Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.11.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1995 43 FRÉTTIR Ríó tríóið heldur tónleika í tilefni 30 ára söngafmælis Fræðasetrið EJ ölskyldutónleikar í túninu heima RÍÓ tríóið heldur fjölskyldutón- Ieika í tilefni af 30 ára söngaf- mæli sínu og 40 ára afmæli Kópavogskaupstaðar í íþrótta- húsinu í Digranesi laugardaginn 25. nóvember kl. 17. Yfirskrift tónleikanna er í túninu heima og fylgir sú skýring að tríóið hafi upphaflega byrjað að raula við gítarundirleik í bjartri vor- nótt á Digranestúni. Helgi Pétursson sagði að hann, Olafur Þórðarson og Hall- dór Fannar hefðu stofnað Ríó tríóið í gagnfræðaskóla Kópa- vogsskóla fyrir um 30 árum. Tríóið hefði upphaflega notast við tvo lélega kassagítara og _ notið velvilja skólayfirvalda Alf- hólsskóla vegna æfingahús- næðis. Tónleikahaldið hefði svo smám saman undið upp á sig og hefði tríóið gefið út tæplega 20 hljómplötur og farið í ótal tónleikaferðir híér heima og er- lendis. Tríóið hefur verið með í fjölmörgum útvarps- og sjón- varpsþáttum á ferli sínum. Ag- úst Atlason gekk til liðs við tríó- ið árið 1968. Halldór Fannar hætti hins vegar. Um þessar mundir er verið að vinna að gerð sjónvarpsþátt- ■ Á föstudags- og laugardags- kvöld leikur danssveitin KOS sem skipuð er þeim Sigurði Dagbjarts- syni, Kristjáni Óskarssyni, Má El- íssyni og Evu Ásrúnu. Á sunnu- dags- og mánudagskvöld leika svo þau Grétar Örvarsson og Sigga Beinteins. Á þriðjudagskvöldið 28. nóvember leika svo félagamir Ingi Gunnar og Eyvi. ■ CAFÉ AMSTERDAM Trúbador- inn Siggi Björns leikur fimmtu- dags-, föstudags- og laugardags- kvöld. ■ HÓTEL SAGA Á Mímisbar leika Ragnar Bjarnason og Stefán Jökulsson föstudags- og laugardagskvöid. í Súlna- sal föstudagskvöld frá kl. 22-3 leikur Geirmundur Valtýsson ásamt hljóm- sveit og á laugardagskvöld er síðasta sýning á Ríó- sögu. Á eftir sýningu verður svo dansleikur með Geirmundi. ■ Hljómsveitin Reaggie on Ice leikur föstudags- og laugardagskvöld á Astró.. Dúndurfréttir taka svo við og leika sunnudags- og mánudags- kvöld en þriðjudaginn 28. nóvember verður haldið Bítlakvöld í beinni út- sendingu á Rás 2 þar sem fram koma hljómsveitirnar Sixties, Rúnar Júl., Jón Ólafs o.fl. Á miðvikudag- inn 29. og fimmtudaginn 30. nóvem- ber leika 3 to One. ■ FÓGETINN Jón Ingólfsson leik- ur föstudags- og laugardagskvöld. Guðmundur Rúnar leikur einnig sunnudags- og mánudagskvöld og Jón Ingólfsson á þriðjudagskvöld. Á miðvikudags- og fimmtudagskvöld leikur trúbadorinn Halli Reynis. ■ LIPSTIKK heldur tónleika í Rósenbergkjallaranum laugar- dagskvöld en hljómsvcitin hefur und- anfarið verðið að vinna að nýju efni. Þriðjudaginn 28. og miðvikudaginn 29. nóvember verða svo tónleikar í Vitanum, Hafnarfirði. ■ BLÁA LÓNIÐ Dans- og diskó- hljómsveitin Hunang heldur stórdis- kóball í Bláa Lóninu laugardags- kvöldið 25. nóvember. Skemmtunin hefst kl. 23, 18 ára aldurstakmark. ar um tríóið og verður tækifær- ið gripið og myndað á tónleikun- um á laugardaginn. Helgi sagði að sérstaka ánægju þremenn- inganna vekti að þeim til fullt- ingis yrðu Skólahljómsveit Kópavogs undir stjórn Ossurar Geirssonar og Kór Kársnesskóla undir stjórn Þórunnar Björns- dóttur. Yngri deild Skólahljóm- sveitarinnar leikur