Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 49 _________BRÉF TIL BLAÐSIIMS___ Lúpínuslátrun - Til hvers? Frá Herdísi Friðriksdóttur: MIKIÐ hefur verið rætt um lúpínu- slátrun sem átt hefur sér stað í Öskjuhlíð og ekki eru allir á eitt sátt- ir. Eg hef starfað i Öskjuhlíðinni í sumar og nú undanfarið á því svæði sem lúpínuslátturinn átti sér stað. Þetta svæði er við sjó í Nauthólsvík, rétt vestan við Fossvogskirkjugarð. Þarna er graslendi og lítt gi'ónir melar og sums staðar eru algerlega ógróin svæði þar sem áður' voru veg- arslóðar. Nú hefur meðlimur í nefnd þeirri sem ákvað lúpínusláttinn kom- ið fram í fjölmiðlum og gefið þá skýr- ingu að lúpínan sé að kæfa annan gróður á svæðinu. Þar sem ég hef unnið á þessu svæði daglega undanf- arnar vikur leyfí ég mér að benda á það, að þarna er svo til enginn gróð- ur sem lúpínan gæti hugsanlega kæft, fyrir utan örfáar víðiplöntur sem hafa komist á legg að sjálfsdáð- um og virðast hafa dafnað vel í skjóli lúpínunnar. Einmitt á þeim stað sem lúpínan hefur verið að teygja sig yfír svo til ógróið land hefur hún verið slegin samkvæmt skipun nefndarinnar. Eg leyfi mér að spyija hvaða til- gangi þetta þjóni. Ég geri mér grein fyrir því að margir telja að lúpínan skaði gróður sem er að komast á legg en hvers vegna er lúpínan þá ekki slegin á þeim svæðum þar sem einhver gróður er fyrir? Lúpínan er víðsvegar um Öskjuhlíðina, bæði í bland við stór tré og lítil, en á ná- kvæmlega þessu svæði þar sem hún var slegin er minnsta gróðurþekjan í allri Óskjuhlíðinni. Það sem mér dettur í hug er að þetta séu mistök eða að einhver misskilningur hafí átt sér stað. Það skýtur skökku við, að rétt ofan við þetta lítt gróna svæði grær lúpínan nálægt skógaijaðrinum en fær þó að vaxa þar óáreitt. Mér finnst þetta í hæsta máta undarlegt og það hvarflar að mér að ekkert eftirlit sé með aðgerðum nefndarinn- ar og að nefndin sjálf hafi ekki farið á syæðið til að kanna aðstæður. Ég vil hvetja nefndarmenn/konur og alla þá sem áhuga hafa að kynna sér aðstæður á þessu svæði vegna þess að það er mikilvægt í þessari umfjöllun um Iúpínuna, að teknar séu réttar ákvarðanir í sambandi við meðferð hennar en reynt verði að koma í veg fyrir að einhveijar skyn- diákvarðanir sem hægja á upp- græðslu landsins. Sumir hafa sagt að lúpínan eigi ekki rétt á sér vegna þess að hún sé ekki íslensk jurt. Þá spyr ég hvort vínviðurinn sé íslensk jurt vegna þess að talið er að hann hafi vaxið hér fyrir landnám? Við megum ekki leyfa okkur svona pjatt þegar landið er á leið á haf út! HERDÍS FRIÐRIKSDÓTTIR, verkstjóri í Öskjuhlíð, Norðurbraut 37, Hafnarfírði. Lesið úr Fjallkirkju Gunnars Gunnarssonar í Vín Frá Helmut Neumann: FÖSTUDAGINN 23. júní 1995, á Heurigen Zimmermann í Grinzing, lásu Helgi Skúlason og Helga Bac- hmann upp úr Fjallkirkju Gunnars Gunnarssonar fyrir hóp íslendinga og Austurríkismanna. Á íslensku heitir skáldsagan „Fjallkirkjan", á þýsku „Schiffe am Ilimmel". Mér auðnaðist sá heiður að vera viðstadd- ur þennan upplestur. Þó að íslensku- kunnátta mín hafi ekki verið nægileg til að skilja hvert einasta orð var hin þýska þýðing Alberts Langens, sem kom út í Múnchen árið 1928, góður leiðarvísir. Á millistríðsárunum var Gunnar Gunnarsson sá útlendi rithöfundur, er mest var þýddur yfír á þýsku. Fyrir utan skáldsögu hans „Die Le- ute auf Borg“ (Borgarættin) var „Schiffe am Himmel“ sú er mest var lesin. Það eru heldur eflaust ekki marg- ir íslendingar sem vita að Jón Sveins- son og Gunnar Gunnarsson hittust í fyrsta skipti í Vín fyrir um sextíu árum. Nú var Gunnar enn á ný gestkom- andi í Vín, í gegnum