Morgunblaðið - 05.05.1995, Síða 42
42 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1995
MIIMNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Alúðarþakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð, vinsemd og hlýhug við andlát
og jarðarför föður okkar,
GUÐNA GUÐJÓNSSONAR
frá Brekkum,
Hvolhreppi,
Hrafnistu,
Hafnarfirði.
Börn hins
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug við andlát og útför ást-
kærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
KLÖRU ÓLAFSDÓTTUR
frá Neskaupstað.
Jón ísfeld Karlsson, Eileen E. Karlsson,
Steinunn ísfeld Karlsdóttir, Árni Ferdinandsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
látna.
Þökkum innilega samúð og hlýhug við
andlát og útför
MAGNEU JÓHANNESDÓTTUR
fyrrum læknisfrúar
í Hveragerði.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Guðrún Magnúsdóttir, Hannes Sigurgeirsson,
Jóhannes Magnússon, Anna I. Eydal,
Skúli Magnússon, Sigrfður Snorradóttir.
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
systur okkar,
MARGRÉTAR GÍSLADÓTTUR
frá Hvaleyri,
Smárahvammi 15,
Hafnarfirði.
Guðný Gísladóttir,
Andrés Gíslason,
Ragnar Gfslason.
t
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð
við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
MARGRÉTAR JÓNÍNU
GUNNLAUGSDÓTTUR,
Hrafnistu,
áðurtil heimilis
á Kleppsvegi 132.
Sérstakar þ*akkir til starfsfólksins á deild
A-4, Hrafnistu í Reykjavík.
Þorbjörg R. Einarsdóttir, Gunniaugur Gunnarsson,
Kristfn Einarsdóttir, Einar Hjaltason,
Jón H. Einarsson, Hulda Björnsdóttir,
Gunnlaugur G. Einarsson, Jóna Haraldsdóttir,
Hafdfs M. Einarsdóttir, Gunnar Fjeldsted,
Ingvar Einarsson, Ingirfður Þórisdóttir,
Kjartan Einarsson, Katrfn Ingólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Vegna jarðarfarar GUNNARS ARNARS WILLIAMS-
SONAR verður bílasalan lokuð frá kl. 13.00 í dag,
föstudaginn 5. maí.
Bílasalan Bílabatterfíð,
Bíldshöfða 12.
Lokað
Fyrirtæki okkar verður lokað í dag á milli kl. 13
og 15 vegna jarðarfarar GUNNARS ARNARS
WILLIAMSSONAR.
Gísli Jónsson hf.,
Bfldshöfða 16.
■4- Stefanía Ein-
' arsdóttir
fæddist á
Skammbeinsstöð-
um í Holtahreppi
28. september
árið 1893. Hún
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 25.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Einar Ein-
arsson og Jó-
hanna Örnólfs-
dóttir. Henni var
komið nýfæddri í
fóstur til hjón-
anna Halldóru Halldórsdóttur
ljósmóður og Páls Finnssonar
bónda og smiðs í Saurbæ í
Holtahreppi. Stefanía giftist
STEFANÍA amma ólst upp í
Saurbæ hamingjusamt barn, um-
vafin hlýju fósturforeldranna sem
kenndu henni gnðsorð og góða siði.
Hún minntist ætíð fósturforeldra
sinna með takmarkalausri lotningu.
Þau átttu engin böm og ólu hana
upp sem sína eigin dóttur. Sjálf
sagðist hún aldrei hafa séð neitt
annað en myndarskap í uppvextin-
um. Lýsingar hennar standa mér
fyrir hugskotssjónum. Hjónin Páll
og Halldóra bjuggu vel. Baðstofulíf-
ið í Saurbæ var í föstum skorðum.
Saurbær var fyrirmyndar vinnu-
heimili, þar var mikil matargerð,
þar var ofið, spunnið, saumað og
smíðað. Á kvöldvökunum las Páll
bóndi húslestur og Halldóra hús-
freyja skammtaði matinn.
Afi og amma voru samhent hjón
í blíðu og stríðu. Búskapurinn í
Ölversholti gekk vel þar til mæðu-
veiki heijaði á fé þeirra árið 1934.
