Morgunblaðið - 05.05.1995, Side 36

Morgunblaðið - 05.05.1995, Side 36
36 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SALINA MARGRET JÓNSDÓTTIR VALGERÐUR TR YGG VADÓTTIR + Valgerður Tryggvadóttir fæddist á Hesti í Borgar- + Salína Margrét Jónsdóttir fæddist 9. febrúar 1922 að Hraunfelli í Vopnafirði. Hún lést í Danmörku 26. mars sl. Foreldrar hennar, Jón Krist- jánsson og Þórunn Oddný Ein- arsdóttir, eignuðust þrettán börn og var Margrét næst yngst systkinanna. Fimm þeirra eru nú á lífi. 12. febr- úar 1954 giftist Margrét Þor- keli Jóhannessyni. Þau eign- uðust eina dóttur, Helgu. Mað- ur hennar er Preben og eiga þau soninn René. Margrét var jarðsungin frá Vollmosekirkju í Óðinsvéum 31. mars sl. KIRKJUKLUKKURNAR í Vollsmosekirkju klingja yfir Od- ense í Danmörku. Við fjölskyldan höfum ekið langa leið til þess að fylgja ástkærri vinkonu okkar til grafar. Kirkjan er stór en aðeins fámennur hópur er viðstaddur, enda eru ættmenni öll og rætur heima á íslandi. Er ég hefí sest niður og lít í kringum mig falla skyndilega yfír mig minningar fímm ára sem er sá tími sem við fengum að njóta vinskapar Margr- étar og Þorkels í Fyrreparken 82. Margrét var sem ung lífsglöð og tilbúin að mæta spennandi lífs- hlaupi en þegar hún var sextán ára gömul heijaði á hana berkla- veiki sem varð upphafíð að ævi- langri sjúkdómssögu. Það hefur oft undrað mig hvílíkan innri styrk Margrét hafði til þess að komast í gegnum þennan öldugang lífs síns. En hún var ekki ein því að 12. febrúar 1954 giftist hún eftir- lifandi eiginmanni sínum, Þorkeli Jóhannssyni, og einnig átti hún trúan vin í dóttur þeirra hjóna, Helgu, sem og dóttursyni, René, og tengdasyni, Preben, sem dáði tengdamóður sína og urðu þau öll til þess að veita Margréti stuðning og ómælda gleði. Það var ósjaldan sem ég kom í heimsókn til heiðurshjónanna í Fyrreparken og alltaf var mér tek- ið með hlýju og gestrisni. Þrátt fyrir veikindin hélt Margrét mynd- arlegt heimili og var komin í eld- húsið um leið til þess að móttökur væru sem rausnarlegastar og ekki leið á löngu þar til kaffí og ýmist góðgæti var á borðum að austf- irskum sið og rausn. Margrét geislaði af lífsgleði og það eina sem henni fannst til ama var að hún var orðin lin til þess að dansa, en bætti það upp með undurfallegu orgelspili okkur til skemmtunar og að sjálfsögðu spilaði hún aðeins íslensk lög. Það vakti einstaka hrifningu hve næmt tóneyra hún hafði og samdi hún sjálf mörg gullfalleg lög. Minnist ég þessara stunda með söknuði. Margrét var útlærð saumakona og var aldrei í vandræðum ef leita þurfti til henn- ar ineð saumaskap. Árið 1970 fluttu þau hjónin til Danmerkur þar sem mikil vinna var við skipasmíðastöðina á Lindo. Bjuggu þau í Munkebo á Fjóni þar til þau fluttu afturtil íslands 1980. En gamla konungsríkið togaði í þau hjónin og 1989 fluttu þau alf- arin til Odense. Margrét hafði á Munkabo-árunum verið gjaldkeri í Íslendingafélaginu og alltaf stóð heimili hennar opið íslenskum námsmönnum, sem mikið er af á Fjóni. Undanfarna mánuði háði Margrét lokabarátíuna á sjúkra- húsum og fór ég oft að heimsækja hana, kraftar hennar voru farnir að dvína svo að sjálf gat hún ekki lesið vegna sjóndepru. En við átt- um saman trúna á