Morgunblaðið - 18.11.1995, Page 28
28 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
fNftgiiiiftbifeií
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
DAGURISLENZKR-
AR TUNGU
*
ISLENDINGAR eru ekki eina smáþjóðin sem hefur áhyggj-
ur af tungu sinni og menningu á tímum alþjóðlegrar fjöl-
miðlunar þar sem enskan ræður ferð. Við gerum okkur á hinn
bóginn betur grein fyrir því, máski vegna fámennis þjóðarinn-
ar, hve mikilvægt það er fyrir menningarlegt og stjórnarfars-
legt sjálfstæði okkar að standa vörð um móðurmálið og menn-
ingararfleifðina. Það er því sérstakt fagnaðarefni, að ríkis-
stjórn landsins hefur ákveðið, að tillögu menntamálaráðherra,
að fæðingardagur þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar verði
framvegis Dagur íslenzkrar tungu, helgaður vernd og vöndun
móðurmálsins.
Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, segir í viðtali við
Morgunblaðið í gær, að næsta skref sé að útfæra hugmynd-
ina að Degi íslenzkrar tungu, sem efnt verður til í fyrsta sinn
16. nóvember 1996. „Við höfum ár til að undirbúa þennan
dag undir þessum formerkjum,“ sagði ráðherrann, „og ég
mun fá fleiri til liðs við mig til að ákveða hvernig það verður
gert.“
Kveikjan að þessu átaki er vilji til að auka veg íslenzkrar
tungu. Sá vilji segir sem betur fer til sín víða í samfélaginu.
Það er skynsamlegt að veita þeim kröftum í einn ákveðinn
farveg, Dag íslenzkrar tungu. Og það er maklegt að sá dagur
sé fæðingardagur listaskáldsins góða, sem lék af hvað mestri
snilld á strengi þjóðtungunnar.
Vitundin um mikilvægi móðurmálsins og menningarlegs
sjálfstæðis okkar má ekki slævast í fjölbreytileika alþjóðlegr-
ar fjölmiðlunar, í utanaðkomandi máláhrifum. Án vökullar
varðstöðu er hætta á því „að móðurmálið streymi sína leið út
í hið engilsaxneska hafdjúp," eins og Ragnheiður Briem, kenn-
ari í íslenzku og málvísindum, komst að orði í greinaflokki í
Lesbók Morgunblaðsins fyrir nokkrum árum. Dagur íslenzkr-
ar tungu þarf að verða herhvöt til þjóðarinnar um málvernd
og málvöndun.
BREYTINGAR í REKSTRI
RÍKISSTOFNANA
IÞEIM miklu umræðum, sem staðið hafa undanfarin ár um
leiðir til þess að draga úr opinberum útgjöldum, hefur
athyglin fyrst og fremst beinzt að útgjaldafrekustu málaflokk-
um ríkisins, svo sem heilbrigðismálum, velferðarkerfinu,
menntamálum og landbúnaðarmálum. Minna hefur verið rætt
um þann sparnað, sem hægt er að ná fram með endurskipu-
lagningu í ríkisrekstrinum, þ.á m. breytingum á starfi ein-
stakra ríkisstofnana, sameiningu þeirra eða jafnvel að þær
ver.ði lagðar niður.
Halldór Blöndal, samgönguráðherra, vakti athygli á þessum
þætti ríkisrekstursins í ræðu á aðalfundi LIÚ fyrir skömmu.
