Morgunblaðið - 05.05.1995, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
______________________________________VERIÐ______________________________________ ^
Stjórnarformaður SH ræddi um samkeppni sölusamtakanna á aðalfundi Sölumiðstöðvarinnar
Skyldi engtin undra
þó hart sé barizt
„STÖÐUGT minnkandi aflaheimild-
ir á íslandsmiðum hafa leitt til vax-
andi samkeppni milli fyrirtækja um
kvótann og um viðskipti sem á einn
eða annan hátt leiða af kvótanum.
Þar getur verið um að ræða sam-
keppni um olíusölu, vátryggingavið-
skipti, skipaflutninga og um sölu
og útflutning afurða. Þama eru
miklir fjárhagslegir hagsmunir í
húfi og skyldi engan undra þó hart
sé um þá barizt.
Gagnstætt því sem áður var verða
þessi viðskipti ekki aukin með því
einu að auka sókn í takmarkaða
fiskistofna. Um slíkt er ekki að
ræða þar sem fískaflinn er fyrirfram
gefín stærð og byggir á úthlutuðum
heimildum. Þau verða aðeins aukin
með því að ná þeim frá einhveijum
sem fyrir er og minnka þar með
hans hlut,“ sagði Jón Ingvarsson,
formaður stjómar SH, meðal annars
á aðalfundi samtakanna í gær, og
bætti við: „Það er sannfæring mín
að Sölumiðstöðin sé nú betur í
stakk búin en nokkm sinni fyrr til
að taka þátt í þeirri samkeppni sem
framundan virðist verða og engin
ástæða til að skorast undan í þeim
leik.“
Jón Ingvarsson fjallaði nánar um
þessa samkeppni og sagði svo:
„Þessi samkeppni birtist okkur með-
al annars síðastliðið haust þegar
íslenzkar sjávarafurðir keyptu tæp-
an þriðjung hlutaljár í Vinnslustöð-
inni í Vestmannaeyjum og réðu þar
með yfír meirihluta í félaginu ásamt
samstarfsfyrirtækjum sínum sem
áttu fyrir dijúgan hlut í félaginu.
Yfirlýstur tilgangur með kaupunum
var að komast yfír afurðasölu
Vinnslustöðvarinnar, en félagið
hafði alla tíð verið aðili að SH.
Ekki stefna SH að eiga í
framleiðslufyrirtækjunum
Hið sama mun hafa legið að baki
þegar Kaupfélag Eyfirðinga gerði
Akureyrarbæ, sem á 53% í Útgerð-
arfélagi Akureyringa hf., tilboð um
kaup á hlutabréfum bæjarins í því
skyni að tryggja Islenzkum sjávaraf-
urðum hf. sölu ÚA. Þessi tvö dæmi
sýna okkur ef til vill hvers er að
vænta í þessum efnum í framtíðinni.
Það er ekki stefna Sölumiðstöðv-
arinnar að eiga hlut í einstökum
framleiðslufyrirtækjum innan vé-
banda sinna enda vandséð hvernig
fyllsta hlutleysis verði gætt svo vel
sé í slíkum tilvikum. Gæti ekki hugs-
azt að framleiðendum innan SH
þætti óeðlilegt að forstjóri eða aðrir I
starfsmenn SH ættu sæti í stjórnum |
einhverra frystihúsa innan SH j
vegna eignaraðildar SH að frysti-
húsurn? Fæ ég ekki séð annað en
að slíkt leiddi fyrr eða síðar til tor-
tryggni.
Hins vega mælir ekkert gegn því
að Sölumiðstöðin hafi forgöngu um
að safna saman hluthöfum meðal
aðildar- og samstarfsfyrirtækja um
þátttöku í rekstri framleiðslufyrir-
tækja og getur þá að sjálfsögðu
komið til þátttöku félagsins í fjár- i
festingum um stundar sakir.“
SH skilaði 624
millj. kr. rekstrar-
hagnaði árið 1994
Afkoma SH og dótturfyrirtækja 1994, í þús. kr. 1993, I þús. kr.
Rekstrartekjur 23.458.800 21.543.435
Rekstrargjöld 22.829.046 20.946.548
Hagnaður eftir skatta 629.754 BBBMMiiifflifef557m
SH 302.611 227.460
Coldwater Seafood 117.528 249.080
IFPL, Grimsby 134.256 105.116
IFSA, París 13.347 -4.333
IFPG, Hamborg 4.183 1.432
IFPC, Tokyo 66 '81
Jöklar hf. 37.641 34.920
Umbúðamiðstöðin 13.391 547
lcecon 1.869 -15.841
REKSTUR Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna gekk vel á árinu 1994
og á það jafnt við um móðurfyrir-
tækið í Reykjavík og dótturfyrir-
tækin heima og erlendis. Rekstrar-
tekjur samstæðunnar á árinu námu
23.5 milljörðum króna miðað við
21.5 milljarða árið þar á undan og
hækkuðu um 9% milli ára. Rekstrar-
gjöld voru 22,8 milljarðar króna í
fyrra en 20,9 milljarðar 1993 og
nemur hækkunin 9%. Hagnaður eft-
ir skatta er því 624 milljónir króna
1994 eða um 3% af veltu, á móti
tæpum 597 milljónum króna árið á
undan. Þetta kom fram á aðalfundi
SH; sem hófst í Háskólabíó í gær.
