Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 35 AÐSENDAR GREINAR Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum Jóna S. Óladóttir ÉG ÆTLA að gera grein fyrir þjóðgarð- inum okkar í Jök- ulsárgljúfrum, að- stöðu fyrir ferðamenn þar og í nánasta ná- grenni. < Algengasta að- koman er frá Húsa- vík. í björtu veðri er ekin stórkostleg út- sýnisleið fyrir Tjör- nes. Á þeirri leið er unnt að stoppa t.d. í steingervingasafninu við Hallbjarnarstaði til að skoða sýnishorn af skeljalögum úr Hallbjarnarstaðakambinum. Með stoppi á veginum má horfa frá vegbrúninni á lundann og fýlinn við varpstöðvar sínar. Útsýnisskífa er efst í Auðbjarg- arstaðabrekkunni og sést vel yfir allt Kelduhverfið og Öxarfjörð, allt norður í Rauðanúp á Mel- rakkasléttu. Gistiaðstöðu í næsta nágrenni þjóðgarðsins er helst að telja í skólanum/samkomuhúsinu í Skú- lagarði og í sumarhótelinu Lundi, auk bændagistingar sem er á J)ó nokkrum stöðum. Verslunin Ás- byrgi er við þjóðveginn. Þar má fá allar helstu matvörur, þar er líka notaleg kaffistofa og skyndi- bitamatsala. Það er hestaleiga á bænum Hóli í Kelduhverfi og er merkt reiðleið um þjóðgarðinn. Ætlast er til að látið sé vita hjá landvörðum þegar farið er um á hestum. Gerum ráð fyrir að þú ætlir að koma í þjónustumiðstöð þjóð- garðsins og tjalda á tjaldstæðinu í Ásbyrgi. í þjónustumiðstöðinni er mjög góð aðstaða fyrir ferða- menn og tjaldstæði alveg við hana. Skrifstofa Náttúruverndarráðs er við þjónustumiðstöðina og er hún opin frá kl. 8-22 yfir háanna- tímann, þar er tekið á móti hópum, leiðbeint um tjaldstæði, seldir bæklingar og sturtupeningar. Á skrifstofunni hanga uppi góðar loftmyndir af svæðinu og reglu- lega er landvörður þar til taks til að veita upplýsingar, gefa góð ráð, til að spjalla og til að leysa úr vandamálum sem upp kunna að koma. Þú ættir endilega að byija á því að koma við þar. Landverðir fara í stuttar og lengri gönguferðir með ferðafólk 6 daga vikunnar, fræða um sögu, umhverfi og náttúru staðarins. Þessar ferðir eru auglýstar á upp- lýsingatöflu við skrifstofuna og er að sjálfsögðu öllum fijálst að koma með hvort sem gist er eða ekki. Ekki er tekið gjald fýrir þátttöku. Á gamla íþróttavellinum inni í Ásbyrgi eru líka tjaldstæði. Þar eru kamrar og þarf að ganga spöl- korn eftir vatninu. Ekki er þar aðstaða fyrir stóra hópa. Sumir vilja heldur tjalda á tjaldstæðinu þar og yrði mjög miður ef það væri ekki leyft. Gistinætur á báðum tjaldstæð- um voru 13.500 sl. sumar. Á Vesturdal eru líka tjaldstæði. Þar eru gömlu góðu kamrarnir, vaskaborð með rennandi vatni og allt miklu frumstæðara. Sumir vilja heldur hafa það svo og er það vel. Gistinætur á Vesturdal sl. sumar voru um 3.000. Landverðir hafa einnig aðstöðu í Vesturdal og gestir ættu endilega að láta vita af sér í bústað þeirra áður en tjaldað er og fá bæklinga og leiðbeiningar. Þar er ekki raf- magn og bílasímar ná ekki niður í dalinn. í landvarðabústaðnum er talstöð, en annars er nóg að keyra upp á brúnir dalsins til að ná símasambandi. Þjóðgarðurinn er rúmir 150 ferkíló- metrar. Hann nær með Jökulsá á Fjöllum að vestan frá Detti- fossi og fram á sand, um 35 km. Gljúfrin - eru um 25 km á lengd og hálfur km á breidd. Víða eru þau með um 100 m háa hamra- veggi. Efri gljúfrin frá Dettifossi að Syðra- Þórunnarfjalli eru dýpst og