list Helgu og Helga, og margir íslendingar og nokkrir Austurríkismenn nutu þeirra stórbrotnu mynda, sem dregnar eru upp í skáldsögu hans. Eitt augnablik gleymdi maður stað og stund. Fann ilm íslensks grass og heyrði nið ís- lenskra lækja. Sjaldan hefur ljóðalestur, sem ég gat einungis notið 80% af, meira leyfði íslenska mín því miður ekki, snortið mig jafndjúpt. Heurigenstube í Grinzing, sem er í nokkura metra fjarlægð frá heimili Beethovens, þar sem hann ritaði „Heiligenstadter Testament, virtist breytast í íslenska baðstofu. Því þökkum við hinum stórkostlegu ís- lensku leikurum og Haraldi Jóhanns- syni, formanni íslendingafélagsins í Áusturríki. Við erum að auki þakklát Gunnari Gunnarssyni, þessum mikla syni ís- lands. Ég hef á ný lagt bók Gunnars á skrifborð mitt og hyggst lesa hana í þriðja skipti. Lengi enn mun hið tæra og fagra mál Gunnars hljóma í útlenskum eyrum mínum. HELMUT NEUMANN Pappenheimengasse 39/3 1200 Wien ... 1 SIIIO ougtýsingor VEGURINN y Kristiö samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Samkoman sunnudagskvöld fell- ur niður vegna móts á Hvann- eyri. §Hjálpræðis- herinn >:%«4 ^ KÍrkÍUÍ,ræ'Í2 Sunnudag kl. 20.00: Hjálpræðis- samkoma. Elísabet Daníelsdótt- ir talar. Allir velkomnir. Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28 Samkoma á þriðjudagsköld kl. 20.00. Ræðumaður Gunnar Hamnoy. Allir velkomnir. Ath. engin samkoma á miðviku- dag í Kristniboðssalnum. AuMwftfia 2 . Kópdt'Oifur Sunnudagur. Almenn samkoma í dag kl. 16.30. Orðsending til þeirra sem eru á ferðalagi: Gleðilega ferð á Guðs- vegum. Grensásvegi 8 Samkoma í dag kl. 11.00. Allir hjartanlega velkomnir! Sjónvarpsútsending á OMEGA kl. 16.30. FERÐAFÉLAG © ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Dagsferðirtil Þórsmerkur kl. 8 sunnudag 6/8 og mánudag 7/8. Ath. 3-4 klst. stopp í Þórs- mörk. Verð kr. 2.700. Aðrar dagsferðir: 6. ágúst kl. 13 Reykjanes (Reykjanesviti) - Kerling - Stampar. Verð kr. 1.200. 7. ágúst kl. 13 gengið á Esju (Þverfellshorn). Verð kr. 800. Frítt fyrir börn m/fullorönum. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin og Mörkinni 6. Ath. Nokkur sæti laus i „Lauga- vegsferðir" 9. og 10. ágúst. Spennandi sumarleyfisferðir: 10. -18. ágúst (9 dagar). Horn- strandaferð: Ystu strandir norð- an Djúps. Gist í húsum. Uppselt. 11. -16. ágúst (6 dagar). Eýði- byggðir á skaganum milli Eyja- fjarðar og Skjálfanda: Látra- strönd - í Fjörðum - Flateyjar- dalur. Undirbúningsfundur með farar- stjórum miðvikudag 9. ág. kl. 18 í Mörkinni 6. 12. -18. og 19.-25. ágúst. Snæ- fell - Lónsöræfi. Gönguferð milli skála sem nýtur vaxandi vinsælda. 18.-20. ágúst. Árbókarferð á Hekluslóðir. Fararstjórar verða jarðfræðingarnir Árni Hjartar- son, höfundur árbókarinnar 1995, Á Hekluslóðum, og Sig- mundur Einarsson, jarðfræðing- ur. Árbókin er innifalin í árgjaldi, kr. 3.200 (500 kr. aukagjald fyrir innbundna bók). 24.-27. ágúst. Núpsstaöarskóg- ar - Lómagnúpur. Tjaldað við skógana. Eystribyggð á Grænlandi 10.-17. ágúst. Ferð fyrir félaga F.(. Uppselt. Aukaferð í athugun 24.-30. ágúst. Þórsmörk. Munið miðvikudags- ferðirnar, dagsferðir og til sum- ardvalar. Á skrifst. F.í. eru allar nánari uppl. og kort með merktum dag- leiðum. Ferðafélag íslands. Þingvellir þjóðgarður Dagskrá verslunarmanna- helgar: Laugardagur 5. ágúst 11.00 Leikjatjald fyrir káta krakka opnaði í Fögru- brekku. Ratleikur, sögu- stundir, leikir og sköpun alla helgina, frá morgni til kvölds. 