Arið 1994 var heildarframleiðsla
frystihúsa, frystiskipa og annarra
framleiðenda, sem fela SH sölu af-
urða sinna, 117.700 tonn eða 15,6%
meiri en árið áður. Þar af nam fram-
leiðsla innlendra aðila 101.900 tonn-
um, sem er 12.000 tonnum meira
en 1993 eða 13,3% og erlendra að-
ila 15.800 tonnum á móti 11.900
tonnum árið áður, sem er um 33,8%
aukning. Mest varð framleiðslu-
aukningin í loðnu, um 89.500 tonn.
8.400 tonn í karfa, 3.500 tonn í
loðnuhrognum, um 1.900 tonn í
rækju, 1.300 tonn í ýsu og 80 tonn
í humri. Verulegur samdráttur varð
hins vegar í þorski, ufsa, grálúðu
og hörpudiski.
Af heildarframleiðslunni í fyrra
var framleiðsla frystiskipa 43.200
tonn, að meðaltaldri framleiðslu er-
lendra skipa, eða 37% af framleiðslu
SH. Framleiðsla innlendu frystiskip-
anna var 27.400 tonn eða 27% af
heildinni. Á síðastliðnu ári nýttu 33
frystiskip sér þjónustu SH, þar á
meðal 9 erlend í eigu ýmissa aðila.
í upphafí þessa árs hafa 9 skip
bæst í hópinn og sinnir SH nú þjón-
ustu við 42 frystitogara, þar af 15
erlenda.
Af einstökum framleiðendum árið
1994 var mest framleitt hjá Útgerð-
arfélagi Akureyringa hf. eða 11.400
tonn að verðmæti 2.745 milljónir
króna og 14.200 tonn hjá Granda
hf. að verðmæti 2.435 milljónir
króna. Næstir í röðinni voru Þor-
móður rammi hf. með 1.494 milljón-
ir króna að verðmæti. Vinnslustöðin
hf. var með 1.493 milljónir króna
og Haraldur Böðvarsson hf. með
1.349 milljónir króna.
Sala SH í Reykjavík nam
2,84 milljörðum króna
Heildarútflutningur frystra sjáv-
arafurða frá íslandi 1994 var
244.000 tonn að verðmæti 55,7
milljarða króna miðað við fob-verð-
mæti. Þar af var útflutningur SH
103.300 tonn að verðmæti 23,3
milljarðar króna eða 43% alls út-
flutnings á frystum afurðum miðað
við magn og 42% miðað við verð-
mæti. Auk þess annaðist félagið
sölu og þjónustu fyrir erlenda aðila
og nam heildarsalan fyrir þá 17.100
tonnum að verðmæti 2 milljarðar
króna. SH flutti út um 1.300 tonn
af ferskum afurðum fyrir um 700
milljónir króna. Heildarsala Sölu-
miðstöðvariilnar í Reykjavík nam
þannig 121.700 tonnum eða 28,4
milljörðum króna að verðmæti mið-
að við cif-verð, sem er 34% verð-
mætisaukning frá fyrra ári. Hlut-
deild SH í útflutningi landsmanna
á frystum þorski miðað við magn
var 41%, á ýsu 45%, ufsa 52%, karfa
42%, rækju 35%, humri 44%, hörpu-
diski 52%, síld 51% og frystum
loðnuafurðum 66%.
Helstu breytingar á árinu 1994
voru þær að salan til Asíulanda jókst
um 79%, en til sölusvæðis Þýska-
landsskrifstofu SH varð 39% aukn-
ing.-Sala til Bandaríkjanna jókst um
18% og um 8% til Bretlands. Um
4% samdráttur varð í sölu til sölu-
skrifstofu SH í Frakklandi.
Sala Hambórgarskrifstofu
aldrei meiri
í fyrra seldi Coldwater Seafood
Corporation 40.900 tonn að verð-
mæti 189 milljónir dollara sem er
2% minna i magni og 6% í verð-
mæti, en samdráttur varð í sölu
verksmiðjuframleiddrar vöru, eða
um 9% í magni og 1% í verðmæti.
Samdrátturinn á rætur sínar að
rekja til minni sölu til stómotenda.
