Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 53 FÓLK í FRÉTTUM Rokkari sem plötusnúður Söngvari bresku rokkhljómsveitarínnar Primal Scream, Bobbie Gillespie, er með- al gesta Uxa-tónleikanna. Hann treður þar upp í óvanalegu hlutverki, sem plötu- snúður, og segist ætla að spila uppáhalds tónlistina sína, bandaríska soul-tónlist. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir MEÐAL gesta á útitónleikunun Uxi ’95 eru þeir Bobbie Gillespie, söngvari og leiðtogi rokksveitar- innar Primal Scream, og Andrew Innes, gítarleikari sveitarinnar. Þeir félagar koma hingað sem plötusnúðar og hyggjast leika tónlist eftir eigin höfði, aukin- heldur sem allar líkur eru á að þeir troði upp með einhverri hljómsveitinni og taki nokkur lög. Primal Scream er ein vin- sælasta hljómsveit Bretá og síðasta plata sveitarinnar, Give Out but Don’t Give Up, naut mikillar hylli þar í landi og ekki síður hér, því lögin Get Your Rock Off og Cry Myself Blind, komust hátt á vinsældalista. Primal Scream telst ekki nýgræð- ingur í bresku poppi, því ein besta plata ársins 1991 að mati bre- skra blaða var Screamadelica þar sem Primal- liðar undir stjórn Bobbys, sem áður var trymbill í The Jesus and the Mary Chain, blönduðu saman gamaldags vaggi og veltu og dans- músík. Innan um voru svo lög sem minntu á gamla tíð með Jimmy Miller við upptökutakkana, en hann stjómaði m.a. upptök- um á Rolling Stones-breið- skífunum Let it Bleed og Sticky Fingers. Rolling Sto- nes-stimpillinn hefur reynd- ar loðað við Primal Scream alla tíð, og til gamans má geta þess að margir breskir gagnrúynendur sögðu Give Out but Don’t Give Up bestu Stones-skífuna síðan Exile on Main Street kom út. Velgengnin erfið Bobby Gillespie segir að vel- gengni Screamadelica hafi verið sveitinni erfið, því eftir að tón- leikaferð vegna hennar lauk hafði hann fátt fyrir stafni en reika stefnulaust um stórhýsi sitt. Eft- ir þunglyndi og trega drifu liðs- menn Primal Scream sig síðan til Bandaríkjanna og settu saman breiðskífuna í hótelherbergjum og hljóðverum í Memphis og Los Angeles. Obbinn af plötunni var hljóðritaður í Muscle Shoals hljóðverinu í Memphis undir stjórn Toms Dowds, sem meðal annars var við takkana hjá Aret- hu Franklin í árdaga, en einnig komu við sögu Jim Dickinson, sem vann mikið með Rolling Sto- nes, Memphis-hornaflokkurinn og Muscle Shoals-hrynsveitin. Frí frá plötupælingum Bobbie Gillespie segist hafa litist vel á hugmyndina að koma hingað til lands og taka sér frí frá plötupælingum. „Mér fannst það strax spennandi að koma hingað," segir hann, „enda hef ég aldrei til íslands komið en mikið heyrt frá því sagt. Ég ætla líka að taka mér tíma til að kynn- ast landinu eilítið, því ég verð hér í fjóra til fimm daga.“ Bobby Gillespie segir að þeir félagar hann og Andrew Innes séu að leggja drög að næstu breiðskífu og hyggi á nokkra stefnubreyt- ingu frá síðustu plötu. „Við hyggjumst meðal annars vinna með Chemical Brothers, sem eru að fást við töluvert ólíka tónlist,“ segir hann. Hingað kemur Bobbie Gillespie sem plötusnúður eins og áður er getið, en hann segist einmitt hafa starfað þónokkuð sem slíkur fyrir nokkrum árum. „Ég hef þó ekki haft tíma til þess síðustu ár,“ segir hann, „og það er gam- an að komast í það aftur, því mér finnst það mjög skemmtilegt að fá borgað fyrir að spila uppá- halds plötumar mínar." Hann vill ekki taka fyrir að hann syngi eitthvað á Uxa-tónleikunum,„við sjáum til“, segir hann og kímir. Gillespie segist munu leika bandaríska soul-tónlist á Klaustri, en slík tónlist var gríð- arlega vinsæl á Norður-Englandi á sjötta og sjöunda áratugnum og kölluð þar Northern Soul. „Það er uppáhalds tónlistin mín,“ segir hann og bætir við að þegar sveitin fór til Memphis að taka upp síðustu breiðskífu hafi það verið einskonar pílagrímsför. Óviðjafnanleg ► SÖNGKONAN Cindy Lauper hefur alla tíð þótt vera öðruvísi en annað fólk. Hún segist hafa margsinnis reynt að vera venjuleg, en það hafi ekki borið árangur. Hún sló í gegn snemma á níunda áratugnum með laginu „Girls Just Want To Have Fun“ en er nú orðin 41 árs gömul. Nýlega kom hún fram í við- talsþætti Davids Lettermans, þar sem hún jós úr skálum gleði sinnar á óviðjafnanlegan hátt. Þessi mynd var tekin við það tækifæri. Cosby snýr aftur ► G AM ANLEIKARINN Bill Cosby, sem hætti með sjónvarps- þætti sína árið 1992, hefur ákveðið að snúa aftur á sjón- varpsskjá Bandaríkja- manna. Hann hefur hafið sam- starf með framleiðendum „The Cosby Show“ um nýja sjónvarps- þætti sem fjalla um atvinnulaus- an mann og baráttu hans við daglega lífið. Forsljóri fyrirtækisins C-W, sem framleiðir þættina, segir þá líklega til vinsælda. „Skop- skyn Cosbys hefur ávallt höfðað til alls mannkyns". í Hveradölum askalinn cPeys,i/i//iajv)ia/i/ia/i wo/u/. (íóo/jf//. /4- // ff/oö/c/: mrfiijpgwy í t t ma/utA André Bachmann, Hildur G. Þórhalls og hljómsveitin. GLEÐIGJAFAR halda uppi dúndurstuði og stemningu til klukkan 3 í kvöld og sunnudagskvöld. Glœsilegt happdratti: Aðgöngumiðinn gildir sem happdrættismiði. í vinning er gistinótt ásamt morgunverði fyrir tvo á hvaða Edduhóteli sem er. Verð aðgöngumiða: 830 kr. Birgir og Baldur haldauppi léttri og góðri stemningu á MÍMISBAR ||
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.