Morgunblaðið - 05.05.1995, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Nýr menntamálaráðherra Finna
Skáldið Claes
Andersson
Claes Andersson er menntamálaráðherra í
nýrri ríkisstjóm Finnlands sem tók við völd-
um 13. apríl. Hann hefur setið á þingi síðan
1987 og er meðal kunnari skálda í Finn-
landi. Jóhann Hjálmarsson sem hefur þýtt
nokkur ljóða Anderssons segir fra skáldinu.
ÞINGHÚSIÐ í Helsingfors
CLAES Andersson
fæddist í Helsingfors
1937 og er úr borg-
aralegri fjölskyldu.
Hann tók próf í
læknisfræði 1962 og
varð sérfræðingur í
geðlækningum 1969.
Hann starfaði við
sjúkrahús í Ekenás,
Veikkola og Helsing-
fors. Hann hefur setið
í borgarstjóm Esbo
frá 1989 og verið for-
maður Vinstrasam-
bandsins síðan 1990.
Hann var í framboði
til síðustu forseta-
kosninga í Finnlandi. Auk afskipta
af stjómmálum hefur hann setið í
bókmenntanefnd finnska ríkisins
og verið formaður Finnlands-
sænska rithöfundasambandsins.
Þjóðfélagið sem við deyjum í
Reynslu sína frá sjúkrahúsum
og stofnunum hefur Claes Anders:
son fært inn í skáldskapinn. í
fyrstu ljóðabókum hans ræður fag-
urfræðin. Um miðjan sjöunda ára-
tug taka „óhrein Ijóð“ völdin sam-
kvæmt stefnuskrá þeirra ára að
skáldið eigi að vera virkt í þjóðfé-
laginu, taka afstöðu og beijast.
Um þetta vitna bækumar Borgin
heitir Helsingfors (1965) og Þjóð-
félagið sem við deyi-
um í (1967).
Tímaritið FBT
(skammstöfunin óljós)
sem Claes Andersson
ritstýrði 1965-68 kom
því á framfæri að
skáldskapur ætti að
boða og breyta. Ég
man eftir Andersson á
þessum tímum, mjög
alvömgefnum manni
sem rangindi heimsins
virtust hvfla þungt á:
Ljóð étur maður ekki .
Þau eru ekki fyrir nauðstadda
heldur þá sem líða
annars konar skort
Ljóð eru enginn lygamælir
heldur lygin sjálf
í ljóðum, skáldsögum og leikrit-
um Anderssons speglast það við-
horf að ekki sé allt sem sýnist.
Bak við velferðina hrannast upp
vandamál. Fyrsta skáldsaga hans
Bak við myndimar (1972) er dæ-
migerð fyrir þetta. Þar lýsir hann
geðsjúkum og kemst að þeirri nið-
urstöðu að það sé ekki síst þjóðfé-
lagið sem sé sjúkt. Meðal leikrita
hans sem Qalla um manneskjuna
og samfélagið með gagnrýnum
hætti er Fjölskyldan (1973) sem
Leikfélag Reykjavíkur sýndi.
Ljóðabókin Herbergisfélagar
(1974) vakti mikla athygli og var
tilnefnd til Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs. Ljóð samnefnt
bókinni er úr heimi geðsjúkrahúss-
ins:
Sá fyrsti hafði breyst í hreingemingavél.
Annar hafði orðið bam aftur.
Þriðji hafði skorið af sér liminn í einrúmi.
Grátur þess fjórða hélt vöku fyrir
hinum þrem.
Sá fimmti hafði orðið fyrir geislun.
Sjötti var með fullan maga af rottum.
Sjöundi var ofsóttur fyrir kommúnisma.
Grátur þess áttunda hélt vöku
fyrir hinum sjö.
Sá m'undi fullyrti að sakiaust fólk
væri drepið.
Tíundi spáði heimsendi.
Ellefti hafði af miskunnsemi kyrkt
bam sitt.
Grátur þess tólfta hélt vöku fyrir
hinum ellefu.
Sá sem hafði skipt um ham. Sá sem
varð bam.
Sá sem hafði orðið fyrir geislanum.
Sá glöggskygpi.
Sá framsýni sem kyrkti bam sitt.
Grátendur sem héldu vöku fyrir
félöpm sínum.
Á níunda áratugnum verður
ljóðagerð Anderssons aftur ljóð-
rænni, persónulegri og innilegri.
Hann yrkir um haustið í lífi manns-
ins og tilvistarvandann eins og fleiri
skáld. í síðustu ljóðabókum hans,
Hörundið þar sem það er viðkvæm-
ast (1991) og Ljóð frá hafsbotni
(1993), er Andersson innhverfari
en áður þótt þjóðfélagið sé ekki
horfið úr verkum hans.
Claes Andersson hefur ekki lagt
leikritun á hilluna, en einkum sam-
ið útvarps- og sjónvarpsleikrit.
Hann hefur unnið sumt í samvinnu
við skáldbræður sína Bengt Ahlfors
og Johan Bargum. Saman skrifuðu
þremenningamir revíutexta á sjö-
unda og áttunda áratugnum.
Velviljað fólk
Menntamálaráðherrann Claes
Andersson mun varla hafa tíma til
skáldskapariðkana í bili. Hans bíða
mörg úrlausnarefni, m. a. hvemig
á að minnka framlag til
námsmanna um 300 milljónir
finnskra marka og spara á sem
flestum öðmm sviðum.
