Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Skuldir sveitar-
félaga aukast
um 3 milljarða
SKULDIR sveitarfélaganna í landinu
námu alls tæpum 34,8 milljörðum
króna í árslok 1994. Samkvæmt at-
hugun Sambands íslenskra sveitarfé-
laga er útlit fyrir að heildarskuldir
30 stærstu sveitarfélaganna vegna
ársins 1995 aukist um tæpan einn
milljarð en áður hafði verið gert ráð
fyrir því að skuldirnar lækkuðu um
300 milljónir kr. á árinu.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for-
maður Sambands íslenskra sveitar-
félaga, sagði í setningarræðu á ráð-
stefnu um fjármál sveitarfélaganna
í gær að atvinnuleysi hefði aukist
verulega á undanfömum árum sem
leitt hefði til þess að ýmis félagsþjón-
usta sveitarfélaga hefur aukist jafnt
og þétt. Einnig hafi kröfur á hendur
sveitarfélaga verið auknar með nýrri
löggjöf og reglugerðum, einkum í
sambandi við umhverfís- og velferð-
armál og félagslega íbúðakerfið.
Skuldirnar jukust um 7,2
milljarða í fyrra
Viihjálmur sagði einnig að rekstr-
arafgangur sveitarfélaga hefði verið
um 3,3 milljarðar kr. 1993, eða
12,9% af skatttekjum en árið 1994
var rekstrarafgangurinn aðeins 1,8
milljarðar, eða 6,8% af skatttekjum.
„Milli áranna 1992 og 1993 jukust
skuldir sveitarfélaganna um 4,7
milljarða kr. en milli 1993 og 1994
um 7,2 milljarða kr.,“ sagði Vilhjálm-
ur.
Greiðslubyrði lána sveitarfélaga
var árið 1993 2,8 milljarðar kr. en
1994 var hún 3,6 milljarðar kr. Vil-
hjálmur hvatti alla sveitarstjórnar-
menn til að taka höndum saman við
þá fjárhagsáætlunargerð sem nú fer
í hönd hjá sveitarfélögunum og
leggja grunn að aukinni hagræðingu
og spamaði, stöðvun skuldasöfnunar
og ýtrustu varkárni hvað varðar þátt-
töku í atvinnurekstri og ábyrgð sveit-
arfélaga.
Skuldir sveitarfélaganna á hvem
íbúa vom að landsmeðaltali 131 þús-
und kr. en hæstar vom þær á Vest-
fjörðum, 202 þúsund kr., og Reykja-
nesi, 179 þúsund kr. en lægstar á
Norðurlandi eystra, 85 þúsund kr.
Af einstökum sveitarfélögum
skuldaði Kjalameshreppur mest mið-
að við íbúafjölda. Heildarskuldir vom
í árslok 206,6 milljónir kr. sem sam-
svarar því að hver íbúi skuldi tæpar
416 þúsund kr. Heildarskuldir Suður-
eyrarhrepps vom 131,4 milljónir kr.
sem samsvarar því að hver íbúi skuldi
410 þúsund kr. Heildarskuldir Flat-
eyrarhrepps vom 144,3 milljónir kr.
sem samsvarar því að hver íbúi skuldi
380 þúsund kr. Heildarskuldir Þing-
eyrarhrepps voru 156,5 milljónir kr.
sem samsvarar því að hver íbúi skuldi
326 þúsund kr. í Reykhólahreppi
vom skuldir á hvem íbúa 314 þúsund
kr.
í átta öðmm sveitarfélögum er
skuld á hvem íbúa yfir 200 þúsund
kr., þ.e. í Þórshafnar-, Skorradals-,
Lundarreykjadals-, Súðavíkur-, Hrís-
eyjar-, Svalbarðs-, Skeggjastaða- og
Grímsneshreppi.
Flutningur grunnskólans til sveitarfélaganna
>
>
Morgunblaðið/Sverrir
FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráðherra, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands
I
íslenskra sveitarfélaga, ræðast við á fjármálaráðstefnu ssveitarfélaganna í gær.
