Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.06.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995 3 FRÉTTIR Göngu- og hjólreiðastígur frá Ægisíðu upp C R K JnergMr Göngu- og hjólreiðastígurinn hefst við bæjarmörk Seltjarnarness og Reykjavíkur. Sámkvæmt upplýsingum frá gatnamálastjóra var í fyrra frágangi lokið við þann kafla stígsins, sem nær frá Ægisíðu eftir ströndinni að Nauthólsvík. Framkvæmdir eru að hefjast við næsta kafla, frá Nauthólsvík að Kringlumýrarbraut og þaðan áfram í gegn um Fossvogsdal. Frá Reykjanesbraut liggja nú þegar malbikaðir stígar langleiðina upp Elliðaárdalinn. Síðasti farartálminn á leiðinni er Kringlumýrarbrautin, en í sumar á að rísa göngu- og hjólreiðabrú yfir hana. Göngribrú yfir Kringlumýr arb raut GONGU- og hjólreiðastígurinn, sem liggja á frá bæjarmörkum Seltjarnarness og Reykjavíkur meðfram Fossvoginum og ná að tengjast öðrum stígum upp að Ell- iðavatni og þaðan áfram upp í Heiðmörk, á að verða tilbúinn að mestu leyti í haust. Bygging brúar fyrir hjólandi og gangandi yfir Kringlumýrarbraut verður boðin út í sumar, en með byggingu hennar verður mesta far- artálmanum á leiðinni rutt úr vegi hvort heldur sem er fyrir gangandi eða hjólandi útivistarunnendur. Framkvæmdir við annan áfanga stígsins eru nú að hefjast í Fossvogsdal. Þar er um að ræða þann kafla, sem nær frá Kringlu- mýrarbraut upp í Elliðaárdal. Á þessari leið er malarstígur fyrir, en hann verður breikkaður og malbikaður. Utboð í lagningu þess kafla stígsins, sem nær frá Nauthólsvík að Kringlumýrarbraut-var opnað í vikunni og hefjast framkvæmdir þar á næstu dögum. í fyrra var lokið við frágang stígsins allt frá Ægisíðu að Nauthólsvík. Ný þyrla Land- helgisgæslunnar til landsins í dag TF-LIF, nýja Super Puma þyrla Landhelgísgæslunnar lagði af stað áleiðis til íslands frá borginni Marseille í Suður-Frakklandi um klukkan sjö í gærmorgun og er væntanleg til Reykjavíkur um klukkan 14 í dag, verði engin rösk- un á flugáætlun. Formleg móttaka verður haldin í flugskýli Landhelg- isgæslunnar í dag þar sem biskup íslands, herra Olafur Skúlason, mun blessa þyrluna að viðstöddum forseta íslands, frú Vigdísi Finn- bogadóttur, ráðherrum, alþingis- mönnum, sendiherrum erlendra ríkja og fleiri gestum. Lendir fyrst í Vestmannaeyjum TF-LÍF var afhent nýjum eig- endum í borginni Marigana í Frakklandi á mánudag við lát- lausa athöfn. Hún flaug frá Mar- seille í gærmorgun og lenti í borg- inni Lille um klukkan 11. Þaðan var flogið til Aberdeen í Skotlandi og lent þar um klukkan 17. í fyrstu flugáætlun var að því stefnt að vélin héldi til Stornoway í Skotlandi í gærkvöldi þar sem áhöfnin myndi nátta. Snemma í dag fer þyrlan lokaáfangann til íslands og er áætlað að fyrsti við- komustaður hennar verði Vest- mannaeyjar, áður. en hún heldur til Reykjavíkur. Sýnd almenningi TF-LÍF er búin öllum fullkomn- asta neyðar-og björgunarbúnaði og getur rúmað 20 farþega í sæti með þriggja manna áhöfn. Áhöfn- in í flugi hennar til íslands er skip- uð Páli Halldórssyni yfirflugstjóra, Benóný Ásgrímssyni flugstjóra og flugvirkjunum Einari Bjarnasyni og Jóni Pálssyni. Þyrlan verður almenningi til sýnis á morgun á flugvelli Land- helgisgæslunnar við Nauthólsvík frá klukkan 13 til 17, ásamt TF- SÝN, TF-GRÓ og TF-SIF, §em skipa flugflota Landhelgisgæsl- unnar. Morgunblaðið/RAX Sundaklettur Eimskip býður viðskiptavini sína velkomna í nýja viðskiptaþjónustu við Korngarða í norðurenda Sundahafnár. Skrifstofur Eimskips, Landsbankans og Tollsins á Sundahafnarsvæðinu hafa flust í þetta nýja og glæsilega húsnæði sem hlotið hefur nafnið Sundaklettur. Við þessar breytingar mun þjónusta við viðskiptavini Eimskips eflast enn frekar. í Sundakletti færð þú almenna flutningaþjónustu, flutningaráðgjöf, sérstaka þjón- ustu vegna búslóðaflutninga og smápakkasendinga auk allrar þeirrar þjónustu sem áður var veitt í eldra húsnæðinu. í Sundakletti verða einnig skrifstofur rekstrarsviðs Eimskips. Styttan af Nonna komin heim BRON S AFSTEYP A og gifsmót Nonnastyttunnar svokölluðu eru komin til íslands frá Þýska- landi. Anna S. Snorradóttir fann gifsmót af styttunni af rit- höfundinum Nonna eftir Nínu Sæmundsson á kornhlöðulofti Korpúlfsstaða 9. október árið 1992. Unnið hefur verið að því að gera bronsafsteypu af mót- inu í bænum Speicher í ná- grenni við Köln í Þýskalandi í vetur. Styttan kom með Helga- felli Samskipa til Islands á þriðjudagskvöld. Núna bíður hún á Samskipasvæðinu eftir því að fara með Mælifellinu til æskustöðva Nonna á Akureyri. Samskip hafa flutt styttuna án endurgjalds til Þýskalands og aftur til baka til Islands. Sú hugmynd hefur komið fram að vígja styttuna á afmælisdegi Akureyrar, 29. ágúst í sumar. „Allt okkar starf miðar að því að veita viðskiptavinum okkar góða, skilvirka og persónulega þjónustu. (Sundakletti getur þú fengið afgreidd öll flutningsskjöl í einni ferð á einum stað". Eimskip býður viðskiptavinum upp á heildarlausnir í flutninga- þjónustu, inn- og útflutning, vöruhúsaþjónustu, innanlands- flutninga, framhaldsflutninga og forflutninga erlendis. EIMSKIP Sími 525 7000 • Fax 525 7179 Netfang: mottaka@eimskip.is effisna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.