Morgunblaðið - 30.06.1995, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 11
FRÉTTIR
i
►
i
i
>
>
7
)
>
i
i
i
i
Rannsóknarstofa í lyfjafræði án fjárveitinga úr sjóðum HÍ
Þjónusturannsóknir standa
undir grunnrannsóknum
UMFANGSMIKLAR þjónusturann-
sóknir í Rannsóknarstofu Háskóla
íslands í lyfjafræði standa að miklu.
leyti undir grunnrannsóknum í
greininni, að sögn Þorkels Jóhannes-
sonar, prófessors og forstöðumanns
rannsóknarstofunnar.
Þorkell segir að stofnunin fái eng-
ar fjárveitingar til rannsókna úr
sjóðum HÍ ekki fremur en flestar
aðrar stofnanir eða rannsóknarstof-
ur HÍ. Hún fái aftur á móti fjár-
magn til að standa að mestu undir
kennslu á vegum stofnunarinnar.
Hörð samkeppni við
erlendar rannsóknarstofur
Þorkell gagnrýnir þær aðstæður
sem rannsóknarstofnunum HÍ séu
yfirleitt búnar. „Það er einfaldlega
hrikaleg staðreynd," sagði Þorkell
í samtali við Morgunblaðið „að með
þessum hætti verður HÍ ekki vís-
indastofnun til langframa heldur
einungis kennslustofnun á háskóla-
stigi“. Hann sagði að stofnunin
hafi allnokkrar sértekjur og sé
þannig betur sett en ýmsar aðrar
stofnanir HÍ.“
Rannsóknarstofan sinnir öllum
réttarefnafræðirannsóknum fyrir
dóms- og kirkjumálaráðuneytið sem
snerta rannsókn opinberra mála.
„Ráðuneytið gerði samning við
rannsóknarstofuna fyrir tíu árum
sem rennur út um næstu áramót.
Þessi samningur er skuldbindandi
fyrir báða aðila. Ráðuneytið skuld-
batt sig til að beina öllum viðskipt-
um til okkar og við skuldbundum
okkur til að útvega mannafla og
tækjabúnað til að sinna þeim,“ sagði
Þorkell. Samkeppni á sviði réttar-
efnafræði er því engin að sögn Þor-
kels. Rannsóknarstofan er aftur á
móti í harðri samkeppni við erlend-
ar rannsóknarstofur að því er varð-
ar mengunarrannsóknir og rann-
sóknir fyrir lyfjaframleiðendur og
ýmsa einkaaðila. „í flestum tilvik-
um er verð okkar samkeppnisfært
en stundum vill þannig til að send-
ingarkostnaður ræður úrslitum að
rannsóknir eru ódýrari hér en er-
lendis. Til marks um góða samkeppn-
isstöðu okkar er að Bandaríkjamenn
á Keflavíkurflugvelli eru meðal bestu
viðskiptamanna okkar.“
Grunn- og þjónustu-
rannsóknir samnýttar
Þorkell sagði að farin hefði verið
sú leið í rannsóknarstofunni að nýta
aðstöðu tii þjónusturannsókna til
grunnrannsókna í lyfjafræði og eit-
urefnafræði.
„Við höfum reynt að fara þá leið
að toga grunnvísindalega þætti út
úr þjónusturannsóknunum alveg
hliðstætt því sem gerist á sjúkrahús-
um við úrvinnslu á farnaði sjúklinga
sem þar vistast. Við höfum til að
mynda framkvæmt PCB-mælingar í
jarðvegi og víðar fyrir ýmsa aðila.
Á sama tíma hefur einnig verið lögð
áhersla á að ákvarða magn PCB-
efna í dýrum og mönnum. Þannig
hefur magn þessara efna verið kann-
að í heila, blóði og bijóstamjólk
kvenna, svo og í fálkum og æðar-
fugli. Loks má nefna að vísindaleg
ritgerð verður samin með hliðsjón
af niðurstöðum úr fjölmörgum
bruggsýnum sem tekin hafa verið
og greind hér á stofunni og mörg
önnur dæmi mætti nefna," sagði
Þorkell.