Hann skýrði frá áformum um sameiningu Vita- og hafnamála-
stofnunar og Siglingamálastofnunar og vék í því sambandi
að nauðsyn þess, að einstakar stofnanir búi við fjárhagslegt
sjálfstæði og sagði: „Á síðustu árum hefur verið unnið mark-
visst að hagræðingu og innra skipulagi Vita- og hafnamála-
stofnunar og hefur stofnunin gert sérstakan þjónustusamning
við samgöngu- og fjármálaráðuneyti, sem felur í sér meiri
stjórn eigin mála en áður, þar á meðal fjármála. Reynslan
af þessu nýja fyrirkomulagi er stutt, en ég er ekki í vafa um
að nauðsynlegt sé að stíga hið fyrsta annað skref til meira
fijálsræðis.“
Samgönguráðherra sagði ennfremur: „Ég held, að það geti
verið árangursríkt að auka fjárhagslegt sjálfstæði einstakra
ráðuneyta og stofnana. Ég tel skynsamlegt að keppa að því
að reyna að auka sértekjur einstakra stofnana og er ekki í
vafa um, að slíkt mundi auka hagræðingu og leiða til sparnað-
ar.“
Með sama hætti og víðtæk endurskipulagning hefur farið
fram í atvinnulífinu undanfarin ár, m.a. msð sameiningu fyrir-
tækja, er eðlilegt að leita leiða til þess að spara í ríkisrekstrin-
um á sama veg, kanna hvort einhveijar ríkisstofnanir eru í
raun orðnar úreltar, þannig að ekkert mundi gerast þótt þær
yrðu lagðar niður og hvort sameining annarra getur leitt til
sparnaðar. Slíkar aðgerðir ásamt sölu ríkisfyrirtækja og ríkis-
eigna geta haft umtalsverð áhrif til hins betra á fjárhags-
stöðu hins opinbera.
Það er hins vegar ljóst, að aðgerðir af þessu tagi geta
mætt harðri mótspyrnu. Þegar t.d. hefur verið rætt um að
leggja niður sýslumannsembætti, sameina og fækka, hafa
talsmenh ýmiss konar hagsmuna risið upp til andmæla. Ein-
stök byggðariög vilja ekki missa þessi embætti úr sínu lög-
sagnarumdæmi og menn telja margvíslega hagsmuni tengda
því að halda embættunum. Það er hins vegar ekki bæði hægt
að halda og sleppa.
Aukinn hlutur kvenna
Áhersla á fléttulista
eða frelsi einstaklings?
Hvernig geta flokkarnir
aukið hlut kvenna í
flokksstjórn og á þingi?
Þannig var spurt á
fundi Kvenréttinda-
félags íslands með
forystumönnum flokk-
anna. Hildur Einars-
dóttir sat fundinn og
hlustaði á ólík sjónarmið
sem þar komu fram.
ITILEFNI af því að áttatíu ár
eru liðin frá því að íslenskar
konur fengu kosningarétt og
öðluðust kjörgengi til Alþingis
bauð Kvenréttindafélag íslands for-
mönnum flokkanna á opinn fund á
Grand Hótel 1 Reykjavík til að ræða
um stöðu kvenna í flokkunum. Tveir
formenn mættu til fundarins, Mar-
grét Frímannsdóttir fyrir hönd Al-
þýðubandalagsins og Jóhanna Sig-
urðardóttir, Þjóðvaka. Fyrir Sjálf-
stæðisflokk var Friðrik Sophusson,
Valgerður Sverrisdóttir, Framsókn-
arflokki, Rannveig Guðmundsdóttir,
Alþýðuflokki, og Kristín Einarsdótt-
ir, Kvennalista. Sú spurning var lögð
fyrir forsvarsmenn flokkanna hvað
þeirra flokkur hyggðist gera til að
auka hlutfall kvenna í flokksstjórn
og á þingi?
40% reglan
Jóhann Sigurðardóttir kvað það
vera lög í hennar flokki að þess
væri gætt við kjör í stjórnir, nefnd-
ir og ráð að hlutdeild annars kyns-
ins væri aldrei undir fjörtíu prósent-
um. í sama streng tók Margrét Frí-
mannsdóttir og sagði að 40% reglan
væri virk í Alþýðubandalaginu.
Rannveig Guðmundsdóttir sagði
áformað að festa þessa reglu í lög
Alþýðuflokksins. Jafnframt sagði
hún að Samband alþýðuflokks-
kvenna hygði á öflugt uppbygg-
ingarstarf sem hæfist á þessum
vetri meðal annars með námskeið-
um og verkefnavinnu. „Svo konur
verði fjölmenn sveit, tilbúin til dáða
í næstu sveitarstjórnarkosningum,"
eins og hún orðaði það.