hrikalegust. Dettifoss er oft talinn voldug- asti foss í Evrópu. Hann er 45 m hár og um 100 m breiður. Nokkru neðar er Hafragilsfoss, um 27 m hár en Selfoss er litlu ofar, aðeins um 10 m hár, en mjög breiður. Fossar þessir mynda samstæðu sem á fáa sína líka í veröldinni. Miðhluti gljúfranna líkist frem- ur dal en gljúfri. Þar eru forvöð austan ár en Hólmatungur að vest- an, mjög gróðurrík svæði með ótal lækjum og ám sem spretta af lind- um. Um Svínadal verður dalurinn að víðri kvos með afar fjölbreyttu landslagi, klettabyrgjum, mörgum tjörnum stórum og smáum og fal- legum gróðri. Nyrst er Vesturdal- ur með þverhnýptum veggjum. Meðfram ánni er röð kletta og dranga, gömul gígaröð sem áin hefur þvegið allt lauslegt utan af, Hljóðaklettarnir. Nokkru sunnar með ánni eru Karl og Kerling á eyri við ána en austanmegin Tröllahellir, stærsti hellirinn í gljúfrunum. Rauðhólar eru framhald Hljóðakletta til norð- urs. Jökulsárgljúfrin eru á miðju móbergssvæðinu norðanlands og í virkasta gosbeltinu á þessum slóð- um. Má með sanni segja að þau séu mótuð af samspili elds og ísa. Ógurleg flóð eða hamfarahlaup hafa átt mestan þátt í mótuninni. Merki þeirra sjást hvarvetna með- fram ánni allt til Vatnajökuls. Ein- hver þessara flóða hafa streymt beinustu leið norður yfir Ásheiði og grafið út Ásbyrgi. Talið er að það hafi tekið þijú hlaup í ánni til að móta það í núverandi mynd. Nokkur minni flóð hafa komið í ána á sögulegum tíma, eytt engj- um og býlum sem voru áður þar sem nú er sandur. Þegar mín kynslóð var í bama- skóla stóð í landafræðinni okkar að Ásbyrgi hefði orðir til við land- sig. Sú kenning er nú úrelt. Ham- farahlaupskenningin kom fram um 1960, en þriðja og langvinsæl- asta kenningin um hóffar Sleipnis, eða eins og Einar Benediktsson orðaði það: Sögn er, að eitt sinn um úthöf reið Óðinn og stefndi inn fjorðinn. Reiðskjótinn, Sleipnir, á röðulleið, renndi til stökks yfir hólmann, á skeið, spyrnti í hóf, svo að sprakk við jörðin, - sporaði byrgið í svörðinn. Skógar og kjarrlendi setja mest- an svip á gljúfrasvæðið. Mestu skógarnir eru í Ásbyrgi og í Ás- höfða en fallegir skógarlundir eru víða í Hólinatungum og á Vestur- dal. Auk birkisins eru gulvíðir og loðvíðir áberandi og óvenju há- vaxnir. Um neðanvert svæðið eru reynitré nokkuð algeng. Fléttur eins og hreindýramosi og kræða eða tröllagrös setja mikinn svip á móinn, skærgul að lit. Blómgróður Jökulsárgljúfur, segir Jóna S. Óladóttir, eru tilvalið land fyrir gönguferðir. er mikill á skjólsælum stöðum. Mest ber á blágresi. Holtasóley er mjög algeng, enda eru blöð hennar aðalfæða ijúpunnar. hjó- nagras og fryggjargras eru mjög víða, en svo eins og annarstaðar er misjafnt hvaða plöntum ber mest á, fer svolítið eftir hvenær sumars maður er á ferðinni. Alls hafa fundist um 200 háplöntur á svæðinu. Síðsumars er oft mikið af sveppum, einkum kúalubba, sem er ágætur til matar. Ég hef aldrei heyrt að það flokkist undir að spilla gróðri að tína sér nokkra sveppi í kvöldkássuna. Fuglalíf er mjög fjölskrúðugt í þjóðgarðinum. Ég ætla ekki að telja upp allar þær fuglategundir sem sjá má í Jökulsárgljúfrum. En ég má til að nefna þá sem þú sérð örugglega og kemst ekki hjá því að heyra í. En það er með þá eins og blómin, það fer eftir því hvenær sumars þú ert á ferðinni hveija þú kynnir að rekast á. í júní og í