Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 17 VERIÐ Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÓÐINN heldur af stað í Smuguna fyrir ári. Varðskip fer í Smuguna um miðjan ágústmánuð RÍKISSTJÓRN íslands ákvað á fundi sínum í gærmorgun að veita fé til að hægt verði að senda varðskip í Barentshaf til aðstoðar íslenskum togurum sem þar eru við veiðar. Ákvörðunin var tekinn samkvæmt tillögu Þorsteins Pálssonar, dóms- málaráðherra. Líklegt er að Óðinn verði sendur eins og í fyrrasumar og að hann haldi af stað um miðjan mánuðinn. Á ríkisstjórnarfundinum voru lagðar fram tillögur um kostnað en ekki var endanlega ákveðið hve mikil fjárveiting yrði lögð í þetta verkefni. Fjármálaráðherra var falið að skoða kostnaðaráætlanir en veitt verður aukafjárveiting fyrir því þeg- ar sú áætlun liggur fyrir. Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að und- irbúningur ferðarinnar sé þegar haf- inn af krafti. Það verði líklega Óðinn sem fari og væntaniega leggi hann af stað um miðjan mánuðinn. Nú sé verið að reyna að fínna lækni um borð en einnig verði kafarar með í för. Hafteinn segir að úthaldinu verði að öllum líkindum skipt í tvo hluta því að úthaldið í fyrra hafi þótt ansi langt og að sami mannskapurinn verði ekki um borð allt úthaldið nú. Að sögn Hafsteins er kostnaðurinn við að hafa varðskip í Smugunni rúmar átta milljónir. Þar fyrir utan væru laun læknis en semja þurfí um þau sérstaklega. í fyrra kom í ljós mikil þörf fyrir þjónustu við íslensku skipin í Smug- unni. Kafarar skáru veiðarfæri úr skrúfubúnaði þriggja íslenskra skipa í Smugunni í fyrra og læknaútköll voru á annað hundrað hundrað. * Agætis karfaveiði hjá Bald- vini við Grænland SAMHERJATOGARINN Baldvin Þorsteinsson EA hefur fengið góða karfaveiði innan grænlensku lögsögunnar að undanförnu en Samheiji hf. gerði í vetur samning við grænlensku heimastjórnina um karfaveiði í lögsögunni. „Það hefur gengið bara vel þangað til síðustu þrjá daga en þá hefur það verið lélegt,“ segir Þorsteinn Vilhelmsson hjá Samherja. „Þeir eru að vísu komnir suður fyrir græn- lensku lögsöguna og eru mjög vestarlega, eiginlega alveg suður af Hvarfi. Baldvin er búinn að vera í um tíu daga í túrnum og síðustu þijá daga var þetta komið suður fyrir línuna en þar áður var þetta inni í lögsögunni. Þeir eru komnir 60-70 mílum sunnar en þeir byijuðu.“ Mest í flottrollið „Við fengum þarna í sam- vinnu við Royal Greenland kvóta hjá •heimastjórninni. Kvótinn í flottroll er 5.000 tonn og 3.000 tonn í botn- troll. Þessi veiði hefur aðallega verið í flottroll því það hefur lítið verið hægt að veiða í botntrollið vegna íss á því svæði sem er miklu norðar." Þorsteinn segir að Baldvin hafi endað síðustu veiðiferð á þessu svæði og fengið mjög góðan afla þá fáu daga sem hann var að veiðum þar. Hann segir að annað skip Samheija, Víðir EA, sé einnig við veiðar þarna.“ * Onýtur Smugutúr TOGARINN Klakkur úr Grundarfirði er á heimleið úr Smugunni í Barentshafi vegna bilunar í spilmótor. Bilunin varð fljótlega eftir að skipið hóf veiðar og er túrinn ónýtur en hann tekur hálfan mánuð. Klakkur ætlaði að salta afl- ann um borð. Skipið kom í Smuguna síðástliðin sunnudag en bilaði á þriðjudag og hafði þá lítill afli fengist. Atli Viðar Jónsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Grundarfjarð- ar hf. sem gerir togaranna út, segir að ekki hafi hvarflað að sér að leita aðstoðar í Noregi. Telur að aðstæðurnar bjóði ekki upp á það. Klakkur er væntanlegur til landsins á morgun eða mánu- dag. 3 dyra HYUNDAI VW TOYOTA OPEL ACCENT GOLF COROLLA ASTRA Aukabúnaðurá mynd, álfelgur og vindskeið. HYUNDAIACCENT 84 hestöfl með beinni innspýtingu, vökvastýri, vönduðum hljómflutningstækjum, samlituðum stuðara og lituðu gleri. Rúmtak vélar 1341 cc 1391 cc 1331 cc 1389 cc Hestöfl 84 60 88 60 Lengd/Breidd cm 410/162 402/169 409/168 405/169 Farangursrými lítr. 380 370 309 360 Otvarp + segulb. InnifaliS Ekki innifalið Ekki innifalið Innifalið Þyngd 1075 1050 950 VerS v 979.000 1.180.000 1.079.000 1.167.000 ARMULA 13 • SIMI: 568 1200 BEINN SÍMI: 553 1236 HYunDni ...til framtídar ve r ð i Sk t f i ð i ö þegar allt annað stenst samanburð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.