Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Jeltsin Höfuð Jeltsíns á 12 millj. VIKUBLAÐIÐ Moskvufréttir birti í gær verðskrá leigumorð- ingja sem er ört vaxandi starf- stétt í Rúss- landi. Þar kemur fram, að meðal- þóknun er jafnvirði 400 þúsund króna fyrir fórnar- lamb sem nýt- ur ekki vernd- ar lífvarðar en undir slíkum kringumstæðum kostar aftakan um 720 þús- und. Fyrir höfuð Borís Jeltsíns forseta þyrfti að borga um 12 milljónir. Sviptur þing- helgi á Spáni JOSE Barrionuevo, innanríkis- ráðherra Spánar á árunum 1983-87 og náinn samverka- maður Felipe Gonzalez forsæt- isráðherra, var sviptur þing- helgi í gær. Þar- með getur hæstiréttur Spánar yfirheyrt hann vegna rannsóknar á morðum á 27 böskum sem haldið er fram að týnt hafi lífi í meintri herferð af hálfu yfir- valda til útrýma forsprökkum aðskilnaðarsinna. Ljósið í myrkrinu VERKAMENN í Síberíuborg- inni Barnaul eiga fyrir höndum langan og harðan vetur en þeir hafa þó að minnsta kosti íjós í myrkrinu. Eldspýtna- verksmiðja borgarinnar hefur orðið að stöðva framleiðslu um ófyrirsjáanlega framtíð vegna fjárskorts og gat ekki borgað út laun en þá datt einum af stjórnendunum það snjallræði í að hug rýma til í vöruskemm- um verksmiðjunnar með því að afhenda hverjum starfs- manni 5.000 eldspýtnastokka- pakka í stað launa. Bardagar í Búrundí RÍKISÚTVARPIÐ í Tanzaníu skýrði frá því í gær, að harðir bardagar, þar sem beitt væri þungavopnum, ættu sér stað milli stjórnarhersins í Búrundí og uppreisnarmanna hútúa í héruðunum Ruyigi, Rutana og Makamba, sem liggja með- fram tanzanísku landamær- anna. Hefðu bardagarnir stað- ið í fimm daga. Mkapa sver embættiseið BENJAMIN William Mkapa sór í gær embættiseið sem forseti Tanzaníu. Er hann þriðji forseti landsins frá því það hlaut sjálfstæði 1961. Tívolí tapar í Danmörku TAP varð á Tívoll-garðinum í Kaupmannahöfn á árinu í fyrsta sinn í 153 ára sögu hans. Nam það 18,8 milljónum danskra króna, jafnvirði 225 milljóna króna, en veltan var 243,4 milljónir danskra eða 2,9 milljarðar. Sótt að öfgamönnum í Egyptalandi Herréttur dæmir heittrúarmenn Heikstep. Reuter. HERRÉTTUR í Egyptalandi dæmdi í gær 54 félaga í heittrúar- samtökunum Bræðalagi múslima til þriggja til fímm ára fangavist- ar. Hafa mannréttindasamtök for- dæmt réttarhöldin og lýstu ein þeirra, Amnesty International, því yfir að mennirnir væru allir sam- Reuter Mandela hittir fornan fjanda NELSON Mandela forseti Suður- Afríku hitti í gær Percy Yutar, sem var ríkissaksóknari 1964, er Mandela var dæmdur í lífstíðar- fangelsi fyrir landráð. Snæddu þeir hádegisverð saman. Myndin var tekin af endurfund- um þeirra. Adidas ekki á bak við Leeson Frankfurt. Reuter. ADIDAS, hinn kunni þýzki íþróttavöruframleiðandi, kvaðst ekki vera fjárhagsleg- ur bakhjarl Nicks Leesons, fyrrum starfsmanns Barings- banka, þegar hann kom til Singapore í íþróttapeysu og með hafna"boltahúfu frá Adid- as. Starfsmenn Adidas sögðu fráleitt að ætla að fyrirtækið vildi láta bendla sig við sak- borning í fjárglæframáli. Adidas er helzti kostandi tennisleikkonunnar Steffi Graf og stóð með henni í kunnu skattsvikamáli. visuf angar, óbreyttir borgarar sem ættu ekki að mæta fyrir herrétt. Réttað var í málinu í herbúðum í eyðimörk norð-austur af Kaíró. Auk fangelsisdómanna yfir mönn- unum 54, fyrirskipaði herrétturinn að höfuðstöðvum Bræðralagsins í höfuðborginni yrði lokað. Greip lögregla þegar til aðgerða, vísaði hinum 86 ára gamla talsmanni samtakanna, Mamoun el-Hodeibi, úr höfuðstöðvunum, og gerði bréf- síma þeirra upptækan. Menntamenn dæmdir Á meðal þeirra sem hlutu fang- elsisdóma eru háskólamenn, lækn- ar og aðrir frammámenn. Þeir voru sakaðir um ýmis lagabrot án þess að þeir hefðu beitt ofbeldi, svo sem að skipuleggja fundi ólög- legra samtaka, halda ólöglega leynifundi og semja dreifibréf með áróðri gegn stjórn landsins. Alls var 81 félagi í Bræðralag- inu ákærður. Fimm hlutu fimm ára dóm í vinnubúðum, fjörtíu hlutu þriggja ára dóm í vinnubúð- um og níu voru dæmdir til þriggja ára fangavistar. 