í anddyri íþróttahússins fyrir tónleikana. Að því loknu tekur tríóið við og syngur kórinn með því nokkur lög. Því til viðbótar fær tríóið til liðs við sig þekkta tónlistar- menn á borð við Szymon Kuran fiðluleikara, Reyni Jónasson harmóníkuleikara og Björn Thoroddsen gítarleikara, og með þeim leikur hljómsveitin Saga Class. Þekktlög Helgi sagði að reynt yrði að höfða til allrar fjölskyldunnar á tónleikunum. „Við leikum og syngjum flest af okkar þekkt- ustu lögum. Ég get svo nefnt að við fáum Kársnesskólakórinn til að syngja með okkur Kópa- vogsbraginn svokallaða og við syngjum með þeim mjög fallegt ■ VINIR VORS OG BLÓMA flýg- ur vestur á Isafjörð laugardaginn 25. nóvember og leikur í Sjallanum. Aldurstakmark er 18 ár. ■ DRAUMALANDIÐ leika á dans- leik nemenda Fjölbrautaskóla Vest- urlands föstudagskvöld á Hótel Akranesi. ■ BJARNI TRYGGVA OG TEIT- UR GUÐNA hafa slegið saman í dúó og Ieika föstudasgkvöldið í Dalabúð í Búðardal. Á laugardagskvöld leika félagarnir á bjórhátíðinni á Hótel Akranesi þar sem skemmtunin hefst kl. 23. ■ GARÐAKRÁIN, GARÐABÆ Á föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Klappað og klárt með þeim Garðari Karlssyni og Onnu Vilhjálmsdóttur. ■ MAMMA RÓSA Á föstudags- og laugardagskvöld skemmtir Viðar Jónsson gestum. ■ HÓTEL ÍSLAND Á föstudags- og laugardagskvöld er Tommy Dorsey Sliow þar sem fram korna 17 hljóðfæraleikarar undir stjórn Buddy Morrow. Söngvari er Walt Andrus. Gestasöngvari hljómsveit- arinnar verður Björgvin Halldórs- son og mun hann syngja þekktustu lög Frank Sinatra. Eftir tónleikana leikur hljómsveit Tommy Dorsey fyr- ir dansi. Laddi sýnir í Asbyrgi föstu - dags- og laugardagskvöld. A sunnu- dagskvöld er svo Kántrý-dansleikur frá kl. 21-1. Ríó tríóið HELGI, Ágúst og Ólafur í góðri sveiflu. grískt lag,“ sagði Helgi. Þó tónleikarnir verði ekki endurteknir starfar Ríó tríóið enn af fullum krafti og leikur og syngur á Hótel Sögu um hveija helgi. „Við erum hættir að lofa því að hætta,“ sagði Helgi í því sambandi í léttum dúr. „Tríóið er farið að verða fyr- ir okkur eins og spilaklúbbur fyrir öðrum og við virðumst aldrei ætla að verða þreyttir hver á öðrum.“ ■ ÓÐAL Á föstudags- og laugar- dagskvöld heldur Egill Ólafsson tónleika á jarðhæðinni þar sem hann flytur frumsamnin lög og tónlist eft- ir aðra. Á miðhæð verður lifandi tón- list. Söngvari er Bjarni Ara. Á sunnudasgkvöld verður svo Bogomil Font með Kurt Wald-tónleika á mið- hæðinni. ■ NÆTURGALINN Hljómsveitin Fánar leika um helgina. ■ IN BLOOM heldur tónleika laugardagskvöld á Tveimur vinum þar sem hljómsveitin kynnir nýtt efni sem út kemur á næsta ári. ■ FEITI DVERGURINN Á föstu- dags- og laugardags- kvöld leika Arnar og Þórir. ■ ARI í ÖGRI Síðustu tónleikar írska hljómlist- armannsins Tisch Frier verða föstudags- og laugardagskvöld. ■ SIXTIES leikur föstudags- og laug- ardagskvöld í Ránni, Keflavík. Sixties var að ljúka við upptökur á plötu sem kemur út fyr- ir jólin. Platan ber nafn- ið Jólaæði og segir í til- kynningu að jólahátíðin verði skoðuð frá nýju sjónarhorni. Platan er væntanleg um mánaða- mótin. ■ ÁSLÁKUR MOSFELLSBÆ Á föstudags- og laugardagksvöld leikur E.T. bandið. ■ CAFÉ ROYALE Á föstudags- kvöld leikur hljómsveitin Hunang og á laugardagskvöld leikur Guðmund- ur Rúnar. ■ VINIR DÓRA halda útgáfutón- leika á Hótel Tanga, Vopnafirði, í tilefni útkomu geisladisksins Hittu mig sem nýlega er komin út. Hljóm- sveitipa skipa Halldór Bragason, Jón Ólafsson og Ásgeir Óskarsson. ■ NORÐAN ÞRÍR + ÁSDÍS leika laugardagskvöld á Blönduósi. Dans- leikurinn er árlegur dansleikur Styrktarsjóðs Ilúnvetninga. Einnig verður efnt til happdrættis þar sem vinningar verða veglegir. í Sandgerði opið almenningi FRÆÐASETRIÐ í Sandgerði verður í fyrsta sinn opið almenningi helgina '25. og 26. nóvember. Opnunartími um helgar er frá kl. 11 fyrir hádegi til kl. 17 síðdegis. Aðgangseyrir í vetur er 200 krónur fyrir fullorðna og 100 krónur fyrir börn. Sérferðir á vegum setursins laug- ardaginn 25. nóvember verða: Gönguleiðir á söguslóðum með Pétri Brynjarssyni, sagnfræðingi og Sand- gerðingi. Lagt verður af stað frá Fræðasetrinu kl. 13. Fuglaskoðun með Jóhanni Óla Hilmarssyni, fugla- fræðingi. Lagt verður af stað kl. 13.30. Fjöruferð með Svövu Stein- arsdóttur, líffræðingi. Lagt af stað frá Fræðasetrinu kl. 14. Verð fyrir hverja sérferð þessa byrjunardaga er 400 kr. á mann. Áætlunarferðir eru til Sandgerðis með SBK frá Umferðarmiðstöðinni r Reykjavík. Málþing um mannréttindi ogjafnt vægi atkvæða MANNRÉTTINDASTOFNUN Há- skóla íslands stendur fyrir málþingi laugardaginn 25. nóvember. Til um- ræðu er spurningin: „Er jafnt vægi atkvæða mannréttindi?" Málþingið fer fram í stofu 101 Lögbergi og hefst kl. 13.30. Fundarstjóri verður Gunnar G. Schram prófessor. Frummælendur á málþinginu verða Atli Harðarson heimspekingur, Jón Baldvin Hannibalsson alþing- ismaður, Ólafur Þ. Þórðarson fyrr- verandi alþingismaður og Sigurður Líndal prófessor. Að loknum fyrir- lestrum verða almennar umræður. Stofnendur Mannréttindastofnun- ar Háskóla Isladns eru, auk Háskól- ans, Lögmannafélag Islands og Dóm- arafélag íslands. Megintilgangur stofnunarinnar er að vinna að rann- sóknum á lögfræðilegum þáttum mannréttinda, annast dreifmgu á niðurstöðum þeirra og að styðja við kennslu á þessu sviði. Mannréttinda- stofnunin beitir sér jafnframt fyrir kynningarfundum um ýmsa þætti mannréttindamála. Teiknað með tölvum VEGNA gífurlegrar aðsóknar laug- ardaginn 11. nóvember á „Teiknað með tölvum,“ hefur verið ákveðið að endurtaka dagskrána laugardag og sunnudag kl. 12-17. Mikilvægt er að skrá sig, því aðeins takmarkaður fjöldi kemst að. Börnum á aldrinum 6-12 ára er boðið í tölvusmiðju Norræna hússins, þar sem þeim gefst færi á að teikna sínar eigin myndir með tölvum. Báða dagana verður unnið í tveimur hóp- um, frá kl. 12-14 eða 15-17, gert er ráð fyrir sex þátttakendum i hveij- um hópi. Leiðbeinandi verður Kristín Maria Ingimarsdóttir hreyfimynda- teiknari, menntuð í Bandaríkjunum. Hún hefur starfað hér heima m.a. við að leiðbeina bömum og ungling- um í hreyfimyndagerð. Myndirnar verða prentaðar út í lit og sett verður saman sýning á verk- um þátttakenda í bókasafni og kaffi- stofu Norræna hússins. