Morgunblaðið - 17.05.1995, Side 36
36 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
STEFANIAINGUNN
JÓHANNESDÓTTIR
DONEGAN
+ Stefanía var
fædd í Iteykja-
vík 2. apríl 1948.
Hún lést á heimili
sínu í Bandaríkjun-
um 15. apríl síðast-
liðinn. Stefanía var
dóttir hjónanna
Huldu Magnúsdótt-
ur og Jóhannesar
Bjarnasonar. Hún
var elst fjögurra
systkina, en þau
eru: Aslaug Þóra,
f. 1948, d. 1982,
Bjarni Magnús, f.
1953, og Guðmunda
Hulda, f. 1955. Stefanía gekk í
Melaskóla og tók verslunarpróf
úr Hagaskóla 1965. Hún dvaldi
eitt ár sem au pair-stúlka í
Englandi eftir skóla. Hún vann
sem ritari hjá Sambandinu um
tíma og síðan hjá Flugféiagi
íslands, þar til hún fluttist með
eiginmanni sínum George Jos-
eph Donegan til Bandaríkj-
anna. Eignaðist hún tvö börn,
George Jóhannes, fæddan 1973,
háskólanema, og Huldu Eliza-
beth, fædda 1973, framhalds-
skólanema. Stefanía var jörðuð
í Arlington-kirkjugarði í Wash-
ington D.C. 24. apríl sl. Minn-
ingarathöfn um hana fer fram
frá Fossvogskapellu í dag og
hefst hún klukkan 15.00.
MIG langar að minnast með nokkr-
um orðum elskulegrar mágkonu
* minnar Stefaníu Donegan sem lést
að heimili sínu í Bandaríkjunum
þann 15. apríl síðastliðinn. Meðal
ættingja og vina var hún alltaf
kölluð Steffý.
Ég hitti hana fyrst sumarið 1973
þegar hún kom til íslands með son
sinn George Jóhannes nokkurra
mánaða gamlan til að dvelja hér
nokkrar vikur. Ég hafði oft heyrt
talað um Steffý og alltaf þótti mér
gæta aðdáunar í rödd þeirra sem
um hana töluðu. Það átti eftir að
renna upp fyrir mér að það var
ekki að ástæðulausu því hún var
einkar falleg og heillandi kona, hlý
og notaleg sem gaf fólki í kringum
sig svo mikið af sjálfri sér. Það var
ekki hægt annað en líða vel í ná-
vist hennar. Erfitt er að minnast á
Steffý frá þessum dögum nema
minnast á systur hennar Ásu, sem
var ári yngri en Steffý. Voni þær
miklar vinkonur og notaði Ása öll
tækifæri sem gáfust til að heim-
sækja systur sína til Ameríku. Ása
lést 1982, langt fyrir aldur fram.
Var hennar sárt saknað.
Steffý og maður hennar George
reyndu að koma reglu-
lega til íslands með
börnin sín, George Jó-
hannes, fæddan 1973
og Huldu Elizabeth,
fædda 1978, til að
leyfa þeim að sjá og
kynnast landinu og
ættingjum sínum.
Einnig höfum við fjöl-
skyldan hér heima
reynt að heimsækja
þau eins oft og kostur
hefur verið. Alltaf var
jafn gott að koma til
þeirra, gestrisni var
þeim í blóð borin.
Steffý var mjög lagin við að matbúa
og baka. Ófá skiptin höfum við
setið að borðum á heimili þeirra og
troðið í okkur kræsingum. Ekki
má gleyma hversu gaman henni
þótti að fara í búðir. Hún vissi
hversu mikil kjarakaup maður gat
oft gert í Ameríku og fannst henni
að maður mætti ekki láta tækifær-
in renna sér úr greipum þegar
maður sá eitthvað sem mann lang-
aði í. Þegar hún fór í samkvæmi
var hún alltaf hrókur alls fagnaðar
því hún hafði gvo smitandi hlátur
að fólk varð ósjálfrátt glatt þegar
hún var nálægt.
Síðasta ferðin sem hún og ijöl-
skylda hennar fóru til íslands var
um síðustu jól. Áttum við saman
yndislegar stundir um jól og ára-
mót. Hittum við hana síðan í febr-
úar á heimili hennar káta og hressa
að vanda. Ekki grunaði mig þá að
það yrði í síðasta skipti sem ég sæi
hana. Hún var tekin frá okkur en
minningin um yndislega manneskju
verður aldrei frá okkur tekin.