Valgerður Sverrisdóttir sagði
Landssamband Framsóknarkvenna
nú þegar hafa unnið mikið starf til
þess að efla konur í Framsóknar-
flokkhum og sagði jafnframt, „að
flokkurinn hefði 40% regluna í
huga.“ En engar aðgerðir á flokks-
vísu væru í undirbúningi ---------
til að auka hlut kvenna í
flokksstarfinu eða á
þingi. Valgerður taldi að
alls staðar þar sem þing-
sæti losnuðu eða ef þing-
mönnum Framsóknar-
flokksins fjölgaði ættu
konur möguleika á að ná sætum
vegna þess hve margar konur væru
nú varaþingmenn eða 66,7%. Val-
gerður sagði jafnframt að kjör-
dæmaskipanin væri hluti af vandan-
um. Það væri ekki þar með sagt að
þeir flokkar sem nú væru I ríkis-
stjórn væru tilbúnir til að gera land-
ið að einu kjördæmi.
Margrét Frímannsdóttir sagðist
ekki viss um að það væri ein allsher-
jarlausn að hafa landið eitt kjör-
dæmi en Alþýðubandalagið hefði
ályktað á einum fundi sínum að
skoða réttlátari kjördæmaskipan.
ÞRÍR af þátttakendum í ráðstefnunni, Hlín Daníelsdóttir, Aðal-
heiður Franzdóttir og Sólveig Olafsdóttir.
Kerfisbundið
starfsmat
grunnurað
breyttu launa-
kerfi
Morgunblaðið/Ásdís
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra, Hansína Einarsdóttir fundarstjóri og Rannveig Guðmundsdótt-
ir alþingismaður í ræðustól.
enda svo ákvörðunartökur þeirra
yrðu gagnsærri. Þannig að það væri
ljóst af hveiju fólk fengi starfs-
frama, stöðuhækkun, kauphækkun
eða aukavinnu. Með þessu væri líka
hægt að komast hjá því að óform-
legt samband karla hefði áhrif á það
hver hlyti starfsframan.
Fjölga þarf konum í ríkisstjórn,
þar eru völdin
Forystumennirnir voru spurðir að
því hver væri að þeirra mati helsta
hindnmin að konur kæmust til frek-
ari valda innan flokkanna? Svaraði
Margrét því til að það væru hefðir
i þjóðfélaginu og svo auðvitað karl-
ar! Valgerður kvað okkur ekki vera
komin nógu langt í jafnréttisbarátt-
unni almennt og sagði enn ríkja
mikið misrétti á heimilunum sem
hindraði þáttöku kvenna í opinberu
lífi.
Rannveig taldi að konum þætti
ekki eins eftirsóknarvert og körlum
að komast í fremstu raðir í þjóðfélag-
inu, þar spiluðu ef til vill inn í önnur
gildi. Breyta þyrfti ásýnd stjórnmál-
anna til að laða konur að. Sjónarmið
þeirra væru oft önnur en karla og
því nauðsynleg til að tryggja lýðræð-
islega stjórnarhætti. Þær konur sem
gæfu kost á sér til stjórnmálastarfa
væru oft örþreyttar vegna mikils
vinnuálags, sem stafaði af því hve
konur væru fáar í forystustörfum
innan flokkanna.
Friðrik lýsti þeirri skoðun sinni
að jafnréttislögin dygðu ekki ein og
sér til að breyta ástandinu. „Mín
skoðun er sú að skilvirkasta aðferðin
til að breyta hugarfarinu sé að leggja
áherslu á einstaklingsfrelsi kvenna
fremur en höfða til meðaumkunar
með því að líta á konur sem einsleit-
an, undirokaðan hóp, sem hlotið
hafi það ömurlega hlutskipti í vöggu-
gjöf að ala upp börn og stunda önn-
ur vanmetin umönnunarstörf. Þann-
ig tryggjum við að mann-
réttindi séu virt og þannig
tryggjum við hag fjöl-
skyldunnar," sagði Frið-
rik.
