Morgunblaðið - 05.05.1995, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ1995 39-
-
rún, vinir og vandamenn, megi Guð
fylgja ykkur í sorg ykkar.
Gunnar og Gréta.
Kveðja frá
skíðadeild Ármanns
„Nú verður ekkert gaman að fara
á næstu Andrésarleika á Akureyri,“
sagði ung stúlka í Ármanni, er hún
frétti um lát Gunnars Arnar, og seg-
ir þetta meira en mörg orð um hug
okkar til Gunnars Arnar Williams-
sonar, sem við í dag kveðjum hinstu
kveðju.
Hver hefði trúað því að sunnudag-
inn 24. apríl sl. yrði í síðasta skipti
sem við sæjum hann, eftir að hafa
skilað okkur heim að lokinni ánægju-
legri ferð til Akureyrar, en þar hafði
hann verið með okkur í fimm daga,
við leik og keppni á skíðahátíð barn-
anna.
Gunnar Örn var mikill útivistar-
maður eins og öll hans fjölskylda,
og hóf hann barnungur að stunda
skíði hjá skíðadeild Ármanns og sótti
hann æfingar og keppni af miklum
dugnaði fram að sautján ára aldri,
er hann fann sér önnur áhugamál.
Gunnar Örn var góður skíðamaður
og ekki vantaði góða keppnisskapið
og þrautseigjuna, þegar hann var
að keppa. Tengsli hans við Ármann
rofnuðu aldrei þótt hann hætti að
æfa, kom hann oft í skíðaskála fé-
lagsins í Bláfjöllum til að hitta fé-
laga, frétta af þeim og samgleðjast
yfír góðum árangri félagsins. Böndin
við Ármann styrktust æ meir er
Gunnar Öm hóf að aka rútu með
skíðafólk upp í Bláfjöll, og þótti öll-
um ánægjulegt að sjá hann undir
stýri, því hann var hjálpsamur og
umfram allt mjög skemmtilegur bif-
reiðastjóri.
Þegar farið var að undirbúa ferð
til Akureyrar á Andrésarleikana vor-
ið 1994, var það ósk stjórnar skíða-
deildar Ármanns, að Gunnar Örn
yrði bifreiðastjóri okkar í ferðinni.
Þar ávann hann sér traust allra,
bæði barna og fullorðinna, fyrir ör-
uggan akstur og hjálpsemi, enda
má með sanni segja að öllum hafi
liðið vel í rútu hjá honum og ekki
brást hann trausti okkar nú í vor,
þar sem ekki kom annar bifreiða-
stjóri en hann til greina. Það hlýtur
oft að vera erfitt að aka fullri rútu
af börnum, sem oft eru fyrirferðar-
mikil, en með framkomu sinn hafði
Gunnar Örn börnin alltaf með sér
og hélt góðum aga. Með söknuði
senda félagar í skíðadeild Ármanns
fjölskyldu Gunnars Amar Williams-
sonar innilegustu samúðarkveðjur.
Minning um góðan og skemmti-
legan dreng mun lifa.
Haraldur Haraldsson.
Nú er óhætt að segja að góður
vinur sé horfinn sjónum okkar.
Raunveruleikinn færist alltaf nær'
og er mjög óþægilegur. Að sætta
sig við að Gunnar sé látinn er engan
veginn hægt, svona lífsglaður dreng-
ur fínnst manni að hefði átt að
stoppa lengur við. Okkur kynni af
Gunnari voru skemmtileg. Við
þekktum hann misjafnlega mikið og
ætlum því að setja okkar eigin minn-
ingar niður á blað.
Ég og Gunnar vorum á svipaðri
bylgjulengd og náðum því ótrúlega
vel saman. Athafnasemin var ótrú-
leg og maður man alltaf þegar Gunn-
ar hringdi og fyrsta spurningin var
alltaf hvað er verið að gera? eða
hvað á að gera? Hann hafði mikinn
áhuga á bilum, hjólum, vélsleðum
og allskonar íþróttum og voru sam-
ræður okkar oft í þeim dúr. Gunnar
var laginn í höndunum og hafði til-
finningu fyrir mörgu. Hann gat
dundað sér við ýmislegt og man ég
sérstaklega eftir því þegar ég gaf
honum hálfónýtar hlífðarbuxur á
sleðann sem ég taldi ónothæfar en
hann ekki því að næst þegar ég kom
í heimsókn var hann búinn að sauma
buxurnar saman í höndunum. Það
er margt sem mætti bæta við, en
þegar ég lít til baka var Gunnar
mér góður vinur og sérstakiega
traustur og hann sýndi manni það
margoft. Mínar síðustu minningar
og samverustundir með Gunnari
voru þegar hann aðstoðaði mig og
kærustuna mína við að flytja á Njáls-
götuna en þar keyptum við okkur
íbúð fyrir stuttu. Það hefði svo sánn-
arlega verið gaman að bjóða Gunn-
ari oftar í heimsókn og njóta sam-
veru hans.
