Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D tVjumifíUbÍb STOFNAÐ 1913 269. TBL. 83. ARG. FOSTUDAGUR 24. NOVEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bosníu-Serbar samþykkja friðarsamningana í Ohio Silajdzic hvetur til samstarfs án tafar Belgrad, Sarajevo, Kaupmannahöfn. Reuter. SLOBODAN Milosevic, forseta Serbíu, tókst í gær að telja leiðtoga Bosníu-Serba, þ. á m. Radovan Karadzic, á að samþykkja friðar- samningana sem náðust í vikunni í Dayton í Ohio. Gerðist þetta á fundi í grennd við Belgrad, að sögn serbneskra fréttastofa. Forsetinn mun hafa heitið því að í framhalds- viðræðum við Króata og múslima yrði fjallað nánar um þau atriði sem Bosníu-Serbar hafa gagnrýnt. Stjórnvöld í Sarajevo fögnuðu tíð- indunum í gær. Haris Silajdzic, forsætisráðherra Bosníu, sagði að ef rétt væri frá skýrt væru ákvarðanir fundar Serba í gær fagnaðarefni. „Við ættum að byrja að vinna að því saman að hrinda þeim í fram- kvæmd eins fljótt og framast er unnt." í yfirlýsingu Serba var sagt að líta bæri á samningana í Ohio sem Evrópskir framleiðendur leikfanga Varað við hættuleg- um eftir- líkingum Brussel. Reuter. FÚLLTRÚAR evrópskra fyrirtækja sem framleiða leik- föng með þekktum heitum vara við því að laumað sé inn á markaðinn ódýrum eftirlík- ingum sem í sumum tilfellum geti verið börnum hættulegar. Fullyrt er að um 12% af heildarsölu leikfanga í heiminum sé vara með fölsuð- um eða, eins og oftar mun vera raunin, villandi vöru- merkjum. Vöruheitið geti ver- ið Leco í staðinn fyrir Lego og Babie í stað Barbie; i ör- tröðinni um jólin geti verið erfitt að taka eftir svo litlum mun. Leikföngin geti að öðru leyti verið nákvæmlega eins og fyrirmyndin í útliti. Stundum sé þess ekki gætt að hafa engar hvassar brúnir á leikföngunum, á öðrum séu smáhlutir er hægt sé að slíta af og geti staðið í smábðrnum. Oft sé um illa gerða vöru að ræða er endist ekki jafn vel og fyrirmyndin enda fram- leidd við frumstæðar aðstæð- ur í_ þriðja heiminum eða Austur-Evrópu þar sem laun eru aðeins brot af því sem gerist í ríku löndunum. sögulegt skref í átt til friðar. Leið- togar Bosníu-Serba myndu sam- þykkja niðurstöðuna og taka þátt í að hrinda samningunum í fram- kvæmd „þótt sumt í þeim sé sárs- aukafullt". Momcilo Krajisnik, for- seti þings Bosníu-Serba í Pale, var á fundinum í gær en hann for- dæmdi í fyrstu samningana, sagði þá „svik". Haft var eftir ónefndum, hátt- settum fulltrúa Bosníu-Serba að þeir hefðu ekki átt annars úrkosta en sætta sig við orðinn hlut. „Þið eigið Sarajevo skilið" Bosníu-Serbar eru einkum óánægðir mieð að Sarajevo verður ekki skipt milli ríkjanna tveggja sem á að stofna í landinu en þau eiga síðan að vera í ríkjasam- bandi. Stjórn múslima og Króata situr í Sarajevo. Hún mun ráða yfir borginni óskiptri en í úthverf- um hennar búa meira en 100.000 Serbar. „Þið eigið Sarajevo skilið, þið urðuð að hírast í holum meðan varpað var á ykkur sprengjum af hæðunum," sagði Silajdzic að Mil- osevic hefði tjáð Alija Izetbegovic Bosníuforseta. 4.500 manna norræn gæslusveit Varnarmálaráðherrar Danmerk- ur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar áttu fund með bandarískum starfs- bróður sínum, William Perry,' í Kaupmannahöfn í gær. Var ákveð- ið að norrænu ríkin fjögur legðu fram 4.500 manna lið í norræna friðargæslusveit í Bosníu en alls munu um 60.000 hermenn frá 25 ríkjum, þar af 20.000 bandarískir, treysta friðinn í sessi fyrstu 12 mánuðina. Verða þeir undir yfir- stjórn Atlantshafsbandalagsins. Reuter Handtekinn við komuna BRESKI bankamaðurinn Nick Leeson brosir í kampinn á flug- vellinum í Singapore, en hann var handtekinn við komuna þangað í gær. Leeson var færð- ur beint til yfirheyrslu en í dag hefjast vitnaleiðsíur í máli