júlS er ekki kyrrð nema yfir blánóttina enda allir karlar uppteknir við að syngja fýrir elsk- una sína. í ágúst fer að hljóðna. Það er alltaf skógarþrösturinn, enda verpir hann oft tvisvar, stundum þrisvar og stórkostlegt er að fylgjast með ungunum úr fyrsta varpinu hjálpa til við að mata unga seinna varpsins. Það heyrist alltaf í hrossa- gauknum, hljóðið í honum berg- málar svo skemmtilega í hamra- veggjunum. Þetta er mesta ijúpu- svæði landsins og viðvörunarropið í karranum heyrist mjög víða. Svo er það fálkinn. Hann á mörg hreið- ur í gljúfrunum og sveimar yfir óðölum sínum. En hann er þögull. Það er skemmtilegt að fylgjast með viðbrögðum ferðamanna þeg- ar þeir koma auga á fálkann. í hópi þeirra verður oft mikill hama- gangur. Það er mikið af músarindli í Ásbyrgi. Maður sér þá ekki svo oft, en ef þú heyrir undurfagran söng þá er það hann. Á tjöminni í Ásbyrgi er rauðhöfðaönd, smá- vaxin önd, auðvitað með rauðann haus. Karlinn fer þegar ungarnir eru komnir á tjömina svo þar eru oftast bara kollur með unga. Öfugt er því farið með óðinshanann. Kerlingin verpir í hreiðrið og fer svo, karlinn liggur á og sér um unga sína af mikilli natni. Það er mikið af þeim á tjömunum á Svínadal og víðar. Fýllinn fór ekki að verpa í Ás- byrgi fyrr en um 1970. í fyrra voru talin þar rétt innan við þús- und pör. Jökulsárgljúfur er tilvalið land fyrir gönguferðir, enda verða þau ekki skoðuð að gagni nema á göngu. Stikaðar gönguleiðir eru endilangan þjóðgarðinn, að mestu með gljúfrunum. Til að ganga þjóðgarðinn endilangan þarf a.m.k. 2 daga. Þjóðgarðurinn er þjóðareign okkar og markmið friðlýsingar er að varðveita land og lífríki hans í sama horfi fyrir komandi kynslóð- ir. Höfundur er landvörður og starf- ar í þjóðgarðinum í Jökulsár- gljúfrum. ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 808. þáttur „Þjónustan verður ekki söm og áður“, var sagt í fréttavið- tali. Gott er þegar orðum eins og samur er haldið til skila, þö að umsjónarmaður sé í nokkrum vafa hvemig skipa beri orðinu í flokk innan málfræðinnar. Mörg ágæt og einföld orð eru í úreld- ingarhættu, t.d. samur, slíkur, þvílíkur og tengingarnar en, bæði gagnstæðistengingin og samanburðartengingin. Um þetta fjallaði umsjónarmaður ekki fyrir löngu og endurtekur ekki nú. Gaman er að hlusta á vel mælt fólk sem talar einfalt og skýrt mannamál án hikorða og tjásuframsetningar. Mér hefur dottið í hug hvort það geti þótt fínt og lærdómslegt að staglast á orðum eins og ,jú, sem sagt, ég meina, sko, að altsvo", o.s.frv. Stundum eru þetta auk heldur ekki orð, heldur orðhlutar eða illskiljanleg búkhljóð: einhvers konar „aa“, eða „ae“. Það munu menn hafa tekið upp eftir Eng- lendingum, og segja mér lærðir menn í ensku að í því máli sé „óhljóð“ þetta afgangurinn af there, og þyki spaklegt. ★ Þegar ég var að gæða mér á ís í góðviðrinu, rann upp fyrir mér skýring á því sem frændi minn vakti athygli á uppi í sundi. í fréttum af jarðhruni og gijótk- asti vestur á Ströndum sagði hann að fréttamanni hefði orðið tíðrætt um „frosið vatn“. Það fyrirbæri heitir oftast með ein- faldari hætti ís í máli okkar, stundum líka svell, klaki og svo- lítið fleira. En hvaða skýring rann upp fyrir mér? Jú, frétta- maðurinn hefur óttast misskiln- ing, ef hann segði að ís hefði verið í sprungum í berginu. Hann hefur væntanlega