Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framkvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða Mjög hissa á orðum fer ðamálastj óra ÉG ER mjög hissa á því að ferða- málastjóri skuli ekki hafa betri þekkingu á málunum en þetta,“ sagði Pétur J. Eiríksson, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Flug- leiða í samtali við Morgunblaðið í gær. Ferðamálastjóri sagði í blaðinu á fimmtudag að sér sýndist sem flöskuháls væri að myndast í flutn- ingum ferðamanna til landsins, og kenndi því m.a. um óviðunandi fjölgun ferðamanna. „Mér fínnst undarlegt að ferða- málastjóri skuli fara með fullyrðing- ar sem fá alls ekki staðist," sagði Pétur. „Sætaframboð til Íslands er nú meira en það hefur verið, bæði hjá okkur og öðrum flugfélögum. Eg bendi á að sætanýting var verri hjá okkur í júlí en á sama tíma í fyrra, þó nákvæmar tölur séu enn ekki fyrirliggjandi. í bestu vikunni okkar í júlí í ár náðum við 78% nýtingu, en hún var 86% í fyrra. Eina leiðin sem hefur verið fullsetin hjá okkur er leiðin til og frá New York, en fjölgun ferðamanna hing- að frá Bandaríkjunum sýnir, að við höfum veitt ferðamönnum til ís- lands forgang á þeirri leið.“ Pétur benti á, að hjá Smyril-Line hefði nýting einnig minnkað frá því í fyrra. „Menn verða bara að átta sig á því að samkeppnin um ferða- manninn fer vaxandi, og við Islend- ingar getum ekki reiknað með enda- lausri fjölgun ferðamanna án þess nánast að fyrir því sé haft. Það verða allir að vera samtaka í þess- ari baráttu, ekki síst ferðamálaráð." Brúðkaup á Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjum. Morgnnblaðið. ÞJÓÐHÁTÍÐ Vestmannaeyja var sett í Herjólfsdal klukkan þijú fgær. Um svipað leyti létti til og flugfært varð til Eyja en ekkert hafði verið flogið í tvo daga. Helgi Sigurlásson, formaður Týs, setti hátíðina, eftir að Lúð- rasveit Vestmannaeyja hafði leikið nokkur lög. Gísli Jóna- tansson, kaupfélagsstjóri á Fá- skrúðsfirði, flutti hátíðarræðu en að því loknu var helgistund i umsjá sr. Jónu Hrannar Bolla- dóttur og sr. Bjarna Karlssonar. Helgistundin var óvenjuleg að því leyti að brúðkaup fór fram íhenni. Fíkniefnahandtökur Tóku kókaín, alsælu og amfetamín FÍKNIEFNALÖGREGLAN fann 17 grömm af kókaíni og 23 töflur af alsælu í fórum sambýlisfólks sem veitt var eftirför um austanverða Reykjavík í fyrrinótt. Lögreglan ætlaði að stöðva bíl fólksins í austurborginni en það reyndi að komast undan og úr varð eftirför um Austurbæinn. Þegar lög- regla króaði bíl fólksins af henti maðurinn frá sér poka, sem í reynd- ust vera 13 grömm af kókaíni og 5 töfiur af alsælu. Við húsleit á heim- ili fólksins fundust 4 grömm af kóka- íni og 13 töflur af alsælu til viðbótar. Á miðvikudagskvöldið handtók fíkniefnalögreglan einnig mann með 4 grömm af amfetamíni í fórum sín- um. Við leit á heimili hans fundust ennfremur 8 grömm af amfetamíni og 24 töflur af alsælu. Þriðja handtaka fíkniefnalögregl- unnar fór fram í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt fimmtudags. Þar veitti maður harða mótspyrnu þegar fíkni- efnalögreglan hugðist handjárna hann og barðist um skeið við lög- reglumennina, sem tókst að yfirvinna mótspymu hans. Við leit á manninum fundust 13 grömm af amfetamíni. ------♦ ♦ ♦----- Þröstur stórmeistari ÞRÖSTUR Þórhallsson sigraði á opnu alþjóðlegu móti í Gausdal í Noregi og náði þriðja og síðasta áfanga sín- um að stórmeistaratitli. Þröstur hlaut 7 vinninga af 9 mögulegum. Til að hreppa titilinn þarf hann að hækka í 2.500 Elo-skákstig. Þröstur hafði fyrir mótið 2.420 stig en hækkar væntanlega upp í 2.450 stig vegna frábærs árangurs á mót- inu. Þröstur verður 9. stórmeistari íslendinga. Þröstur gerði jafntefli við Ziljber- man frá Israel í síðustu umferðinni. í 2.