Hér með kveð ég Gunnar Örn
Williamsson með miklum söknuði og
sendi foreldrum, fj'ölskyldu og að-
standendum hans miklar samúðar-
kveðjur.
Ingibergur Jón Sigurðsson.
Það er svo sárt þegar Guð tekur
af okkur völdin og breytir lífi okkar
eins og smellt sé fingrum, það þarf
ekki nema eitt augnabiik til þess að
við missum einhvern sem okkur þyk-
ir vænt um, og erfitt er að hugsa
til þess þegar ég heimsæki Stefaníu
að þar verði enginn Gunnar. Það var
alltaf svo gaman þegar Gunnar var
heima, hann spjallaði við mann,
spurði hvernig allt gengi og gantað-
ist eins og honum var einum lagið.
Það kemur enginn í hans stað,
það var bara til einn Gunnar og
honum mun ég aldrei gleyma. Þegar
ég hringdi í Oskar og sagði honum
þessa sorgarfrétt gat hann ekkert
sagt nema „þetta er rosalegt" það
var það eina sem hann sagði í 10
mínútur og það er líka satt, það er
rosalegt að strákur í blóma lífsins
skuli deyja á meðan hann sinnir
áhueramálinu.
Elsku Kristín, Willi, Eðvarð, Sig-
rún og Stefanía, ég veit hvað sorgin
er óbærileg, reyndar hef ég ekki
misst son minn eða bróður minn, en
fyrst mér líður svona (og hann var
vinur minn) þá held ég að óbærileg
sé vægt til orða tekið, þið eigið hug
minn allan þessa dagana og þið eruð
í bænum mínum á hvetju kvöldi.
Ég bið líka til Guðs að Gunnar finni
liósið. Góði Guð, takk fyrir að við
Oskar fengum að kynnast þessum
yndislega strák, Gunnari.
Góði Guð gefðu að
Gunnar Ijósið fínni
þó hann hverfí hef ég hann
héma, i minningunni.
íris Kristinsdóttir.
Loksins er komið sumar. Sólin
hækkar á lofti og farfuglarnir snúa
heim, vetrardvölinni er lokið á suð-
rænum slóðum. Ég hafði beðið sum-
arsins með eftirvæntingu. Ég var
líka að koma heim eftir að hafa
dvalist á erlendri grund vetrarlangt.
Ég hafði hlakkað svo til að koma
heim, hitta fjölskylduna, hitta vin-
ina, en Gunnar Örn vinur minn er
farinn. Hann kemur aldrei aftur til
okkar nema í hjarta okkar og minn-
ingu. Þegar pabbi minn hringdi í
mig til að segja mér að Gunnar Öm
hafí látist af slysförum var eins og
dregið væri fyrir sólu. Allt í einu
var eins og veturinn hefði læðst
aftan að mér og tekið sumarið frá
mér.
Ég man ósköp vel eftir því þegar
við kynntumst. Við voram ekki
nema fímm ára. Það var haust og
við vorum að hefja skólagöngu í
ísaksskóla. Næstu Ijögur árin vor-
um við saman í bekk. Ég man ekki
eftir mörgum skólafélögum mínum
úr ísaksskóla, en Gunnari gleymir
enginn. Ótal uppátæki og gaura-
gangur fylgdu honum hvert sem
hann fór. Ég gleymi því aldrei hvað
mér þótti hann mikil hetja að þora
að fara einn með rútunni upp í Blá-
fjöll til að komast á skíðaæfingu
hjá Ármanni. Ekki leið á löngu þar
til að ég fór að stunda æfíngar þar
líka. Foreldram hans á ég mikið að
þakka og var stuðningur þeirra
ómetanlegur. Það var alltaf gott að
vita að maður ætti góða vini að í
fjallinu. Stundum var það svo ógnar
stórt og ég svo ósköp lítil. í skíða-
deildinni eignuðumst við marga af
okkar bestu vinum. Vinahópurinn
var stór og við áttum margar góðar
stundir saman, fórum í ferðalög,
skíðuðum, eyddum frítímanum sam-
an og skemmtanimar vora ófáar.