Hugurinn leitar ósjáfrátt til
George, Jóa og Huldu, þau hafa
misst manneskju sem hélt heimilinu
saman og gæddi það h'fi. Ég vona
að Guð mildi þeim sorgina.
Elsku Hulda og Jóhannes, missir
ykkar er óbætanlegur. Ég kann
engin orð sem geta huggað. Guð
blessi minninguna um Steffý.
Herdís Guðjónsdóttir.
Systurnar Stefanía Ingunn, eða
Steffý, og Áslaug Þóra, eða Ása,
voru mjög samrýndar. Sú er þessar
línur skrifar leit eftir þessum litlu
systrum nokkur sumur. Við vorum
systkinadætur og ólumst allar upp
á Grenimel. Þær á nr. 22 og ég á
nr. 14. Það var mikill samgangur
milli fjölskyldnanna. Ég minnist
þess þegar maður tók sprettinn eft-
ir melnum, til að athuga hvort
Hulda frænka væri ekki tilbúin með
krakkana í skrúðgönguna 17. júní.
Ása og Steffý eignuðust bróður,
t
Þökkum auðsýnda samúð við fráfall
STEFAIMÍU EINARSDÓTTUR,
sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þann 25. apríl sl.
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki hjúkrunardeildar 3B á
Hrafnistu.
Sigrfður Hinriksdóttir,
Jóhanna Hinriksdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir og afi,
SIGURÐUR GÍSLASON,
Suðurgötu 74,
Hafnarfirði,
sem lést í Borgarspítalanum 4. maí si., verður jarðsunginn frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 18. maí kl. 13.30.
Jóhanna Hinriksdóttir,
Guðrfður Sigurðardóttir,
Jóhanna Árnadóttir,
Sigurður Árnason.
Bjarna Magnús, og systur, Guð-
mundu Huldu. Ég leit hálfpartinn
á þessi systkini sem mín eigin.
Sumrin liðu við leik og barnapöss-
un. Steffý gekk í Melaskóla, síðar
í Hagaskóla og lauk þaðan prófi
úr verslunardeild 1963. Þegar hún
var 17 ára fór hún í vist sem „au
pair“ til London. Hún var þar í eitt
ár.
Ári síðar kynnist hún George
Josep Donegan, stórmyndarlegum
Bandaríkjamanni sem talaði ís-
lensku ágætlega. Hann var við-
skiptafræðingur. Steffý og George
voru gefin saman í Landakotskirkju
árið 1969, en George er kaþólskrar
trúar. Ég gleymi aldrei hvað Steffý
var falleg brúður, er hún gekk inn
kirkjugólfið með Jóhannesi föður
sínum.
Við misstum mikið þegar hún
flutti af landi brott og settist að í
Wasington D.C. En hún hélt alltaf
sambandinu við gamla ísland.
Hringdi vikulega í Huldu móður
sína.
Öll fjölskyldan heimsótti ísland
um síðustu jól, og var það yndisleg-
ur tími, ekki síst fyrir foreldrana,
Huldu og Jóhannes. Það var mikið
um heimsóknir til ættingja og vina
þann tíma og Steffý var ákveðin í
að koma aftur nú í sumar, en hinn
illvígi sjúkdómur sigraði að lokum,
eftir átta ára baráttu.
Steffý kvartaði aldrei. Hún var
hetja. Við vissum að hún væri alvar-
lega veik, en þegar við hittum hana
svo, var ekki hægt að sjá að svona
stutt væri í endalokin.
Steffý bar með sér birtu og glað-
værð hvert sem hún fór. Enga
manneskju hef ég þekkt sem hafði
jákvæðara lífsviðhorf. Það var
mannbætandi að spjalla við hana.
Listhneigð var þessi glæsilega
frænka mín, hún átti auðvelt með
að teikna og mála og eru til all-
margar myndir er hún gerði sér til
gamans.
Steffý var mikil húsmóðir, mat-
argerð hennar var einstök og á
augabragði hafði hún reitt fram
stórkostleg veisluföng.
Nú á þessum erfíðu tímamótum
bið ég góðan Guð að styrkja þau
öll, foreldra hennar, systkini,
George og börnin og blessa minn-
inguna um einstæða manneskju
sem aldrei gleymist.
Ingunn Jensdóttir.
Þegar vinir hverfa á braut hins
óþekkta spyr maður af hveiju og
af hveiju hún.