VEIÐIN byrjaði afar vel í Álftá, hér eru f.v. Dagur Garðarsson,
Helgi Eyjólfsson og Jón Sveinsson með fjóra af sjö löxum sem
veiddust þar fyrsta daginn.
Þverá gefur
Norðurá lítið
eftir
AFAR góð veiði hefur verið í Þverá
og Kjarrá síðustu daga og segja má
að ekki minna hafi verið um að vera
þar en í nágrannaánni Norðurá.
Á hádegi í gær voru komnir um
345 laxar á land og menn að draga
bæði stóra laxa og smáa, meira og
minna grálúsuga. „Það er óhætt að
segja að veiðin hafi verið allgóð að
undanförnu," sagði Kristján Krist-
jánsson kokkur í veiðihúsinu að
Helgavatni við Þverá í gær.
Enn er megnið af aflanum tveggja
ára fiskur úr sjó, en smálax er með
vaxandi hlutdeild og allt er þetta
fallegur fiskur, stærri laxinn yfirleitt
10 til 13 pund og smálaxinn 4 til 6
pund. Stærsti laxinn til þessa vóg
17 pund, en í gærmorgun kom 16
punda fiskur á land. Að sögn Krist-
jáns kokks, er áin mjög veiðileg, tær
og mátuleg. Þá má geta þess, að
fyrstu laxarnir hafa veiðst í Litlu
Þverá sem rennur í Þverá en er jafn-
an seinni til.
Glæðist í Laxá í Leir.
„Það hefur verið frekar rólegt, en
hefur verið að glaðna að undan-
fömu. Talsvert af nýjum físki hefur
komið inn með vaxandi straumi,"
sagði Jón Oddur Guðmundsson leið-
sögumaður við Laxá í Leirársveit í
gærdag. Voru þá komnir 47 laxar á
land, allir að þremur undanskildum
á svæðinu frá Laxfossi og niður úr.
Fyrsti laxinn veiddist fyrir ofan
Eyrarfoss í fyrradag, en aðeins þrír
laxar höfðu farið um teljarann.
„Laxinn var að stökkva mikið í Lax-
fossinn í morgun, kannski að hann
sé í þann mund að dreifa sér bet-
ur,“ bætti Jón Oddur við.
Skot í Elliðaánum
Það veiddust 7 laxar í Elliðaánum
á þriðjudaginn og var það fyrsta
alvöru lífsmarkið í ánum. Þá veidd-
ist fyrsti og eini flugulaxinn til þessa,
svo og stærsti lax sumarsins 10,5
punda. í gærmorgun voru þó aðeins
13 laxar komnir á land og því víðs
fjarri að ástandið sé að verða eðli-
legt, enda bættist enginn lax við á
miðvikudaginn og tregt var í gær-
morgun. A fjórða tug laxa hefur þó
gengið um teljarann og hafa þar af
tveir veiðst.
Fjölbrauta-
skóli Vest-
ur lands
færir út
kvíamar
SKÓLA Vesturlands á Akranesi
var slitið laugardaginn 9. júní.
Brautskráðir voru 82 nemend-
ur, þar af 46 stúdentar. Auk
þeirra luku 24 prófi af tækni-
sviði, 4 af uppeldisbraut og 4
luku verslunarprófi. Einnig
brautskráðust 2 sjúkraliðar og
2 nemendur af sérkennslu-
braut.
í ræðu skólameistara, Þóris
Ólafssonar, að verið væri að
undirbúa kennslu í kvöldskóla
í Stykkishólmi á næsta skóla-
ári. Þá sagði hann að 750 nem-
endur hefðu stundað nám við
skólann á skólaárinu, á Akra-
nesi, í Snæfeílsbæ og Stykkis-
hólmi. Auk þeirra sóttu 230
nemendur ýmis námskeið á
vegum Farskóla Vesturlands en
hann tilheyrir fjölbrautaskó-
lanum.
Skólameistari gat þess einnig
að verkfall kennara hefði haft
mikil áhrif í skólanum en um
100 nemedur hættu námi þess
vegna.
Námsstyrkur Akraneskaup-
staðar, 300 þúsund krónur, var
veittur í 5. sinn. Styrkinn hlaut
Hafdís Bjarnadóttir nýstúdent
en liún stefnir að tungumála-
tengdu viðskiptanámi.