Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR t ÓLAFUR KJ. ÓLAFSSON, Hátúni 10a, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL GÍSLASON vörubifreiðastjóri, Skipasundi 25, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju miðviku- daginn 9. ágúst kl. 15.00. Sigríður Pálsdóttir, Jóhann V. Guðmundsson, Kári Pálsson, Ólöf Ingimundardóttir, Stefán Pálsson, Málfríður Á. Þorvaldsdóttir, Páll R. Pálsson, Sigurbjörg Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, fósturfaðir, bróðir, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR E. SIGURÐSSON rafeindavirki, Álftahólum 6, Reykjavík, sem andaðist í Landspítalanum 30. júlí, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 8. ágúst kl. 15.00. Finnbjörg Konný Hákonardóttir, Lára Ólafsson, Sigurlaugur Birgir Ólafsson, Þuríður Pétursdóttir, Sigurður Ólafsson, Bára Sif Pálsdóttir, Hákon Ólafsson, Lárus Ólafsson, Helga Georgsdóttir, Jón Þórðarson, systir og barnabörn. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, JÓHANNA GÍSLADÓTTIR, Hamraborg 14, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 9. ágúst kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er vin- samlegast bent á Gigtarfélag (slands. Jóna Sigriður Valbergsdóttir, Sigfús M. Karlsson, Valberg Sigfússon, Karl Sigfússon, Hjalti Sigfússon. t Innilegar þakkir færum við öllum þeím,( sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞORKELS INGIBERGSSONAR byggingameistara. Sérstakar þakkir færum við öllu hjúkr- unarfólki á Hvítabandinu, sem veitti honum frábæra umönnun. Margrét Einarsdóttir, Unnur Þorkelsdóttir, Inga Þorkelsdóttir, Ingibergur Þorkelsson, Freygerður Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts konunnar minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÓNU GUÐRÚNAR EINARSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilis Hvftabandsins fyrir einstaka alúð og umönnun. Guðjón Guðmundsson, Einar G. Guðjónsson, Kristfn Axelsdóttir, Auður Guðjónsdóttir, Guðmundur K. Sigurðarson og barnabörn. ÓLAFUR E. SIGURÐSSON + Ólafur E. Sig- urðsson fæddist í Reykjavík 20. júlí 1945. Hann lést í Landspítalanum 30. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurð- ur Ólafsson, f. 25. maí 1902, d. 16. mars 1993, og Lára Ólafsson, f. 26. september 1912. Systir hans er Ás- dís, f. 12. maí 1947, búsett í Englandi. Hinn 28. de_s. 1969 kvæntist Ólafur Finn- björgu Konný Hákonardóttur og saman eignuðust þau þijá ÞAÐ ER ótrúlegt að hann sé horf- inn, rétt orðinn fimmtugur og við sem vorum alltaf svo ung. Við fæddumst inn í litla en samhenta fjölskyldu og vorum, ásamt Ásdísi systur hans, einu afkomendur systkinanna, fyrstu tuttugu æviár- in. Aðeins tvö ár skildu okkur að og því kom það af sjálfu sér að samgangur var mikill og margt brallað. Upp í hugann koma minningar af Bústaðaveginum þar sem leik- völlurinn var melar og móar að ógleymdum golfvellinum. Eftir að Óli flutti í Hólmgarðinn kom það oft í minn hlut að passa þau systkin- in og hvað við gátum skemmt okk- ur vel. Seinna gengum við bæði í skátahreyfinguna og áttum þar góðar stundir. Eftir að unglinga- starfinu lauk flutti Óli sig yfir í hjálparsveitina og starfaði þar um nokkurra ára skeið. Þar eignaðist hann góða vini og vann mikið og óeigingjarnt starf og sá meðal ann- ars um viðhald á tækjabúnaði hjálp- arsveitarinnar. Hann var einstak- lega hjálpsamur og vinur vina sinna. Állt lék í höndunum á honum og ófáir komu í bílskúrinn til hans í gegnum árin. Síðar eignuðumst við bæði okkar fjölskyldur og annir hversdagsins fækkuðu samverustundunum. Hver samverustund var þó eins og við hefðum hist í gær. Og enn var svo gott að eiga hann að þegar vit mitt skorti við tölvuna. Þar var hann sami þúsundþjalasmiðurinn. Ef hann ekki vissi þá leitaði hann af sinni rósemi þar til hann fann. Og það var svo gott að hittast. Eitt það síð- asta sem hann sagði við mig áður en ég fór af landi brott í vetur: „Við erum svo fá í fjölskyldunni og verðum því að standa vel saman.