Morgunblaðið - 05.05.1995, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 05.05.1995, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tónlistarskóli Njarðvíkur Arlegir vortónleikar Kórsöng- ur, ein- söngur og tvísöngur LANDSVIRKJUNARKÓR- INN heldur tónleika í Fella- og Hólakirkju, sunnudaginn 7. maí kl. 17. Efnisskráin er ijölbreytt og auk kórsins verður boðið upp á einsöng og tvísöng. Einsöngvarar verða þau Birna Ragnarsdóttir, Þuríður G. Sigurðardóttir, Úlfar Vil- hjálmsson og Þorgeir J. Andr- ésson. Hljóðfæraleik annast Kolbrún Sæmundsdóttir píanóleikari og Guðni A. Þor- steinsson harmonikkuleikari. Stjórnandi frá upphafí er Páll Helgason. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Bruno sýnir á þremur stöðum ÞESSA dagana sýnir Bruno George Ægisson myndlistar- maður frá Vestmannaeyjum olíumyndir á striga á þrem mismunandi stöðum: Re- staurant Lefoli á Eyrarbakka, ísbúðinni ísjakanum í Vest- mannaeyjum og Kaffihúsinu Café Maria í Vestmannaeyj- um. Sýningamar standa fram að mánaðamótum. Kórar í Kópa- vogskirkju TÓNLEIKAR verða haldnir í Kópavogskirkju, laugardag- inn 6. maí kl. 16. Þar koma fram Kvennakór Hreyfíls, stjórnandi Sigur- björg P. Hólmgrímsdóttir, Kór SVR, stjórnandi Gunn- laugur Viktorsson, Kvenna- kór SFR, stjórnandi Aðalheið- ur Þorsteinsdóttir, Kór Frjálsrar fjölmiðlunar, stjóm- andi Sigvaldi Snær Kaldalóns og Kvennakór Suðurnesja, stjórnandi Sigvaldi Snær Kaldalóns. Kl. 15.45 til 16 leika Daní- el Arason á píanó og Sveinn Birgisson á trompet. Aðgangseyrir er 500 krón- ur. AÐRIR tónleikarnir í vortónleika- röð Tónlistarskóla Njarðvíkur verða haldnir sunnudagskvöldið 7. maí nk. kl. 20 í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Á þessum tónleikum koma fram lengra komnir nemendur skólans, þ.e. nemendur á 4. stigi og ofar. Enisskráin verður mjög fjölbreytt, bæði hljóðfæraleikur og söngur. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Fyrstu tónleikarnir í tónleikaröð skólans þetta vorið voru tónleikar söngdeildar sem haldnir voru í Ytri- Njarðvíkrkirkju þriðjudagskvöldið 2. maí sl. Þriðju tónleikarnir verða fimmtudagskvöldið 11. maí kl. 20, KÓR Langholtskirkju efnir til tón- leika sunnudaginn 7. mai nk. og verður þar m.a. flutt nýtt norskt tónverk sem frumflutt verður á sama tíma í tíu norrænum borgum. Þeir sem að tónleikunum standa gefa alla vinnu sína og rennur ágóð- inn til Bamaheilla. Hugmyndin að þessum samnor- rænu tónleikum er komin frá norsk- um málmblásarahópi í norsku borg- inni Levanger en eitt þekktasta tón- skáld Norðurlanda, Knut Nystedt, sem þar býr, samdi verkið fýrir stór- an kór, níu málmblásara og þijá slagverksleikara. Verkið er samið við ljóð hins þekkta breska skálds Fred Kaan, One Mighty Flowering RE YK J ALUND ARKÓRINN heldur vortónleika í Bæjarleik- húsinu í Mosfellsbæ nk. sunnu- dag kl. 20.30. Kórinn er að mestu skipaður starfsmönnum á Reykjalundi og er þetta níunda starfsár hans. Á efnisskránni ber mest á is- lenskum þjóðlögum í útsetningu en þá er það lúðrasveitin sem held- ur árlegu vortónleika, nú í fyrsta sinn í hinum nýja sal Njarðvíkur- skóla. Lúðrasveitartónleikarnir eru jafnframt liður í fjáröflun sveitar- innar, en