Jesúm Krist og hafði hún tekið við honum sem frelsara sínum. Ég sat hjá henni og las úr Biblíunni fyrir hana og orðið fyllti hana friði. Nú er ævi- langri baráttu hennar við veikindi og heilsuleysi lokið, hún er komin heim til Jesú, í faðm hans sem huggar hrakin og þjáð böm sín, þerrar tárin og aldrei þarf hún að þjást framar, göngunni gegnum táradalinn er lokið. Ég vil að lokum votta vini mín- um og eftirlifandi eiginmanni hennar og fjölskyldu innilega sam- úð. Drottinn blessi minningu Sa- línar Margrétar Jónsdóttur. Ragnar Haraldsson, Julesminde, Danmörku. firði 21. janúar 1916. Hún lést í Landspítalanum 14. apríl síð- astliðinn. Utför Valgerðar var gerð frá Dómkirkjunni 26. apríl. „ÉG er fædd og uppalin í konungs- ríkinu íslandi og ber þess merki. Þá lifði þjóðin í þessu landi í sam- ræmi við þá möguleika sem landið hefur upp á bjóða. En nú finnst mér stundum eins og ég þekki ekki þessa svokölluðu lýðveldis- kynslóð þessa lands og mér fínnst það raunalegt." Þannig lauk Val- gerður Tryggvadóttir frásögn sinni af Alþingishátíðinni 1930 í útvarpsþætti árið 1985, en faðir hennar, Tryggvi Þórhallsson, var þá forsætisráðherra íslands. Orð hennar lýsa söknuði eftir því liðna og vonbrigðum með þróun þjóð- mála. Valgerður var fjórtán ára á Al- þingishátíðinni. í útvarpsþættin- um kemur fram hrifning hennar á þúsund ára hátíðinni sem efldi sjálfstæði þjóðarinnar og trú á landið: „Þjóðin var sátt við sjálfa sig, hreykin af menningararfínum og hún sýndi samstöðu sem aldrei fyrr né síðar og bar þess vegna gæfu til þess að hafa forystumenn sem siglt gátu heilu skipi í höfn.“ Fátt hefur mótað sjálfsmynd okkar meira en íslendingasögur. Ungir menn fóru utan til að afla sér frægðar og frama, heimsóttu konunga og jarla og þágu af þeim mikinn sóma. Konur voru ekki með í för. Árið 1930 sóttu Dana- konungur og Svíaprins íslendinga heim og Valgerður lýsir því í út- varpsþættinum þegar Kristján X bauð henni í konungsveislu og henni var skipað til sætis á milli konungsins og Alexandrínu drottningar. Og konungur bauð + Guðríður Árný Þórarins- dóttir var fædd í Borgar- nesi 1. febrúar 1915. Hún lést á dvalarheimilinu Skjóli við Kleppsveg 23. apríl sl. og fór útför hennar fram frá Ás- kirkju 2. maí. ÞEGAR ástvinur fellur frá leita á hugann ótal minningar. Þessar minningar geymum við í hjarta okkar og deilum þeim með öðrum þótt síðar verði. Þær eru margar góðar minning- arnar sem ég á um ástkæra föður- systur mína er nú hefur kvatt þennan heim. Minningar um kraftmikla konu, en það var hún Gugga frænka, hún gat allt. Ég man það sem lítil stelpa þegar ég fór með pabba og mömmu í heimsóknir á Hjallaveg- inn til Guggu og Klemensar. Þang- að var gott að koma, notalegt heimili með mikið af bókum og mikið af blómum og margt að skoða. Stóri garðurinn í kringum húsið sem var fullur af blómum sem frænka hugsaði svo vel um. Allar blómategundirnar hennar sem hún þekkti allar með nafni og hún var svo viljug að fræða mann um. Það var alltaf gaman að koma á Hjallaveginn og það breyttist ekki þó að maður yrði eldri. Stundirnar með fjölskyldunni þar sem mikið var talað, hlegið, drukkið kaffí, sagðar fréttir úr Borgarfirðinum eða frá ættingjum í fjarlægum löndum, skoðaðar henni upp