Morgunblaðið - 23.06.1995, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ
BREF TIL BLAÐSIIMS
FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1995 41
Sogæðabjúgur -
fitubjúgur
- sogæðanudd
Eru lög-
brot út-
sjónar-
semi?
Frá Valdimar Jóhannessyni:
í GREIN Mbl 8. júní sl er það
talið bera vott um útsjónarsemi að
komast upp með að bijóta lögin.
Skrifin bera vott um sérkennilegt
mat ritstjórnar blaðsins nema þau
flokkist undir mistök og verði þá
leiðrétt. Greinin er undir fyrirsögn-
inni „Gróska í guðaveigum“. Hún
lýsir þróun sem orðið hefur í vínveit-
ingamálum þjóðarinnar. Vínveit-
ingastaðir eru nú um 350 talsins á
landinu, einn fyrir hveija 750 íbúa.
í Reykjavík eru 141 vínveitingastað-
ur, einn staður fyrir hveija 700 íbúa.
Árið 1954 voru þeir þrír. Því er lýst
í greininni að bann við áfengisaug-
lýsingum torveldi aðilum í veitinga-
rekstri að auglýsa drykkjarvörur sín-
ar. Blaðamaður Mbl bætir svo við:
„Mörgum veitingamönnum og
jafnvel áfengisframleiðendum hefur
þó með útsjónarsemi tekist að aug-
lýsa vörur sínar í íjölmiðlum. Allir
vita til dæmis við hvað er átt þegar
veitingastaður auglýsir að “einn
stór“ kosti þetta eða „glas af öli“
kosti hitt.“
Hvað finnst Mbl um „útsjónar-
semi“ þeirra sem ekki greiða skatta,
komast með „útsjónarsemi“ hjá því
að skila virðisaukaskatti, nota „út-
sjónarsemi" til að fá tugmilljónir í
| tekjur af ólöglegum áfengisauglýs-
' ingum eins og framkvæmdanefnd
HM ’95 gerði með því að gerast
málaliði fyrir erlendan áfengisfram-
leiðanda?
Ber okkur að dást að útsjónarsemi
vínveitingastaða sem selja smyglað
vín eða landa? Er aðdáunarvert að
spara sér þannig útgjöld í sköttum?
Er aðdáunarverð útsjónarsemi vín-
veitingastaða sem selja börnum okk-
ar áfengi niður á fermingaraldur?
■ Ber okkur að dást að útsjónarsemi
• vínveitingastaðanna, sem aldrei
missa leyfi til áfengissölu, þó að
þeir séu staðnir að lögbrotum?
VALDIMAR JÓHANNESSON,
framkvæmdastjóri átaksins Stöðvum
unglingadrykkju.
, Ánægja
með
sýningu
| Frá Nils 0. Dietz:
ÉG LAS í Morgunblaðinu um helgina
að sett hafi verið upp myndasýning
I um flóðin í Noregi í anddyri Morgun-
blaðshússins. Ég hef einnig lesið
margar góðar fréttagreinar skrifað-
ar af Urði Gunnarsdóttur með mynd-
um Kristins Ingvarssonar, en þau
voru í Noregi, þegar flóðin voru í
hámarki. Sem betur fer er mesta
hættan yfirstaðin, en eftir stendur
öll eyðileggingin á ræktuðu landi,
0 skógum, vegum, íbúðarhúsum og
öðrum byggingum.
Ég vil koma á framfæri þakklæti
0 mínu fyrir þetta virðingarverða
framtak sem Morgunblaðið hefur
sýnt með mikilli umfjöllun sinni um
flóðin í Noregi og þær góðu greinar
sem skrifaðar hafa verið og hinar
lýsandi myndir sem þeim hafa fylgt.
Bæði ísland og Noregur eru lönd
sem þekkja því miður hinar hrika-
legu hliðar náttúruhamfara og þær
M hörmungar sem þær hafa í för með
sér fyrir smáar byggðir og þjóðina í
heild.
£ NILS 0. DIETZ,
séndiherra Noregs á íslandi.
Frá Styrmi Sigurðssyni:
SOGÆÐABJÚGUR (lymphö-
dem) er afmörkuð próteinrík
vökvasöfnun á millifrumusvæði
sem verður vegna vanhæfni sog-
æðakerfisins að flytja þennan
vökva frá vefjum til blóðrásar.
Bjúgurinn getur verið tilkominn
vegna meðfæddra galla á sogæða-
kerfinu (Primár Lymphödem) eða
að eitthvað kemur fyrir hið óskadd-
aða sogæðakerfi (Sekundár Lymp-
hödem) (T.d. eftir aðgerð í kjölfar
bijóstakrabbameins).
Sogæðanudd er aðeins einn hluti
af bjúgmeðferðinni. Bjúgmeðferðin
samanstendur af: 1. Úmhirðu húð-
ar. 2. Sogæðanuddi. 3. Þrýstium-
búðameðferð. 4. Sogæðaleikfimi.
Umhirða húðar kemur í veg fyr-
ir sýkingu hjá sogæðabjúgssjúkl-
ingum, en ónæmiskerfi þeirra er
veiklað.
