Morgunblaðið - 27.07.1995, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ1995 25
AÐSENDAR GREINAR
Helgi Hálfdanarson
Ríki
og kirkja
EKKI er langt síðan hér voru
stofnuð samtök til baráttu fyrir
skilnaði ríkis og kirkju. Þeir sem
þar fylktu liði vitnuðu til lýðræð-
is, og í fljótu bragði má svo virð-
ast sem fólk þetta hafi nokkuð
til síns máls. Og alltaf birtast
annað veifið greinar í blöðum,
þar sem færð eru rök fyrir skiln-
aði, bæði fjárhagsleg og siðferði-
leg. Skammt er síðan hugur ís-
lendinga í þessu efni var kann-
aður með hefðbundnum hætti,
og var svo að sjá sem dijúgur
hluti þjóðarinnar féllist á stefnu
fyrr greindra samtaka.
Þó verður ekki annað séð en
að þjóðin vilji kirkju, með eða
án sambands við ríki. Og hér
má að fleiru hyggja, sem kynni
að hafa áhrif á stefnu manna í
þessum skilnaðarmálum.
Býsna langt er nú liðið síðan
fram fóru forsetakosningar á
landi hér. Menn hafa að vonum
látið sér vel líka, að forseti sá,
sem nú situr, hefur hvað eftir
annað boðizt til að sitja áfram,
og allir verið því fegnir að þurfa
ekki að sinna meira um það.
Þó kvað draga að því óðfluga,
að ekki verði undan ekizt að
hugsa fyrir nýrri ráðstöfun á
þeim starfa. Líklegt má telja,
að enn fari sem áður, að fáir
þeirra, sem hæfir þættu, gæfu
kost á sér til slikrar þjónustu,
nema svo bráðvel tækist til, að
núverandi forseti byði sig enn
fram. Einstakt happ má það
kallast, hve vel hefur skipazt
fram að þessu frá upphafi. Og
ætla má, að vandfengin yrði sú
persóna, sem gegndi þessu starfi
af slíkri smekkvísi og þokka sem
núverandi forseti. En þrátt fyrir
þessa happareynslu er nokkur
hætta á því, þegar fram í sæk-
ir, að embætti þetta eigi það
fyrir sér að koðna niður í lág-
kúrulegan hégóma, sem flestir
meti lítils. Hætt er við að þar
muni bera einna hæst hálfstaðl-
aðar tyllidagaræður, og veizlu-
sukk hér heima og út um hvipp-
inn og hvappinn, borðaklipping-
ar og skóflustungur, eða jafn-
gildi slíkra athafna, að ógleymd-
um afliendingum marklausra
verðlauna fyrir guðveithvað.
Nú skal hér borin fram tillaga
til hyggilegrar athugunar. Hún
er á þá leið, að embætti biskups
og forseta verði sameinuð í eitt.
Skyldi hið nýja embætti heita
„Biskup íslands" og bera þess
merki í framkvæmd. Ætti þá
íslenzk kirkja og stórbrotin
menningarsaga hennar um aldir
að veita starfinu tilhlýðilegan
myndugleik. Umsvif forseta-
embættisins yrðu minnkuð veru-
lega við sameininguna, án þess
þar kæmi nokkuð í staðinn. Ef
henta þætti, yrði eitthvað af
störfum biskups eftirlátið
vígslubiskupum eða kirkjuráðu-
neyti.
Hér væri ekki aðeins um að
ræða dtjúgan sparnað, heldur
einnig nokkra tryggingu fyrir
því, að forsetaembættið verði
ekki, þegar tímar líða, viljalaust
handbendi stjórnmálaspekúl-
anta, sem engan raunverulegan
tilgang hefði og aldrei gæti að
gagni komið til eins eða neins.
Ef einhvern tíma í hulinni
framtíð kæmi upp sú staða, að
Alþingi væri að meiri hluta skip-
að þeim dauðans lyddum, að
ófyrirleitinni ríkisstjórn tækist
að böðla þar til samþykktar ein-
hveiju því, sem þorri lands-
manna teldi þjóðinni háskalegt,
jafnvel með fnyk af því sem sízt
mætti nefna, þá væri þess að
vænta, að biskup hefði í krafti
heilagrar vígslu sinnar mann-
dóm til að bjarga sæmd þjóðar-
innar, hagsmunum hennar, og
stjórnarskrá ef því væri að
skipta, fremur en ótíndur stjórn-
málagarpur, eða einhver sem
sagður væri starfa sem eitthvert
óskilgreint „einingartákn" með
því að standa skilyrðislaust með
valdabröskurum, einnig þegar
þeir væru að rjúfa einingu
þjóðarinnar um sjálfstæði sitt,
frelsi og fullveldi.
Slík skipan mætti haldast
meðan þjóðin vill kirkju. Ef sá
vilji breytist, koma tímar og
koma ráð.
En meðal annarra orða: Lán-
samir eru Reykvíkingar, að ekki
skuli Kató hinn eldri sitja hér í
borgarstjórn, því öllum ræðum
hlyti hann að ljúka á þessa leið:
„Auk þess legg ég til, að ráðhús-
ið verði sprengt í loft upp.“
JRIGANO
Áður 340.000 með fortjaldi
Ocean
298.000
DÚKUR FYLGIR FRÍTT
SBSilLAGÐWN
ÆGSIfR
Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 51 I 2200
Rosenthal
Glæsilegar gjafavörur ^ vCfe/
' ''j
10jmfWviegarida PowerPC 601 örgjörvi
500 MB harðdiskur
8 MB vinnsluntinni (stœkkanlegt A
Innbyggt geisladrif (CD^BföM) >
16 bita víðóma hljóð (i/iiT og úxfak^
Innbyggt Etheritíet (AA&f)
15" App^e-skjá'f^
íslenskt húapfíaborð
íslenskt styrikerfi ^
Ibwer Madntosh 6100
Power Maclnto
Apple Multi|
0/66 8/500 CD
m 15" skjár
Apple-umboðið
SKIPHOLTI 21 • SÍMI: 511 5111
Heimastðan: http:IIwww.apple.is
I
I
J
i
i
Matar- og kaffistell
í sérflokki
Laugavegi 52, sími 562 4244.
Sjöundi himinn