Þá fluttust þau búferlum til
Hafnarfjarðar þar sem þau áttu
heima síðan. Mörgum árum seinna
eignuðust þau Ólversholtið aftur
og heyjuðu þar mörg sumur með
aðstoð barna sinna. Við elstu
barnabörnin urðum því þeirrar lífs-
reynslu aðnjótandi að vera hjá þeim
á sumrin yfir sláttutímann. Það
varð okkur ómetanlegt veganesti.
Slík áhrif hafði veran þar. Kyrrðin,
fuglasöngurinn og umfram allt
ósnortin náttúra varð óijúfanleg
þroska okkar og fléttaðist öllu sem
21 árs Hinriki Ein-
arssyni frá Ölvers-
hoiti í Holtahreppi.
Hófu þau búskap í
Ölversholti og
bjuggu þar í 19 ár.
Þeim varð átta
barna auðið en tvö
þeirra dóu korna-
börn. Af þeim sex
sem upp komust eru
Ragnar, Þórarinn,
Halldóra Pálína og
Einar látin en tvær
dætur þeirra eru á
lífi, Sigríður og Jó-
hanna. Hinrik lést
árið 1968.
Útför Stefaníu fer fram frá
Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í
dag og hefst athöfnin kl. 13.30.
eftir kom. Fyrir þessa reynslu erum
við þakklát. Hún verður aldrei frá
okkur tekin.
Aldargömul kona hafði frá
mörgu að segja og margs að minn-
ast. Minni hennar var óbrigðult
fram á síðasta dag og gilti einu
hvort um atburði líðandi stundar
var að ræða eða löngu horfna. Lífs-
saga hennar er samofin sögu þjóð-
arinnar, samofin breytingum hefð-
bundins bændaþjóðfélags í nútíma-
tækniþjóðfélag. Amma lifði þannig
tímana tvenna í orðsins fyllstu
merkingu. Hún var konan sem
breytti ull í fat og þvoði þvottinn í
bæjarlæknum. Hún var konan sem
mjólkaði 50 ær í kvíum sumarlangt
þegar hún gekk með sitt áttunda
barn. Hún var konan sem naut
nútímatækninnar og ýtti á hnapp
þegar hún þvoði þvottinn sinn, tal-
aði í síma við vini og vandamenn
nær og fjær og fylgdist með fréttum
úr hinum stóra heimi.
Amma var glaðvær kona. Hún
fór þó ekki varhluta af sorginni en
tók henni eins og öðru af æðru-
leysi. Hún var þakklát fyrir gæfu
sína. í ömmu sameinaðist fullvissa
þess sem á allt undir guði og af-
staða hins fordómalausa spurula
hugsuðar. Hún bar gjarnan saman
fortíð og nútíð og túlkaði niðurstöð-
ur með fyrirvara fagmannsins og
hæversku hinnar rammíslensku
konu. Að spurulum huga henar var
hlúð í bernsku þar sem hún naut
góðrar kennslu og ástúðar og þann
hæfileika ræktaði hún með sér allt
sitt líf.
Amma hélt upp á 100 ára af-
mæli sitt fyrir rúmu ári. Þangað
komu á annað hundrað gestir. Hún
lék á als oddi, talaði við afmælis-
gesti og fór í blaða- og sjónvarps-
viðtöl eins og þrautþjálfuð væri.
Nú er hún horfin á braut fullviss
þess að hún muni hitta horfna ást-
vini. Megi hún hvíla í friði.
Guðríður Sigurðardóttir.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast eiskulegrar ömmu minnar
og nöfnu sem nú he’fur lokið langri
ævi í hárri elli á 102. aldursári.
Ég trúi því að nú sitjir þú í faðmi
ástvina sem farnir voru á undan
þér.
Það var svo gott að koma til þín.
Það geislaði frá þér hlýjan, glað-
værðin og góðmennskan og þú
hafðir svo margt að segja borgar-
barninu sem aldrei hafði verið í
sveit. Ég minnist stundanna á heim-
ili þínu á Strandgötunni. Það til-
heyrði á sunnudögum að fara í
Fjörðinn til afa og ömmu sem voru
mér svo kær. Þegar ég, pabbastelp-
an, fékk að fara óvænt í bíltúr með
pabba var oft komið við hjá ömmu.
Þegar við sátum við eldhúsborðið
og spjölluðum gaukaðir þú að okkur
góðgæti úr búrinu.