Skipun menntamálaráðherrans
nýja hefur verið afar vel tekið um
öll Norðurlönd. Vonandi þarf hann
ekki í því sambandi að rifja upp
ljóðið Velviljað fólk frá þeim ámm
sem hann var hvað róttækastur:
Velviljað fólk veldur mér ógleði.
Það vill öllum vel.
Það vill enpm vel.
CLAES Andersson
N Ý fc $ tJ ** Á * <0 *• N IV A * r i M *
YELIVEIÐI
-SNEMMA
;00
09-
, 0*-D°
Með hækkandi sól
lengjum við opnunar-
tíma okkar til móts
við þá veiðimenn
sem taka daginn snemma.
Einnig er nú lengur opið fyrir þá sem vilja
versla fram á kvöld. Komið við, því hjá okkur
fáið þið allar veiðivörumar frá Abu Garcia,
Hardy og Redington.
H A r N A R S T RÆT I 5
SÍMAH: 551 5*750 S, 551 4BOO
Kórsöngur
ogkvæði
DAGSKRÁ með verkum skáldanna
Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi
og Halldórs Kiljan Laxness, verður
flutt í félagsheimilinu Árnesi, Gnúp-
veijahreppi í kvöld kl. 21.
Flutt verða mörg af þekktustu
lögum íslenskra tónskálda við ljóð
Davíðs Stefánssonar og Halldórs
Laxness og lesin verða ljóð og
sögukaflar sem tengjast lögunum.
Flytjendur eru blandaður kór úr
uppsveitum Árnessýslu, undir stjórn
Margrétar Bóasdóttur, einsöngvarar
úr röðum kórsins, Benedikt Árnason
leikari og Agnes Löve píanóleikari.
Á meðan gesti hlýða á dagskrána
verður boðið upp á kvöldkaffi og er
það innifalið í aðgangseyri.
----♦ ♦ 4-----
„Karnival dýr-
anna“
FYRRI tónleikar Tónlistarskóla
Bessastaðahrepps á þessu vori verða
laugardaginn 6. maí kl. 14. Steinni
tónleikarnir og skólaslit verða laug-
ardaginn 13. maí kl. 17.
Fimmtudaginn 11. maí kl. 17.30
flytur svo forskólinn ásamt yngstu
meðlimum barnakórsins nokkur at-
riði í leikformi úr tónverkinu
„Karnival dýranna" eftir franska
tónskáldið Camille Saint-Saens.
Tónleikarni og sýning forskólans
fara fram í samkomusal íþróttahúss
Bessastaðahrepps.
„Einskon-
ar kyrra-
lífi“ að
ljúka
ÞREMUR sýningum í Nýlista-
safninu lýkur nú á sunnudag.
Steinunn G. Helgadóttir sýnir
í neðri sölum safnsins og ber
sýning hennar heitið „Eins-
konar kyrralíf". Á sýningunni
eru málverk, myndbandsmál-
verk og innstillingar. Steinunn
sýnir einnig uppstillingar á
Mokka kaffi.
Ingibjörg Hauksdóttir sýnir
í efri sölum safnsins málverk
og bróderaða skúlptúra. Gest-
ur safnsins í setustofu er
bandaríski myndlistarmaður-
inn Edward Mansfield.
Sýningarnar eru opnar dag-
lega frá kl. 14-18.
„Margserað
minnast“
í GALLERÍ Sólon íslandus var
í gær opnuð myndlistarsýning
sem ber heitið „Margs er að
minnast". Sýningin er tileink-
uð minningu Stefáns V. Jóns-
sonar frá Möðrudal, sem lést
30. júlí í fyrra.
Stefán frá Möðrudal, eða
Stórval, var afkastamikill list-
málari ög þau eru óteljandi
skiptin sem Stórval málaði
myndir af Herðubreið, en lita-
dýrðin og einlægur einfaldleik-
inn einkenna verkin sem hann
skildi eftir sig.
Verkin verða nú til sýnis og
sölu næstu daga á Sóloni ís-
landus og stendur hún til 11.
maí.
Guðbjörg
Lind í gamla
Sigtúni
GUÐBJÖRG
Lind Jóns-
dóttir opnar
málverkasýn-
ingu á vinnu-
stofu sinni á
Suðurlands-
braut 26, á
morgun,
laugardag, kl.
14*.
Á Suðurlandsbraut 26 var
áður skemmtistaðurinn Sigt-
ún. Á sýningu Guðbjargar
eru olíumálverk og olíuverk
unnin á pappír á síðastliðnum
tveimur árum.
Sýningin er opin frá kl.
14-16 virka daga nema mánu-
daga og frá kl. 14-18 um
helgar. Henni lýkur 21. maí.
Saltkrákan í
Norræna
húsinu
SÆNSKA kvikmyndin „Vi pá
Saltkrákan" verður sýnd í
Norræna húsinu sunnudaginn
7. maí kl. 14 í Norræna húsinu.
Sól, skemmtileg ævintýri og
uppátæki einkenna lífið á eyj-
unni Saltkráku í skeijagarði
Stokkhólms. Þar er alltaf líf
og fjör og krakkarnir veija
tímanum m.a. í að róa og fara
í allskyns ævintýraleiðangra.
Þetta eru þijár myndir sem
sýndar verða, byggðar á sög-
um eftir Astrid Lindgren.
Myndin er 75 mín. að lengd.
Allir eru velkomnir og að-
gangur ókeypis.