Morgunblaðið - 27.07.1995, Side 46
46 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
EINNIG KERAMIK
OG STÁL HELLUBORÐ
VEGGOFNAR OG
OFNAR UNDIR BORÐ
FAGOR HE-414
BLÁSTURSOFN MEÐ GRILU ■ VERD STAÐGREITT KR.
/^\/^\ /~~\S~\/
OT oT iT
Jr Æ | . ■ I
’ . %
AFBORGUNARVERÐ KR. 28.400 - VISA OG EURO RAÐGREIÐSLUR
S
ennfremj^.
uPppVOTTA
KÆ LISHAP^
L.A. Café • Laugavegi 45a • 101 Reykjavík
‘X,
'lgartilbod
Humar- og kjúklingaragú í engiferbættri hunangsrjómasósu.
„Chateaubriand“ glóðarsteikt miðbik nautalundar,
borið fram með bakaðri kartöflu, soðnu grænmeti,
fersku salati, smjörsteiktum sveppum
og rauðvínssósu „Cabernet Sauvignon".
Djúpsteikt vanilluískúla með heitri karamellusósu.
Adeins kr. 1.880.
Rétt verð kr. 3.760.
Munið léttu álagninguna á okkar
stórglæsilega léttvínsseóli.
Hinn frábæri dúett Anna Karen og Kristján
Guðmundsson leika fyrir matargesti allar helgar
Eini staðurinn með diskótek
alla daga vikunnar frá kl. 22.30.
Eldhúsið opið alla daga frá kl. 18.00-22.30.
Borðapantanir í síma 562-6120
Pantið borð tímanlega.
JltotgtsftMaMfr
- kjarni málsins!
ÍDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Stutt hugleiðing
um lúpínu
„Hvað er með ásum?
Hvað er með álfum?“
Nú er svo komið að að-
förin að lúpínunni er orðin
pólitísk. Vígreifur foringi
hersins með vélorf að vopni
er Hjörleifur Guttormsson.
Hann hefur ritað lofrit
um öræfi Austurlands og
vill víst breiða út öræfin.
Það virðist ganga vel enda
fýkur nú jarðvegur vorrar
beinaberu fjallkonu hratt á
haf út. Og kór Náttúru-
verndarráðs syngur með í
fjarska og fær snilling frá
Nýja-Sjálandi til að segja
vorum fávísum að það sé
ljótt að græða upp örfoka
land sem hefur fengið
gæðastimpil ráðsins til að
vera áfram örfoka. Og svo
er plöntunasisminn of-
stækur að auglýst er eftir
sjálfboðaliðum til að út-
rýma þessari merkustu
landgræðsluplöntu síðari
ára.
Ja héma! Eg vil benda
ykkur á að lesa grein í
ársriti Skógræktarfélags
íslands 1944 um bæjarstað
og Alaskalúpínu eftir Guð-
jón Jónsson. Ef til vill
breytist hugsunarháttur-
inn þá. Og við bætist að
nú á að stimpla sum tré
óíslensk. Mikil er viskan.
Bara birki á Þingvöllum,
enga útlendinga. Ekki
greni og furu, sem veita
fegurð og skjól. Þjóðlegt
skal það vera. En hvað er
þjóðlegt?
Vita þessir menn hvað
óx hér fyrir tíu þúsund
árum, eða tíu milljón
árum? Era þær tijátegund-
ir óþjóðlegar í dag, þó þær
hafi dáið út tímabundið.
Væri óþjóðlegt að flytja
geirfugl til landsins í dag
(ef slíkir fyndust) af því
hann er ekki hluti af lífrík-
inu í dag.
Nei notið þið frekar ykk-
ar takmarkaða tíma og
fjárráð til að græða landið,
já til að sá lúpínu!
Finnst ykkur ekki betra
að tjalda í gróðurvin en í
eyðisandi með ryk í vitum?
Óli Hilmar Jónsson,
arkitekt.
