Morgunblaðið - 18.11.1995, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 11
FRÉTTIR
Fjármálaráðherra um byggingu
D-álmu við Sjúkrahús Suðurnesja
Aldrei sagst standa
ekki við undirskrift
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð-
herra sagði við umræður á Alþingi
í gær, um þingsályktunartillögu um
að Alþingi staðfesti samninga sem
heilbrigðisráðherra með og án fjár-
málaráðherra hefur gert um fram-
kvæmdir innan heilbrigðiskerfisins,
að hann hefði aldrei sagt að hann
ætlaði ekki að standa við undirskrift
sína á samningi við sveitarfélögin á
Suðurnesjum um byggingu D-álmu
við Sjúkrahús Suðurnesja á fundi
með fulltrúum sveitarfélaganna á
svæðinu.
Þingmenn Alþýðuflokksins flytja
tillöguna og er Guðmundur Arni
Stefánsson fyrsti flutningsmaður.
Hann sagði að um væri að ræða
samninga í sjö kjördæmum og í 9
tilfellum af 11 væri búið að ganga
frá samningum við verktaka og
framkvæmdir væru í fullum gangi.
Tillagan væri óhefðbundin að
mörgu leyti, en þeir teldu hana nauð-
synlega í ljosi þeirrar stöðu sem upp
væri komin. Samkvæmt fjárlaga-
frumvarpinu vantaði um 100 milljón-
ir upp á að fjármagn væri fyrir hendi
til að mæta þeim skuldbindingum
sem ríkið hefði undirgengist í þess-
um samningum. Fjármálaráðherra
benti á að stefnt væri að hallalausum
fjárlögum á tveimur árum. Heil-
brigðisútgjöld væru mjög stór út-
gjaldaþáttur og stefnt væri að því
að draga úr nýframkvæmdum og
því væri leitað eftir endurskoðun á
þessum samningum. Yrði ekki fallist
á breytingar yrði minna eftir til
reksturs, en ríkið borgaði 85%
rekstrargjalda og sveitarfélögin
15%. í Keflavík hefði tilgangurinn
með að breyta samningnum verið
að fá not af byggingunni sem fyrst.
Aldrei talað um að rifta
Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigð-
isráðherra, sagði að hún hefði aldrei
talað um að rifta samningum heldur
hefði hún talað um að fresta samn-
ingum meðan hlutirnir væru betur
athugaðir. Það væri hollt fyrir alla.
Hún benti á að hver einasta fram-
kvæmd kallaði á ný rekstrargjöld.
Verksamningar ættu að standa og
við ættum að klára þær framkvæmd-
ir sem við værum í áður en við
hæfum nýjar. Það hefði verið áætlað
að veita 130 milljónum króna til
byggingar við sjúkrahúsið í Keflavík
en byggingin öll kostaði 400 milljón-
ir. Rekstrarkostnaðurinn á ári yrði
250 milljónir króna. Menn yrðu að
hugsa til þess að það þyrfti að fjár-
magna allt dæmið.
Nokkrar umræður spunnust um
það hvað fram hefði farið á fundi
fjármálaráðherra með fulltrúum
sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna
byggingar D-álmu sjúkrahússins.
Drífa Sigfúsdóttir, Framsóknar-
flokki, sagði að sveitarstjórnarmenn
vildu að samningurinn stæði. Ekki
kæmi til að greina að samþykkja
minni byggingu, hún væri komin í
það lágmark sem hægt væri að
sætta sig við. Hins vegar mætti
gera einhverjar breytingar á samn-
ingnum, sérstaklega ef meira fé yrði
veitt til þessa verkefnis.
skattheimta og byggðastefna sem
hún vildi ekki sjá. Þeir flokkar sem
mæla gegn veiðileyfagjaldi þurfi að
svara því hvernig þeir vilja standa
að byggðastefnu og því að jafna
aðstöðu atvinnugreina.
Eftir ræðu Þorsteins Pálssonar
sjávarútvegsráðherra jókst mjög hiti
í umræðunni. Þorsteinn spurði m.a.
hvernig íslenskur sjávarútvegur ætti
að mæta kostnaðaráuka af auð-
lindaskatti. íslenskur sjávarútvegur
væri að keppa við ríkisstyrktan sjáv-
arútveg erlendra þjóða. Erlendir
fiskkaupendur mundu ekki borga
skattinn. Þorsteinn kvaðst treysta
Ágústi Einarssyni, varaformanni
stjórnar Granda, betur en Friðrik
Sophussyni fjármálaráðherra til að
ráðstafa arði af sjávarútvegi í þágu
þjóðarinnar. Deilan um auðlinda-
skatt snerist um trú manna á getu
stjórnmálamanna til að dreifa arðin-
um réttlátlega til þjóðarinnar.
í andsvari taldi Ágúst Einarsson
ræðu Þorsteins Pálssonar til marks
um að hann skildi ekki málið. Sjálf-
ur kvaðst Ágúst vera fær um að
meta og tala fyrir hagsmunum sjáv-
arútvegsins í landinu. Það væri
óréttlátt að úthluta verðmætum á
borð við aflaheimildir með þeim
hætti sem gert sé án þess að taka
gjald fyrir. Þá hefði sjávarútvegur-
inn greitt auðlindagjald með háu
gengi. Sú stefna gengi ekki lengur
þegar lífsspursmál væri að byggja
upp aðrar atvinnugreinar við hlið
sjávarútvegs. Þá væri að myndast
fiskveiðiarður í greininni sem sann-
gjarnt væri að úthluta til eigenda
auðlindarinnar.
í orðaskiptum ráðherra og Ágústs
í framhaldi af þessu féllu þau um-
mæli sem að framan greinir um að
ef til vill vildi Ágúst ganga erinda
stórfyrirtækja til að auðvelda þeim
að kaupa upp einstaklingsútgerðir
sem stæðu höllum fæti og þyldu
ekki álagningu auðlindaskatts. Þor-
steinn Pálsson sagðist hafa hent á
lofti þá fullyrðingu Ágústs að hann
væri hæfur um að tala fyrir hags-
munum sjávarútvegsins og bar af
sér að hafa dregið persónu Ágústs
með ósmekklegum hætti inn í um-
ræðuna.
Jón Baldvin Hannibalsson sagði
það þversögn í málflutningi Þor-
steins Pálssonar að hann kynnti sig
sem taismann markaðslausna en
væri að leggja blessun sína yfir að
menn högnuðust á því að selja eign-
ir annarra. í þessu máli eins og
málefnum landbúnaðarins talaði
Þorsteinn ekki máli markaðslausna
heldur væri hann páfi skömmtunar-
kerfanna. Þorsteinn svaraði og
sagðist m.a. ekki vita betur en að
hagnaður af kvótasölu væri nú þeg-
ar skattlagður samkvæmt skatta-
lögum. Fyrrgreind ummæli Jóns
Baldvins lýstu því misskilningi hans
á málinu.
Þjóðarsátt
Svanfríður Jónasdóttir sagði
þessa umræðu sanna hversu
skammt á veg þessar umræður væru
komnar í landinu. Hún sagði mál-
flutning sjávarútvegsráðherra ein-
kennast af útúrsnúningi og dylgjum
og vera í raun marklausan. Svan-
fríður kvaðst télja það bæði hags-
muni þjóðar og sjávarútvegs að sátt
náist um málið en sátt verði aldrei
um óbreytt fyrirkomulag. Ef Þor-
steinn vildi nálgast málið með hags-
muni þjóðarinnar jafnt og atvinnu-
greinarinnar I huga ætti hann að
haga málflutningi sínum á annan
veg. Þorsteinn talaði um ofstjórnun-
aráráttu annarra en ætti að líta I
eigin barm því að varla gæti aðra
eins ofstjórnun og orðið hefði við
þróun laga um stjórn fiskveiða í
hans ráðherratíð.
Sjómannaafsláttur
Kristinn H. Gunnarsson sagði að
menn kæmu ekki í veg fyrir það
óréttlæti sem fælist í því að útgerð-
ir högnuðust á því að selja aflaheim-
ildir nema að banna framsalið. Hann
sagði að miðað við að auðlindaskatt-
ur yrði ákveðinn 50 krónur á þorsk-
kíló þýddi það 500 milljóna skatt-
heimtu af sjávarútvegsfyrirtækjum á
ísafirði og það væri fé sem drægi
mátt úr byggðarlaginu og bitnaði á
afkomu sjómanna og fiskverkafólks.
Kristinn tók undir þau orð sem Þor-
steinn Pálsson hafði áður haft um
að menn ættu að gæta hagsmuna
fólksins en Þorsteinn hafði lýst það
forgangsverkefni að bæta laun fisk-
verkafólks fremur en að auka skatt-
byrði á sjávarútveginn.
Þá vakti Kristinn athygli á að í
umræðunni hefðu talsmenn tveggja
flokka, Friðrik Sophusson og Guðný
Guðbjörnsdóttir, mælt gegn sjó-
mannaafslætti sem hingað til hefði
verið þjóðarsátt um í því skyni að
laða hæfa menn til erfiðra starfa.
í lokaræðu sinni sagðist Þorsteinn
Pálsson telja að umræðan hefði þró-
ast á athyglisverðan hátt og að und-
ir lok hennar töluðu talsmenn veiði-
leyfagjalds ekki um það sem nýja
skattheimtu. Aðalatriði málsins væri
hvort menn væru að tala um nýja
skattheimtu eða gjaldtöku til að
standa undir þeim kostnaði sem ríkið
hefði af starfsemi í sjávarútvegi.
Enginn framsóknarmaður
talaði
Ágúst Einarsson svaraði þessu
með því að það væri fjarstæða að
talsmenn veiðileyfagjalds hefðu
dregið í land undir lok umræðunnar.
Þorsteinn Pálsson virtist bæði skiln-
ipgslaus og heyrnarlaus og kvaðst
Ágúst vorkenna íslenskum sjávarút-
vegi að hafa hann sem talsmann.
Jón Baldvin Hannibalsson sagði
að hefði einhver dregið í land eftir
því sem umræðunni hefði undið fram
væri það Þorsteinn Pálsson. í upp-
hafi umræðunnar hefði hann brugðið
flutningsmönnum um ofurást á
skattheimtu en nú kvæði við annan
tón.
Enginn þingmanna Framsóknar-
flokksins tók þátt í umræðunum.
Sýnum
HOWOA
B. kynaláðin af Honda Civio, árgerð 1996, býður meiri geaði,
meiri kraft og meira rými fyrir þig og farþega þfna en almennt
stendur til boöa é markaðinum í dag. Verðið, sem skipfcir okkur
öll miklu máll á fcímum þrenginga, mun koma þór verulega á ovart.