hún er á förum í byijun júní austur á Neskaupstað á lands- mót Samtaka íslenskra lúðrasveita. Fjórðu og síðust tónleikarnir verða í Ytri-Njarðvíkurkirkju laug- ardaginn 13. maí kl. 17. Þá koma fram styttra komnir nemendur skól- ans með mjög fjölbreytta efnisskrá, en m.a. koma fram forskóladeild og kór skólans. Skólaslit verða í Ytri-Njarðvíkur- kirkju sunnudaginn 14. maí kl. 16. Tree. Varð að ráði að efna til sam- norrænna tónleika til styrktar Barnaheillum í viðkomandi löndum, þ.e. Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Islandi. Á tónleikunum nk. sunnudag mun Gradualekór Langholtskirkju syngja nokkur þekkt erlend og ís- lensk lög. I kórnum eru rúmlega 40 manns á aldrinum 10-17 ára. Því næst munu verða flutt nokkur málmblásturslög en tónleikunum lýkur með fyrrgreindu norsku tón- verki sem Kór Langholtskirkju mun flytja. Tónleikarnir í Langholtskirkju hefjast kl. 14 á sunnudag og er verði aðgöngumiða stillt í hóf. Islensk þjóðlög í Bæjar- leikhúsinu Jóns Ásgeirssonar, en þau fylla efnisskrán fram að hléi. Á efnis- Vorfagnaður tónlistar- skólans ísafirði, Morgunblaðið TÓNLISTARSKÓLINN á ísafirði efndi til vorfagnaðar í íþróttahús- inu á ísafirði 1. mai í samvinnu við Litla leikklúbbinn, auk þess sem Lúðrasveit Vestfj_arða sem skipuð er blásurum frá ísafirði.Bolungar- vík og Þingeyri lék. Um 300 manns sóttu tónleikana. Kynnir var Gunnlaugur Jónasson. Vorfagnaðurinn var blanda af tónlist leiklist og dansi auk þess sem töframaður lék listir sínar. Meðal efnisatriða var leikur 14 manna harmoníkuhljómsveit- ar.blokkflaututríó og hljómsveit Tónlistarskóla ísafjarðar lék nokk- ur lög.Félagar úr Litla Leikklúbbn- um léku 5 mínútna útgáfu af Ham- let, en fannst hún síðan of löng og fluttu aðra sem aðeins tók um eina mínútu í flutningi. Sigurður Friðrik Lúðvíksson tónlistarkennari sýndi töfrabrögð við mikinn fögnuð.Pól- ís bandið(skipað tónlistarmönnum frá Póllandi og íslandi) léku sveita- músik. Þjóðdansar voru stignir undir stjórn Hlífar Guðmundsdótt- ur kennara og Sæmundur Guð- mundsson málari lék undir ijölda- söng. En mestan fögnuð vakti leikur Lúðrasveitar Vestfjarða, sem lék af miklum krafti undir stjórn Hann- esar Baldurssonar í Bolungarvík. Það vakti athygli að frá Þingeyri komu 13 blásarar.Hljómsveit- armeðlimirnir hafa' æft í þrennu lagi í vetur vegna ófærðar, en komu svo saman og æfðu á laugardag- inn, með þeim góða árangri sem hlustendur heyrðu á Vorfagnaðin- skránni eftir hlé er svo að finna ýmis lög eftir íslenska og erlenda höfunda, m.a. sigild lög eftir Mozart. Stjórnandi Reykjalundarkórs- ins er Lárus Sveinsson og undir- leikari Hjördís Elín Lárusdóttir. Unnur Jensdóttir hefur radd- þjálfað kórinn sl. fimm ár. Nýtt verk flutt í tíu borgum samtímis ítalskt Qögurra eða tveggja rétta tílboð öll kvöld víkunnar: Laxa Carpaccío með fersku salti Rauðvínsbætt karfaseyðí Hrossalund „Romano" Tíramísu Verð pr. mann kr. 2.490 Gnoggi með spínati og ostasósu Smálúða með ætiþístlí og hvítu smjöri Verð pr. mann kr. 1.680 La Prímavera Húsí verslunarínnar Borðapantanir í síma 588-8555 Fullveldisvofan birtist senn á fjölunum NAFNLAUSI leikhópurinn frum- sýnir Fullveldisvofuna um miðjan maí. Höfundur