Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 19
LISTIR
ÁSGRÍMUR Jónsson: Múlakot í Fljótshlíð.
Nýjar bækur
Rekamaður Hens
Pauli Heinesen
SKÁLDSAGAN
Rekamaðurinn eftir
færeyska rithöfund-
inn Jens Pauli Heines-
en gerist í Færeyjum
á tímum síðari heims-
styrjaldar og fjaliar
um hinn þijóska og
eigingjarna Samúel
Matthías.
Samúel fátækur og
einfaldur rekamaður,
síleitandi að verðmæt-
um reka. Honum verð-
ur að ósk sinni og
finnur stóra og mikla
trétunnu fulla af
spíra. Eftir tvísýna
baráttu við náttúru-
öflin kemur hann tunnunni á land,
en ekki gengur eins vel að hagn-
ast á rekanum. Þegar gríðarstóran
búrhval rekur á land skömmu síðar
slær Samúel eign sinni á hvalinn
og sér fyrir sér mikinn
auð falla sér í skaut.
En ekki er allt sem
sýnist og atburðarásin
tekur óvænta stefnu.
Jón Bjarnason
þýddi bókina. Jens
Pauli Heinesen er
þekktastur núlifandi
færeyskra rithöfunda
og hafa bækur hans
verið þýddar á mörg
tungumál. Áður hefur
komið út eftir hann á
íslensku smásagna-
safnið Gestur sem Al-
menna bókafélagið
gaf út 1973.
Bókin er innbundin
oger 147 bls. Almenna bókaféiag-
ið gefur bókina út, prentsmiðjan
Borgarprent hf. sá um prentun og
Flatey hf. um bókband. Verð bók-
arinnar er 2.890 kr.
Jens Pauli
Heinesen
Vormenn í
íslenskri
myndlist
í SAFNI Ásgríms Jónssonar
hefur verið opnuð sýning undir
heitinu Vormenn í íslenskri
myndlist.
Þar eru sýnd verk eftir Ás-
grím Jónsson og nokkra sam-
tíðarmenn hans, þá Þórarin B.
Þorláksson, Jóhannes S. Kjar-
val og Jón Stefánsson sem
ásamt Ásgrimi teljast til frum-
kvöðla íslenskrar málaralistar.
Ennfremur eru verk eftir
Guðmund Thorsteinsson og
fyrstu íslensku listakonurnar,
Kristínu Jónsdóttur og Júlíönu
Sveinsdóttur.
Verkin eru frá tímabilinu
1905-1933 og sýna innbyrðis
tengsl þessara listamanna í
efnisvali og túlkun, en einnig
það sem skilur þá að.
Sýningin stendur til 31. ág-
úst og er opin alla daga nema
mánudagakl. 13.30-16.
Verk Bertels Thorvaldsens í Póllandi
Táknmyndir
frelsisins
STYTTA Bertels af pólsku frelsishetj-
unni Josef Poniatovski á sér merkilega
örlagasögu.
ÞAÐ vita sennilega ekki
margir að Pólvetjar líta á
íslensk-danska myndhöggv-
arann, Bertel Thorvaldsen,
sem einn mikilvægasta
hlekkinn í listsögu sinni.
Það er ekki einu sinni víst
að margir viti að Bertel
dvaldi um hríð í Póllandi og
að íjölmörg verka hans, sem
gerð voru fyrir þarlenda
menn, eru nú álitin vera
helstu frelsistákn pólsku
þjóðarinnar. Eru það eink-
um þau verk sem hafa feng-
ið Bertel virðingarsess í
pólskri listasögu. Önnur
ástæða fyrir miklum áhuga
Pólvetja á þessum víðförla
hálfdanska Islendingi er sú
að nokkrir pólskir mynd-
höggvarar námu hjá honum
listina.
Árið 1820 er Bertel var
á hátindi ferils síns dvaldi
hann einn mánuð í Varsjá.
Á þeim tíma hafði hann
þegar unnið nokkur verk
fyrir pólska kaupendur sína,
s.s. minnismerki um kunn-
asta vísindamann Pólveija
fyrr og síðar, Kóperníkus, en einnig
var hann langt kominn með stórt
verk af einni af mestu frelsishetjum
Pólvetja frá því í Napóleonstríðun-
um, Josef Poniatovskí. Sú stytta á
sér merkilega örlagasögu og lýsir
hún e.t.v. best hversu mikilvæg verk
Bertels eru í augum Pólveija.
Þótt verkið væri fuilbúið var ekki
hægt að setja það upp fyrir uppreisn-
artilraun Pólveija gegn Rússum árið
1831. Eftir að Rússar höfðu hins
vegar brotið uppreisnina á bak aftur
vildi Rússakeisari ekki reisa styttuna
þar sem henni var ætlaður staður í
miðju Varsjár og kom henni fyrir á
afskekktum stað. Árið 1840 var hún
svo flutt til Rússlands þar sem hún
stóð umkomulaus allt fram til ársins
1923 er hún var flutt aftur til Pól-
lands eftir að landið var orðið fijálst
og fullvalda. Fram til ársins 1944
stóð hún eilítið afsíðis í garði nokkr-
um í Varsjá en það ár sprengdu
Þjóðveijar, sem voru teknir að draga
sig út úr Póllandi, styttuna í loft
upp. Póliand var vitanlega ein rjúk-
andi rúst eftir stríðið en það var
samt eitt af fyrstu verkum þjóðar-
innar í endurreisnarstarfi sínu að
biðja Dani um að gera nýja afsteypu
af styttu Bertels af Poniatovskí en
þeir áttu hana í gifsi. Þetta verk
Bertels hefur því orðið nokkurs kon-
ar táknmynd frelsisins í hugum Pól-
veija og það sama á við um mörg
önnur verk hans sem flest eru unnin
á þeim tímum þegar landið var skipt
á milli stórvelda og raunar einungis
til í draumi sérhvers Pólveija.
• MOLTA • MOLTA • MOLTA • MOLTA • MOLTA •
• MOLTA • MOM A • MOLTA • MOLTA
býður þér að koma með ílát (poka) á næstu gámastöð og þiggja 70 lítra af
MOLTU, lífrænum jarðvegsbæti, dagana 17. til 28. maí, meðan birgðir endast.
Á síðasta ári hóf SORPA átak í endurvinnslu á lífrænum úrgangi svo nota megi það sem
yfirleitt er hent til að græða landið og gefa görðum líf. Afraksturinn er MOLTA,
lífrænn jarðvegsbætir, sem er góð næring fyrir allan gróður. Meginuppistaðan í MOLTU er
hreinn garðaúrgangur sem skilað var til SORPU síðastliðið sumar.
\
MOLTA er rík af helstu næringarefnum plantna og lífgar ófrjóan jarðveg við:
• góð fyrir pottaplöntur • hentar vel við ræktun matjurta • góð fyrir tré og blóm.
í
I
MOLTA
- gefur garðinum líf
SSRPA
SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs