Morgunblaðið - 18.11.1995, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 18.11.1995, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ IMEYTEIMDUR LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 21 Kjúklinga- staðir snar- lækka verð Segja af og frá að brostið sé á verðstríð TVEIR kjúklingastaðir á höfuð- borgarsvæðinu hafa lækkað verð á kjúklingum verulega undanfarna daga með tilboðum og gagntilboð- um. Annar þeirra, Southern Fried Chicken, lækkaði verðið um helg- ina, á miðvikudag lækkaði Kentucky Fried Chicken og fyrr- nefndi staðurinn svaraði samdæg- urs með því að lækka verð kjúkl- ingabita á nýjan leik. Báðir staðir hafa fylgt þessum lækkunum eftir með auglýsingum í blöðum, en í samtölum var þver- tekið fyrir það að brostið væri á Bjarni Þór Þórhallsson hjá Bost- on kjúklingum segir að líklega verði svar sitt við afmælisafslætti Kentucky Fried Chicken að lækka verðið á afmæli Boston kjúklinga sem er eftir hálfan mánuð. „Þá verðum við með verulegan afslátt af okkar kjúklingum", segir hann. Bjarni segir að aðaláhersla Boston kjúklinga sé á fjölskyldupakka og sá ódýrasti kosti 1.290 krónur. I honum eru sex kjúklingabitar, stór skammtur af frönskum, hrásalat og kokteilsósa. Southern Fried Chicken, sem er í sama húsi og Svarta pannan, auglýsti um helgina kjúklingabit- ann á 99 krónur, en hann kostaði áður 179 krónur. Á miðvikudag var verðið lækkað niður í 89 krón- ur eftir að Kentucky Fried Chicken auglýsti 95 króna tilboð. „Við erum ekki í neinu verð- stríði,“ sagði Kristinn Gunnarsson, matreiðslumaður á Kentucky Fried Chicken, sem einnig rekur stað á Selfossi. „Framleiðendur hafa lækkað verðið undanfarið og við lækkuðum álagninguna tímabund- ið til þess að láta viðskiptavininn njóta hagstæðra innkaupa. Tilboð- ið mun standa til mánaðamóta." Lækkun vegna afmælis Kristín Helgadóttir, fram- kvæmdastjóri Kentueky Fried Chicken, sagði að staðurinn seldi nú kjúklinga á tilboði af tilefni 15 ára afmælis skyndibitastaðarins. Kjúklingabitinn kostaði nú 95 krónur, en hefði kostað 165 krónur áður. Kristín sagði að tilboðið myndi standa í 15 daga og á meðan fengi hún lægra verð frá framleiðanda. Hún benti á að í október hefði verið „kjúklingaveisla“ í Kentucky Fried Chicken og bitinn verið seld- ur á 99 krónur. „Ég er stærsti kaupandinn [á kjúklingum] á ís- landi og framleiðendur hafa ævin- lega komið til móts við mig þegar við höfum verið með tilboð,“ sagði Kristín. Bjarni Ásgeir Jónsson, forstjóri Holtakjúklings, sem selur báðum kjúklingastöðum, kvaðst hafa marga viðskiptavini og nokkrum sinnum á ári væru þeim gerð sér- stök tilboð. Þegar veitingastaðir seldu kjúklingabita á tilboðsverði tæki framleiðandinn þátt í því. A Ovenju snemma opnað á skíðasvæðinu í Seljalandsdal ísafirði. Morgunblaðið. SKIÐASVÆÐIÐ á Seljalandsdal var opnað um síðustu helgi og mættu vel á annað hundrað manns á svæðið, þegar mest var. Ekki er vitað til þess að skíðasvæði ís- firðinga hafí verið opnað svo snemma áður, en fyrir nokkrum árum tókst að opna það viku seinna, eða 18. nóvember. Að sögn Eyjólfs Bjarnasonar, forstöðumanns tæknideildar ísa- fjarðarkaupstaðar, mun tíðarfarið ráða áframhaldandi opnun svæðis- ins, en mikinn snjó hefur tekið upp að undanförnu eftir óveðurskafl- ann undir lok síðasta mánaðar. „Það sér mikið á, dag frá degi, og því mun tíðarfarið ráða því hvort svæðið verður' opið um næstu helgar. Skíðafærið var mjög gott á sunnudag þrátt fyrir að nokkur hiti væri í lofti,“ sagði Eyjólfur. Eins og staðan er í dag, er nokkuð langt í að Tungudalurinn verði opnaður," sagði Eyjólfur, sem einnig tjáði blaðinu að engar fram- kvæmdir yrðu á skíðasvæði ísfirð- inga á komandi vetri sökum pen- ingaskorts. Tilboð fimmtudag til sunn jólastjörnur í bakka kr. 999 bakkinn Ath.: og fínar jólastjörnur (aðeins kr. 333 stk.) ODYR JOLAMARKAÐUR -----Beinn innflutningur------- Höfum opnað jólamarkað í heilu húsi með verði sem aldrei hefur sést áður. Hér eru örfá sýnishorn: K Jólaveinn 10 cm Jólahús m/kerti Jólabjalla m/ártölum Drylckjarmál Jólasnjókúla verö frá kr. í Jólasveinn i hæð 50 cm

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.