er Þórir Steingríms- son og er hann einnig leikstjóri og sér um leikmynd og búninga. Tónlistarráðgjafar eru Jónas Ingimundarson og Sigurður Rúnar Jónsson. Meðal leikara eru: Erling- ur Gíslason, Dóra Magnúsdóttir, Valdimar Lárusson, Ingólfur Björn Sigurðsson, Guðbrandur Valdi- marsson, Arnhildur Jónsdóttir, Hólmfríður Þórhallsdóttir, Þorgeir Jónsson, Sigríður Sörens, Hjálmar Bjarnason, Hans Clausen og Aðal- steinn Guðnason. Minningar frá árinu 1918 Fullveldisvofan er leiklistarleg framsetning atburða ársins 1918 og er sérstaklega samin fyrir leik- hópinn sem vill minna áhorfendur á sjálfstæðisbaráttu íslensku þjóð- arinnar á því herrans ári og á þá arfleifð sem hún byggir á. Megininntak verksins er ferða- lag fólks að kvöldlagi, á leið af hátíðahöldunum á Þingvöllum 17 júní 1944. Ferðaðist það á vörubíl með boddýi, sem bilaði á Kópa- vogshálsinum, skammt frá Álfhóli. Á meðan verið er að gera við bílinn fara „landvættir" af stað og hrista upp í farþegunum ýmsar minning- ar frá árinu 1918, sem virtust hafa gleymst eða legið í þagnar- gildi. Nafnlausi leikhópurinn var stofnaður árið 1992 og saman- stendur af nokkrum eldri borgur- um í Kópavogi. EITT verka Sigríðar Sigurjónsdóttur. Aðrir kost- ir í Gallerí Greip SIGRÍÐUR Siguijónsdóttir opnar sýningu í Gallerí Greip, Hverfisgötu 82, Vitastígs megin, laugardaginn 6. maí kl. 17. Þetta er fyrsta einkasýning Sigríðar, en hún hefur tekið þátt í samsýningum í Bret- landi og Hollandi. Sýningin ber yfirskriftina Aðrir kostir og er sýning á húsögnum, aðal- lega skúffum, sem eru unnar úr ýmsum efnum, svo sem krossviði, MDF, plexigleri, pappa, gúmmíi, áli o.fl. Sigríður útskrifaðist frá list- hönnunardeild West Surrey College of Art and Design í Englandi 1992. Hún hefur aðallega fengist við leik- myndagerð fyrir kvikmyndi, nú síðast í kvikmynd Ingu Lísu Middeton „í draumi sérhvers manns.“ Sýningin stendur til 21. maí og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Farand- sýning SÝNING á grafíkverkum eftir sænsku listakonuna Hjördis Johansson-Becker verður opn- uð í anddyri Norræna hússins, laugardaginn 6. maí kl. 15. Sýninguna kallar hún „í bið- sal-I vántans rum“. Sýningin er farandsýning sem hefur áður verið sýnd í Svíþjóð og Finnlandi. Hjördis stundaði myndlist- arnám við myndlistardeild lýð- háskólanna í Álsta og Gálve og sótti einnig tíma í grafík hjá Hasse Hasselgren. Þá hef- ur hún lokið námi í listmeð- ferð. Hún hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Hjördis hefur áður komið til íslands, en þetta er fyrsta sýning hennar hér á landi. Sýningin verður opin dag- lega á opnunartíma hússins kl. 9-19 nema sunnudaga kl. 12-19. Nemenda- sýning Listaskólans við Hamarinn SÝNING á verkum nemenda Listaskólans við Hamarinn verður opnuð á morgun, laug- ardag, kl. 16 í húsnæði skolans og sýningarsalnum við Ham- arinn, Strandgötu 50, Hafnar- firði. Á sýningunni gefur að líta afrakstur nemenda vorannar við listaskólann, en boðið hefur verið upp á mörg námskeið í barna- og unglingadeildum annars vegar og framhalds- deildum hins vegar. Sýningin er einungis opin um helgina og er opin báða dagana kl. 14-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.