Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 MÖRGUNBLAÐIÐ KAUPMAÐURINN Á HORNINU þar. Egill Ásbjömsson sér að karl nokkur tekur egg og stingur í jakkavasann. Hann lætur ekki á neinu bera en gengur fram fyrir búðarborðið og dinglar í vasann hjá karlinum. Greyið fór því heldur skömmustulegur út úr búðinni með brotið egg í vasanum. í Egilskjöri Egils Vilhjálmsson- ar gerðist annað atvik. Þekktur maður stakk smjörstykki í vasanrí. Verslunarstjórinn sá stuldinn og sagði: „Heyrðu ég þarf endilega að tala við þig, komdu með mér inn á skrifstofu.“ Guðjón fór með og verslunarstjórinn hélt þeim lengi á skrifstofunni eða þangað til smjörið var orðið vel bráðið. Svo stóðu þeir upp og aumingja maðurinn í fitugum jakkanum. Verslunarstjórinn gengur að hon- um og segir: „Hvað er að sjá þetta.“ Hann dregur upp smjör- bréfið og spyr undrandi á svip: „Hvað ertu að gera með þetta þama?“ Einu sinni höfðu kassakvittan- imar í KRON mikið gildi. Þeir við- skiptavinir sem söfnuðu þeim safnan yfir árið áttu að fá 5% arð. Það vom því margir sem pöss- uðu þær vel og geymdu í öskjum. Svö komu kúnnamir eftir áramót- in í búðimar og létu reikna þetta út fyrir sig, en það var heljar- vinna. Kristján, eigandi búðarinn- ar Krónunnar , eða Stjáni blái eins og hann var kallaður, brást við kvittanabragði KRON verslan- anna með því að setja stóra dós fyrir framan stafína „an“ í nafninu Krónan. „Minnið mig á að setja rjómann í farsið - og eggjarauðuna!" Neysluvenjur landsmanna hafa gjörbreyst. Fæðið var einhæfara. Soðinn fiskur eða steiktur, kjöt- súpa, kjötfars, bjúga, kótilettur, lundi á sumrin og hangikjöt eða ijúpur á jólum. Allir fóm heim í hádeginu til að borða heitan mat og þá gat bflalestin orðið löng. „Þetta vom dýrlegir tímar,“ segir Guðjón, „Allt seldist, allt kláraðist.“ En þeir vora líka erfíð- ir. Þjóðin var í hafti eða verslunar- íjötrum. Milli 1960 og 1970 vom flest höftin brotin og ný tækni tók að ryðja sér til rúms. Matvöm- verslanimar stækkuðu og mjólk- urbúðirnar lögðust af. Vöruúrvalið varð mikið og hægt að kaupa af mörgum. Árið 1984 vom verð- lagsákvæðin afnumin. Nú eru allir með ísskápa og flestir með frysti- kistur til að geyma mat. Hvers vegna þarf þá að vera opið á sunnudögum? Ekkert svar. Guðjón og Óskar muna eftir mörgum skemmtilegum kaup- mönnum. Einn var vanur að segja við starfsfólk sitt þegar margir vom í búðinni: .„Minnið mig á að setja ijómann í farsið.“ Eitt sinn komu tvær konur inn í búðina til hans að kaupa kjötfars en Jiað var búið. Þá sagði hann: „Eg skal bara láta laga meira kjötfars fögm frúr.“ Svo kallaði hann inn fyrir á starfsmann sinn: „Jón, komdu, frúnar ætla að bíða eftir farsinu. Lagaðu það eins og skot. Og gleýmdu ekki eggjarauðunum!" Strangt eftirlit var með lokun- artíma verslana á áram áður. Guðjón man eftir kaupmanni sem var sektaður fyrir að selja við- skiptavini nokkra vindlinga rétt eftir klukkan sex. Margt skemmtilegt gerist nátt- úrlega enn, tíminn á bara eftir að slípa sögurnar. Samt er ekki hægt að neita því að samskiptin em óljósari. Stjómendur matvöm- verslana þurfa ekki nauðsynlega að hafa kaupmanninn í blóðinu og gamla fólkið er keyrt í rútum í stórmarkaðina. „Sparið tímann, notið símann“ Jón Sigurðsson kaupmaður opn- aði verslun sína Straumnes 1. maí 1953. Hún var á Nesvegi 33. Síð- an hefur hann verið kallaður Jón í Straumnesi. Hann hefur ekki gleymt fyrstu viðskiptavinunum sínum, það var Valdimar Stefáns- son sakadómari og kona hans, Ásta Andrésdóttir. Straumnes var lítil búð. Það þurfti að vigta flestar vöramar. Smjör kom í litlum tunnum frá Danmörku og kartöflur í 50 kg pokum. Þetta var mikil erfiðis- vinna. Jón í Straumnesi byggði við- skiptin mikið á heimsendingum. Slagorð búðarinnar var: „Sparið tímann, notið símann.“ Hann hafði tvo stráka sem hjóluðu með vör- urnar heim til fólks og eftir að búðinni var lokað keyrði hann þær út sjálfur. Krakkarnir komu með miða frá mömmu Það vom margir fátækir á þess- um árum og mest var tekið út í reikning, en það var hending ef fólk stóð ekki í skilum, enda mynd- aðist vinátta milli þeirra og kaup- mannsins. Það gerði starfíð skemmtilegt. „Eg hlakkaði til hvers einasta dags,“ segir Jón í Straumnesi. í búðinni hittist fólkið og spjallaði við okkur. Samskiptin við krakk- ana vom líka mikil, þau komu með miða frá mömmu um hvað þau ættu að kaupa. Jón man eftir að hafa verið ÓSKAR Jóhannsson, kaupmaður í Sunnubúðinni í 30 ár. Honum varð einu sinni á að gleyma hvaða kúnni ætlaði að kaupa kindar- hausinn sem hann hélt á í höndunum og spurði yfir hópinn: „Hvar er konan með kindarhausinn?" m Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson RAGNHEIÐUR Sigurðardóttir fetaði í fótspor kaupmannsins á horninu 15. maí síðastliðinn. Að tala við alla um allt 1i ftTatvörukaupmaðurinn IVI opnar búðina sína á ■A.