Sala gegnum umboðsmannakerflð
er hins vegar svipað og ’93. í fyrra
varð mikil söluaukning í verksmiðju-
framleiddri vöm, m.a. vegna tíma-
bundins samnings við Campbell So-
up fyrirtækið. Viðskiptin við Long
John Silver’s gengur vel á árinu.
Á sl. ári skilaði félagið 1,7 millj-
óna dala hagnaði eftir skatta á
móti tæpum 3,7 milljónum árið 1993
og nemur bókfært eigið fé nú 26
milljónum dollara og er eiginfjár-
hlutfallið rétt um 30%. Veik staða
dollars hefur enn ekki dregið úr
þorsk- og ýsuframboði til Bandaríkj-
anna, vegna þess hversu veikt sterl-
ingspundið hefur einnig verið. Öðru
máli gegnir hins vegar um ufsa,
karfa, rækju og hörpudisk, sem leita
í ríkara mæli á Evrópumarkað.
Icelandic Freezing Plants Ltd. í
Grimsby seldi 21.700 tonn í fyrra
fyrir 57,5 milljónir sterlingspunda
og er það 12% aukning í magni og
verðmæti miðað við 1993. Þar af
nam sala verksmiðjuframleiðslu
13.600 tonnum á móti 11.900 tonn-
um árið áður, sem er um 14% aukn-
ing í magni og 8% í verðmæti.
Flakasala og aðrar endursöluvörur
námu 7.600 tonnum á móti 6.600
tonnum árið áður sem er tæp 14%
aukning í magni og 22% í verð-
mæti. Rekstrarhagnaður IFPC nam
I. 255 milljónum sterlingspunda á
móti rúmri einni milljón punda árið
áður. í árslok var eigið fé félagsins
6,5 milljónir punda og eiginljár-
hlutfall 38%.
Heildarsala Icelandic Freezing
Plants GmbH í Hamborg í fyrra
reyndist 27.200 tonn að verðmæti
132 milljónir þýskra marka, sem
er um 37% aukning í magni og 38%
í verðmæti. Salan þar hefur aldrei
verið jafnmikil. Þyngst vegur aukin
rækjusala, sem nam 4.800 tonnum
að verðmæti um 48 milljónir marka
en það er 2.900 tonnum meira en
árið áður. SH er stærsti seljandi
karfa í Evrópu og seldi skrifstofan
10.200 tonn á móti 6.700 tonnum
árið áður. Ennfremur varð þar mik-
il síldarsala.
Mjög jákvæð þróun var í sölu á
smásölupakkningum en um 12% af
veltu félagsins voru smásölupakkn-
ingar karfa, rækju og þorsks. Nam
verðmæti þeirra um 15,8 milljónum
marka. Er það 28% aukning milli
ára, en hlutdeild fullunninna afurða
þar 73% af veltu félagsins. Mark-
aðsstaðan hefur styrkst verulega á
þessu sölusvæði undanfarin ár.
Rekstur Hamborgarskrifstofu SH
skilaði 97 þúsund marka hagnaði
í fyrra.
Á síðasta ári seldi Icelandic
France SA í París 14.300 tonn að
verðmæti um 240 milljónir franskra
franka sem er um 16% samdráttur
í magni en verðmætið er óbreytt
miðað við ’93. Parísarskrifstofan
seldi einnig vörur fyrir eigin reikn-
ing að verðmæti 116 milljónir
franka, sem er 12% aukning frá
fyrra ári. Reksturinn skilaði rúm-
lega 1 milljón franka hagnaði.
í fyrra seldi Söluskrifstofa SH í
Tókíó 42.500 tonn að verðmæti
II, 9 milljarða japanskra yena sem
cr um 79% aukning í magni og 73%
í verðmæti. Mikilvægustu markaðs-
lönd skrifstofunnar í Tókíó eru Jap-
an, S-Kórea og Taiwan, en sala
frystra sjávarafurða til Kína er
einnig hafin. Starfsemi skrifstof-
unnar hefur aukist jafnt og þétt frá
stofnun hennar 1989.
mita
CC-50
mm ■ ■ m ■ ■ ■ b ■
Frisklegt vortilboð
MJOG TAKMARKAÐ MAGN
VERÐ ÁÐUR 419.520 KR
TILBOÐSVERÐ
89.950- “
“150 blaða bakki fyrir A4 blöð.
“Ljósritar 10 síður á mínútu.
-Sérstök stilling til
að ljósrita ljósmyndir.
“Minnkun og stækkun 64% -156%.
“Blaðastærð: Frumrit B4 og minna,
afrit A5 og A4.
ggill Guttormsson-Fjölval hf.
Mörkin 1-128 Reykjavlk • Slmar: 581 2788 og 568 8650 • Bréfsími: 553 5821
Helstu söluaðilar: REYKJAVÍK, Penninn Hallarmúla - AKUREYRI, Bókval - SAUÐÁRKRÓKUR, Bókabúð Brynjars - ÍSAFJÖRÐUR, Straumur.