Kostnaðarauki talinn um
6,4 milljarðar á næsta ári
UM 400 sveitarstjórnamenn af öllu
landinu sitja ráðstefnu um fjármál
sveitarfélaga sem hófst í gær og
lýkur í dag. Ráðstefnan er haldin á
Hótel Sögu og var gærdagurinn að
mestur helgaður umræðu um flutn-
ing grunnskólans til sveitarfélag-
anna, en í dag verður fjallað um íjár-
mál sveitarfélaganna á undanförn-
um árum, helstu forsendur efna-
hagsáætlana fyrir komandi ár og
félagslega íbúðakerfið.
í ræðum Vilhjálms Þ. Vilhjálms-
sonar formanns Sambands íslenskra
sveitarfélga, Friðriks Sophussonar
fjármálaráðherra og Björns Bjarna-
sonar menntamálaráðherra kom
fram að verkefnisstjórn og nefndir
hafa verið að störfum frá því í sum-
ar til að undirbúa væntanlegan flutn-
ing sem taka á að fullu gildi 1. ág-
úst 1996.
Ein þessara nefnda áætlar að
kostnaður vegna nýrra ákvæða, s.s.
fjölgunar kennslustunda, lengingar
starfstíma, kostnaðarauka vegna
kjarasamninga o.fl. verði samtals um
6,4 milijarðar króna á næsta skólaári.
Þá hefur nefndin metið beinan
kostnaðarauka við þessi sömu verk-
efni, sem falla til á árunum 1997-
2000 og er hann áætlaður um 300
milljónir króna árlega. Um er að
ræða frekari fjölgun vikustunda og
fjölgun kennsludaga. „Gera má ráð
fyrir því að kostnaðarauki hinna
ýmsu sveitarfélaga vegna þessa geti
orðið mismunandi og að sama gildi
almennt um tekjur þeirra," sagði
Friðrik Sophusson.
í
I
>
í
Starfsemi Stöðvar 3 hefst formlega klukkan 19.30 í kvöld
Forsætisráðherra
hefur útsendinguna
FORMLEG útsending á dagskrá
Stöðvar 3 og endurvarpsrása á
hennar vegum hefst í kvöld klukk-
an 19.30. Fyrsta endurvarpsút-
sendingin var klukkan 19 í gær-
kvöldi með beinni útsendingu frá
Evrópsku tónlistarverðlaununum
1995 á sjónvarpsstöðinni MTV.
Davíð Oddson forsætisráðherra
sendir fyrsta dagskrárliðinn í loft-
ið en þar er um að ræða fyrsta
þátt nýrrar þáttaraðar með grín-
leikaranum Rowan Atkinson.
Strax á eftir verður sýnt einkavið-
talið sem BBC-sjónvarpsstöðin átti
við Díönu prinsessu en þátturinn
var sýndur í Bretlandi síðastliðinn
mánudag. Síðar um kvöldið verða
sýndar tvær sjónvarpsmyndir,
sem eru undanfari þáttaraða með
sama nafni, og kvikmyndin Sláttu-
maðurinn.
A laugardag verður bein út-
sending frá leik Bayern Uerding-
en og Borussia Dortmund í fyrstu
deild þýsku knattspyrnunnar og
sýnt frá viðureign Arsenal og
Blackburn Rovers í ensku úrvals-
deildinni á sunnudag.
Lífshættir ríka og fræga fólks-
ins verða til umfjöllunar laugar-
dagseftirmiðdag og daginn eftir
sjá ofurfyrirsætan Cindy Craw-
ford og leikarinn William Baldwin
um kynningu í þætti þar sem kvik-
mynda- og tónlistarstjörnur eru
Morgunblaðið/Kristinn
heidradar með verðlaunum.
Báða dagana verður sýndur
þáttur með háðfuglinum Benny
Hill milli 19 og 20, þvínæst hefst
útsending efnis fyrir alla fjöl-
skylduna að kvöldi laugardags og
að því búnu tekur hrollvekjan við.
Á sunnudagskvöld verður sýnt frá
ýmsum íþróttaviðburðum og
klukkan 11 tekur David Letter-
man við í spjailþætti sínum.
Hæstiréttur
SIS sýknað
af kröfum
KRON
HÆSTIRÉTTUR sýknaði í
gær Samband íslenskra sam-
vinnufélaga af kröfum þrota-
bús KRON um að rift verði
greiðslum KRON til búvöru-
deildar Sambandsins árið
1990.