Sogæðanuddið ýtir undir að sog-
æðavökvinn fari beint að næsta
eitli eða fari framhjá honum, að
verið sé að veita framhjá skemmd
í vegastæði eða losa umferðarstíflu
með því að nota hliðarvegi og/eða
búa til aðrar umferðaræðar. Sog-
æðanudd eitt og sér hefur tak-
mörkuð bjúglosandi áhrif. Sog-
æðanudd virkar ekki með olíu. An
olíu næst betra samband við húðina
en í henni eru sogæðarnar sem á
að ná til. Annars verður of sleipt,
því það er þetta áreiti (léttur nún-
ingur á húðina) sem veldur
teygjuáreiti í sogæðunum og þær
fyllast af sogæðavökva. Þetta „ilm-
olíunudd“ er því ekki sogæðanudd
og.ætti því að nefna öðru nafni.
Þrýstiumbúðameðferð (teygju-
sokkur/armur og teygjubindi)
hækkar þrýstinginn í vefnum og
virkar eins og vöðvapumpa, eykur
streymi sogæðavökvans að næsta
eitli og kemur í veg fyrir bandvefs-
myndun.
Sogæðaleikfimi er sérhönnuð til
að auka hreyfanleika og/eða koma
í veg fyrir stirðleika í herðum og
hindra meiri bjúgmyndun.
Fitubjúgur (Lipödem) stafar af
þrýstingi fitufruma á sogæðarnar
í húðinni. Ekki er vitað af hveiju
þessi bjúgur upprunalega byijar.
Einkenni fitubjúgs er jafnmikill
bjúgur á báðum neðri útlimum frá
mjaðmakambi („reiðbuxnasnið")
niður á ökkla og innanvert á
hnjám. Fitubjúgur á handleggjum
þekkist líka. Einnig eru þrýstings-
eymsli og auðvelt að gera mar-
bletti. Bjúgmyndunin er aðallega
á kvöldin.
í meðferðinni verður að hafa í
huga að sogæðanudd eitt sér hefur
lítið að segja (sbr. áður). Nuddið
minnkar vökvasöfnunina og léttir
þannig á þyngslatilfinningunni.
Með því að byrja rólga á þrýstium-
búðameðferðinni er hægt að ná
góðum árangri.
Ef fitumyndun (Adipositas) er
fitubjúgnum samfara, sem mjög
oft kemur fyrir, verður sjúklingur-
inn að leita sér ráðgjafar um hita-
einingalítið heilsufæði og fara í lík-
amsrækt (sk. Trimform kemur
ekki í staðinn). Auk fitubjúgs get-
ur einstaklingurinn haft sogæða-
bjúg vegna galla í sogæðakerfinu
(Primár Lymphödem), hormóna-
tengdan bjúg (Cyklisch idiopatisch
Odem) eða bláæðabjúg (Phlebö-
dem). Sjúklingurinn getur líka haft
blöndu af þessu öllu. Meðferðarað-
ili verður að geta greint þarna á
milli. Það er því ekki sjálfsagt að
fara í meðferð við fitubjúg hvar
sem er. Einnig ætti læknir að skoða
sjúkling með tilliti til hvort alvar-
legir sjúkdómar séu orsökin að
bjúgnum (nýrna -hjarta- lungna-
sjúkdómar).
Sumstaðar er mikið notuð sk.
„pumpuermi/skálm“ (Pne-
umomassage) sem er loftfyllt
ermi/skálm sem gefur þrýsting er
byijar í hönd/rist og endar í arm-
krika/nára. Tækið er svo gott sem
það nær. Það er aðeins hjálpartæki
með sogæðanuddinu og þrýstium-
búðameðferðinni. Ekki ætti að
nota þetta tæki eitt og sér. Sér-
staklega ber að vara við notkun
tækisins þegar meðferðaraðilinn
veit ekki um frábendur (Kontra-
indikatiosen) pumpuerminnar. Hið
takmarkaða gagn pumpunnar
skýrist með því að: 1) Það þrýstir
öllum vökvanum upp í handarkrik-
ann/nárann og þar sem oft er búið
að fjarlægja eitla getur myndast
stífla (einnig getur myndast stífla
þó allir eitlar séu til staðar. 2) Það
„mjólkar" bara vatnið úr vefnum
en í sogæðabjúg og fitubjúg mynd-
ar prótein aðallega bjúginn. 3)
Vegna samansafnaðs próteins get-
ur myndast bandvefsherzli.
Mér finnst hafa skort á fag-
GRÍSAVEISLA 1995
Grillsérfrœóingarn ir
Óskar Finnsson og Ingvar
Sigurðsson ú Argentínu
kynna grisakjöt i
vcrslunum i allt sumar
Sáfiæðmgamir segja
að það þurfi enga
sérfræðinga
grísakjöt
ð mati sérfræðinga er grísakjöt góður kostur
á grillið. Það er einfalt að grilla grísakjöt, það er alltaf ferskt,
verðið er mjög hagstætt og svo er það bara
svo gott. Grísahnakki, grísariý
grísakótilettur, grísalœrisneiðar og
grisalundir eru tvímælalaust
grillmatur sumarsins. Helsti
kostur grísakjötsins er þó sá
að þú þarft ekki að vera
sérfræðingur til að grilla það, því grísakjöt
svínvirkar án sérfræðinga.