Það er gott að eiga góðar minn-
ingar um góða konu, góðar minn-
ingar ylja í sorg og söknuði. í dag
verður minningarathöfn um hann
Steffý, eins og hún var alltaf kölluð.
Hún giftist til Bandaríkjanna og
kynntist ég henni eitt sinnið þegar
hún kom heim til íslands, það var
fyrir tuttugu árum hjá Huldu
mömmu hennar. Þá var haldið
konuboð og borðið hlaðið af tertum
INGUNN
GUNNLA UGSDÓTTIR
+ Ingunn Gunn-
laugsdóttir
fæddist á Reynhól-
um í Miðfirði 4. jan-
úar 1910. Hún Iést á
öldrunarheimilinu
Seljahlíð í Reykja-
vík 6. maí síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Ingibjörg
Guðmundsdóttir og
Gunnlaugur Eiríks-
son. Ingunn var
þriðja í röð sjö
systkina. Látin eru
auk Ingunnar: Ing-
ólfur, Þorbjörg,
Margrét og Eiríkur
Ólafur. Eftirlifandi eru Guð-
mundur og Þórdís. Eiginmaður
Ingunnar, Guðmundur Bjarna-
son, lést í fyrrasumar. Ingunni
og Guðmundi varð ekki barna
auðið, en þau ólu upp fósturdótt-
urina Halldóru Björt Óskars-
ÞÁ Ingunnar Gunnlaugsdóttur er
minnst, kemur hlýja og fegurð fyrst
í hugann. Hlýjan, umhyggjan, og
eiginleikinn að sjá og finna það besta
í fari hvers og eins. Fegurðin, sem
augu náttúrubarnsins skynja í öllu,
hvort sem sólin skín eða rökkvar af
dægri.
Þó Ingunn hafi iengst af búið í
bæjum, og síðar borg, var hún ávallt
stúlkan í dalnum. Sveitin hennar,
Miðfjörður, var henni svo kær, að
hvenær sem tök voru á í samræðum,
kom hún minningunni um Reynhóla,
bæinn í dalnum, óðal feðranna að.
Ingunn Gunnlaugsdóttir stundaði
nám við Héraðsskólann á Laugum
í Þingeyjarsýslu. Eftir nám veiktist
hún alvarlega og þurfti að dvelja
um árabil á sjúkrahúsum. Þá, þegar
depurð sækir á húg okkar flestra
við slíkar kringumstæður, kom sér
vel fyrir stúlkuna úr dalnum að
skynja náttúruna og alla hennar feg-
urð með gagnrýnu auga náttúru-
barnsins.
Trúlega kunni Ingunn allt nema
eitt, það að gefast upp. Margra
vandamál urðu að hismi einu, er hún
tók til hugar og handa.
Hún hitti hann á ísafirði. Þau
áttu samhljóma hjörtu, og innsigluðu
taktinn. Þau giftu sig, hún og Guð-
mundur Bjarnason, 20. nóvember
1937. Þeim gat ekki orðið barna
auðið, en samt er þau fluttu suður,
höfðu þau í farteskinu litla stúlku,
fósturdótturina Halldóru Björt Ósk-
dóttur og kjörson-
inn Ómar Þór Guð-
mundsson. Ingunn
stundaði nám við
Héraðsskólann á
Laugum í Þingeyj-
arsýslu, auk þess
sótti hún námskeið
í saumaskap í
Reykjavík. Ingunn
vann mikið utan
heimilis, t.d. við
sjúkrahúsið á
Isafirði, og síðar við
saumaskap á Kópa-
vogshælinu. Hún
var virkur félagi í
Mæðrafélagi
Reykjavíkur og bar ætíð hag
barna og þeirra, er lakara hlut-
skipti áttu í samfélaginu, mjög
fyrir brjósti.
Útför Ingunanr fór fram frá
Fossvogskirkju í gær, þriðju-
daginn 16. maí.
arsdóttur. Síðar eignuðust þau kjör-
soninn Ómar Þór Guðmundsson.
Hvað sem gekk, var alltaf þessi
reisn yfir frú Ingunni, frænku,
ömmu í Kópó, eða hvað hver kaus
að ávarpa dalastúlkuna og heims-
borgarann. Hvað er líf án dauða,
lækur án hlíðar? Svona hugsaði hún
og lifði. Að vera klettur, er enginn
máttur hrærir, glöggt auga er græt-
ur, þá enginn sér, þannig var hún
Ingunn.
Þinni minningu mun ætíð hátt
haldið.
Guðmundur R. Jónsson.