Það var alltaf gaman að heyra
Gunna tala um Stefaníu litlu systur
sína þegar hún heyrði ekki til. Hann
var svo stoltur af henni. Alla tíð
hafði hann auga með henni og pass-
aði að ekkert kæmi fyrir hana. Ég
óskaði mér oft að ég ætti stóran
bróður sem myndi vaka yfir mér.
Stefanía var hans besti vinur.
MINNINGAR
Timinn leið. Leiðir lágu í ólíkar
áttir. Sumir fóra í framhaldsskóla
og seinna í háskóla, aðrir fóra að
vinna. Þrátt fyrir það héldum við
alltaf sambandi. Það er eins og að
vinahópurinn hafi minnkað um
helming, það verður aldrei eins og
það var áður. Gunnar Örn var
traustur vinur, og góður vinur sem
alltaf var hægt að leita til hvemig
sem á stóð.
Þó að nú sé komið að leiðarenda
hjá okkur að sinni, trúi ég að þetta
sé upphafið að einhverju nýju og
góðu hjá Gunnari Erni en ekki end-
ir. Minningin um góðan dreng lifir
í hjörtum okkar að eilífu.
Elsku Stefanía, Kristín, William
og Edward, Guð styrki ykkur i ykk-
ar miklu sorg.
Kristín Björnsdóttir.
Við kveðjum í dag hinstu kveðju
Gunnar Williamsson sem lést af
slysföram á Akureyri 28. apríl síð-
astliðinn.
Með þessum kveðjuorðum langar
okkur að minnast Gunnars og þakka
stutt kynni sem hófust á haustdög-
um. Hann, eins og svo margir ung-
ir drengir, sem snúast í kringum
vélsleða, var vinnusamur atorku-
maður sem laðaðist að snerpu og
krafti tækjanna. Það er sjaldan
lognmolla í kringum þann hóp. Á
þeim vettvangi hófst samvinna okk-
ar.
Gunnar var ötull og þrautseigur,
góður ökumaður, mjög tæknilega
sinnaður og gaf það honum sérstöðu
meðal kappanna. Margt var rætt
og spáð um útfærslu á sleðanum
og hvernig hann gæti notað reynslu
sína frá keppnisáranum á skíðum
og yfírfært í keppni á vélsleða.
Hann var þegar á fyrstu mótunum
farinn að hlaða inn verðlaunum.
Einn félaga hans orðaði það svo:
„Gunni var bjartasta vonin í vetur.“
Gunnar fór frá okkur feðgunum
í Vélaröst síðdegis á fimmtudag til
að ná í Steinar sleðafélaga sinn og
verða samferða honum til Akur-
eyrar. Við óskuðum honum góðrar
ferðar norður og hann svaraði af
sinni hæversku og kurteisi: „Takk
fyrir!“ Sú kveðja var hinsta kveðja
okkar til hans.
Við sendum foreldram Gunnars,
þeim Kristínu og William, og syst-
kinum hans samúðarkveðjur.
Hvíli Gunnar í friði.
Ófeigur Geirmundsson,
Þórir Ófeigsson,
Haukur Ófeigsson.
Til Gunnars Arnar,
í fjarveru minni á sjó
Það voru skíðin sem leiddu okkur saman.
Við renndum okkur, lífið var svo einfalt og
gaman.
Metinpr var alltaf okkar í milli,
en vinskapurinn honum í hófið stillti.
Þú varst á undan okkur yfír,
en minning þín hún áfram lifir.
Enginn veit hvenær lífsneistinn slokknar
kannski á morgun kemur tíminn okkar.
Ég kveð þig nú vinur minn
við sjáumst aftur en ekki um sinn.
Aðeins Guð veit hvar og hvenær.
En veit ég að vinátta okkar aldrei rénar.
Vinur frá ísafirði,
Sigurður Hólm.
Mýnd af þér á leikskólaaldri með
systur minni er það fyrsta sem kem-
ur upp í hugann þegar ég hugsa til
baka um það hvar þú varðst fyrst á
vegi mínum, mynd sem alltaf öðru
hverju bar fyrir sjónir mínar í for-
eldrahúsum. Ekki grunaði mig þó
að við ættum eftir að verða svo
góðir vinir sem raun varð á, en okk-
ar sameiginlegu áhugamál og ævin-
týramennskan sem þeim fylgdi leiddi
okkur saman. Þú tókst sleðamennsk-
una og keppnina alvarlega og lagðir
þig allan fram. Menn uppskera eins
og þeir sá, og þú leiddir þína sveit
til sigurs í þinni annarri keppni.
