Morgunblaðið - 05.05.1995, Síða 35

Morgunblaðið - 05.05.1995, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 35 . AÐSENDAR GREINAR Hvenær á að taka mark á Ríkisendurskoðun? ÁGÆTU núverandi og fyrrverandi utan- ríkisráðherrar. Kannski er of seint að spyija Jón Baldvin Hannibalsson að þess- ari spurningu en samt geri ég það en auðvit- að hlýtur að vera hægt að fá svar frá núver- andi utanríkisráð- herra. Þessi spurning brennur mér á hjarta vegna þess að 1 gegn- um árin hefur óspart verið bent á Ríkisend- urskoðun þegar háttv- irtir ráðherrar hafa þurft að skera niður í ríkisgeiranum. Auðvitað. eiga þeir að taka mark á þessari þörfu stofn- un því hún hefur margsinnis sann- að ágæti sitt. En nú bregður svo við að Ríkis- endurskoðun gefur út skýrslu um Sýslumannsembættið á Kefla- víkurflugvelli og hvað þá? Ekkert mark er tekið á stofnuninni. Þar segir að undanfarin þijú ár hafi verið framkvæmdur svo mikill nið- urskurður að lengar verið ekki gengið. í skýrslu Ríkisendurskoð- unar kemur fram að stofnunin dregur í efa að fullnægjandi gæsla sé í hliðum varnarsvæðisins og eftirlit í lögreglubifreið sé ekki fullnægjandi nema tveir lögreglu- menn sinni því þar sem sönnuna- rörðugleikar kunni að gera vart við sig og er lagt til að þessi hluti verði styrktur. Þessi athugasemd vekur upp þá spurn- ingu hvort ekki eigi að banna að lögreglu- menn séu einir við eft- irlit bæði vegna þeirra sjálfra og þá ekki síst vegna borgaranna. Þetta er nær daglegt brauð hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli sökum niðurskurðar. Einnig kemur fram að löggæsla í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er ekki í nægjanlega góðri stöðu. Ríkisend- urskoðun nefnir að þjálfunarmál lögregl- unnar séu ekki í nægj- anlega góðu lagi. Það er mjög al- varlegt mál t.d. hvað varðar lög- gæslu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Lögreglunni er falið að annast hin ýmsu tæki í Flugstöðinni og þá á ég við að lögreglumenn þurfa að kunna á þau til að geta brugðist rétt við. Það er alvarlegt ef þjálfun- arskortur verður þess valdandi að menn geta ekki sinnt sínum störf- um sem skyldi. Þetta er spuming sem ráðamenn verða að taka tillit til, ekki síst þar sem talað er um Island sem útstöð landamæra Evr- ópu. Ekki hefur borið mikið á því að fjármagni sé veitt til þjálfunar í þessum málaflokki. Auðvitað er sérstaða Sýslu- mannsembættisins mikil. Almenn- ingur verður ekki svo mikið var við þá starfsemi sem hjá því er nema þá í tollgæslu, þegar borgar- Embætti sýslumanns á Keflavíkurflugvelli er í fjársvelti, segir Einar Helgi Aðalbjörnsson, sem hér allar um umsögn Ríkisendur- skoðunar og löggæslu í flughöfninni. arnir fara erlendis og þá þegar þeir koma til baka, kannski sakna þeir þess ekki. Ekki á þetta síst við um lögreglumennina því að þeir eru nú orðnir svo fáir að þeirra verður varla vart. Það sést kannski best á því hversu langt hefur verið gengið í niðurskurði að ef vantar einn lögreglumann á vakt að degi til kemur ekki lögreglumaður í hans stað og þegar vantar tvo á vakt þá er eingöngu kallaður út lögreglumaður í fjóra tíma af tólf. Það segir sig sjálft -að skerðing verður bæði á löggæslu á varnar- svæðinu og ekki síst í Flugstöðinni. Er nema von að ég spyrji þess- ara spurninga í ljósi þess að ekk- ert hefur komið frá utanríkisráðu- neytinu um að ráðuneytið ætli að fara eftir þessari skýrslu Ríkis- endurskoðunar. Virðist því vera að eingöngu sé tekið mark á stofnun- inni þegar þarf að réttlæta niður- Einar Helgi Aðalbjörnsson skurð. Ekki þekki ég valdsvið Rík- isendurskoðunar en það hlýtur að vera umhugsunarefni að ekki sé tekið mark á stofnuninni þegar hún bendir á að niðurskurður sé kominn langt niður fyrir öll velsæmismörk. Þótt auðvitað sé gott að ráðuneyti geti sýnt fram á að þau haldi að mestu áætlun um niðurskurð, þá verða ráðherrar að gæta þess að niðurskurður hjá stofnunum þess sé ekki það mikill að rekstrar- grundvöllur sé brostinn. Ekki treysti ég mér til