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Fyrirlestur um heimspeki FYRIRLESTRAR á vegum Félags áhugamanna um heimspeki verður haldinn á morgun laugardag kl. 14 í hátíðarsal aðalbyggingar Háskól- ans. Kristján Kristjánsson flytur fyrir- lestur er nefnist: Af tvennu illu: Um Skemmtanir HLJÓMSVEITIN KOS leikur á Kaffi Reykjavík föstudags- og laugardagskvöld. klípusögur, nytjastefnu og dygða- fræði. Svokallaðar klípusögur eru notað- ar í siðfræði til að setja fram í eim földu formi siðferðileg álitamál. Kristján mun segja nokkrar slíkar sögur og rannsaka hvernig tekst að takast á við álitamálin með röksemd- um nytjastefnu annars vegar og dygðafræði hins vegar, en sú stefna hefur verið mjög áberandi í siðfræði undanfarin ár. Dr. Kristján Kristjánsson er dós- ent í heimspeki við Háskólann á Akureyri. Birting o g Framsýn sameinast STOFNFUNDUR sameinaðs félags Alþýðubandalagsfélaganna Birting- ar og Framsýnar í Reykjavík verður haldinn á Kornhlöðuloftinu laugar- dagin 25. nóvember. Stofnfundurinn verður haldinn að loknum aðalfundi beggja félaganna. Félögin hafa undanfarið haft tölu- verða samvinnu og stiga nú skrefið til fulls með sameiningu, segir í fréttatilkynningu. Stofnfundurinn hefst kl. 14.30. Auk stofnfundarstarfa mun flytja stutt ávörp Margrét Frímannsdóttir formaður Álþýðubandalagsins, Björn Guðbrandur Jónsson formaður Birt- • ingar, Leifur Guðjónsson formaður Framsýnar og Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur. Fundarstjóri verður Hildur Jóns- dóttir upplýsingafulltrúi. Rabbfundur um fornleiðir ÁHUGAFÓLK um skoðun, skrán- ingu, varðveislu og notkun gamalla alfaraleiða hundrað ára og eldri, fornleiða, efnir til rabbfundar við ~ Islandslíkanið, Tjarnarsalnum í Ráð- húsi Reykjavíkur laugardaginn 25. nóvember kl. 14. Kynnt verður hvað fomleiðir em, staða þeirra sem fornminja, um- gengnisreglur um þær, skráning og merking. Fulltrúar frá Þjóðminjasafni ís- lands, Ömefnastofnun, Landmæling- um íslands og Sjómælingum íslands verða á staðnum. Allt áhugafólk um skráningu og notkun fornleiða velkomið. Basarar ■ JÓLABASAR Sólheima í Grímsnesi Árlegur jólabasar Sólheima verður í Templarahöllinni við Eiríksgötu 5 í Reykjavík sunnudaginn 26. nóvember og hefst kl. 15 en ekki 14 eins og verið hefur. Sjálfseignarstofnunin Sólheimar í Grímsnesi var stofnuð árið 1930 af Sess- elju Hreindísi Sigmundsdóttur. Hlutverk þess er og hefur verið að annast með- ferð og umönnun þroskaheftra. í dag dvelja á Sólheimum 39 einstaklingar. A jólabasar Sólheima gefst fólki kostur á að sjá og kaupa framleiðsluvörur heimil- isins. Má -þar helst nefna handsteypt bývaxkerti, kubbakerti, mottur, dúka, trefla, silkikort, óróa, púða, tréleikfóng og grænmeti. Einnig verður á boðstólum mjólkursýrt grænmeti, en mjólkursýring er sérstök geymslu- og verkunaraðferð á grænmeti sem viðheldur upphaflegum næringar- og fjörefnum þess jafnframt því að veita grænmetinu ferskt, sætsúrt bragð. Samhliða Sólheimabasarnum stendur Foreldra- og vinafélag Sól- heima fyrir kökubasar og kaffisölu. Ollum ágóða af sölunni er varið til upp- byggingar á starfsemi Sólheima. ■ WALDORFSKÓLINN Ylur í Lækj- arbotnum heldur sinn árlega jólabasar á morgun milli kl. 13-17 í húsnæði skól- ans í Lækjarbotnum. Auk hefðbundinnar kaffi- og veitingasölu verða seldir hand- unnir munir og leikföng. Fiðluieikari og trúður koma í heimsókn og dregið verður í happdrætti að lokinni brúðuleik- hússýningu. W w -leikur að Ixral Vinningstölur 23. nóv. 1995 6*8 «9*10 «17*21 *26 Eldri úrslit á símsvara 568 1511
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.