Kynni okkar urðu ekki löng í þessu
lífi en það er mín trú að við eigum
eftir að taka upp þráðinn aftur. Þín
minning lifír.
Ég kveð þig vinur og þakka þér
samfylgdina í bili.
Sigurður Gylfason.
í dag kveðjum við í hinsta sinn
kæran vin og félaga, Gunnar Örn
Williamsson, son Willa og Kristín-
ar, sem við höfum öll unnið með
og kynnst svo náið.
Gunnar Örn mun alltaf standa í
minningu okkar sem káti og lífs-
glaði ungi maðurinn, sem var næst-
um dáglegur gestur hér á skrifstof-
unni. Meðan hann stundaði skóla
leið varla sá dagur að hann kæmi
ekki hingað til að hitta móður sína
og eftir að hann hóf ungur störf
hjá fjölskyldufyrirtækinu við bif-
reiðaakstur gaf hann sér alltaf tíma
til þess að líta inn á skrifstofuna,
þó ekki væri nema til þess að heilsa
upp á okkur og rabba um lífíð og
tilveruna.
Gunnar Örn var um margt
óvenjulegur ungur maður, sem naut
þess að vera til, alltaf jákvæður og
tilbúinn til þess að ræða alla þætti
lífsins. Hann var einstaklega bam-
góður og hafði lag á að laða að sér
böm, enda sýndi það sig. þennan
stutta tíma sem hann starfaði að
akstri hér hvað honum lét vel að
vinna með börn og unglinga.
Við eigum eftir að sakna þessa
lífsglaða unga manns, sem h'afði
einlægan áhuga á lífi og gengi okk-
ar. Hann vissi alltaf hvar börnin
okkar vora stödd í lífshlaupi sínu,
hvar við vorum stödd í lífsbarátt-
unni og hann fylgdist með af áhuga
ef stórviðburðir voru í vændum hjá
einhvetju okkar.
Við biðjum Guð að styrkja Krist-
ínu, Willa og fjölskyldu þeirra í
þeirra miklu sorg og biðjum hann
jafnframt að geyma einlægan og
góðan vin okkar, Gunnar Örn Will-
iamsson.
Emil, Bryndís, Elín, Gurrý,
Dóra, Valdimar, Jón og
Steina, starfsfólk
Ferðaskrifstofu G J.
Þegar þær fréttir bárust okkur
að Gunni væri látinn var eins og
einhver slökkti á sólinni og fallega
vorveðrinu þennan bjarta föstudag.
Við gátum ekki séð það fyrir okkur
að Gunni væri dáinn.
Kynni okkar af Gunna voru ekki
löng, í raun alltof stutt. Veturinn
1994 kom hann stundum til okkar,
oftast með Edda bróður sínum.”Það
fór ekki mikið fyrir honum þann
veturinn en strax í haust var greini-
legt að hann ætlaði að hella sér út
í harðan heim sleðaíþrótta. Það
sást strax að Gunni gerði þá hluti
vel_ sem hann tók sér fyrir hendur.
í þeim tveimur mótum sem Gunni
tók þátt í gekk honum mjög vel og
oft urðu reyndari keppnismenn að
láta í minni pokann fyrir þessum
harða nýliða. Keppnisskap og harka
voru þó ekki einkenni Gunna, held-
ur gamansemi og vinsemd.
A meðal keppenda og annarra
var Gunni vinsæll og var hann
ófeiminn að spjalla við menn og
skipti engu rnáli hvað sleðinn hét
sem menn voru á. Vandamál og
vesen voru hugtök sem Gunni
þekkti ekki enda hafði hann sína
hluti á hreinu.
Sárt er að hugsa til þess að Gunni
sé horfinn úr lífi okkar. Ungur
maður fullur af vonum og draumum
um lífið og framtíðina. En við eigum
þó eftir minningar og þær minning-
ar munu lifa og verða sterkari eftir
þetta áfall.
Þegar leiðir skilur þökkum við
Gunna samfylgdina og biðjum Guð
að gefa ástvinum hans styrk á þess-
um erfiðu tímum.
Hver minning er dýrmæt perla
að liðnum lífsins degi.
Hin Ijúfu hljóðu kynni
af alhug þökkum vér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf
sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum
sem fengu að kynnast þér.
(Davíð Stefánsson)
Starfsfólk
Gísla Jónssonar hf.