-4. sæti urðu alþjóðlegu meist- aramir Sutovsky, ísrael, og Sulskis, Litháen, og danski stórmeistarinn Peter Heine Nielsen með 6 1/2 vinn- ing. í 5.-8. sæti með 6 vinninga urðu Margeir Pétursson, Ziljberman, ísra- el, Emms, Englandi, og Rausis, Lett- landi. Héðinn Steingrímsson hlaut 5 1/2 vinning, Bragi Halldórsson 4 1/2 vinning og Kristján Eðvarðsson 3 1/2 vinning. VEGNA verzlunarmannahelgar- innar kemur Morgunblaðið næst út miðvikudaginn 9. ágúst. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson BRÚÐKAUP fór fram í helgistund við setningu Þjóðhátíðar er Guðrún Lilja Ólafsdóttir og Halldór Jón Sævarsson voru gefin saman. Danski forsætisráðherrann í opinbera heimsókn til íslands Ræðir við Davíð eftir helgina DANSKI forsætisráðherra Poul Nyr- up Rasmussen og kona hans Lone Dybkjær koma í opinbera heimsókn til íslands 7. ágúst í boði Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og Ástríðar Thorarensen. Gert er ráð fyrir að Poul Nyrup lendi ásamt fylgdarliði í Keflavík skömmu fyrir klukkan 21 á mánudagskvöld. Danimir munu m.a. skoða Bláa lónið á mánudagskvöld, en á þriðju- dagsmorgun munu forsætisráðherr- amir eiga fund í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Sama morgun verð- ur farið í skoðunarferð til Nesjavalla og Þingvalla, en síðdegis mun danski forsætisráðherrann og fylgdarlið kynna sér Ráðhúsið, þar sem Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri tekur á móti þeim, og funda með utanríkismálanefnd Alþingis. í tilefni af heimsókninni heldur Lone Dybkjær fyrirlestur í Norræna húsinu klukkan 16.30, um reynslu sína sem þingmanns á þingi Evrópu- sambandsins og svara spurningum viðstaddra að honum loknum. Dag- skrá heimsóknarinnar á þriðjudags- Poul Nyrup Lone Rasmussen Dybkjær kvöld lýkur síðan með að íslensku forsætisráðherrahjónin bjóða til há- tíðarkvöldverðar í veitingahúsinu Perlunni. Forsætisráðherrahjónin munu ferðast um landið á miðvikudag og fimmtudag. ■ Bæði hjónin eru virtir/22 Verslunarmannahelgin er mesta ferðamannahelg'i ársins Gott veður um helgina SPÁÐ er góðu veðri á landinu um helgina, víðast hvar hægviðri og vestlægri vindátt. Ekki er útlit fyrir hvassviðri eins og var um síðustu helgi. A laugardag er búist við freniur vestlægri, hægri átt um land allt. Samkvæmt veðurspá verður úrkomu- vottur á Vesturlandi og Vestfjörðum í dag, laugardag, en léttirtil í innsveit- um á Norðurlandi, Austurlandi, Aust- fjörðum og Suðausturlandi og jafnvel í uppsveitum Suðurlands. Hitastig verður 9-14 stig en allt að 16-18 stig- um á Austur- og Suðausturlandi. Gert er ráð fyrir björtu veðri á morgun og mánudag. Búist er við hlýnandi veðri, allt að 20 stigum inn til landsins, einkum á Austur- og Suðausturlandi. Vestmannaeyjar vinsælar Vegna veðurs í Vestmannaeyjum var ekki hægt að