Grísakjöt . & m
án sérfrœðinga
mennsku í sambandi við meðferð
á bjúg og ég gat því ekki setið á
mér að skrifa eitthvað til upplýs-
ingar um svið sem ég þekki nokk-
uð vel.
Að lokum verð ég að mótmæla
því að Tryggingastofnun ríkisins
tekur ekki þátt í kostnaði við bjúg-
meðferð hjá löggiltum sjúkranudd-
urum með námskeið í bjúgmeðferð,
en það er 180 stundir eða 4 vikur
tekið í Þýskalandi. T.r. tekur aftur
á móti þátt í kostnaði við bjúgmeð-
ferð hjá sjúkraþjálfurum eftir viku-
námskeið hér heima. Ég óska hér
með eftir svari, hvernig á þessu
standi.
Heimildir:
A. Földi: Lymphologie.
C. Bringezu O. Schreiner: Die Therapieform
Manuelle Lymphdrainage.
STYRMIR SIGURÐSSON,
Leirubakka 24, Reykjavík.
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut.
Kopavogi, simi
567-1800 ^
Löggiid bílasala
Opið laugard. kl. 10-17
og sunnudag kl. 13-18
Renault Clio 1,4 RT '91, 5 dyra, svartur,
5 g., ek. 47 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V.
740 þús.
Toyota 4Runner diesel Turbo '94, 5 g.,
ek. aðeins 13 þ. km., sóllúga, rafm. í rúð-
um o.fl. Sem nýr. V. 3.150 þús.
Daihatsu Rocky '90, (USA-týpa), 5 g., ek.
50 þ. mílur. V. 990 þús.
MMC Tredia 4x4 Sedan '87, 5 g., ek. 129
þ. km., mikið endurnýjaður, nýskoöaður.
V. 360 þús.
Honda Accord 2.0 EX '87, sjálfsk., ek.
155 þ. km. (langkeyrsla), rafm. í rúðum
o.fl. Fallegur bíll. V. 650 þús. Sk. ód.
M. Benz 190E '93, sjálfsk., ek. aðeins 29
þ. km., sóllúga o.fl. V. 2.550 þús.
Daihatsu Feroza EL ’90, 5 g., ek. 114 þ.
km. Tilboðsverð 850 þús.
Mercury Topaz 4x4 ’88, rauður, sjálfsk.,
ek. 86 þ. km., dráttarkúla, tveir dekkja-
gangar, einn eigandi. Toppeintak. V. 690
þús. stgr.
MMC Colt GLi '92, 5 g., ek. 51 þ. km.
V. 840 þús.
MMC Lancer GLXi Hlaðbakur ’91, silf-
urgrár, 5 g., ek. aðeins 34 þ. km., rafm.
í rúðum o.fl. V. 990 þús.
Nissan Sunny 1.6 SLX Sedan '90, 5 g.,
ek. 71 þ. km. V. 660 þús.
Peugeot 405 GR ’91, 5 g., ek. 70 þ. km.
V. 860 þús.
Toyota Corolla Touring XL ’91, 5 g., ek.
78 þ. km. V. 1.050 þús.
MMC Colt GLXi '91, sjálfsk., m/öllu, ek.
70 þ. km. V. 890 þús.
Cherokee Limited '89, sjálfsk., ek. aðeins
64 þ. km., leðurinnr. o.fl. Toppeintak. V.
1.890 þús.
MMC Lancer GLXi 4x4 Station '93, 5 g.,
ek. 61 þ. km., álfelgur, rafm. í öllu. V. 1.450
þús.
Hyundai Pony LS Sedan '94, 5 g., ek. 25
þ. km. Tilboðsverð 780 þús. Sk. ód.
MMC Lancer GLXi '94, dökkgrænn,
sjálfsk., ek. 9 þ. km., álfelgur, spoiler o.fl.
V. 1.450 þús. Sk. ód.
Chevrolet Blazer S-10 Thao ’86, sjálfsk.,
ek. 75 þ. mílur. Góður jeppi. Tilboðsverð
730 þús.
Ford Bronco II ’84, rauður, 4 g., ek. 110
þ. km., nýsk. '96. Tilboðsverð 490 þús.
Subaru E-10 4x4 Minibus ’88, 7 manna,
5 g., ek. aðeins 67 þ. km. V. 490 þús.
MMC Colt GL ’91, 5 g., ek. 40 þ. km.
V. 720 þús. Sk. ód.
Fjörug bílaviðskipti.
Vantar góða bfla á skrá
og á staðinn.
Nissan Sunny 2000 GTi '92, rauður, 5
g., ek. 70 þ. km., sóllúga, álfelgur, rafm.
Suzuki Vitara JXI '92, hvítur, 5 g., ek.
aðeins 26 þ. km., fallegur jeppi. V. 1.530
þús.