Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hand verks- munir sýndir í Hveragerði Hveragerði - Það er vel þess virði að líta inn í Grænu sipiðjuna í Hveragerði þessa dagana því þar stendur yfír sýning á verðlaunagripuin úr Handverki, samkeppni um hönnun á minjagripum og minni nytjahlutum úr ís- lensku hráefni. Eru um 20 tillögur á sýningunni og má sjá dæmi um ótrúlegt hugvit og handlagni. Útskornir pijónastokkar, salt og piparstaukar úr ís- lensku gijóti, hrossabrestir úr fískroði og margt fleira ber íslensku handbragði gott vitni. Sýningin er opin frá kl. 13-18 alla daga og henni lýk- ur 14. ágúst. Morgunblaðið/Epá I Ashúsi í Glaumbæ í Byggðasafninu í Glaumbæ í Skagafirði var í sumar kom- ið upp veitingasölu í hinu gamla Áshúsi, sem búið er að gera upp og búa húsbún- aði síns tíma. Tvær bænda- konur standa þar fyrir heima- bakstri og veitingum, þær Anna Stefánsdóttir í Hábæ og Ásdís Siguijónsdóttir á Syðra-Skörðugili. Anna í Hátúni og Steinunn systir hennar taka þarna á móti gestum í viðeigandi klæðnaði á opnunartíma safnsins kl. 9-6. Kaugstaðar- ferð Útivistar Á MÁNUDAG stendur Úti- vist fyrir kaupstaðarferð og er gengin gömul alfararleið sem farin var í kaupstað úr Staðarhverfi í Grindavík, svo- nefndan Árnastíg. Þetta er skemmtileg gönguleið þvert yfír Reykjanesskaga. Brott- för kl. 10.30 frá BSÍ. Þá verður einnig dagsferð í Þórsmörk-Bása á mánudag ki 8 f.h. Heímilí að heíman í Kaupmannahöfn Vandaðar, ferðamannaíbúðir miðsvæðís í Kaupmannahöfn Allar íbúðirnar eru með eldhúsi og baði. Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína eða ■ r/// /Trave/ ’fcam//'//av/'a Sími (00 45) 33 12 33 30 Fax. (00 45) 33 12 31 03 *verð á mann miðað við 4 ((búð f viku FERÐALÖG Morgunblaðið/Kristinn KRAMBÚÐIN og minjagripaverslunin á Árbæjarsafni. INGA Hlín Pálsdóttir, leiðsögumaður á Árbæjarsafni, í upphlutsbol í krambúðinni. MIKLAR breytingar verða á Árbæjarsafni á næstunni ef Helga María Bragadóttir fær vilja sinn fram. Helga er mennt- uð í félags- og fjölmiðlafræði frá Háskóla íslands og í rekstarhag- fræði og heilsuhagfræði frá Bandaríkjunum og var ráðin af borgarstjóra að Árbæjarsafni í maí s.l í tímabundið verkefni til að endurskoða rekstrar- og fjár- mál jiess. „Eg skoðaði sambærileg söfn í Bandaríkjunum meðan ég dvaldist þar og finnst að Árbæj- arsafn geti tekið þau að mörgu leyti til fyrirmyndar. Þar er lögð áhersla á að afla sértekna og hér veitir ekki af þeim eftir að framlag Reykjavíkurborgar til safnsins var skorið niður um átta milijónir.“ Helga lét fyrir skömmu breyta aðstöðu til bókasölu við inngang Árbæjarsafns. Áður voru bækurnar fyrir aftan af- greiðsluborðið og það þurfti sérstaklega að biðja um þær til að fá að skoða. Árangurinn var um 160% söluaukning. Nýlega var einnig krambúðin endur- skipulögð og farið að selja þar íslenskt sælgæti eins og það þekktist fyrir seinni heimsstyij- öld. Minjagripir eru seldir í sama húsi. Að sögn Helgu Maríu hefur salan verið mjög góð. Ein nýjungin þar hefur vakið tölu- verða athygli en það er bolur en á hann er prentað upphluts- mynstur. „Ungar stelpur taka þessu vel og finnst bolurinn Markaðssetning sög- unnar á Árbæjarsafni flottur en sumt eldra fólkið er hneykslað." Ekkert Disneyland Helga stefnir að því að sértekjur safns- ins komi til með að vega eitthvað upp á móti niðurskurði borgarinnar. Því er hún með fleira á prjónunum í mark- aðssetningu safns- ins. „Sumir hafa efasemdir um þess- ar fyrirætlanir og finnst sem verið sé að breyta safninu í eitthvert Disneyland. En ég legg áherslu á að allar nýjungarnar séu í anda Árbæjarsafns." Sem dæmi tekur hún samstarf sem tekið hefur verið upp við O. Johnson & Kaab- er. Auglýsingar Árbæjarsafns í Morgunblaðinu í sumar hafa að stórum hluta verið borgaðar af fyrirtækinu en þar er felld inn auglýsing um Rio-kaffi sem boð- ið er upp á á safninu. Helga telur að samstarfið sé vel við hæfi því O. Johnson & Kaaber er gamalt og rótgróið fyrirtæki og var fyrsta aðsetur þess í húsinu Lækjar- götu 4 sem nú er á Árbæjarsafni. Nú er farið að selja litla kaffi- og hveitipoka eftir gamalli fyrir- mynd en merkta Árbæjarsafni og O. Johnson & Kaaber. „Nú vilja ferða- menn frekar minja- gripi af þessu tagi frekar en til dæmis áletraða skildi eða diska sem einu sinni voru mjög vinsæl- ir.