Jóhanna taldi að það
væri fyrst og fremst í stóli
.... ráðherra sem konur hefðu
völd til að breyta einhveiju því þyrfti
að ijölga konum í ríkisstjórn.
„Það eru ótal dæmi um það að
þegar konur eru búnar að olnboga
sig af mikilli hörku gegnum karl-
stýrt valdakerfið sé þeim ómögulegt
eða ef til viil vilja þær ekki vinna
að bættri stöðu kvenna,“ sagði Krist-
ín. Kvaðst hún vilja gera orð Bríetar
Bjarnhéðinsdóttur að sínum: „Höld-
um saman, tökum höndum saman,
fyrir utan og ofan flokkapólitíkina
til að vinna hver með annarri, og
hver fyrir aðra, að sameiginlegu
heilla- og jafnréttismarki.“
Breytingarnar eðlilegar
og óþvingaðar
„Konum hefur fjölgað talsvert í
hefðbundnu starfi flokksins, bæði í
félögum og forystusveit ungs sjálf-
stæðisfólks, sagði Friðrik Sophus-
son. „Það er einmitt með þessum
hætti sem við sjálfstæðismenn viljum
sjá breytingarnar, þ.e. sem eðlilegar
og óþvingaðar afleiðingar nýrra við-
horfa."
Jafnframt sagði Friðrik að verið
væri að leita leiða til að haga flokks-
starfseminni þannig að val á málefn-
um taki tillit til kvenna og konur eigi
meiri möguleika en áður að koma
fram á vettvangi flokksins. Það ætti
að leiða tiF sterkari stöðu kvenna
þegar frambjóðendur eru valdir. Sem
lið í þessu átti landsfundur sem halda
átti 2.-5. nóvember sl. að stórum
hluta að snúast um jafnréttismál.
Jafnframt tók Friðrik undir það
sjónarmið að kjördæmaskipunin væri
ákveðin hindrun. Það væri tilhneig-
ing hjá Sjálfstæðisflokknum, þá sér-
staklega úti á landi, þegar raðað
-------- væri á framboðslista að
velja á listann fulltrúa frá
hinum ýmsu atvinnu-
greinum í stað þess að
hugsa um jöfn hlutföll
karla og kvenna.
Rannveig talaði í þessu
sambandi um möguleika
á „fléttulista", þar sem konur og
karlar skiptust á á framboðslistun-
um. Eðli málsins samkvæmt sagðist
Kristín Einarsdóttir, Kvennalista,
ekki geta svarað spurningum um
hvernig auka eigi hlut kvenna í
flokksstjórn og á þingi. Hún sagði
að sérframboð kvenna hefði haft
gífurleg áhrif til að auka hlut kvenna
í sveitarstjórnum og á alþingi.
Breyta þarf vinnubrögðum til
að ná fram launajafnrétti
Þegar spurt var um stefnun flokk-
anna í jafnréttismálum kvaðst Jó-
hanna vilja breyta um vinnubrögð
til að lög um launajafnrétti frá 1960
næðu fram að ganga. í því skyni
vildi hún afnema mismunun á opin-
berum og almennum vinnumarkaði
því störf, menntun og ábyrgð væru
svipuð hvort sem launamaðurinn
starfaði í opinberri þjónustu eða á
almennum markaði.
Jóhanna kvaðst vilja taka undir
tillögu Láru V. Júlíusdóttur um for-
gjöf í launamálum. Þar sem lögð
væri áhersla á að ákveðinn hluti
þeirrar heildarfjárhæðar sem er til
hækkunar á launum í kjarasamning-
um renni sérstaklega til að jafna
laun karla og kvenna. Þá nefndi
Jóhanna að kerfisbundið starfsmat
gæti, ef vel tækist til, orðið grunnur
að því að breyta því launakerfi sem
við búum við í dag. Sagði Rannveig
að í ráðherratíð sinni hefði hún sett
á laggirnar nefnd um starfsmat sem
væri enn starfandi.
Jóhanna kvaðst jafnframt vilja
festa ákveðin forréttindaákvæði í
lög; „Þegar konur hópast í eina
starfsgrein og eru þar í meirihluta
er tilhneiging til að greiða
þeim lægri laun en i hefð-
bundnum karlastarfs-
greinum. Það þarf að lög-
festa ákvæði sem kveður
á um að séu kona og karl
jafn hæf sem sækja um
starf skal ráða konuna sé .....
hún almennt í minnihluta í viðkom-
andi starfsgrein,“ sagði Jóhanna.
í fyrirspurnum var þéirri spurn-
ingu varpað til Friðriks Sophussonar
hvað hann gæti gert nú sem fjár-
málaráðherra til að auka jafnrétti í
launamálum hjá þeim sem starfa hjá
ríkinu og kvenna almennt? Sagði
Friðrik að þrátt fyrir „öll völdin“
gæti hann ekki breytt hlutunum á
svipstundu, en kvað nauðsynlegt að
setja fram skýra starfstnannastefnu
og gera úttekt á ráðuneytunum og
stofnunum þeirra. Einnig kvað hann
brýnt að breyta hugmyndum stjórn-
Árangursrík-
ast að leggja
áherslu á ein-
staklings-
frelsi kvenna
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 29
STRAX á flugvellinum í Beir-
út blasa við myndir af
tveimur forsetum, Assad
Sýrlandsforseta við hliðina
á forseta Líbanons, Eliasi Hraoui.
Þessar tvær myndir má sjá víðsveg-
ar um borgina, ívíð fleiri af Hafiz-
al-Assad. Þótt alkunna sé að Sýr-
lendingar hafí í skjóli hers síns í
landinu töglin og hagldirnar í Líban-
on, þá verður maður dálítið hvumsa
við sjá það svona opinskátt að land-
ið er í rauninni hernumið. Þegar svo
var litið í blöðin voru aðalfréttirnar
af för þingforsetans Nabih Berry
og forsætisráðherrans Rafic Hariri
til Damaskus og gangi viðræðna
þeirra við ráðamenn þar um ágrein-
ingsefni svo sem kosningalög, efna-
hagsmál ríkisstjórnar Líbanons o.
fl. Spurningin hvort líbanski forsæt-
isráðherrann mundi ná tali af Assad
Sýrlandsforseta. En til Damaskus
liggur frá Beirút beinn og breiður
steyptur vegur vegna herflutninga
sýrlenska hersins yfir Ijöllin og
Bekadalinn, þar sem eru sýrlenskar
hersveitir.
Það kemur því ekki á óvart í
samræðum við heimamenn að Líb-
anir verði að makka rétt við Sýr-
lendinga. Hvernig mönnum líki
þetta ástand er svarað varfæmis-
lega og með ofurlítið mismunandi
hætti. Allt frá því að skelfílegt sé
að þurfa að búa við hernám og upp
í að það sé þó skárra að vera undir
heivernd Sýrlendinga en að fá
„hina“, þ.e. ísraelsmenn, sem þeir
höfðu skelfílega reynslu af frá því
þeir ruddust inn í Líbanon að sunn-
an og allt norður til Beirút 1978
og 1982. Enn eru alltaf eijur og
átök við suðurlandamærin milli
ísraelsmanna og Hisbolanna, þótt
vopnahlé eigi að ríkja og lið Samein-
uðu þjóðanna að gæta þess að
vopnahléð sé haldið.
Allir viðmælendur sögðu þó að
lokum að auðvitað vildu þeir vera
fijáls lýðræðisþjóð, en að þeir yrðu
að sætta sig við ástandið þar til
ísraelsmenn og Sýrlendingar skrif-
uðu undir friðarsamninga. Líbanir
vilja vera sjálfstætt ríki, eins og
þeir hafa verið síðan eftir síðari
heimsstyijöldina, en milli fyrri og
síðari heimsstyijaldanna voru þeir
undir vernd Frakka. Frönsku áhrif-
in finnur maður enn fljótlega, m.a.
í tungumálinu, þar sem flestir tala
arabísku og frönsku.