27 voru sýknaðir. Bræðralag múslima hefur það á stefnuskrá sinni að koma á íslömsku ríki í Egyptalandi með friðsamlegum hætti. Leeson kominn undír lás og slá í Singapore Singapore. Reuter. BRESKI bankamaðurinn Nick Leeson, sem sakaður hefur verið um að hafa gert Barings banka gjaldþrota með svokölluðum af- leiðuviðskiptum, kom til Singapore í gær frá Frankfurt í Þýskalandi. Þarlend yfirvöld höfðu krafist framsals hans vegna ákæru um skjalafals og urðu þýsk yfirvöld við þeirri bón. Var Leeson handtek- inn við komuna en vitnaleiðslur hefjast í máli hans í dag, föstudag. Leeson starfaði hjá Barings- banka í Singapore, þar sem hann stundaði afleiðuviðskipti. Hann tapaði gífurlegum fjárhæðum á viðskiptunum og tókst að breiða yfir tapið allt fram í lok febrúar. Er honum var Ijóst hvernig komið var fyrir bankanum og að upp um Akærður fyrir skjalafals og misf erli í tengslum við hrun Baringsbanka hann kæmist, flýði hann frá Sin- gapore. Hann náðist í Frankfurt í mars sl. og hefur setið í fangelsi þar í borg frá þeim tíma. Hann grátbændi bresk yfirvöld um hjálp, kvaðst myndu veitta þeim alla mögulega aðstoð ef rétt- að yrði í máli hans í heimalandinu. í júlí sl. féllst hann að endingu á framsal til Singapore. Við komuna þangað í gær var hann þegar fluttur í höfuðstöðvar viðskiptaráðuneytisins í Singapore, þar sem hann var yfirheyrður. Honum verður formlega birt ákæra snemma í dag en honum var hald- ið í ráðuneytinu í nótt. Lagasér- fræðingar í Singapore telja líkleg- ast að Leeson verði haldið í gæslu- varðhaldi. í Queenstown-fangels- inUj sem er sérstaklega rammgirt. Akæraatriðin á hendur Leeson eru éllefu og varða skjalafals og misferli í tengslum við gjaldþrot Barings en tap bankans vegna áhættuviðskipta Leesons nam um 82 milljörðum kr. ísl. Hefur Leeson heitið því að vera samstarfsfús við yfirvöld í Singapore en lögmaður hans neitaði hins vegar fréttum um að Leeson hefði samið um málið á bak við tjöldin. Sallarólegur Leeson kom til Singapore í fylgd eiginkonu sinnar, Lisu, og tveggja lögmanna. Hann svaraði engu við handtökuna á flugvellinum og lét spurningum fréttamanna ósvarað. Sögðu fréttamenn að Leeson, sem var klæddur í æfmgagalla og með derhúfu, hafi virst sallarólegur við handtökuna. Leeson ferðaðist á fyrsta far- rými á leiðinni til Singapore og sátu hjónin saman lengst af. Er það lengsta samverustund þeirra frá því að Leeson var handtekinn. Lögmaður hans sagði hann hafa rólegan en að hann hefði vissulega haft nokkrar áhyggjur af fram- haldinu. Roh býr við gott atlæti Samfangar í mótmælasvelti Seoul. Reuter. TUGIR samfanga Roh Tae-woo, fyrrverandi forseta Suður-Kóreu, hófu mótmælasvelti í vikunni vegna þess að aðbúnaður Roh er sagður mun betri en venjulegra fanga. Yfir- völd yfirheyra enn samstarfsmenn Roh um sjóði þá er hann safnaði með ólöglegum framlögum frá stór- fyrirtækjum, alls 654 milljónum Bandaríkjadollara, er hann var for- seti 1988 til 1992. Roh hefur klefa út af fyrir sig, eins og aðrir háttsettir fangar en fjölmiðlar segja að klefinn sé tvöfalt stærri en hinir og með eigin sturtu- kiefa. Venjulegir fangar nota sam- eiginlega baðklefa og eru þrír eða fjórir í klefum sem ekki eru upphit- aðir, ekki einu sinni í vetrarkuldum. „Við höfum heyrt að 55 fangar hafi byrjað mótmælasvelti og þeir hyggist ekki hætta því fyrr en Roh fær sömu meðhöndlun og aðrir fang- ar," sagði talsmaður andófshóps sem ættingjar fanganna hafa sett á lagg- irnar. Fangarnir segjast allir sitja inni af pólitískum ástæðum, sumir þeirra hafa verið dæmdir fyrir samskipti við Norður-Kóreu og þar með brot á ör- yggislögum. Stjórnvöld segja að um venjulega afbrotamenn sé að ræða. Hótar yfirvöldum með eitruðum froskum Adelaide. Reuter. REIÐUR ástralskur kanínu- veiðimaður fullyrðir að hann hafi látið lausa 637 eitraða froska,_eina mestu umhverfisp- lágu Ástralíu, í hefndarskyni vegna þess að hann missti vinn- una. Ástæða þess er banvænn vírus sem greinst hefur í kanín- um. Veiðimaðurinn hefur hvað eftir annað hringt í jandbúnað- arráðuneyti Suður-Ástralíu og hótað því að sleppa froskunum og segir talsmaður ráðuneytisins enga ástæðu til annars en að taka hótanir hans alvarlega. Eigi þær við rök að styðjast, gæti verið um alvarlega ógnun við plöntu- og dýralíf á svæðinu að ræða. Froskarnir, Bufo marinus" eru upphaflega frá Suður-Amer- íku en þeir voru fluttir til Ástral- íu árið 1935 til útrýma bjölluteg- und sem gerði sykurreyrbænd- um lífið leitt. Bjöllurnar reynd- ust fleygar og lítið gagn áð froskunum, sem hafa fjölgað sér hratt á þeim tíma sem liðinn er. Þeir eru baneitraðir, geta drepið húnd með eitri sínu á nokkrum mínútum. Stærstu froskarnir eru sagðir á stærð við matar- disk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.