Þegar ég heimsótti þig í síðasta
skipti sagðir þú mér hve þakklát
þú værir almættinu fyrir að fá að
halda góðri heilsu og reisn og sagð-
ist vona að þú fengir að halda heils-
unni fram í andlátið sem þú og
gerðir.
Elsku amma mín, það var svo
notalegt að ræða við þig. Ég undr-
aðist oft, að þrátt fyrir háan aldur
þinn varst þú sannarlega með á
nótunum, fylgdist með þjóðmálun-
um af áhuga og hafðir alltaf skoð-
anir á mönnum og málefnum. Það
sem þér var þó kærast af öllu var
fjölskyldan öll sem þú fylgdist svo
vel með.
Elsku amma, þakka þér fyrir
samfylgdina.
Ég bið góðan Guð að varðveita
þig-
Far þú i friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Stefanía Þórarinsdóttir.
STEFANÍA
EINARSDÓTTIR
BJARNIÞORBERGUR JONSSON OG
GUÐRÚN EIRÍKA MAGNÚSDÓTTIR
+ Bjarni Þorberg-
ur Jónsson
fæddist á Brúará í
Strandasýslu 10.
júní 1918. Hann lést
á heimili sínu i
Hafnarfirði 13. nóv-
ember 1993. For-
eldrar hans voru
Jórunn Agata
Bjarnadóttir og Jón
Sigurðsson bóndi á
Bjarnarnesi í
Strandasýslu.
Systkini Bjarna
voru tíu: Elías Sva-
var, Sigurður Þor-
björn, (látinn), Brynhildur,
Magnús, Sigríður, Guðrún,
Ingimundur, Matthea Margrét,
Sigurveig Kristín, og Einar.
Guðrún Eiríka Magnúsdóttir
fæddist að Kirkjuvogi í Höfnum
15. apríl 1914. Hún lést í
Reykjavík 19. apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar voru Magnús
Eiríksson og Þóra Eiríksdóttir
í Kirkjuvogi í Höfnum. Systkini
hennar voru tvö, Eiríkur, (lát-
inn) og Guðlaug. Bjarni og
Guðrún giftust 10. janúar 1953.
Heimili þeirra var á Skerseyr-
arvegi 2 í Hafnarfirði. Útför
Guðrúnar fór fram frá Víði-
staðakirkju 3. maí síðastiiðinn.
MEÐ ÞESSUM línum langar mig
að sýna örlítinn þakklætisvott fyr-
ir innlegg þeirra Bjarna og Guð-
rúnar í tilveru mína.
Óneitanlega brá mér á síðasta
degi þessa vetrar við frá fregn að
Gunna hans Bjarna frænda hefði
dáið um nóttina. Ekki varð mér
betur við á sínum tíma þegar
Gunna eins og hún var jafnan köll-
uð innan fjölskyldunnar tilkynnti
mér að hann Bjami frændi væri
dáinn. Þarna sér maður að maður
ræður ekki sínum næturstað.
Nú eru þessi elskulegu hjón
gengin og eftir lifir minningin í
hjörtum okkar.
Mér er í barnsminni þegar
Bjarni frændi kom í sveitina og
Gunna með honum í fyrsta skipt-
ið. Ég man hvað mér fannst. hún
falleg og fín kona og með góða
lykt. Alltaf var mikið tilhlökkunar-
efni hjá okkur krökkunum þegar
Gunna og Bjarni komu í sveitina.
Bjarni var einstaklega frændræk-
inn og barngóður og ekki var hún
Gunna síðri, alltaf jafn hlý og góð
og tala ég áreiðanlega fyrir hönd
allra í okkar fjölskyldu.
Gunna og Bjarni voru fastur
punktur í tilveru okkar. Þau voru
virkir þátttakendur í gleði og
sorgum og fylgdust grannt með
lífinu pg tilverunni hjá fjölskyld-
unni. Ég sem þetta rita var þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að dveljast á
heimili þeirra á Skerseyrarvegi 2
í Hafnarfirði sem unglingur og
veit því manna best hvað hún
Gunna var blíð og góð kona, allt-
af jafn róleg þótt hvessti stundum
hjá frænda. Gunna fylgdist
grannt með litlu krökkunum í
götunni og stakk gjarnan nammi
að þeim.
Nú hafa Bjarni og Gunna sam-
einast á ný á öðru tilverustigi.
Blessuð sé minning þeirra.
Jórunn Ólafsdóttir.