*-®- horni Baldursgötu og Óðinsgötu í Reykjavík. Þetta er gamalt og glæsilegt verslunar- hús, teiknað af Einari Erlends- syni árið 1921. Margar verslanir hafa verið að Baldursgötu 11 síð- an, og á horninu Óðinsgötumegin er Ragnheiður Sigurðardóttir nú með verslun sína. Ragnheiður keypti búðina af systur sinni og hefur rekið hana frá því í maí á þessu ári. Systir hennar stundaði þarna viðskipti í 5 ár, en kaup- maðurinn Magnús Mekkínósson frá því um miðja öldina. Þetta horn er gamalgróið kaupmanns- horn í hverfinu. Svona búð skipar sérstakan sess í hugum hverfisbúa. Þetta er nýlenduvöruverslun sem geymir allar nauðsynjar fyrir heimilishaldið. Hún er líka hluti af félagslífinu því litla búðin er miðjan í hverfinu og kaupmaður- inn sá sem heyrir fréttirnar og flytur þær. Baldursgata 11 á sér fasta við- skiptavini og jafnvel nokkra sem komu fyrst í búðina rétt eftir miðja öldina. Þarna hittast ná- grannar og taka spjall saman sem kaupmaðurinn tekur þátt í. Viðskiptin eru alltaf persónuleg, aldrei stöðluð og kaupmaðurinn hefur ekki þurft að fara á nám- skeið í mannlegum samskiptum til að læra að brosa eða segja „Góðan daginn“ og „Takk fyrir“. Áhyggjur hverfisbúa vegna eigandaskipta Ragnheiður Sigurðardóttir er nýr kaupmaður á hominu en andrúmsloftið sem hún upplifir er samt gamalt og gott. Það vek- ur til dæmis athygli að innrétt- ingarnar i búðinni eru uppruna- Iegar og hafa geymt nýjar vömr daglega hátt í hálfa öld. Ragnheiður hafði ekki ráðgert að feta í fótspor kaupmannsins á horninu en þegar systir hennar og mágur ákváðu að hætta, sló hún til og keypti búðina. Hún hafði afgreitt í búðinni endmm og eins og líkað vel. Hún vissi að viðskiptavinir búðarinnar höfðu miklar áhyggj- ur af því hver tæki við búðinni og þegar hún tók við rekstrinum sögðu ýmsir: „Vonandi verður jafngott að skipta við þig og syst- ur þína.“ Kaupmaðurinn á þessu horni skiptir nefnilega máli og það væri ekki gott ef hann væri fýlupoki. íbúarnir gátu andað léttar því Ragnheiður hefur það til brunns að bera sem góður kaupmaður þarf að hafa: Að vera opinn og ræðinn, umburðarlyndur og hjálpfús og hafa löngun til að gleðja viðskiptavininn. Hann þarf að geta talað við alla um allt milli himins og jarðar. Kúnni kemur nú inn í búðina og eftir- farandi samtal á sér stað: Kúnninn: Góðan daginn! Ragnheiður: Komdu blessaður. Kúnninn: Heyrðu, ég er með gesti, mig vantar eitthvað með kaffinu! Ragnheiður: Ég er héma með fina köku handa þér. Hún er al- veg afbragð þessi. Kúnninn: Já, flott, þessi bjarg- ar mér. Ég tek hana. Sérviskunni sinnt Viðskiptin hjá kaupmanninum á horninu em ekki bæld og það þarf ekki að toga orðin út úr honum. Hann kemur til hjálpar og bjargar málunum. Hann ligg- ur ekki á ráðleggingum eins og ormur á gulli, eða hvað gæti hentað við hin ýmsu tækifæri. Ragnheiður segir að hún geti komið til móts við sérþarfir við- skiptavina sinna, ef það er eitt- hvert vömmerki sem ákveðinn kúnni vill kaupa, getur hún pant- að það og haft það til í búðinni. Einnig kemur fyrir að góður vin- skiptavinur hringir og segist ekki komast í búðina vegna veik- inda eða einhvers, en bráðvanti eitthvað. Ragnheiður „hendir því þá i poka“ eins og hún kallar það og stekkur með það heim til hans. Margir viðskiptavinir Ragn- heiðar em fullorðnir og versla lítið annars staðar. Sumir eiga ekki bíl og hafa engan til að skutla sér og þá er gott að geta treyst á kaupmanninn á horninu. Ragnheiður segir að gamla fólk- ið sé svo skemmtilegt oghún hugsi stundum um að það hljóti að hafa verið gaman að vera kaupmaður í gamla daga. Sjálfri finnst henni kaupmennskan á horninu bæði gefandi og ánægju- leg. Ragnheiður er Snæfellingur, frá Hellissandi, hún er því vön persónulegum viðskiptum þar sem allir þekkja alla. Hún á þijú börn og ákvað að flytja I íbúð skammt frá búðinni sinni eða á Urðarstíg. Það er því stutt í mömmuna fyrir börnin sem eru 10, 6 og 3ja ára. Hún opnar búð- ina klukkan tíu á morgnanna og lokar átta á kvöldin en þá aðstoð- ar eiginmaðurinn með pappír- ana. Hún veit að það skiptir ekki bara hana máli að litla búðin á horninu gangi vel heldur líka viðskiptavinina. Þeirra ánægja er hennar ánægja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.