinu. Tillagan felur
einnig í sér að inntökugjöld verði
afnumin og lög félagsins aðlöguð að
þeim breytingum sem orðið hafa í
umhverfi starfsgreinarinnar.
UMSVIF í ráðstefnuhaldi fyrir út-
lendinga hérlendis hafa farið stöðugt
vaxandi undanfarin þijú ár og útlit
fyrir að þau verði enn meiri á næstu
tveimur árum. Ákveðið hefur verið
að halda áfram samstarfi aðila í
ferðaþjónustu um Ráðstefnuskrif-
stofu Islands en þriggja ára reynslu-
tími er liðinn. Þetta kom fram á
aðalfundi Ráðstefnuskrifstofunnar
19. apríl sl. en um 25 fyrirtæki og
stofnanir eiga nú aðiid að henni.
Ráðstefnuskrifstofan vann á síð-
asta ári að ýmsum markaðsverkefn-
um og tók þátt í sérhæfðum sýning-
um í London og Genf. Þá hefur ver-
ið lögð áhersla á að hvetja íslendinga
í alþjóðlegum samskiptum að taka
að sér hlutverk gestgjafa og bjóða
til ráðstefna í auknum mæli hér á
landi. Skrifstofan gerðist aðili að
Evrópusambandi ráðstefnuborga
fyrir hönd Reykjavikur og hlaut
kynningarmyndband um borgina 2.
verðlaun í samkeppni sambandsins.
Upplýsingar skortir um
ráðstefnumarkaðinn
Hins vegar kom fram í máli Ár-
sæls Harðarsonar, framkvæmda-
stjóra, á aðalfundinum að verulega
skortir á að upplýsingar séu fyrir
hendi um þennan markað, þar sem
engin greining fer fram á tilgangi
dvalar erlendra ferðamanna. Ráð-
stefnuskrifstofan hefur þó safnað
saman upplýsingum um ráðstefnur
þijú sl. ár og sýna þær stöðuga aukn-
ingu.
Fundaraðstaða hérlendis þykir
hafa batnað verulega fyrir ^minni
fundi og viðburði en að mati Ársæls
þarf að taka ákvörðun um að byggja
nýtt ráðstefnuhús. íslendingar eigi
ekki möguleika á að hreppa sumar
ráðstefnur þar sem slíkt hús sé ekki
fyrir hendi. En burtséð frá því eigi
íslendingar enn mikla möguleika á
að auka sín umsvif á þessu sviði.
Ráðstefnuskrifstofan hefur nú
þriðja árið í röð skipulagt þátttöku
íslenskra fyrirtækja í sýningu fyrir
ráðstefnumarkaðinn í Genf dagana
16.-18. maí. Þar munu Ferðamála-
ráð, Reykjavíkurborg, Flugleiðir,
Ferðaskrifstofa íslands, Ráðstefnur
og fundir, Samvinnuferðir-Landsýn,
Urval-Útsýn og Jöklaferðir kynna
þjónustu sína.
' : É Ný sending af eldri
Oilily vörum
Frábært úrval af strigaökóm
! - wSRllSi - xfLhL úLfúfo*. ■ sfj-' • t • f 1 ■ IV' HORII.DIO M
BORGARKRINGUNNI Sími 68 95 25.
PU FÆRÐ UPPLYSINGAR UM HM'95
**#D»*>
ICELAND
1995
A VERALDARVEFNUM
http://www.handball.is
ORACLE W o r I d W i d e W e b I n t e r f o c e Kit
TEYMI
O R AC í E HUGBÚNAÐUR Á i S lA N D I