Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 11 viðarkyntir pottar Bústaðavegi 69 • 108 Reykjavík • s. 588 5848 • 552 8440 • 564 1724. íþróttahús rís á Fáskrúðsfírði Fáskrúðsfirði - Þessa dagana er unnið við að reisa íþróttatiús- ið á Fáskrúðsfirði. í þessum áfanga verður húsinu lokað. í fyrsta áfanga sem ráðist var í fyrir þremur árum voru steyptir stöplar og veggir. í öðrum áfanga, sem nú er unnið að, eru límtrésbogar reistar og húsinu lokað. Verktaki er Þor- steinn Bjarnason trésmíða- meistari á Fáskrúðsfirði en hann var lægstbjóðandi í verkið. Kaupir hann límtréð frá Sví- þjóð. Vinnan virðist ganga vel. Ekki hefur verið ákveðið um framhald framkvæmda. Beijaspretta lofar góðu Hvolsvöllur - Útlit er fyrir góða berjasprettu í Rangárvallasýslu. I nágrenni Hvolsvallar er mikið af vel þroskuðum og stórum kræki- beijum. Ekki var mikið um bláber eða aðalbláber á þeim slóðum sem leið fréttaritara lá um. Um leið og styttir upp er hægt að fara að leita að gömlu beijatínunni og skella sér í beijamó. Vinnuskóla lauk í Þórsmörk Vinnuskóla Hvolhrepps lauk með pompi og pragt um mánaðamótin. Af því tilefni var krökkunum boðið í Þórsmerkurferð. Var farið snemma dags og unnið að ýmsum umhverfisverkefnum í Húsadal og að því loknu var haldin mikil grill- veisla. Krakkarnir í vinnuskólanum hafa unnið kappsamlega að því í tvo mánuði að fegra og snyrta bæinn sinn. Að auki hafa þau gróð- ursett mikið í nágrenninu. 30 krakkar voru í vinnuskólanum í sumar. Umhverfisverðlaun 1995 Umhverfisverðlaun fyrir árið 1995 voru veitt nýlega. Að þessu sinni fengu þrír aðilar viðurkenn- ingu fyrir fegrun og snyrtilegt umhverfi. Fyrir garð við heimahús fengu hjónin Guðni Gunnarsson og Guðlaug Gísladóttir, Hvolsvegi 27, viðurkenningu. Hinn landskunni hestamaður Sigurður Haraldsson og kona hans Eveline Haraldsson fengu viðurkenningu fyrir snyrti- legasta býlið í hreppnum, Kornvöll. Þá fékk Stórólfshvolskirkja viður- kenningu fyrir að vera sú stofnun sem skarar fram úr hvað varðar snyrtimennsku, enda hefur um- hverfi hennar tekið miklum stakka- skiptum á síðustu árum'og er nú mikil unun að koma á þennamsögu- fræga stað sem Stórólfshvoll er og horfa yfir byggðina. Það var Guð- rún Ægisdóttir formaður sóknar- nefndar sem veitti viðurkenning- unni viðtöku fyrir hönd kirkjunnar. Morgunblaðið/Alfons Sveitar- stjóraskipti SVEITARSTJÓRASKIPTI hafa orðið í Grundarfirði. Björg Agústsdóttir hefur tekið form- lega við starfi sveitarstjóra af Magnúsi Stefánssyni. Magnús hefur gegnt starfinu í þrjú ár en sest á þing með haustinu. Björg, sem er lögfræðingur að mennt, hefur verið fulltrúi sýslumannsins í Stykkishólmi í eitt og hálft ár. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið að starfið legðist vel í sig. Morgunblaðið/Steinunn ÞAU fengu umhverfisverðlaun á Hvolsvelli, * > Utför Asgeirs á Látrum Tálknafjörður - Útför Ásgeirs Er- lendssonar, vitavarðar á Látrum, var gerð frá Breiðuvíkurkirkju sl. laugardag, að viðstöddu miklu fjöl- menni. Sóknarpresturinn á Patreks- firði, Hannes Bjarnason, jarðsöng. Fullt var út úr dyrum í kirkjunni í Breiðuvík og margir urðu að standa fyrir utan. Langferðabifreið frá ísafirði, sem kom með kirkjugesti til útfararinnar, hafði verið lagt við hliðina á kirkjunni. Var brugðið á það ráð, að koma fyrir hátalara í rútunni svo þeir sem ekki komust inn í kirkjuna gátu setið þar og fylgst með útförinni. Að athöfn lokinni var boðið til erfidrykkju í félagsheimilinu í Örlygshöfn. Morgunblaðið/Helga Jónasdðttir ÚTFÖR Ásgeirs Erlendssonar á Látrum. áh , LAUFAS Fasteignasala Suðurlandsbraut 12 s,M„533-1111 fax ,533-1115 Greiðasala Okkur hefur verið falið að selja mjög þekktan greiðasölustað við fjölfarna þjóðleið. Mikill húsakostur á staðnum, en þar er rékin verslun, skyndibitast., þensínsala og gisting. Upplýsingar gefur Magnús Axelsson á skrifstofu Lauf- áss á Suðurlandsbraut 12. cðo . LAUFAS Fasteignasala Suðurlandsbraut 12 sim, 533-1111 fax, 533-1115 Fasteign óskast Við leitum að ca 140 fm ein- býlishúsi á einni hæð ásamt tvöföldum bílskúr. Æskilegir staðir eru: A) Reykjavík innan Elliðaáa B) Garðabær C) Kópavogur Traustur kaupandi og sterkar greiðslur íboði f. rétta eign. FA5TEIG NA5ALA VITA5TÍG 13 Eilífsdalur, Kjós. Fallegur sumarbústaður, 52 fm, sem skiptist í 2 barnaherb., hjóna- herb., svefnloft og rúmgóða stofu. Fallegt útsýni. Gunnar Gunnarsson, FASTEIGNASALA lögg. fasteignasali, hs. 77410. HANDVERK 95 í Hrafnagili, EyjaQarðarsveit Sala og sýning á íslensku handverki 10.-13. ágúst. * Mesta úrval á landinu af íslenskum minjagripum, gjafavörum og nytjamunum á einum staS. * Handverksfólk hvaSanæva af landinu sýnir og selur fjölbreyttar framleiSsluvörur. * Gamlar og nýjar vinnuaSferSir sýndar, s.s. skógerS, sútun á skinni, meSferS ullar, leirmunagerS, glervinnsla og fl. * Spuna- og prjónakeppni föstudegi tilsunnudags kl. 14-17. * Utibásar meS heimalöguSu góSgæti s.s. sultu, fersku og súrsuSu grænmeti, brauSi og fl. * NámskeiS og sýnikennsla fyrir handverksfólk * Hestaleiga fyrir börn á öllum aldri föstudag og laugardag kl. 13-18. * Stórt veitingatjald meS veitingum viS allra hæfi. * Grillveisla föstudags- og Laugardagskvöld frá kl. 18. * Lifandi tónlist. __ Opnunartími: Fimmtudagur 10. ágúst Föstudagur ll.ágúst Laugardagur 12. ágúst Sunnudagur 13. ágúst kl. 16-20 kl. 13-20 kl. 13-20 kl. 13-18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.