Morgunblaðið - 18.11.1995, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 18.11.1995, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 33 AÐSENDAR GREINAR M PANTIÐ JÓLACJAFIRNAR OC JÓLAFÖTIN TÍMANLECA 1 SUMAR VÖRUTECUNDIRNAR SEUAST UPP! PÖNTUNARSÍMI 5552866. , £YRIRTfEKI og STOfNANIR r VELJIÐ ÍSLENSKAR VÖRUR <2) íslenskt Qjátakk SAMTÖK IÐNAÐARINS Góður pappír til endurvinnslu Athyglisverð skýrsla RÍKISENDURSKOÐUN birti nýlega skýrslu um stjórnsýsluúttekt á Ríkisútvarpinu. Skýrslan var unn- in að beiðni fjárlaganefndar. Út- varpslög hafa verið til endurskoðun- ar á undanförnum árum. Nefnd, þar sem undirritaður gegndi for- mennsku, skilaði tveimur frumvörp- um um breytingu á útvarpslögum. Var það fyrra einkum tengt aðild að EES-samningnum og varð að lögum 1993. Hið síðara var lagt fram 1994 á 117. og 118. löggjafar- þingi en ekki mælt fyrir því. Það frumvarp er nú til skoðunar í menntamálaráðuneytinu. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er gagnlegt framlag til umræðunnar um mál- efni Ríkisútvarpsins. Dreifing útvarpsefnis Skýrslan virðist byggð á sjálf- stæðum athugunum að mestu leyti og er því fróðlegt að bera tillögur Ríkisendurskoðunar saman við til- lögur útvarpslaganefndar frá 1994. Á þessu sjálfstæði skýrslunnar er þó ein undantekning. í kafla skýrsl- unnar um dreifingu útvarpsefnis metur Ríkisendurskoðun það svo að það sé þjóðhagslega mun hag- kvæmara að leigja ljósleiðara af Póst- og símamálastofnun en að endumýja eigið dreifikerfí. Þar virð- ist Ríkisendurskoðun byggja mat sitt eingöngu á skýrslu, sem Há- skóli íslands vann fyrir útvarps- laganefnd á árinu 1993 og leiddi til þess að nefndin gerði tillögu um það til menntamálaráðherra að Rík- isútvarpið dreifði efni sínu um ljós- leiðara í stað þess að endurnýja sitt eigið dreifikerfi, og sparaði þar með 400 milljónir í fjárfestingar- kostnaði. Að sjálfsögðu er í því lít- ill akkur að Ríkisendurskoðun end- urtaki það sem þegar hefur verið sagt á öðrum vettvangi, nema þar komi til sjálfstætt mat stofnunar- innar, en um það virðist ekki hafa verið að ræða. Skipulag og stjórn Að því er varðar stjórnskipulag Ríkisútvarpsins leggur Ríkisendur- skoðun til að RÚV skiptist í tvær megindeildir, hljóðvarp og sjónvarp, en fjármáladeild og tæknideild verði skilgreindar sem stoðdeildir. í frum- varpi útvarpslaganefndar var lagt til að RÚV skiptist í tvær megin- deildir en verkefni fjármála- og tæknideildar færðust til megin- deilda. Stöður framkvæmdastjóra fjármála- og tæknideilda átti að leggja niður. Hér er því að mörgu leyti um sambærilegar tillögur að ræða. Sömu sögu er að segja um ráðn- ingu æðstu stjómenda RÚV. Ríkis- endurskoðun leggur til að ráðning útvarpsstjóra verði tímabundin. Til- lögur útvarpslaganefndar voru á þá leið að útvarpsstjóri og fram- kvæmdastjórar hljóðvarps og sjón- varps yrðu ráðnir til 5 ára með heimild til endurráðningar einu sinni. Bæði útvarpslaganefnd og Ríkisendurskoðun leggja til að horf- Ríkisútvarpið á tilvist sína o g framtíð undir því, segir Tómas I. Olrich, að því takist að nýta vel það fjármagn, sem ríkisfjölmiðillinn hefur umfram aðra ljós- vakamiðla, til að gegna því hlutverki og þeim skyldum, sem hvíla á stofnuninni umfram aðra miðla. ið verði frá því að menntamálaráð- herra skipi í stöður framkvæmda- stjóra. Sameining fréttastofa Lagt er til í skýrslu Ríkisendur- skoðunar að fréttastofur Hljóð- varps, Sjónvarps og íþróttadeild verði sameinaðar. Hér er vikið í grundvallaratriðum frá tillögum útvarpslaganefndar, sem lagði til að styrkja rekstrarlegt sjálfstæði hvorrar deildar fyrir sig. Hljóðvarp og sjónvarp eru mjög ólíkir miðlar. Til þess að vel sé tekið á fréttum og fréttatengdu efni í hljóðvarpi og sjónvarpi er nauðsynlegt að hvor miðillinn fyrir sig fái að njóta sér- stöðu sinnar og nálgast viðfangs- efni sín með eigin hætti. Sjónvarp er mjög sterkur miðill, en hefur sökum kostnaðar og tímaskorts til- hneigingu til að vera ærið yfirborðs- kenndur. Fréttaflutningur í sjón- varpi getur af þessum sökum orðið beinlínis villandi vegna flausturs- legrar umfjöllunar. Hljóðvarp getur veitt og á að veita sjónvarpi aðhald og bjóða upp á ítarlegri úrvinnslu og víðari umfjöllun en sjónvarp getur tryggt. Það er því brýnt að tryggja að hljóðvarp falli ekki i skuggann af starfsemi sjónvarps. Engu að síður er hægt að hafa samstarf um fréttaöflun, sem getur leitt til sparnaðar í rekstri. Hlutverk útvarpsráðs Ríkisendurskoðun gerir tillögur um að hlutverki útvarpsráðs verði breytt og því fengið hlutverk rekstr- arstjórnar. í skýrslunni segir: „Stofnunin telur að breyta eigi lög- um um Ríkisútvarpið á þann veg að útvarpsstjóri verði einn ábyrgur gagnvart menntamálaráðuneytinu og útvarpsráði vegna starfsemi Ríkisút- varpsins." Ennfremur segir: „Útvarpsráð ætti... að hafa eftirlit með rekstri stofnunar- innar og fylgjast með því að kostnaður sé innan ramma áætl- ana.. Útvarpsstjóri yrði ábyrgur gagnvart útvarpsráði á rekstri Ríkisútvarpsins, en út- varpsráð ábyrgt gagn- vart stjómvöldum." Ljóst er af þessu að gerð er tillaga um að Tómas I. hlutverk útvarpsráðs Olrich verði aukið verulegá. Samkvæmt gildandi lögum er útvarpsráði einkum falið það hlut- verk að vinna að stefnumótun í dagskrárgerð og annast eftirlit með að ákvæðum laga um dagskrárefni og fréttaflutning sé framfylgt. Ef útvarpsráði er fengið það hlutverk að vera rekstrarstjórn yfir Ríkisút- varpinu, og útvarpsstjóri verður ábyrgur gagnvart ráðinu á rekstri stofnunarinnar, en útvarpsráð ábyrgt á rekstrinum gagnvart stjórnvöldum, þá horfir mjög til hins verra með stjórnsýslulega ábyrgð á málefnum stofnunarinnar. Útvarpsráð er kosið af Alþingi. Ef ráðið ber rekstrarlega ábyrgð á Ríkisútvarpinu, hlýtur að mega rekja einhveija fjármálalega ábyrgð til Alþingis, sem skipar menn til setu í útvarpsráði. Ríkisútvarpið heyrir hins vegar undir mennta- málaráðherra. Alþingi hefur eftir- litshlutverki að gegna gagnvart framkvæmdavaldinu, og á að veita ráðherrum aðhald. Alþingi getur því trauðla sinnt eftirlits- og að- haldshlutverki sínu, ef tillögur Rík- isendurskoðunar eru teknar alvar- lega. Ollum er ljóst að það er ekki ákjósanlegt kerfi í stjómsýslu að aðilar hafí eftirlit með sjálfum sér. Sú tillaga sem Ríkisendurskoðun gerir varðandi útvarpsráð býður upp á óljósa ábyrgð og gengur þvert á viðleitni löggjafans að skerpa aðskilnað löggjafarvalds, fram- kvæmdavalds og dómsvalds. Er eins og ekkert