Því var haldið fram af hálfu
þrotabúsins að KRON hefði í
raun verið komið í þrot þegar
greiðslur þessar voru inntar af
hendi.
Héraðsdómur hafði dæmt
þrotabúinu í vil í málinu og
rift rúmlega 18 milljóna króna
greiðslu sem deilt var um.
t
I
t
I
Andlát
ELLY VILHJALMS
SÖNGKONA
ELLY Vilhjálms söng-
kona, lést í Reykjavík
16. nóvember síðastlið-
inn. Útför hennar var
gerð í kyrrþey í gær.
Henny Eldey Vil-
hjálmsdóttir fæddist á
Merkinesi i Höfnum
28. desember 1935.
Foreldrar hennar voru
Vilhjálmur Hinrik
Ívarsson og Hólmfríð-
ur Oddsdóttir. Þau lét-
ust bæði á síðasta ári.
Elly lauk landsprófi
frá Laugarvatnsskóla
og síðar á ævinni fór
Elly var ein ástsælasta
söngkona íslenzk. Ung
hóf hún að syngja með
hljómsveitum og á ævi-
ferli sínum söng hún
um 100 lög inn á plöt-
ur, þar af allnokkur
hún í Öldungadeild MH og lauk
stúdentsprófi 1985. Hún var vel
ritfær og skrifaði greinar í tímarit.
með Vilhjálmi bróður
sínum, sem lést í um-
ferðarslysi í Lúxem-
borg fyrir hálfum öðr-
um áratug.
Elly söng um árabil
með hljómsveit Sva-
vars Gests. Þau giftust
5. júlí 1966 og eignuð-
ust tvo syni; Mána og
Nökkva. Soninn Atla Rafn og dótt-
urina Hólmfríði Ástu átti Elly í fyrri
hjónaböndum.
Þorsteinn Pálsson um gagnkvæmt tryggingakerfi veiðiríkja
Teljum hugmyndina
geta verið skynsamlega
ÞORSTEINN Pálsson, sjávarút-
vegsráðherra, segist styðja hug-
mynd Halldórs Ásgrímssonar, utan-
ríkisráðherra, um gagnkvæmt
tryggingakerfi veiðiríkja í norður-
höfum til að jafna sveiflur. Sam-
staða væri um það í íslensku ríkis-
stjórninni að halda hugmyndinni á
lofti þó ekki sé líklegt að hún verði
hluti af sjálfri lausn samningavið-
ræðna við Norðmenn nú.
„Ef ég á að vera raunsær, þá
væri ef til vill möguleiki á því að
menn gætu orðið sammála nú um
að reyna að vinna þessa hugmynd
áfram enda efast ég stórlega um
að hægt sé að ná saman um hug-
mynd af þessu tagi á skömmum
tíma.“
Þorsteinn segir að fyrst og fremst
sé verið að horfa til þorskveiða.
Þeir Halldór hafi reifað hugmynd-
ina við Norðmenn nú í nokkurn tíma
án þess að Norðmenn hafi sýnt
henni áhuga þótt þeir hafi svo sem
ekki útilokað umræður um þær.
„Það er alveg ljóst að þetta er mjög
vandmeðfarið mál og hlýtur að
byggjast á miklu gagnkvæmu
trausti um skynsamlega nýtingu
auðlindanna. Það er ekki víst að
þetta geti orðið hluti af lausn máls-
ins nú, en hugsanlega geta samn-
ingar um lausn deilunnar í Barents-
hafi falið það í sér að þjóðirnar
muni skoða möguleika á því að
koma slíkri skipan á. Því höfum við
verið að reifa þessa hugmynd á
undanförnum misserum og teljum
að hún geti verið skynsamleg," seg-
ir Þorsteinn.
Sjávarútvegsráðherra segir að
ekki sé óeðlilegt að íslenskir útvegs-
menn sýni hugmyndum af þessu
tagi ákveðna tortryggni, eins og
vart hefur orðið, á meðan að and-
rúmsloftið er eins og raun ber vitni
milli íslands og Noregs.