“ í framtíðinni er ætlunin að flytja minjagripasöl- una og krambúðina í húsið Lækjargötu 4, en sú bygging er sennilega þekktust fyrir að hafa hrunið í flutningum fyrir fram- an myndavél. Þar verður rýmra um söluna og meira á boðstól- um. Meðal annars er ætlunin að stórauka úrval af bókum. Helga hyggur á enn meira samstarf við fyrirtæki, til dæmis með því að setja upp sýningar tengdar afmælum þeirra. „Við erum oft með meira af gripum Helga María Bragadóttir frá gömlum fyrirtækjum en þau sjálf og umhverfið hentar auðvit- að mjög vel fyrir sögulegar sýn- ingar.“ Kornhúsið á Árbæjar- safni verður nýtt í þessum til- gangi og þar verður einnig hægt að halda ráðstefnur og aðra fundi. Matjurtasala „Ef allt gengur upp verður sett- ur niður rabbabari í haust og næsta sumar verða matjurta- garðar við húsin. Þar verður mismunandi ræktun eftir því frá hvaða tímabili þau eru. í öllum aðferðum verður reynt að líkja eftir því sem gert var áður fyrr. Það verður unnið úr afurðunum, til dæmis verður rabbabarinn sultaður og soðinn niður, allt með gamla laginu. Þetta verður síðan selt gestum á svæðinu og gamlar uppskriftir látnar fylgja með. Garðyrkjustjóri ríkisins hefur sýnt þessu mikinn áhuga og ég hef trú á að þetta gangi upp. Eg vonast líka til að Garð- yrkjuskóli ríkisins geti tekið þátt í þessu.“ Á næstunni er ætlunin að húsasaga verði gerð að söluvöru á safninu. Árbæjarsafn á gögn um flest hús í borginni sem eru eldri en fimmtíu ára. Húseig- endur og aðrir sem áhuga hafa gætu fengið upplýsingar um sögu einstakra hús, til dæmis um hverjir hafi byggt þau, um breytingar sem gerðar hafa ver- ið og jafnvel um merka atburði sem orðið hafa í þeim. Nesútgáfan dreifir árlega 400-500 þús.ritum og kortum NESÚTGÁFAN hefur gefið út og dreift öllum sínum bæklingum fyrir sumarið, en hún gefur út upplýsinga- ritin Á ferð um Island, Around Ice- land, Around Reykjavík, tvær gerðir ísiandskorta og kort af Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfírði. Nesútgáf- an hóf útgáfu á upplýsingabækling- um fyrir ferðamenn fyrir 9 árum og hefur dreift þeim endurgjaidslaust í gegnum upplýsingamiðstöðvar ferðamála og aðra fjölfarna staði. Fyrirtækið stendur sjálfstætt að útgáfu bæklinganna og fjármagnar útgáfuna með auglýsingum. Árlega er dreift samtals 400-500 þúsund eintökum af bókum og kortum frá útgáfunni bæði hér og erlendis. Á ferð um ísland er dreift í 20.000 ein- tökum, Around Iceland í 30.000 ein- tökum, Around Reykjavík í 60.000 eintökum, íslandskort í 80.000 ein- tökum og kort af Reykjavík, Kópa- vogi og Hafnarfirði í 60.000 eintök- um. Kortin hækka dreifíngartöluna, en þau eru gefín út í stærsta upplag- inu og eru vel þegin af flestum út- lendingum. Upplýsingarit um Færeyjar Nesútgáfan gefur nú einnig út upplýsingarit um Færeyjar á dönsku og ensku. Danska upplagið er kostað af Færeyska ferðamálaráðinu. í vor fékk Nesútgáfan fjölmiðla- bikar Ferðamálaráðs ísiands, þar sem fyrirtækið þótti skara fram úr í kynningu á landi og þjóð á síðasta ári. Around Iceland hefur komið út árlega frá árinu 1976 og kemur nú út í 20 sinn. Bókin er á ensku og er ætluð erlendum ferðamönnum og hefur að geyma hagnýtar upplýs- ingar fyrir ferðalanga auk ýmiss konar fróðleiks um land og þjóð. Á ferð um ísland kemur nú út í fimmta sinn og hefur að geyma ítar- legar upplýsingar og fróðleik fyrir íslendinga á ferð um eigið land. Áuk þess eru götukort af öllum þéttbýlis- stöðum utan Reykjavíkur. Around Reykjavík hefur komið út reglulega síðan haustið 1986 og inni- heldur almennar upplýsingar um Reykjavík, sögu, áhugaverða staði, verslun og þjónustu. Einnig er fjallað um leikhús, tónlist, listsýningar, veit- ingahús, skemmtanalíf og íþróttir. Á FERÐ um ísland er ferða- handbók fyrir íslendinga og er gefin út í 20.000 eintökum. Að auki hefur Nesútgáfan tekið að sér ýmis verkefni fyrir ferðaþjón- ustufyrirtæki. —BRAdXLÍA - PCRÚ Þann 1. nóvember nk. verður lagt í Suður-Ameríkuferð. Um 3 ferðamöguleika er að ræða: * 1. 2ja vikna för um Brasilíu (Sao Paolo, Iguacú fossarnir, Manau/Amasónas, Brasilía, Salvador, , Ríó de Janeiro). *2. 2ja vikna rör um Brasilíu og þriöju vikuna í Ríó de janeiro. *3. 2ja vikna för um Brasilíu og þriðju vikuna í Perú (Líma, Cuzco,Machu—Piccu) Unnur Guðjónsdóttir, ballettm., er fararstjóri og gefur allar upplýsingar. Kínaklúbbur Unnar Reykjahlíð 12, 105 Reykjavík, Sími 551 2596.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.