hans. Er búist við að hann verði haf ð- ur í gæsluvarðhaldi í ramm- gerðu öryggisfangelsi meðan á málflutningi stendur. Frétta- menn sem fylgdust með komu hins 28 ára gamla Leesons til Singapore sögðu að hann hef ði virst sallarólegur en hann svar- aði spurningum fjölmiðla engu. ¦ Leeson kominn/20 Reuter » Held að Hans-Dietrieh tali ekki frönsku" UFFE Ellemann-Jensen, fyrrver- andi utanríkisráðherra Dan- merkur, ræddi við ráðamenn í Bonn í gær og sést hér fyrir miðju, til hægri er Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands. Ellemann-Jensen kom frétta- mönnum í Þýskalandi á óvart er hann ræddi um þá hugmynd að Hans-Dietrich Genscher, fyrrver- andi utanríkisráðherra Þýska- lands, yrði næsti framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Danski stjórnmálamaður- inn, sem nýtur stuðnings nor- rænu landanna í NATO og, að því er talið er, Bandaríkjanna, í baráttunni um embættið, hrósaði Genscher mjög og taldi hann vel hæfan en bætti siðan glettnislega við - á frönsku. „En ég held að Hans-Dietrich tali ekki frönsku. Það er vissulega vandamál, er það ekki?" Frakkar eru andvígir því að Ellemann-Jensen verði framkvæmdasljóri og bera því fyrst og fremst við að hann tali ekki frðnsku. Daninn sagðist þó ekki tala málið nógu vel til að nota það í samningaviðræðum. William Perry, varnarmálaráð- herra Bandarikjanna, sagði í gær á fundi með fréttamönnum í Kaupmannahöfn að nokkrir menn kæmu til greina í embætti framkvæmdastjóra. Meðal þeirra væru Javier Solana, utanríkisráð- herra Spánar, og danski fram- bjóðandinn. „Ellemann-Jensen er mj ög öflugur frambjóðandi í starfið," sagði Perry. Hann sagð- ist gera ráð fyrir að utanrikisráð- herrar NATÓ tækju ákvörðun um eftirmann Belgans Willy Claes eftir ráðherrafund í Brussel 5. * desember. Grikkir lýstu í gær andstöðu við framboð Ellemann-Jensens. í ráðherratíð sinni fyrir tveim árum gagnrýndi hann Grikki harkalega fyrir óbilgirni í deilum við Makedóníumenn. Réttindi Ungverja í Slóvakíu skert Allri gagnrýni vísað á bug Bratislava. Reuter. MARGIR Slóvakar eru reiðir vegna gagnrýni vestrænna þjóða á stjórnhætti í landinu og efast nú um að raunverulegur vilji sé fyrir hendi hjá Evrópusam- bandinu, ESB, og Atlantshafsbandalaginu, NATO, til að landið fái aðild að þessum samtökum, að sögn Ivans Gasparovic, forseta þings Slóvaka. Gasparovic sagði sendinefnd frá þingi ESB að ýmsar orðsendingar, umvandanir og „skilmálar" sem stöðugt bærust frá aðalstöðvum ESB, þingi sambandsins og Banda- ríkjunum vegna meintra brota á mannréttindum og lýðræði væru far- in að valda mikilli ólgu í landinu. Menn efuðust um heilindi ráða- manna Vesturveldanna en Slóvakía er aðili að friðarsamstarfi NATO og er með aukaaðild að ESB eins og fleiri nýftjáls ríki í Mið- og Austur- Evrópu. Vladimir Meciar, forsætisráð- herra Slóvakíu og fyrrverandi kommúnisti, var sáttfúsari en flokksbróðirinn Gasparovic en hvatti Evrópuþingmenn til að sýna skilning og draga úr gagnrýninni, það væri viturlegra. Meciar sagði að í Slóvakíu væri lýðræðið og sjálfstæðið ekki gamalt og þyrfti tíma til uppbyggingar. Ungverjar kalla sendiherra heim Ungverjar kölluðu í gær sendi- herra sinn í Slóvakíu heim til skrafs og ráðagerða vegna nýrra tungu- rnálalaga sem samþykkt voru á slóv- aska þinginu á miðvikudag. Bannað verður að nota tungumál þjóðarbrota í opinberri stjórnsýslu, á umferðar- skiltum og í auglýsingum. Ungversk stjórnvöld segja að lögin brjóti gegn tvíhliða samningi ríkjánna frá því fyrr á árinu um réttindi minni- hlutans. Samningurinn var undirrit- aður en hefur ekki enn verið staðfest- ur á þingi Slóvakíu. Rúmlega tíundi hluti íbúa Slóvakíu talar ungversku. ¦ Hagsmunum borgið í NATO/8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.