ímyndað sér að fjöldi fólks sæi fyrir sér að einhveijir hefðu hent þar ijóma- ís, nema þá að einhvetjir væru farnir að „urða“ hann, þegar lostæti þessarar tegundar er tek- ið að berast hingað frá útlöndum. Sigfríður sunnan sendir: í hafinu er þörungur harmlaus, húsdyrin undin og karmlaus, gimbillinn jarmlaus, barstúlkan barmlaus og Bobbína gamla orðin sjarmlaus. ★ Rómantísk nítjándualdar smá- saga eins og L’Árrabbiata, „Die Sonne war noch nicht aufge- gangen", var útvalinn texti mínu aldursskeiði, og því uppeldi sem ég hafði. Og þó þessi stíll eigi heima lángt burtu frá gijótmuln- ingsstíl og malbiks sem maður hefur neyðst til að taka gildan síðan, þá eignaðist þetta nítj- ándualdar náttúrumálverk eftir Paul Heyse af Caprí-stúlku ein- hverskonar sjálfstætt líf í sjálfum mér, að sínu leyti einsog tila- munda jólaguðspjallið sam- kvæmt Lúkasi; og þegar ég barst heim aftur úr þriggja ára dvöl í Kaliforníu átti ég mér ekki leing- ur undankomu auðið frá þessu efni, heldur var mér lífsnauðsyn að líkja eftir mynd þessarar Caprí-stúlku; mynd hennar end- urborinnar var í mér; og ég var farinn að semja Sölku Völku áður en ég vissi af. (Halldór Laxness: Sjömeistara- sagarí). ★ Úr bréfi frá Ólafi H. Torfa- syni, en um uppástungu hans er höfundur fyrir sakir vanþekking- ar ekki dómbær: „Mig langar líka að nefna við þig tillögu að nýyrði. Á ensku er orðið „cameo“ haft um stutt hlutverk sem þekktur leikari fer með í kvikmynd eða sjónvarps- verki. Hvernig væri að nefna þetta einfaldlega „stutthlut“? Orðið „cameo“ merkir líka stutt leikverk eða ritsmíð og mér sýn- ist „stutthlutur" einnig geta náð yfir það. Með bestu kveðjum." ★ Áslákur austan sendir, og kall- ar einhvers konar hnúfhendu eða stúfhendu: Þær segja hann sé hálfgerður hrotti hann Hallgrimur Viðfjarðar-Skotti og allt önnur manngerð, með allt aðra tanngerð en Pavarotti. Ég hef ítrekað amast við óyrð- inu „ungabarn“ = ungbarn og minnt menn á orðin unghæna og ungahæna í þessu sambandi. Nú hef ég fengið heldur en ekki snaggaralegt og tæpitungulaust bréf frá Sverri Páli, og birtist hér kafli úr því orðrétt og sta- frétt: „í svokallaðri Þjóðarsál á Raus 2 var í dag [17. júlí] Qallað um gríðarlega nauðsyn þess að koma upp aðstöðu til að skipta á ungabörnum á kvennakamri í þjóðgarðinum á Þingvöllum suður. Ekki veit ég hvaða erindi afkvæmi unga eiga á svoleiðis stofnun, enda er mér yfírhöfuð ekki kunn starfsemi kvennak- amra. Kannski skipta konur þar á ungabömum eins og börn býtt- uðu á servíettum og hasarblöðum í ungdæmi mínu. Hitt þótti mér merkilegra þeg- ar Svæðisnuddið upplýsti Norð- lendinga í dag um landnám síla- máva í Mývatnssveit að þá bar fyrir eyru annað foglakyn, sem ég hafði ekki áður heyrt nefnt, svonefnda andafugla. Það hljóta að vera merkilegir fuglar og yf- imáttúrulegir, ekki síður en óminnishegrinn mikli. Ég bar þetta undir Valdimár, tímabundinn skólameistara minn, og okkur kom ásamt að ungaegg væru egg ungfugls. Ungabörn hlytu þá að vera af- kvæmi úr þvílíkum eggjum. Okk- ur fýsir hins vegar að fá að vita hverskyns lífverur andafug- laungabörn gætu hugsanlega verið.“ Auk þess þóknast umsjónar- manni vel að nýyrði Hólmkels Hreinssonar frændhygli í stað nepotism var komið á forsíðu þessa blaðs 27. júlí. Sjá þætti 779 og 783.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.