“ Nú er hann farinn og við sem eftir erum stöndum hnípin og hljóð. Mestur er missir Konnýjar konu hans og barna þeirra, Helgu, Sigga, Hákons, Lárusar og litla afastráks- ins hans, Óla Más. Megi Guð styrkja þau öll, móður hans og systur, ætt- ingja og vini. Minningin um hann lifir. Gígja Árnadóttir. Nú þegar vinur okkar Óii er lát- inn, er gott að geta staldrað við og lofað minningunum að streyma fram í hugann. Þær eru allar á sama veg, ljúfar og góðar. Eftir- minnilegasta samverustundin, er þó okkar síðasta ferð, er við fórum saman einn góðviðrisdag í byijun júli sl. að leggja net og renna fyrir syni. Þeir eru Sig- urður, f. 8. apríl 1970, Hákon, f. 23. nóvember 1974, og Lárus, f. 23. maí 1979. Finnbjörg átti dótturina Helgu, f. 19. des. 1965, sem Ólafur gekk í föður stað. Einnig átti Ólafur son fyrir hjónaband, Sigur- laug Birgi, f. 14. okt. 1968.^ Útför Ólafs fer fram frá Bústaða- kirkju þriðjudaginn 8. ágúst og hefst athöfnin klukkan 15.00. silung. Þrátt fyrir glampandi sól og spegilslétt vatnið, var metveiði og hinn sári raunveruleiki gleymdist okkur um stund. Aflann fór Óli með heim glaður í bragði, en þannig var að síðustu vikurnar borðaði hann ekki annað með góðu móti en steikt urriðaflök og saltkjöt og baunir. Önnur stund er okkur einnig mjög Ijúf, en hún var 20. júlí sl. er hann varð fimmtugur og fjöl- skylda og vinir sóttu hann heim. Hann var þá orðinn mjög máttfar- inn, en tók ekki annað í mál en taka á móti því fólki, sem eins og hann sagði sjálfur, var búið að vera svo duglegt að heimsækja hann í veikindunum. Óhætt er að segja að þarna áttu allir góða stund og hann stóð sig eins og hetja. Ótal margar góðar stundir höfum við átt með þeim hjónum á ferðalög- um, bæði innanlands og utan. Ein- kennandi var þá oft við Óla, hvað hann vildi nýta stundirnar vel. Þó úti væri rok oghellirigning, og sum- ir vildu halda sig innandyra, sagði hann: „Hvað er þetta, það er smáúði." Svona gat hann alltaf gert gott úr hlutunum og séð björtu hliðarnar. Óli var einn af þeim mönnum sem alltaf var boðinn og búinn að hjálpa öðrum og kom það mörgum mjög vel, þar sem sama var hvað hann tók að sér, allt lék í höndunum á honum. Bílar voru endurbyggðir frá grunni, gömlu Gufunestalstöðvarn- ar öðluðust nýtt líf og nú í seinni tíð þegar tölvur gegndu orðið lykil- hlutverki, reyndist oft gott að eiga hann að. Á þann grunn sem sím- virkjun og síðar rafeindavirkjun var, aflaði hann sér þekkingar á tölvum, að mestu leyti með sjálfs- námi en náði þó lengra en margur annar. Það var honum því mikil viðurkenning, þegar hann fluttist í tölvudeild ísals, þar. sem þekking hans og útsjónarsemi nýttist vel. Með djúpum söknuði kveðjum við okkar kæra vin. Okkar kæru vin- konu, Konný, börnunum þeirra fimm, barnabörnum og tengdabörn- um vottum við okkar dýpstu samúð. Eiríkur og Ragnheiður. Það er erfitt að lýsa þeim tilfinn- ingum og hugsunum sem komu upp í huga okkar er við fréttum andlát vinar okkar Ólafs E. Sigurðssonar. Það setti að okkur depurð þrátt fyrir að í nokkurn tíma hafi verið ljóst hvert stefndi. Af hveiju? spyij- um