í fyrsta dansinn og þau dönsuðu ein á gólfinu og allir horfðu á. Það er engum blöðum um það að fletta að Valgerður dáði og dýrkaði föður sinn en hún var nítj- án ára er hann féll frá. „Hann var rólegur og bjartur eins og alltaf," sagði hún þegar hún lýsir honum þar sem hann kom gangandi eftir Tjarnargötunni þingrofsdaginn 1931 með mannfjöldann á eftir sér. Hún hljóp á móti honum og þau gengu saman heim í ráðherra- bústaðinn. Ljóst er að sú reynsla sem Valgerður varð fyrir sem dótt- ir stjórnmálamanns hefur haft djúptæk áhrif á hana. Valgerði var fjarska annt um minningu föður síns. Mér er kunnugt um að hún fylgdist nákvæmlega með öllu sem skrifað var um föður hennar og hafði samband við þann sem í hlut átti til að láta í ljós álit sitt, vel- þóknun eða vanþóknun. Ég geri ráð fyrir að við báðar höfum verið ósáttar með þá mynd sem Guðjón Friðriksson dregur upp af sam- bandi Tryggva og Jónasar, afa míns, í sögu hans. Það var þijátíu árum eftir Al- þingishátíðina að ég, unglingur- inn, kom inn á heimili Valgerðar í Garðastræti. Athygli mína vöktu ljósmyndir sem héngu á veggnum. Þær voru flestar af föður hennar við opinberar athafnir, margar frá Alþingishátíðinni. Þetta sumar fórum við Valgerður á hestum Fjallabaksleið. Á þeim tíma voru slíkar skemmtiferðir inn á hálend- ið sjaldgæfar enda var meirihluti ferðafélaganna Þjóðveijar. Bíll fylgdi okkur með vistir og tjöld, en séð var um alla matseld fyrir hópinn. Ég á mynd af Valgerði sem tekin var í ferðinni. Hún var hávaxin, brosandi, hárið dökkt og vindsveipur í hárinu. Hún stendur eilítið gleið með hendur á mjöðm- um, klædd reiðfötum. Það sér í gamlar myndir þar sem endur- minningar voru rifjaðar upp, þetta voru stórkostlegar stundir. Gugga frænka bar hag fjöl- skyldunnar allrar mjög fyrir bijósti, hún þurfti að vita af því að öllum liði vel og að allt gengi vel. Börnin hennar, tengdabörnin og barnabörnin áttu gott að eiga þessa góðu konu. Þeir voru líka heppnir bræðurnir tveir að eiga hana sem stóru systur en samband þeirra þriggja var mjög náið. Það varð mikil breyting þegar Gugga frænka veiktist og flutti af Hjallaveginum en síðustu árin dvaldi hún á Hjúkrunarheimilinu Skjóli. Það voru oft fagnaðarfund- ir á Skjóli er Gugga og pabbi hitt- ust en þau dvöldu hvort á sinni hæðinni þar. Skemmtilegast þótti þeim að vera í faðmi fjölskyldunn- ar, ég tala nú ekki um ef í boði var kakó, brauðterta og konfekt, þá var nú gaman að lifa. Frænka var dugleg að koma á efri hæðina til að athuga hvemig bróður henn- ar liði og sat hún þá oftast við rúmið hans og spjallaði við hann og þetta þótti honum vænt um. En tímarnir breytast og við gerum það líka. Það er erfitt að þurfa að sætta sig við það að ein- hver sé farinn og að við hittumst ekki aftur, a.m.k. ekki hér. Á þess- ari stundu er mér efst í huga þakk- Iæti fyrir að hafa fengið að kynn- ast þessari stórkostlegu konu, föð- ursystur minni, sem kenndi okkur margt. hvít tjöld, bograndi fólk, fjall og himin. Valgerður tók mig að sér í þessari ferð eins og ég væri dótt- ir hennar, af ástúð og stjórnsemi. Valgerður var höfðingi í sjón og raun og kvenskörungur hinn mesti. Hún hafði ákveðnar póli- tískar skoðanir, var mikill þjóðern- issinni og hafði ríka