í dag verður til grafar borinn
ungur vinur minn, Gunnar Örn Will-
iamsson. Ég kynntist honum fyrir
sjö áram þegar ég hóf störf hjá
Guðmundi Jónassyni. Þá var hann
fimmtán ára unglingur en ég hins
vegar 24 ára gjafvaxta mær. Á
þessum aldri er yfirleitt mikill
þroskamunur en ég fann aldrei fyr-
ir því með Gunnar. Hann var ein-
stakur unglingur og virtist ekki
hafa smitast af hinni alræmdu „ung-
lingaveiki“. Ég efast um að margir
unglingar hafi tilbúnar pönnukökur
handa mömmu þegar hún kemur
heim úr vinnunni!
Á þessum áram var hann stund-
um í sveit á sumrin, þá kom hann
í heimsókn á skrifstofuna og sagði
mér sögur úr sveitinni. Hann hleypti
endram og eins kappreiðahestum
fyrir þá Skarðsbændur á hestamót-
um sunnanlands og því fannst mér
tilvalið að ýta piltinum í hesta-
mennsku. En þrátt fyrir fagrar lýs-
ingar á þeirri göfugu íþrótt tókst
mér ekki að kveikja áhuga hans.
„Uss,“ sagði hann, „þær komast
ekkert áfram þessar trantur.“ Og
þar með var það útrætt mál.
En eitt áhugamál áttum við sam-
eiginlegt, jeppa og seinna vélsleða.
Og því gátum við setið í langan tíma
á skrifstofu minni og talað um jeppa
og fjallaferðir. Það byijaði alltaf
með því að Gunnar kom í dyragætt-
ina og sagði: „Jæja, á ekki að fara
að selja jeppann?" Og svo hófst löng
umræða um það hvort Willy’s væri
drifbetri en Subaru. Og núna sein-
asta árið hvort Ski-doo kæmist
hraðar en Polaris. En við reyndum
aldrei með okkur nema í tali, ég
gat þó stundum átt vinninginn á
þeim vígstöðvum. Ég hefði ekki
boðið í það í verki, því hann hefði
gjörsamlega stungið mig af og þar
með hefði ég setið eftir með sárt
ennið og lítið getað sagt í næstu
„kappræðum". Enda er ég hér að
tala um einn efnilegasta vélsleða- ‘ "
mann sem komið hefur fram í lang-
an tíma og var með aðra höndina á
íslandsmeistaratitli.
Já, Gunnar Örn var efnispiltur.
Hár, ljóshærður með blá augu, lík-
aminn stæltur, hress, opinn og
skemmtilegur og alveg einstaklega
barngóður. Óskabarn hverra for-
eldra. Hann fylgdist vel með hvem-
ig fjölskyldunni minni leið, spurði
mig hvernig „Indriði“ hefði það,
hvað hundamir hefðu gert af sér og
í hvaða sveit Skorri (hundurinn
hans) hefði verið sendur. Nú kemst
hann að því, því ég veit að vinur
hans tekur á móti honum „hinum
megin“ með dillandi skott og blik í
augum.
Elsku Kristín, Willi, Eðvarð, Stef-
anía og Sigrún. Ég votta ykkur
mína dýpstu samúð. Gunnar Örn
mun alltaf eiga stað í hjarta mínu.
Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína
sem hefði klökkur gígjuárengur brostið.
Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu á eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(Tómas Guðmundsson)
Steinunn.
Þó svo að kynni mín af Gunna
hafi verið stutt, finnst mér eins og
ég hafi þekkt hann í mörg ár. Það
var alltaf svo gott að koma heim til
Gunna svo hlýleg móttaka af öllum
á heimilinu og mér leið alltaf svo
vel þar inni. Mér finnst hræðilegt
að hugsa til þess að eiga aldrei eftir
að koma heim til Gunna, þegar hann
er. Minningar mínar um Gunna eru
þær að hann var mjög lífsglaður og
aldrei sá ég hann í vondu skapi,
hann var dálítið stríðinn og hafði
gaman af að gera grín að manni.
Það síðasta sem ég man um Gunna
var þegar hann aðstoðaði mig og
kærasta minn við að flytja, að Njáls-
götu. Ég hafði vonast til að fá Gunna
oftar í heimsókn, því hann var ávallt
velkominn inn á mitt heimili.
Ég kveð hér með Gunna og hans
mun ég sakna mikið. Ég votta for-
eldrum, fjölskyldu og aðstandendum
hans mikla samúð.
Stella Viktorsdóttir.