íslendingar
kunna að gefa
VALGEIR Matthíasson
bað Velvakanda fyrir eftir-
farandi:
„Þegar ég fletti Dag-
blaðinu laugardaginn 22.
júlí, las ég ummæli Eiríks
Sigurbjörnssonar um að
íslendingar kynnu ekki að
gefa. Þetta fannst mér
stingandi og ætti hann að
biðja íslensku þjóðina opin-
berlega afsökunar á þess-
um ummælum sínum.
Þetta er honum persónu-
lega ekki til framdráttar.
Mín skoðun er sú að
íslendingar séu örlátir og
standi vel saman.
Skemmst er að minnast
Súðavíkurslyssins og
margra annarra hörmunga
sem dunið hafa yfir okkur
Islendinga.
Þær safnanir hafa skilað
stórkostlegum árangri.
Eins má geta rausnarskaþ
íslendinga í garð hiiina
ýmsu líknarfélaga og ein-
staklinga sem orðið hafa
fyrir ýmsum áföllum í lífi
sínu.'
Þetta segir allt um
rausnarskap íslendinga og
samheldni, sem segja
þarf.“
Tapað/fundið
Hnífur tapaðist
SVISSNESKUR hnífur
tapaðist við Kleifarvatn. Á
honum hékk skjaldarmerki
íslands. Skilvís finnandi
vinsamlega hringi í Sverri
í síma 555-1393 eða
555-0397.
Filma týndist
FYRIR hálfum mánuði
týndist átekin filma sem á
var m.a. bamaafmæli. Lík-
legt þykir að hún hafi glat-
ast í miðbænum en er þó
ekki víst. Skilvís finnandi
hringi í síma 552-3433.
Gæludýr
Kettlingar
ÞRÍR átta vikna gamlir
kettlingar óska eftir góðu
heimili. Uppl. í síma
567- 7919.
Læðu vantar
heimili
SVÖRT 4ra mánaða gömul
læða þarf að eignast gott
heimili sem fyrst. Uppl. í
síma 587-6409 eða
568- 2373.
Kettlingar
TVEIR svartir og hvítir 7
vikna gamlir kettlingar
þurfa að komast á góð
heimili. Uppl. í síma
587-6678.
HÖGNIHREKKVÍSI
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
HVÍTUR á leik
Staðan kom upp á stór-
mótinu í Dortmund sem
lauk á fimmtudaginn. Hol-
lendingurinn Jeroen Pik-
et (2.625) hafði hvítt og
átti leik gegn Þjóðveijanum
Eric Lobron (2.595)
28. Hxe6+!- Kxe6 29. d5+
- Ke7 30. De2+ - Rde5
31. Bxe5 - Rxeð 32.
Dxe5+ - Kd7 33. De6+ -
Kd8 34. Dd6+ - Ke8 35.
Hh3 - He4 36. Dc6+
(Betra virðist strax 36. He3
- Hxe3+ 37. fxe3 og svart-
ur tapar hróknum á f8)
36. - Kd8 37. He3 - Hxe3
38. fxe3 - Hh8??
(Eini varnarmöguleikinn
var 38. - Ke7! Svartur hefði
ekki átt kost á því ef hvítur
hefði leikið strax 36. He3)
39. Df6+ - Kd7 40. Dxh8
og skömmu síðar, eftir að
tímamörkunum hafði verið
náð, gafst Lobron upp.
Urslitin í Dortmund:
1. Kramnik, 7 v. af 9. 2.
Karpov, 6 'Ti v. 3.-4. Peter
Leko og ívantsjúk, 5 v. 5.
Lautier, 4 ‘A v. 6.-7. Piket
og Short, 4 v. 8.-9. Barejev
og Beljavskí, 3‘A v. 10.
Lobron, 2 v.
Víkveiji skrifar...
Eftirfarandi texta er að finna í
leiðarvísi fyrir töfraáhöld sem
keypt voru nýlega í leikfangaversl-
un í Reykjavík, og ætluð eru fyrir
börn 8 ára og eldri. „Galdrar með
reyk. Áhöld: Sígaretta og tvö kon-
íaksglös sem eru rök að innan.