Þótt margir bindi vonir við fram-
gang friðarumleitana fyrir botni
Miðjaðarhafs, þá bera þeir ugg í
bijósti. Vitað er að Assad Sýrlands-
forseti á sér draum. í skrifstofu
hans er stór veggmynd sem sýnir
Sýrland á þeim dögum er það náði
suður fyrir Jerúsalem, eftir að
Saladín sigraði krossfarana og náði
borginni 1187 og Líbanon og Jórd-
anía þá hluti af því ríki.
Sýrlenski herinn kom fyrst inn í
landið 1976 til að skakka leikinn í
því skelfílega borgarastríði sem stóð
meira og minna í 17 ár, þar sem
þjóðabrotin börðust sitt á hvað. Og
afskiptin fóru vaxandi. Og Banda-
ríkjamenn og vestrænar þjóðir létu
yfirtöku afskiptalausa í þakkar-
skyni fyrir að AsSad^ studdi þá í
Flóastríðinu gegn írak. Friður
komst loks á í borgarastyijöldinni
1992 og núverandi fyrirkomulag
upp tekið. Gengið var frá svonefnd-
um öryggissamningi milli Líbanons
og Sýrlands um „bræðralag, sam-
vinnu og samhæfíngu“ og tengsli
milli landanna á pólitísku, hemaðar-
legu, öryggis- og efnahagssviði. Ný
stjórn tók við eftir kosningar á
miðju ári 1992 undir forustu Rafiks
Hariris. Sýrlendingar halda áfram
að vera þar með sinn fjölmenna
her, og Ijóst að stjórn situr aðeins
með þeirra samþykki.
Uppbygging eftir
17 ára stríð
Rafík Hariri forsætisráðherra
Líbanons, sem er maroniti og fædd-
ur í Líbanon, var auðkýfingur og
stórverktaki í Saudi Arabíu. Hann
raðaði tæknimönnum í stjórn sína.
SUNDURSKOTIN hús og verktakar að hefja uppbyggingu ein-
kenna alla miðborg Beirút.
Líbanír
bíða friðar-
samninga
Strax eftir morðið á Yitzhak Rabin forsætis-
ráðherra Israels fór heimurinn að hafa áhyggj-
ur af hvað nú yrði um friðarviðræður fyrir
botni Miðjarðarhafs, m.a. samninga milli Sýr-
*
lendinga og Israela. Þar hangir fleira á spýt-
unni, þ.e. Líbanon, sem er hersetið af Sýrlend-
ingum. Hvaða skoðanir sem menn þar í landi
létu nýlega í ljós við Elínu Pálmadóttur, þá
voru allir sammála um að við þetta hemám
yrðu þeir að búa þar til Sýrlendingar og ísrael-
ar skrifuðu undir friðarsamninga.
Morgunblaðið/EPá
MYNDIR af Assad Sýrlandsforseta við hlið Hraoui forseta Liban-
ons sjást hvar sem auðan vegg er að finna í Beirút.
Yfírlýst markmið
hans er að auðvelda
uppbygginguna eftir
eyðileggingu stríðsins
og auka trú á efna-
hagslegan bata. Og
við það hefur sannar-
lega verið tekið til
hendi.
Miðborg Beirút,
þar sem barist var
fram og aftur í 17 ár
og þar sem varð
græna línan milli
stríðandi fylkinga
kristinna og múslima,
var ijúkandi rúst.
HINIR sérkennilegu Dúfnaklfettar blasa við
af strandgötu Beirútborgar og eru einkenn-
istákn borgarinnar.
Þegar maður ekur um borgina blasa
við sundurskotnar, gluggalausar
eða hrundar byggingar. Og þau hús
sem ekki eru ónýt eru að minnsta
kosti alsett kúlugötum eftir skot-
hríð. Sama má segja um alla byggð-
ina austur yfir fjöllin og suður um
landið.
En á milli þessara rústa rísa nú
með ótrúlegum hraða nýjar stór-
byggingar. Liggur við að maður
horfí á þær teygja sig upp úr rústun-
um eins og sveppi. Því miður liggur
svo á að að þetta eru mest einslitar
háar og ljótar nútímabyggingar.