15.00 Tónleikar [ . Þingvalla- kirkju. Ingveldur Ýr Jóns- dóttir söngkona og Kjartan Sigurðsson organisti flytja íslensk einsöngslög, tón- list e. Schubert o.fl. 20.00- Kvöldrölt. Ljúf gönguferð um Spöngina, sem endar með kyrrðarstund í Þing- vallakirkju. Hefst við Pen- ingagjá. Sunnudagur 6. ágúst 11.00 Leikjatjald í Fögrubrekku opnað upp á gátt fyrir káta krakka og ævintýralegar uppákomur. 14.00 Guðsþjónusta i Þingvalla- kirkju. Prestur er Sr. Heim- ir Steinsson 15.15 KonurogAlþingitilforna. Inga Huld Hákonardóttir sagnfræðingur gengur með gestum um þinghelg- ina. Hefst á Haki, þ.e. vest- ari brún Almannagjár við útsýnisskífu og tekur um 2 klst. 20.00 Kvöldrölt. Ljúf gönguferð um Spöngina, sem endar með kyrrðarstund í Þing- vallakirkju. Hefst við Pen- ingagjá. Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins er ókeypis og öllum opin. Nánari upplýsingar fást ( síma 482-2660. Sumarleyfisferðir 9.-12. ágúst Hvítárnes - Þjófadalir - Hveravellir Gengið frá Hvítárnesi f Þver- þrekknamúla, gist. Þaðan i Þjófadali, gist. Loks til Hvera- valla, gist og farið í heita pott- inn. Fararstjóri Eyrún Ósk Jens- dóttir. 11 .-15. ágúst Jarlhettur - Hagavatn - Hlöðufell Tjaldað við Hagavatn, farið að Jarlhettum. Gengið á þremur dögum um Lambahraun og Hlöðuvelli niður að Brúarár- skörðum. Um Eyfirðingaveg og að Þingvöllum. Athugið að farangurinn verður fluttur á milli staða. Undirbúningsfundur 9. ágúst kl. 17.00 á skrifstofu Útivistar, Hallveigarstig 1. Farar- stjóri Sigurður Sigurðarson. 15.-20. ágúst Landmannalaugar - Básar Nokkur sæti laus vegna forfalla. Miðar óskast sóttir. Undirbún- ingsfundur 10. ágúst kl. 18.00 á skrifstofu Útvistar, Hallveigar- stíg 1. Fararstjóri Margrét Björnsdóttir. 20.-26. ágúst Öræfaperlur sunnan jökla Ekið um Þingvelli að Hvítárvatni. Síðan um Kerlingarfjöll austur í Kisubotna niður Gljúfurleit, í Veiðivötn. Haldið verður um Sigöldu og Landmannaleið í Hrafntinnusker. Síöan í Álfta- vatn, austur Mælifellssand í Lakagíga. Endað á afmælishátíð í Básum. Fararstjóri Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir. Útivist. Engin samkoma um verslunar- mannahelgina. Næsta samkoma verður sunnudaginn 13. ágúst, í Góðtemplarahúsinu, Suður- götu 7, Hafnarfirði, kl. 16.30. Aliir velkomnir. Dagsferð mánud. 7. ágúst. Kl. 10.30 Kaupstaðarferð. Stað- arhverfi - Njarðvíkurfitjar. Verð kr. 2.000/2.200. Brottför frá BSÍ, bensínsölu, miðar við rútu. Einnig uppl. í textavarpi bls. 616. Helgarferðir 11.-13. ágúst 1. Fjölskylduhelgi í Básum. Fararstjórar: Fríða Hjálmars- dóttir og Pétur Þorsteinsson. 2. Jarlhettur - Hagavatn. Farar- stjóri: Gunnar Gunnar.sson. 3. Fimmvörðuháls. Fararstjóri: Ingibjörg Eiríksdóttir. Nánari uppl. og miðasala á skrif- stofu Útivistar, Hallveigarstíg 1. Útivist. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Vegna landsmóts Hvítasunnu- manna í Kirkjulækjarkoti, Fljóts- hlíð, fellur niður samkoman sunnudagskvöld, en við viljum benda fólki á samkomu hjá Sam- hjálp, sjá nánar auglýsingu frá þeim. Dagskrá Samhjálpar um verslunarmannahelgina verður sem hér segir: I dag kl. 14-17 er opið hús í Þríbúðum. Lítið inn og rabbið um lifið, tilveruna og veðrið. Dorkas-konur sjá um kaffi og meðlæti. Kl. 15.30 tökum við lagið og syngjum saman. Kennd- ir verða nýir kórar. Takið með ykkur gesti. Allir velkomnir með- an húsrúm leyfir. Sunnudagur 6. ágúst: Almenn samkoma kl. 16. Mikill og fjöl- breyttur söngur. Samhjálparkór- inn. Nýju kórarnir sungnir. Vitn- isburðir. Einsöng syngur Gunn- björg Óladóttir. Barnagæsla. Ræðumaður Óli Ágústsson. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir í Þríbúðir, Hverfisgötu 42, um verslunarmannahelgina. Samhjálp. Scimhjólp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.