að vitna í ákveðn- ar tölur um niðurskurð í utanríkis- ráðuneytinu í valdatíð fyrrverandi ráðherra en þó rekur mig minni til að hafa lesið það í einni árs- skýrslunni að tekist hafi nær alveg að halda áætlun um niðurskurð hjá ráðuneytinu. Ekki hefur verið neitt sérstaklega um það getið í skýrslum ráðuneytisins að aukning var á fjármagni til aðalskrifstofu á kostnað annarra stofnanna innan þess. Nú er svo komið að embætti sýslumannsins á Keflavíkurflug- velli er í algjöru íjársvelti og vita starfsmenn ráðuneytisins það manna best. Auðvitað er þetta embætti ekki nein undantekning en ríkisendurskoðun hefur tekið embættið út og sagt sitt álit. Þann- ig að eitthvað virðist standa í ráðu- neytismönnum að taka mark á stofnuninni. Tölur um þá aukningu afbrota sem orðið hefur vart við í tíð fýrri ríkisstjórnar eru kannski sú eina mælanlega aukning í starf- semi sem átt hefur sér stað í henn- ar tíð. Er sorglegt til þess að vita. Þetta fjársvelti til löggæslumála á íslandi hlýtur að vekja upp spum- ingu hjá þjóðinni allri hvort ekki sé tími til kominn að ráðherrar vakni af þessum djúpa svefni sem þeir hafa sofið í sambandi við lög- gæslumál almennt og geri eitthvað í málunum. Við lestur stefnuskrár núverandi ríkisstjórnar er ekki minnst á lög- gæslumál og sakna ég þess. Það hefur þó komið fram hjá báðum ríkisstjórnarflokkunum í kosninga- baráttunni sem nú er nýliðin að þeir ætla að taka þau mál föstum tökum. Verðum við að trúa því að þeir efni þau fyrirheit. Ekki er það víst að það borgi sig að kosta upp á úttekt frá Ríkisendurskoðun hjá öðrum lögregluembættum á land- inu, því það sýnir sig að ef sú út- tekt kallar á aukið fjármagn þá er ekki tekið mark á stofnuninni. Oft hefur það verið sagt að nýir vendir sópi best og nú er að sjá hvort koma Halldórs Ásgrímssonar í ríkisstjórn hafi ekki þau áhrif að hann beiti sínum mætti til eflingar löggæslunnar. Spurning er hvort augu Þorsteins Pálssonar fari ekki að opnast því löggæslan er jú und- ir hans stjórn að mestu leyti. Dómsmálaráðherra ætti nú á sínu öðru kjörtímabili að sjá að hann verður að fara að bretta upp erm- ar og efla löggæsluna. Það hafa margar greinar verið skrifaðar um mál löggæslunnar og margar góð- ar, þó held ég að besta greinin í langan tíma hafi komið frá Helga Kristjánssyni lögreglumanni í Keflavík sem birtist fyrir skömmu í Morgunblaðinu. Ættu ráðamenn að geta notað hana sér til leiðbein- ingar. Nú þegar Halldór Ásgríms- son er kominn í embætti utanríkis- ráðherra vona ég að hann lesi yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar um Sýslumannsembættið á Keflavík- urflugvelli. Eftir þann lestur held ég að utanríkisráðherra sjái að þetta fjársvelti embættisins á Keflavíkurflugvelli gengur ekki upp. Höfundur er lögregluvarðsljóri á Keflavíkurflugvelli og áhugamaður um stjómmál. Velkomin í Mosfellsbœ / Qarðyrkjusýning 5 ♦ - 7. maí í Ahaldahúsi Mosfellsbœjar, Völuteig 2 Sýningin ferfram í Áhaldahúsi Mosfeils- bæjar að Völuteig 2 Hafravalns- vegur j Úlfarsfell ' * \ » Leirvogur Helgaíei! 1000 m Samtök garðyrkju- og umhverfisstjóra á Islandi stendur fyrir sýningunni og verður aðaláherslan lögð á vélar og verkfæri til notkunar skrúðgarðyrkju. Einnig er sýnishom af safnhaugagerð og greinatætara í vinnslu. Kynning á leiktækjum af ýmsum gerðum, ráðgjöf í garðyrkju o.fl. íÞetta mun vera fyrsta sýning sinnar tegundar á Islandi og margt forvitnilegt að sjá, jafnt fyrir fagmenn, starfsmenn bæjar- og sveitarfélaga og hinn almenna garðeiganda. í^osfellingar og aðrir landsmenn eru hjartanlega velkomnir. Enginn aðgangseyrir. Veitingasala á staðnum. Jfýningin verður opnuð föstudaginn 5. maí kl. 15.00 að viðstöddum boðsgestum. Sýningin er öllum opin laugardag og sunnudag milli kl. 10.00-18.00. Sýningaraðilar: Frjó, Gróðurvörur, Ellingsen, Vetrarsól, Hrím, Glóbus, Atlas, Vélar- ogþjónusta, Ingvar Helgason, Sorpa, Landgrœðslan, Bamagaman, Bamasmiðjan, fóhann Helgi & Co.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.