Galdurinn: Töframaðurinn hellir
sígarettureyk - rétt eins og væri
hann fljótandi - úr einu glasinu í
annað. Þetta mun áhorfendum ekki
takast. Blástu varlega reyk inn i
annað raka glasið og nú geturðu
satt best að segja hellt reyknum
fram og aftur, því rakinn dregur
reykinn inn í glasið. Ef einhver
áhorfenda vill prófa skaltu hafa til
reiðu tvö þurr glös til þess að hon-
um takist þetta ekki.“
Þessi ófögnuður blasti við móður
ungs drengs sem fékk töfraáhöldin
í afmælisgjöf á dögunum. Drengur-
inn er reyndar ekki orðinn 8 ára,
en vegna mikils áhuga hans á töfra-
brögðum ákváðu foreldrar hans að
gefa honum áhöldin og aðstoða
hann við að læra einföldustu töfra-
brögðin. Umræddur drengur hefur
ekki aðgang að sígarettum á sínu
heimili en móðirin hugsaði til þess
með hryllingi að kannski myndu
önnur börn, sem væru að prófa sig
áfram í töfrabrögðum án aðstoðar
foreldra sinna, reyna þetta bragð.
ví miður er þetta ekki eina
töfrabragðið þar sem sígarett-
ur eru notaðar því í leiðarvísinum
er einnig kenndur sígarettuhnútur
þ.e. að hnýta hnút á sígarettur.
Það er með ólíkindum að svona
nokkuð skuli fýrirfinnast í leiðbein-
ingum sem fyrst og fremst eru ætl-
aðar börnum. Töfrasettinu fýlgdu
tveir leiðarvísar, annar á dönsku,
og var hann inni í kassanum, en
hinn á íslensku, og var honum
smeygt inn í plastið sem var utan
um kassann. Þýðandinn, sem er
nafngreindur framan á íslenska leið-
arvísinum, hefur þýtt dönsku leið-
beiningarnar af mikilli samvisku-
semi, en hefði innflytjandinn haft
einhveija ábyrgðartilfynningu hefði
hann látið gera útdrátt úr bæklingn-
um og fjarlægt þann danska áður
en varan var sett á markað.
Þetta var ekki það eina sem for-
eldrarnir höfðu út á töfraáhöldin
að setja. Á kassanum og í leiðarvís-
inum stendur „Töfrabragðasett með
50 töfrabrögðum", en einungis var
hægt að gera rúmlega helming
töfrabragðana með áhöldunum sem
í kassanum voru. Til að hægt væri
að gera hin töfrabrögðin varð að
bæta við ýmsum hlutum, svo sem
saumnál, vasaklút, eldspýtum og
fleiru. Flestir þessara hluta eru að
vísu til á öllum heimilum, en þar
sem afmælisgjöfin var tekin í notk-
un í sumarbústað og ekki hafði
verið gert ráð fyrir þessum auka-
hlutum þegar pakkað var niður til
ferðarinnar, varð drengurinn fyrir
vonbrigðum yfir því hve lítið var
hægt að gera með töfrasettinu.
xxx
ví miður rákust foreldrar
drengsins á fleiri dæmi um
óvönduð vinnubrögð í gerð leik-
fanga þennan afmælisdag. Dreng-
urinn fékk að gjöf spurningaleik
sem hefur verið til í meira en tvo
áratugi, en foreldrarnir könnuðust
við hann frá því að þau voru börn.
Eitt spjaldið í spurningaleiknum
heitir Höfuðborgir, en þar eiga
börnin að reyna kunnáttu sína í
landafræði. Annað hvort hefur inn-
flytjandinn keypt mikið magn af
leiknum fyrir nokkrum árum og
ekki þurft að endurnýja birgðirnar,
eða framleiðandanum hefur ein-
hverra hluta vegna ekki þótt þörf
á því að uppfæra upplýsingarnar í
spurningaleiknum því á þessu
spjaldi eru meðal annars eftirfar-
andi spurningar: „Hvað heitir höf-
uðborgin í Tékkóslóvakíu?" og
„Hvað heitir höfuðborgin í Júgó-
slavíu?“