fljúga þangað fyrr en um miðjan dag í gær, föstudag. Fyrstu vélamar fóru frá Reykjavík kl. 15.35 og 15.45 og sú þriðja rúm- lega 17.00. Búist er við að fært verði til Eyja það sem eftir er dags- ins. í morgun vom 12 flugferðir með Fokkervélum á áætlun til Eyja. 1 hverri vél eru 50 sæti þannig að samtals áttu um 600 manns pöntuð sæti þangað. Margir þeirra sem áttu pantað flugfar gáfust hins vegar upp á biðinni og fóru með Herjólfi. Fullbókað var í allar vélar Flug- leiða til ísafjarðar, Egilsstaða og Akureyrar í gær, föstudag. Til ísa- fjarðar fóru þrjár Fokkervélar, tvær vélar til Egilsstaða og til Akureyrar fóru fímm vélar. Um tvöleytið í gær fóm tvær rút- ur fullar af fólki sem ætlaði á tónlist- arhátíðina á Kirkjubæjarklaustri. Um miðjan dag í gær var töluverð umferð bifreiða frá höfuðborgar- svæðinu. Falsaði greiðslu- samninga RANNSÓKNARLÖGREGLAN er um það bil að ljúka rannsókn á fölsuðum raðgreiðslusamning- um að upphæð um þijár milljón- ir króna. Að sögn Boga Nilssonar rann- sóknarlögreglustjóra bámst 22 raðgreiðslusamningar, sem ætl- að var að hefðu verið falsaðir, til rannsóknar. Hann segir að játning manns, sem tengdist fyrirtæki, liggi fyrir. Maðurinn hafði aðstöðu til að nota nöfn og greiðslukortanúmer fólks, sem hafði áður átt viðskipti við fyrirtækið, til að búa til samn- ingana sem samtals nema um þremur milljónum króna. Samn- ingarnir vom síðan seldir fjár- mögnunarfyrirtæki. Upp um málið komst þegar viðkomandi einstaklingar fengu mkkanir frá greiðslukortafyrir- tæki vegna raðgreiðslna sem þeir könnuðust ekki við. Tveir sjó- menn fluttir til Grænlands LANDHELGISGÆSLAN fékk beiðni um að sækja slasaðan sjómann um borð í leiguskipið Heinaste, sem Sjólaskip hf. í Hafnarfirði gera út, aðfaranótt fimmtudags þar sem það var statt um 660 mílur úti fyrir Nýfundnalandi. Sjómaðurinn hafði fengið flís í auga og þurfti að komast undir læknishendur. Skipið var of langt úti í hafí til að hægt væri að senda þyrlu eftir skip- veijanum frá íslandi og var því haft samband við björgun- arstöð danska sjóhersins í Gronnedal og hún beðin um að taka málið í sínar hendur. Skipinu var siglt áleiðis til Julianeháb (Qaqortog) á Græn- landi og þyrla af dönsku eftir- litsskipi send á móti því. Á leið- inni þaiigað slasaðist annar sjó- maður. Sá missti framan af fingri og voru báðir mennirnir teknir um borð i þyrluna og flogið með þá til Narssarssuaq þar sem lent var fyrir hádegi í gær. Bílvelta í Kömbum FÓLKSBÍLL valt efst í Kömb- um í gær. Femt var í bílnum og var það flutt á heilsugæslu- stöðina á Selfossi til aðhlynn- ingar. Fólkið var þó talið hafa sloppið lítt meitt eða ómeitt. Bíllinn var óökufær og var fjar- lægður með kranabíl. Um sama leyti var lögregl- unni á Selfossi tilkynnt um þriggja bíla árekstur á Biskups- tungnabraut við Kóngsveg í Þrastaskógi. Talið er að árekst- urinn hafi orðið við framúrakst- ur. Engin meiðsl urðu á fólki. Yatnslaust á Seyðisfirði ALLT.kalt vatn fór af Seyðis- firði í tvo klukkutíma síðdegis í gær þegar aðveituæðin til bæjarins fór í sundur. Vel gekk að gera við bilunina og tókst að koma vatni á bæinn um kvöldmatarleytið í gær. Ekki liggur fyrir hvers vegna bilunin varð, en hún varð á samskeyt- um. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.