hafi lærst af reynslunni. Mörg dæmi eru um það að stofnan- ir, sem heyra undir framkvæmda- valdið en lúta stjórn þingkjörinna stjórna, lendi í einhvers konar stjómsýslulegu tómarúmi, þar sem ráðherraábyrgð er drepið á dreif og dregið er úr stjómsýslulegu að- haldi. Eru bankaráð ríkisbankanna meðal þessara dæma. Afnotagjöld og skattar Mikil óánægja er með afnota- gjöld Ríkisútvarpsins og hafa verið stofnuð samtök til að beijast gegn þeim. í raun eru gjöldin löngu hætt að vera þjónustugjöld og ættu því fremur að flokkast undir skatt, þar sem skattstofninn er viðtækjaeign. Ríkisendurskoðun bendir réttilega á fjölmarga galla afnotagjaldsins. Innheimta gjaldsins er kostnaðar- söm og ekki sérlega árangursrík, en byggist á víðtækri upplýsingaöflun um persónulega hagi manna, sem jafna má við persónunjósnir. Leggur Ríkisendur- skoðun til að leitað verði nýrra leiða í þess- um efnum, og bendir á þá möguleika að af- notagjöld verði bundin við íbúðir og þau inn- heimt með opinbemm gjöldum í stað þess að miðast við eignarhald á viðtækjum ellegar að gjaldið verið innheimt sem nefskattur. Útvarpslaganefnd gerði sér vel grein fyrir margvísleg- um göllum afnotagjaldsins og kann- aði möguleika á öðrum leiðum. Að því er nefskatt varðar, virtist inn- heimtukerfi ríkisins ekki falla vel að þeim skilyrðum sem nefndin setti um innheimtu nefskatts. Ef reiknað er með sömu tekjum RÚV og af- notagjaldið gefur, og því er jafnað niður á alla einstaklinga 16 ára og eldri ásamt lögaðilum, yrði fjöldi greiðenda um 212.000 og nefskatt- urinn á ári kr. 8.160 (miðar er við áætlaðar tekjur RÚV í íjárl.frv. 1994). Ljóst er að byrði barn- margra fjölskyldna af slíkum skatti yrði mun meiri með þessum hætti en með núverandi afnotagjaldi, en allar undanþágur myndu flækja mjög innheimtu og gera hana kostnaðarsamari. Ef skatturinn dreifðist á þá sem greiða tekju- og eignaskatt, yrði greiðendahópurinn um 115.000, en skattbyrði þess hóps er nú þegar ærin og tæplega á bætandi. Sú hugmynd að miða gjaldið við fasteignir hefur einnig augljósa galla. Þar yrði í raun um aukna fasteignaskatta að ræða, sem féllu á um 78.000 greiðendur. Er erfítt að sjá hvaða efni standa til að skilgreina fasteignaeigendur sem sérstakan grunn tekjustofns fýrir Ríkisútvarpið önnur en hag- kvæmni í innheimtu. Sjálfsagt er hins vegar að gaumgæfa betur aðra kosti en afnotagjaldið. Flestir eru sammála um að á því séu alvarleg- ir vankantar. í skýrslu Ríkisendurskoðunar koma fram fjölmörg athyglisverð atriði er lúta að bættum rekstri Ríkisútvarpsins. Verða þau ekki tí- unduð hér en lögð áhersla á að Ríkisútvarpið á tilvist sína og fram- tíð undir því að því takist að nýta sem best það fjármagn, sem ríkis- fjölmiðillinn hefur umfram aðra ljósvakamiðla til að gegna því hlut- verki og þeim skyldum, sem hvíla á stofnuninni umfram aðra miðla. HSfundur er alþingismaður. Strikamerkj alesarar og handtölvur vörutalningu. RQC LÁCMARKS OFNkFMI ENGIN ILMEFNI GAGNASTÝRINGmí Suðuriandsbraut 46 • Sími 588 4900 • Fax 588 3201 - meö hollum mat! Manneldisráð Kays listinn ókeypis, jólalistinn kominn. Full búð af vörum, alltaf útsala. Opið 9-6 og 11-14 iaugard. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.