Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 41 YOURISEDOV + Youri Sedov, fyrrverandi þjálfari Knatt- spyrnufélagsins Víkings, er látinn 67 ára að aldri. Hann varð bráð- kvaddur í Rússlandi fyrr á þessu ári. Youri Sedov var margfaldur sovésk- ur meistari í knatt- spyrnu, lék með Spartak Moskvu allan sinn feril og var fastamaður í sovéska landsliðinu á annan áratug. i ------------------------------------- ] aði hann aftur að starfa, og þá í ■ „Beltaflokknum", en þar voru að ’ mestu eldri félagar sem vildu leggja sveitinni lið og sérhæfðu sig í leit á vélsleðum og snjóbílum. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Óla á þessum árum og geta talið hann einn af mínum bestu vin- um. Ótal minningar eru frá heim- sóknum að Gufuskálum til að fylgj- I ast með fjölskyldunni, sem stækk- aði óðum. Óli giftist Finnbjörgu (Konný) Hákonardóttur 1969 og eiga þau þtjá syni, en einnig gekk Óli dóttur Konnýjar í föður stað. Þegar þau fluttust aftur til Reykja- víkur var stutt á milli fjölskyldna okkar, rétt yfir eina götu að fara og kom það af sjálfu sér að við Konný höfðum mikið saman að sælda þegar við vorum heima með börnin okkar. Eitt af því skemmtilega við Óla, var hvað hann var mikill „dellu- j karl“. Hann var fullur áhuga á ljós- myndun, bílum og svo síðar tölvum og var ekki komið að tómum kofun- um hvað þessi áhugamál varðaði. Ég hefði gjarnan viljað að sam- verustundirnar hefðu verið fleiri hin síðari ár, en það breytist margt í tímans rás. Minningarnar um ljúf- an, rólegan og umfram allt hjálp- saman vin eru mér mikils virði og ég hugsa til Óla með þakklæti fyrir Iallt sem hann hefur gefið mér með vináttu sinni og hjálpsemi. Fjölskyldu hans sendi ég innileg- ar samúðarkveðjur. Margrét Björnsdóttir. Með þessum fáu orðum kveðjum við góðan samstarfsmann og félaga Ólaf Sigurðsson. Óli hóf störf hjá ISAL árið 1986, fýrst á mæla- og rafeindaverkstæði sem rafeinda- virki en fluttist síðan árið 1991 yfir •j í tölvudeild. Óli lagði drjúgan skerf I til tæknibyltingar hjá ISAL sem fólst í aukinni sjálfvirkni í fram- leiðslunni og almennri tölvuvæð- ingu fyrirtækisins. Hann var góður fagmaður, samviskusamur og vand- virkur og einkar laginn við að leysa fjölbreytileg verkefni þar sem tækniþekking hans og glögg- skyggni nýttust afar vel. Óli naut 3 trausts sinna samstarfsmanna og | var um skeið trúnaðarmaður í sinni g deild enda ákaflega bóngóður og « greiðvikinn. Óli var hæglátur og dagfarsprúður maður en var hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Hann gat verið fastur fyrir og hreinskiptinn og sagði umbúðalaust sínar skoðanir á mönnum og mál- efnum. Skondin notkun hans á ýmsum orðatiltækjum er löngu orð- , in fieyg meðal okkar vinnufélag- I anna. Hann hafði ríka réttlætis- | kennd og trúði á frelsi einstaklings- j ins til orða og athafna. Við kveðjum " góðan félaga og vin með virðingu og þakklæti og biðjum Guð að styrkja ijölskyldu hans í þungbærri sorg. Vinnufélagar hjá ISAL. Nk. þriðjudag kveðjum við félaga g okkar Ólaf E. Sigurðsson, eða Ola Sig., eins og hann var almennt 4 kaljaður innan sveitarinnar. ^ Óli gekk til liðs við sveitina vorið 1967, en þá stóð að sveitinni vask- ur hópur ungs fólks sem var að endurvekja starf sveitarinnar, en það hafði legið í dvala í nokkur ár. Á þessum árum var mikið uppbygg- ingarstarf í gangi, og þurftu félag- ar að leggja á sig mikla vinnu. Við þessar aðstæður naut Óli sín vel, íl en hann var bæði handlaginn og ósérhlífinn. 