við sem stöndum agndofa frammi fyrir almættinu og finnum hversu lítils við megum okkar. Fyr- t Eiginmaður minn og faðir okkar, RAGNARJÓNATANSSON, Laufási 8, Hellissandi, lést 3. ágúst síðastliðinn. Elísabet Hildur Markúsdóttir og börn. ---------------------------------- | ir fjórtán árum knúði vágesturinn mikli krabbameinið dyra hjá Óla, & en talið var að komist hefði verið fyrir það. Fyrir fáum árum varð Óli fyrir slysi á vinnustað og átti hann nokkuð lengi við afleiðingar þess að stríða, en í kjölfar þess virt- ist sem hið illræmda mein hafi tek- ið sig upp að nýju. Allt var gert sem í mannlegu valdi stóð, en ósk vinar okkar um lengri lífdaga rættist ekki, það varð ekki við neitt ráðið. Fimmtíu ár eru ekki langur tími, en 20. júlí sl. hélt hann upp á af- | mæli sitt og naut hann dagsins með fjölskyldu sinni, nánustu vinum og samstarfsmönnum á heimili sínu þrátt fyrir það hversu fársjúkur hann var orðinn. Kynni okkar hófust fyrir nærri þijátíu árum er Óli gekk til liðs við Hjálparsveit Skáta í Reykjavík. Þarna skapaðist vinátta sem staðið | hefur óslitið síðan og höfum við á þessum árum_ átt margar samveru- stundir méð Óla, Konný og börnum ( þeirra, svo það er margs að minn- ast, en þar nutum við í ríkum mæli þeirrar hlýju og hjálpsemi sem hann Óli átti svo mikið af. Það væri ekki að skapi vinar okkar að telja upp afrek hans eða ágæti því hógværari mann var varla hægt að hugsa sér, en hann var miklum mannkostum gæddur og er þá efst ( í huga hversu hógvær og orðvar maður hann var. Ungur varð Óli loftskeytamaður, ( síðan lærði hann símvirkjun og meistari í rafeindavirkjun varð hann 1983. Síðustu_ árin vann hann í tölvudeild hjá Islenska Álfélaginu. Áhugasvið Óla voru margvísleg, en eins og nám hans og starf bar með sér var tæknin ofarlega, tölvur urðu hans vettvangur þar sem og á mörgum öðrum sviðum var nú c leitað til Óla ef í óefni var komið. Þegar hann var búinn að bjarga hlutunum stóð hann upp, brosti og ( sagði: Ef þetta verður ekki í lagi þá kem ég bara aftur. Svona var hann. Það er einkennileg tilfinfting að Óli sé ekki lengur á meðal okkar og að samverustundirnar með þess- um kæra vini verði ekki fleiri. í minningunni mun ávallt bera hæst þá blíðu og hjálpsemi sem hann gat útdeilt í svo ríkum mæli. | Elsku Konný, þú og börn ykkar hafið nú misst mikið, þið eigið okk- ar dýpstu samúð og við biðjum Guð að styrkja ykkur og styðja í þeim raunum sem þið hafið orðið fyrir. En á þessum erfiða tíma yfirgaf trúin, vonin og kærleikurinn ykkur aldrei. Aldraðri móður Óla, sem sér nú á bak einkasyni sínum svo langt um aldur fram, svo og systur hans, vottum við einnig samúð okkar. Svo viðkvæmt er lífíð sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsheijardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímss. frá Grimsstöðum) Jóhanna og Skúli. Það eru næstum 30 ár síðan Óli kom til liðs við Hjálparsveit skáta í Reykjavík, eða um páska 1967. Sveitin fór þá í skíðaferð til Akur- eyrar og var Óli þá í fyrsta sinn í hópnum, en átti eftir að verða einn af máttarstólpunum. Þetta var á þeim tímum sem hjálparsveitin var að eignast sína fyrstu bíla og mik- ill fengur að laghentum mönnum með bíladellu. Óli sló ekki slöku við í bílaflokknum, en í honum starfaði hann af fullum krafti uns hann flutti með fjölskyldu sinni að Gufuskál- um, þar sem hann vann um árabil. Hjálparsveitin átti þó alltaf hauk í horni þar sem Óli var og 1984 byij- Crfisclrykkjur Veltingohú/ið GnfH-mn Sími 555-4477
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.