Elsku amma mín.
Nú er komið að kveðjustund.
Mig tekur sárt að kveðja þig.
I hjarta mínu er mikið tómarúm en
minningarnar um þig eru svo marg-
ar og góðar að það hjálpar svolítið.
Mínar fyrstu minningar um þig eru
úti á stóra túninu í Kópó, þegar þú
varst að leika við okkur Nonna bróð-
ur. Þú taldir ekki eftir þér að steypa
þér í kollhnís fyrir okkur og fara í
eltingaleik, feluleik og eða hvað sem
okkur datt í hug og Teddi kisinn
þinn fylgist með öllu saman.
Já, allar minningar um þig eru
fullar af hlýju hvort sem ég minnist
þín frá barnæsku minni eða eftir að
ég fór að eldast meira og stofnaði
fjölskyldu. Þú vildir alltaf hjálpa öll-
eins og ávallt hjá þeim, þá smakk-
aði ég fyrst ostatertu og þurfti að
pína hana í mig. Við hlógum mikið
af því mörgum árum seinna, alltaf
mun ég minnast hennar þegar
ostaterta er fyrir framan mig.
Við mæðgurnar og mágkona
heimsóttum hana fyrir tveimur
árum og var það ógleymanleg ferð.
Það var allt fyrir okkur gert, ekið
um Wasington og Baltimore og allt
mögulegt skoðað og þau hjónin
Georg og Steffý voru óþreytandi
að segja frá og sýna okkur.
Ekki var hægt að koma til henn-
ar án þess að fara í verslunarmið-
stöð og fór hún auðvitað með okkur
í það flottasta og var óþreytandi
að hjálpa til við að finna eitthvað
fyrir okkur til að vera ánægðar með.
Svo varð að leyfa okkur að
smakka amerískan morgunverð.
Það var spjallað langt fram eftir
og ekki ófá hlátursköstin. Alltaf var
hún hress og kát þrátt fyrir veikind-
in og ekki var hægt annað að sjá
en að henni liði vel.
Það var yndislegt að fá að vera
með þeim þegar þau komu um jól-
in, öll fjölskyldan saman komin.
Guð geymi þig Steffý mín, ég
þakka þann tíma sem ég fékk að
njóta þín.
Elsku Hulda, Jóhannes og
Munda, Guð gefi ykkur styrk í ykk-
ar sorg. Elsku Haddý systir mín
og Bjarni mágur, ykkar missir er
mikill, Guð sé ávallt með ykkur.
Sigríður Guðjónsdóttir.
um ef eitthvað bjátaði á og varst
alltaf svo létt og kát.
Já, amma mín þú varst yndisleg
kona og ég kveð þig með miklum
söknuði og virðingu. Ég veit og trúi
því að nú séuð þið afi saman á ný
og að ykkur líður báðum vel núna.
Vertu sæl, elsku amma mín, og
þakka þér fyrir allt. Hvíl þú í friði
og lifi minning þín.
Legg ég nú bæði líf og önd
ljúfi Jesús, í þína hönd.
Síðast þegar ég sofna fer,
sitji Guðs englar yfir mér.
(H. Pétursson)
Þín,
Ingunn A. Guðmundsdóttir.
Elsku amma. Ég vissi alltaf að
sá tími kæmi að þú kveddir en það
er svo sárt að taka því þegar kallið
kemur. Ég mun alltaf geyma minn-
ingu þína í hjarta mínu. Eg minnist
kvölda okkar saman þegar ég var
að skoða töluboxið þitt og þú sast
við sauma. Ég er svo glöð að hafa
kynnst þér svo vel því við vorum svo
góðar vinkonur. Það var alltaf hægt
að segja þér allt því þú skildir allt
svo_ vel.
Ég man þegar ég kom í heim-
sókn, alltaf tókstu á móti manni
með brosi og hlýju. Og er þið afi
fluttust í Seljahlíð og bjugguð þar í
lítilli sætri íbúð, þá fór heilsan að
gefa sig, en alltaf var svo gott að
koma til ykkar.
En nú veit ég að þið afi eruð sam-
an á ný í höndum Guðs. Hafið þökk
fyrir allt sem þið hafið gefið okkur.
Elsku mamma, megi góður Guð
styrkja þig í sorg þinni.
Sara.
Erfídrykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð, fallegir
salir og mjög
góð þjónusta.
Upplýsingar
í síma 22322
FLUGLEIDIR
iiHm Lorrm»iR