Allt er unnið af verktökum. Alþjóð-
legt einkafyrirtæki, Solidaire, er t.d.
að byggja upp miðborg Beirút.
Sumir sögðu að í því væri mikil
arabískt hlutdeild. En ítalskir og
franskir verktakar komu strax inn
til að bæta vatnskerfið og síma og
orkukerfið. Raforkan er samt enn
til mestra vandræða. Hún er svo
ótrygg í borginni að rafmagn dettur
út fyrirvaralaust um stund. Ég lenti
í því að paufast upp fímm stiga í
kolamyrkri í ókunnu húsi, og lyftan
í hótelinu stöðvaðist í annað skipti.
Þetta gerist, sögðu menn bara. En
ef fer sem horfir líður ekki á löngu
þar til það verður líka í lagi.
Fjármagnið
streymir inn
Þótt ekki kæmi jafn mikið fé inn
til hjálpar stríðshijáðum Líbönum í
lok átakanna og lofað hafði verið,
hefur Ijármagnið samt streymt inn
í landið. Líbanir þykja miklir
fjáraflamenn og margir þeirra sem
búsettir eru erlendis, fjárfesta mikið
og senda fé heim. En lykillinn að
þeirri velmegun sem var í landinu
fyrir stríð og því fjármagni sem
streymir inn nú er sú bankaleynd,
sem alltaf hefur verið bundin í lög-
um, og er enn strangari en í sviss-
nesku bönkunum. Undir engum
kringumstæðum getur banki veitt
upplýsingar um bankareikning, ekki
heldur til erfingja. Það hefur haldið
peningum í landinu og dregið þá
að. Nú aftur í enn ríkara mæli en
fyrr. Á þessum tveimur árum sem
liðin eru frá því að átökum lauk og
endurreisnarstarfið hófst, hefur því
orðið þvílík uppbygging að maður
trúir varla sínum eigin augum.
Tafír hafa þó orðið við að í þess-
ari fornu borg hefur við uppbygg-
inguna verið komið niður á fornleif-
ar, bæði í miðborginni og víðar í
landinu. En sami kraftur hefur ver-
ið settur í uppgröftin, svo hann tefji
sem minnst. Sett var í gang tveggja
ára áætlun og var mér sagt að við
uppgröft ynnu nú um milljón
manns, það samsvaraði því að 100
manns séu á hvern fermeter fom-
minja. Sel það ekki dýrara en ég
keypti.
Aftur á móti virðast menn ekki
vera farnir að þrífa á víðavangi.
Liggur plast, msl, flöskur og óhrein-
indi hvarvetna utanhúss í þessari
fallegu borg. Líka í sjónum sem
skolast upp á ströndina við helstu !
göngugötuna í borginni og kringum i
hina frægu Dúfnakletta fyrir framan, i
sem em séreinkenni Beirútborgar. ;
Ekki er að furða þótt Líbanir
horfi vonaraugum til þess að friður i
haldist fyrir botni Miðjarðarhafsins. *
Og að Sýrlendingar geti komið inn <
í friðarsamninga við Israel. En þar .
eru mörg ljón á veginum. Assad '
getur illa gengið að nokkru minna j
en að fá allar Gólanhæðir aftur, en
hann missti andlitið um leið og hann
missti þær til ísraela og það er illt
í arabísku samfélagi. Hann var end-
urkosinn forseti til 7 ára 1985 og
situr enn. En hann verður ekki eilíf-
ur fremur en aðrir dauðlegir menn,
býr raunar við hrakandi heilsu.
Deilurnar um skiptingu vatnsins er
stór þröskuldur. Vatnið í ána Jórdan
kemur mikið til úr Gólanhæðum,
sem hvorki ísraelsmenn né Jórdanir
geta án verið. Raunar eru upphafs-
kvíslarnar í Líbanon. Hasbanáin
kemur þar upp og rennur suður til
Israels, þar sem hún breytir um
nafn og heitir þá Jórdan.
ji
(