réttlætis- kennd. Við Valgerður vorum báðar ákafir stuðningsmenn Vigdísar Finnbogadóttur i forsetakosning- unum 1980. Ég tók eftir því að hún umgekkst frambjóðandann af sömu móðurlegu stjómseminni og mig forðum. í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar voru nokkrir Reykvíkingar fengnir til að rifja upp endurminningar sínar á sam- komu á Kjarvalsstöðum. Meðal þeirra var Valgerður Tryggvadótt- ir. Hún greindi frá æskuheimili sínu í Laufási, leikjum þeirra bam- anna og fólkinu í nágrenninu. Hús þeirra Valgerðar og dr. Hallgríms Helgasonar í Olfusi teiknaði Þórir heitinn Baldvinsson arkitekt. Húsið var byggt sem eins konar umgjörð eða rammi um þá hluti sem Valgerði þótti vænst um. í eldhúsinu var stór skápur með glerhurðum. Ýmsum smáhlutum hafði verið raðað í hillumar og öll- um gefíð pláss til að njóta sín. Valgerður opnaði skápinn og tók fram greiðu í silfurhulstri. Greiðan lá í lófa hennar og hún sagði mér að þetta væri fermingargjöfin frá afa mínum og ömmu. Þannig átti hver hlutur sinn stað og sína sögu. Fyrir utan húsið var landið og fjall- ið sem kennt er við fyrsta land- námsmanninn og Ölfusáin féll vatnsmikil og straumþung til sjávar. Valgerður sagði við mig eftir að þau hjónin fluttu aftur í bæinn að ég skyldi heimsækja þau í Lauf- ási en það varð aldrei. Fundum okkar Valgerðar bar síðast saman á Gauki á Stöng. Þá bjó ég erlendis en var á íslandi í sumarfríi. Nú er ég komin heim en hún er horfín yfir móðuna miklu. Blessuð sé minning hennar. Gerður Steinþórsdóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Gugga, nú ert þú komin á annan stað og ég veit að vel hefur verið tekið á móti þér af ástvinum þínum. Nú þarft þú ekki lengur að þjást, þú hefur fengið lausn frá erfiðum sjúkdómum. Fyrir hönd móður minnar og bróður kveð ég þig, elsku frænka, og votta fjölskyldu þinni og ástvin- um öllum mína dýpstu samúð. Góður Guð geymi þig og minn- ingu þína. Sigurjóna Sigurbjörnsdóttir. Nú kveð ég Guggu mína að sinni. Ég vil þakka henni fyrir samveruna, hún var mér ómetan- leg, þegar ég flutti frá mínu fólki í nágrenni við hana á Langholts- veg 2 og þekkti fáa. Þá kom hún, búin þessum kostum, elskuleg, hreinskiptin og trygglynd. Við átt- um góðar stundir saman, sem ég þakka henni fyrir. Nú heldur Gugga á vit vina sinna sem fagna henni. Guð veri með henni, við sjáumst heilar hinum megin ungar aftur. Afkomendum hennar Guggu bið ég guðs blessunar. Unnur Guðmundsdóttir. + Ástkær amma okkar, ÞÓRDÍS GUNNARSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Sólvangi, áðurtil heimilis f Arnarhrauni 20, Hafnarfirði, er látin. Þórdís Birna Eyjólfsdóttir, Þorsteinn Eyjólfsson, Sveinbjörn Eyjólfsson. Móðurbróðir minn, ÁGÚST BJARNASON frá Sjónarhóli, Stokkseyri, verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 6. maí kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Helgi Sævar Helgason. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÁRSÆLL LÁRUSSON, Vfðimýri 12, Neskaupstað, verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 6. maí kl. 14.00. Kristín S. Friðbjörnsdóttir, Dagrún Ársælsdóttir, Ingvi Þór Kormáksson, Ársæll Þór Ingvason. GUÐRÍÐUR ÁRNÝ ÞÓRARINSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.