1970 fluttist hann bú- ferlum og hvarf úr starfi allt til I 1985, þegar ákveðið var að stofna sérstakan flokk um rekstur snjóbíla og vélsleða í eigu sveitarinnar. Óli var af þeirri kynslóð sem endurreisti sveitina. Það var kannski bjartsýni þessa hóps sem lagði grunninn að því sem sveitin er í dag, og okkur er ætlað að við- halda og efla. f Við vottum aðstandendum sam- a úð, um leið og við þökkum Óla allt T sem hann gerði fyrir okkur. I Iljálparsveit skáta í Reykjavík. VÍKINGUM brá þegar þeir lásu frétt í Morgunblaðinu þess efnis, að hinn ástkæri fýrrverandi þjálfari þeirra hefði orðið bráðkvaddur í Rússlandi, hann sem var hreystin uppmáluð, ávallt geislandi af lífs- gleði og fullur orku. Víkingar minnast þessa mikil- hæfa þjálfara síns með hlýhug, virð- ingu, og þakklæti. Hann leiddi Vík- ing fyrst í íslandsmótinu árið 1980, tók við af landa sínum Youri heitn- um Ilitschev. Og strax á fýrsta ári leiddi hann Víking til sætis í Evr- ópukeppni félagsliða. Ári síðar, 1981, varð Víkingur íslandsmeist- ari í fýrsta sinn í rúma hálfa öld. Og Víkingar endurtóku leikinn sumarið 1982, urðu íslandsmeistar- ar annað árið í röð. Youri Sedov mótaði heilsteypt og sterkt lið á þessum árum með Vík- ingi. Hver knattspyrnumaðurinn á fætur öðrum kom fram undir hans stjórn. Youri hafði lag á að laða fram það besta í leikmönnum. Vík- ingur hafði á að skipa öflugu liði með marga snjalla leikmenn innan- borðs, leikmenn sem tóku út mikinn þroska og nýttu hæfileika sína til hins ýtrasta undir stjórn mikilhæfs þjálfara; menn á borð við Diðrik Ólafsson og Ögmund Kristinsson í markinu, Helga Helgason, Stefán Halldórsson, Magnús Þorvaldsson, Jóhannes Bárðarson, Ragnar Gísla- son, Þórð Marelsson, Ómar Torfa- son, Heimi Karlsson, Gunnar Gunn- arsson, Aðalstein Aðalsteinsson, Lárus Guðmundsson, Jóhann Þor- varðarson og Sverri Herbertsson, svo nokkrir séu nefndir. Þeir eiga allir Youri mikið að þakka, Víking- ur á Youri mikið að þakka. Það sannaðist á þessum árum að mikilhæfir þjálfarar með - tilstyrk góðra stjómenda geta lyft grettistaki og mótað lið, sem vinnur til æðstu verðlauna. Á þessum árum naut Víkingur þess að hafa tvo þjálfara á heims- mælikvarða á sínum snæram; Youri Sedov í knattspyrnu og Bogd- an Kowalczyk í hand- knattleik. Énda varð Víkingur sigursælasta félag íslenskra íþrótta á 15 ára tímabili. Youri Sedov var kallaður til Sov- étríkjanna á haustdögum 1982, en sneri aftur á vetrarmánuðum 1986. Það var fyrst og fremst fyrir tilstilli nánasta samverkamanns og vinar Youris Sedovs á Islandi, Jóhannesar Tryggvasonar. Og kraftaverkið lét ekki á sér standa, Víkingur vann sér sæti í 1. deild sumarið 1987. Næstu tvö árin fóru í það að festa Víking í sessi í 1. deild. Það tókst og Víkingur varð svo íslandsmeist- ari árið 1991 undir stjórn annars mikilhæfs þjálfara, Loga Ólafssonar. Youri Sedov var einstakur mað- ur, mikill Víkingur. Hann var ávallt mættur tímanlega fyrir æfingar og heilsaði leikmönnum með handa- bandi þegar þeir komu. Einstakt samband myndaðist milli hans og leikmanna, sem og stjórnarmanna. „Setjum Víkingi háleit markmið“, var Youri vanur að segja. Og undir hans stjórn rættist langþráður draumur, félagið í Smáíbúðahverfi varð íslandsmeistari I knattspyrnu - 54 árum eftir að hafa hampað síðast íslandstitli, árið 1927. Youri Sedov naut virðingar í gömlu Sovétríkjunum. Hann var margfaldur sovéskur meistari, lék með Spartak Moskvu allan sinn feril og var fastamaður í sovéska landsliðinu á annan áratug. Koma hans hingað var hvalreki fyrir Vík- ing og íslenska knattspymu. Hann kenndi mönnum að leika knatt- spyrnu, laðaði fram það besta í hverjum leikmanni og hafði næman skilning á leikskipulagi. Víkingar kveðja mikilliæfan mann með söknuði, þakka ''sam- fylgdina og senda aðstandendum hans í Rússlandi sínar innilegustu samúðarkveðjur. Hallur Hallsson, formaður Víkings. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fyigi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grcinunum. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærr- ar eiginkonu minnar, móður og ömmu, ÞÓRUNNAR KRISTJÖNU HAFSTEIN, Dalbraut 20, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjarta- deildar Landspítalans. Steinarr Kristjánsson, Þórunn Júlia Steinarsdóttir, Steinarr Kr. Ómarsson, Jónas Sv. Hauksson. t Við þökkum innilega auðsýnda samúð og virðingu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og' langömmu, GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR, Stigahlíð 2. Anna Gísladóttir, Geir Kristjánsson, Margrét Gísladóttir, Sigrún Gísladóttir, Jóhann Már Mariusson, Gestur Gíslason, Erla Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, ámma og langamma, ÁRNÝ GUÐRÚN RÓSMUNDSDÓTTIR, Efstasundi 4, Reykjavik, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 8. ágúst kl. 13.30. Magnús Jörundsson, Kristján H. Magnússon, Elsa K. Stefánsdóttir, Annalauga Magnúsdóttir, Aðalheiður Magnúsdóttir, Guðmundur Helgason, Ingimundur Magnússon, Helga M. Jónsdóttir, Gunnar Þór Magnússon, Sjöfn Sóley Þórmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HERMANN SVEINSSON, Lönguhlíð 3, Reykjavík, er lést 30. júlí síðastliðinn, verður jarð- sunginn frá Fossvogskapellu miðviku- daginn 9. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar afbeðnir. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Blindravinafélag íslands. Guðmunda Vigfúsdóttir, Arnfríður Hermannsdóttir, Erling Sörensen, Gerður Elíasdóttir, Fjóla Hermannsdóttir, Hörður Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför ÓSKARS BJÖRNSSONAR fyrrv. deildarstjóra á Skattstofunni, Hvammsgerði 2. Gunnþóra Björgvinsdóttir, Edda Óskarsdóttir, Halldór Hannesson, Iðunn Óskarsdóttir, Hafsteinn Hafliðason, Oddný Óskarsdóttir, Helgi Guðmundsson, Óskar Óskarsson, Ragnheiður Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, sonar, tengdasonar, bróður og sonarsonar, ÓLAFS ÞÓRISSONAR vélfræðings, Álfaheiði 18, Kópavogi. Júlía Sigurðardóttir, Sigurður Grétar Olafsson, Kári Ólafsson, Þórir Ingi Ólafsson, Inga Jóna Ólafsdóttir, Þórir Kristjónsson, Gyða Stefánsdóttir, Sigurður Helgason, Helga Þórisdóttir, Inga Þóra Þórisdóttir, Guðný Þórisdóttir, Guðný Ásbjörnsdóttir. t Innilegar þakkir flytjum við þeim, sem sýndu okkur vinsemd og samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföð- ur, afa, bróður og sonar, PÁLS ÁSGRÍMSSONAR bifvélavirkja, Skriðustekk 27, Reykjavik. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á deild 3B í Landakotspítala og starfs- fólki heimahlynningar Krabbameinsfélagsins fyrir hlýtt viðmót og góða umönnun. Margrét Pálsdóttir, Halldór P. Þrastarson, Ásgrímur Þór Pálsson, Sigrún Sigurðardóttir, Sigurður Þór Pálsson, Þorgeir Valur Pálsson, Magðalena Magnúsdóttir, Sveinn Pálsson, Margrét Eyjólfsdóttir, Joachim Kaehler, Anita Klinski, og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.